Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 16
Árlegt innkaupa- og skilaæði land- ans er að hefjast. Að mörgu er að hyggja fyrir starfsfólk verslana á næstunni. Það sem kalla má af- greiðslusölumennsku ætti að heyra sögunni en lykilorðin í nútíma sölu- mennsku eru þjónusta, ráðgjöf og leikni í mannlegum samskiptum. Með leikni í mannlegum samskiptum á ég meðal annars við hæfni til þess að skilja og setja sig í spor viðskipta- vinarins, leikni við byggja upp traust, sýna virka hlustun og greina þarfir, leiðbeina og selja. Þá er ónefndur einn mikilvægasti þáttur sölumennsku. Sá að viðhalda trausti og trúverðugleika til þess að byggja upp og viðhalda góðri ímynd til þess að halda í viðskiptavinina og auka líkur á að þeir beri okkur góða sög- una til annarra. Það er nefnilega ekkert mál að selja og græða í mán- uð. Áskorunin er að hagnast til lang- tíma með því að fá viðskiptavinina aftur, og aftur fyrir næstu jól. „Sölumaðurinn“ sem áður var kallaður svo, þessi sem gat selt hvað sem er, þessi sem gleymdi hvers vegna hann var fæddur með tvö eyru en bara einn munn er úreltur. Enda búinn að kjafta viðskiptavininn í kaf og missa trúverðugleikann fyrir löngu því óheppnir viðskipta- vinir hans sjá enga ástæðu til þess að leita til hans aftur – minnugir þess að þeir skildu við hann með hærri kreditkortaskuld, og eitthvað allt annað í höndunum en þeir þurftu eða langaði virkilega til að gefa eða eiga. Stundum er rætt um erfiða ein- staklinga eða erfiða viðskiptavini. Ég held við getum verið sammála um að sitt sýnist hverjum um hvað felst í því að vera erfiður einstak- lingur. Máltækið segir að það þurfi tvo til þess að deila. Öllum sem starfa við þjónustu er hollt að líta í eigin barm og hafa kjark til þess að velta því fyrir sér hvort viðkomandi sjálfur falli undir skilgreiningu við- skiptavinarins á „erfiðum einstak- lingi“. Erum við að sýna þjónustu- lund sem við yrðum sjálf ánægð með ef við þyrftum að leita til okkar sjálfra með viðskipti? Það eru og eiga að vera takmörk fyrir því hvað fólk lætur yfir sig ganga. Engin ástæða er til þess að láta fjandsamlega viðskiptavini komast upp með ókurteisi, yfirