Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 14
14 AGNES EINARSDÓTTIR Iðnaðarráðherra flutti sögu Kísiliðjunnar yfir starfsfólkinu í gær, sögu sem það þekkir sjálft vel og þurfti ekki að heyra. Agnes Einarsdóttir: Deyfð yfir fólki Dauft hljóð var í Agnesi Einarsdóttur, trúnaðarmanni starfsfólks Kísiliðjunn- ar, þegar hún hélt heim á leið eftir að síðustu vakt hennar lauk í gær. Hún kvaddi þá vinnustað sinn til tuttugu ára í síðasta sinn. „Það var deyfð yfir fólkinu,“ sagði hún. „Andinn var ekk- ert sérstakur enda ekkert framundan.“ Sjálfri leið henni illa. „Þeir koma á morgun [í dag] frá svæðisvinnumiðl- uninni og skrá okkur atvinnulaus.“ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra talaði við starfsfólkið í gær en Agnes gefur lítið fyrir orð hennar. „Hún fór yfir sögu Kísiliðjunnar sem við þekkjum nú öll og þurfti ekkert að segja okkur. Svo sagði hún að það væri ekkert að frétta.“ Starfsfólki Kísil- iðjunnar er boðið til Dyflinnar á fimmtudag og er helmingur kostnað- ar greiddur fyrir maka. Agnes segir upp og ofan hvort fólk hlakki til farar- innar. „Það vildu örugglega allir hafa vinnu frekar en að fara út. Þetta verð- ur ábyggilega skrýtin ferð.“ - bþs Fasteignamarkaðurinn er blómlegri en nokkru sinni fyrr. Þróunin hefur verið hröðust undanfarna þrjá mánuði eða frá því KB banki reið á vaðið með því að bjóða íbúðalán og lækka vexti. Fram að því hafði álagið verið jafnt og þétt í fasteignaviðskiptunum en þegar bank- arnir fóru í samkeppni við Íbúðalána- sjóð og fóru að elta hver annan í vaxta- lækkunum og auknu veðsetningarhlut- falli tók steininn úr. Þetta hefur verið gríðarleg innspýting í markaðinn og fasteignirnar rjúka út, sérstaklega stærri eignirnar. Hvað hefur fasteignaverð hækkað mikið? Sala fasteigna gengur mjög hratt og vantar hreinlega eignir á söluskrá, eftir- spurnin er mun meiri en framboðið og tala fasteignasalar um seljendamarkað í dag. Ekki sér fyrir endann á hækkunum á fasteignaverði. Framan af árinu hækk- aði fasteignaverðið um eitt prósent á mánuði miðað við fasteignavísitölu en þróunin síðustu mánuðina hefur sýnt verulega hækkun, sennilega upp á 5-6 prósent sem er mjög hátt. Búist er við að fjörið endist eitthvað fram á næsta ár. Hvernig eru horfurnar? Fasteignasalar reikna með að nýjar regl- ur um 90 prósenta lánshlutfall gangi í gildi hjá Íbúðalánasjóði um áramótin og þá verði jafnvel útlánaþakið hækkað úr 13 milljónum króna í minnst 18 milljónir þó að Íbúðalánasjóður hafi ekki gefið út neitt um það. Margir fast- eignasalar gera ráð fyrir því að vextir íbúðalána eigi eftir að lækka enn frekar en þeir eru 4,15 prósent í dag. Næsta útboð hjá Íbúðalánasjóði verður í síð- asta lagi í janúar og þá verður spenn- andi að sjá hvort vextir fari niður fyrir 4,15 prósent. Búist er við að bankarnir verði að svara því ef svo fer. Fasteigna- salar sjá því ekki fyrir endann á fjörinu, bjartsýnin er mikil hjá landanum og bú- ist við miklum breytingum í íbúðalán- um, bæði hjá Íbúðalánasjóði og bönk- unum, sem allar verði til þess að örva fasteignaviðskiptin hjá landanum. ■ Lægri vextir og hærri lán FBL GREINING: FASTEIGNAMARKAÐURINN 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR KÍSILIÐJAN Þau voru þung skrefin sem starfsfólk Kísiliðjunnar steig um ganga og sali verksmiðjunnar í gær. Síðustu sekkirnir voru af- greiddir úr húsi til útskipunar frá Húsavík og svo var gengið frá, í síðasta sinn. Hjarta sveitarinnar hefur slegið í takt við verksmiðj- una í næstum fjóra áratugi og þó að líf heimamanna haldi áfram verður það með öðrum hætti. Þessi stóri þáttur er að baki og fæstir vita hvað tekur við. Tæplega fimmtíu manns missa vinnuna í dag og hinir fjölmörgu sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við verksmiðjuna, starfsfólkið og íbúa sveitarinnar horfa líka til framtíðar með ugg í brjósti. Svo eru það þeir sem kætast. Ekki yfir atvinnumissi fólksins og áhrifunum á lífið í sveitinni held- ur fyrir hönd sjálfs Mývatns. Skoðanir eru nefnilega skiptar um ágæti kísilgúrnámsins úr vatninu og sumir eru þeirrar skoðunar að það ógni lífríkinu. Á móti vega svo þau sjónarmið að þegar kísilgúr- náminu sleppi heyri Mývatn sög- unni til því efnið safnist upp í því og vatnið grynnist og grynnist. Slíkt gerist þó á nokkrum öldum, gangi þær spár eftir. Einstök verksmiðja Kísiliðjan var stofnuð í ágúst 1966 og ári síðar hófst tilrauna- framleiðsla á kísilgúr. Fáar stór- iðjur voru í landinu í þá daga en hjól Áburðaverksmiðjunnar í Gufunesi og Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi höfðu þó snúist í nokkur ár. Kísilgúr er notaður á þrjá vegu; til síunar á ýmsum vökvum, til dæmis á bjór, matarolíu, bens- íni og blóði í blóðbönkum; sem fylliefni í málningu, snyrtivörur, plast og lyf og sem slípiefni í tannkrem og bílabón. Kísilgúrinn var að mestu seldur til nokkurra Evrópuríkja. Sérstaða verksmiðjunnar var nokkur, hún var sú eina sinnar tegundar sem vann kísilgúr af vatnsbotni en ekki úr uppþorn- uðum stöðuvötnum og einnig var hún önnur stærsta verksmiðjan í heiminum sem nýtti jarðhita sem orkugjafa. Kísiliðjan verður til Áður en Kísiliðjan hóf starf- semi var landbúnaður hryggjar- stykkið í atvinnulífi Mývatns- sveitar. Myndarleg býli stóðu hringinn í kringum vatnið auk þess sem nokkrir sinntu þjónustu- störfum, kennslu og fleiru. Aðdragandinn að stofnun verk- smiðjunnar var nokkur. Baldur Líndal efnaverkfræðingur hafði rannsakað eitt og annað í lífríki Mývatns og eins gufuna í Bjarna- flagi. Komst hann að því að hún væri brúkleg til brennisteins- vinnslu og voru framleidd nokkur hundruð kíló af brennisteini í til- raunaskyni. Skömmu síðar snar- féll brennisteinninn í verði og kom það þá af sjálfu sér að vinnu- slunni var hætt. Í staðinn horfðu menn niður í vatnið og staðnæmd- ust við kísilgúrinn sem nóg var af. Frekari rannsóknir fylgdu í kjöl- farið og úr varð að reisa kísilgúr- verksmiðju sem var svo ákveðið með lögum frá Alþingi. Þegar ljóst varð að þéttbýl- iskjarni yrði byggður í Mývatns- sveit skiptust menn í fylkingar eftir því hvort þeim fannst hann eiga að standa í Reykjahlíð eða á Skútustöðum. Reykjahlíð varð ofan á. Framtíðin Það er þungt högg fyrir jafnfá- mennt sveitarfélag og Mývatns- sveit þegar stærsta vinnustaðnum er lokað. Íbúarnir eru samtals um 450 og 200 búa í þéttbýlinu í Reykjahlíð. Talsverð uppbygging hefur orðið í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og binda margir vonir við hana. Nýlega var Mý- vatn ehf. verðlaunað sérstaklega fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu en fyrirtækið hefur staðið að mörg- um viðburðum sem dregið hafa fólk í héraðið utan háannatíma. Umræður um kísilduftverk- smiðju í stað kísilgúrnámsins voru háværar um skeið en algjör óvissa ríkir enn um hvort hún verður að veruleika. bjorn@frettabladid.is „Það er sorglegt að sjá hvernig þetta fer. Verksmiðju með næga orku og nægt hráefni og allt til alls er lokað. Bara skellt í lás. Maður skilur þetta ekki, því mið- ur,“ segir Gústav Nilsson, fram- leiðslustjóri Kísiliðjunnar. Hann fluttist í Mývatnssveitina vorið 1970 og starfaði fyrsta áratuginn sem viðhaldsstjóri og fram- leiðslustjóri eftir það. Hann þekk- ir hverja skrúfu í verksmiðjunni. „Það er vissulega sárt að horfa upp á þegar klippt er svona á ævi- starfið.“ Gústav segir andann hafa verið skrítinn í Bjarnaflaginu í gær en fólk hafi borið sig furðu vel. „Það er reyndar furðulegt hvað fólk tekur þessu rólega, margir trúa þessu náttúrlega ekki enn þá. En svo kemur sjokkið þegar fólk sér allt í einu að það fær ekki laun.“ Sjálfur ætlar Gústav að flytja úr Mývatnssveit, hann eltir börnin sín suður yfir heiðar. „Þetta er langskást fyrir mig, ég átti í raun að vera hættur. Hér er venjan að fólk hætti sjötugt og ég varð sjö- tugur í vor. Það var hins vegar samið um að ég yrði til loka þannig að þetta er auðvelt fyrir mig.“ Þegar Gústav fluttist í Mý- vatnssveit fyrir næstum 35 árum var þar öðruvísi um að litast, sveitin var nánast einangruð á vetrum og íbúar mun færri en nú er. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR B AL D U R SS O N FASTEIGNAVIÐSKIPTIN BLÓMLEG Fasteignaviðskipti hafa verið blómlegri en nokkru sinni fyrr í allt haust. Ekkert lát er á viðskiptunum og horfurnar eru góðar langt fram á næsta ár. Gústav Nilsson: Klippt á ævistarfið GÚSTAV NILSSON Fluttist í Mývatnssveit vorið 1970 til að vinna í Kísiliðjunni. Þekkir, að sögn, hverja einustu skrúfu í verksmiðjunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR B AL D U R SS O N BÚIÐ SPIL Kaflaskil verða í sögu Mývatnssveitar í dag þegar Kísiliðjan hættir starfsemi. 46 missa vinnuna og verksmiðjan verður rifin í brotajárn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR B AL D U R SS O N Kísilgúrvinnslu í Mývatnssveit lokið 38 ára sögu Kísiliðjunnar í Mývatnssveit lýkur í dag þegar verksmiðjunni verður lokað fyrir fullt og allt. Hún var undirstaða atvinnu- og mannlífs og sumir hafa varið nánast allri sinni starfsævi þar. Óvissa ríkir í Mývatnssveit.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.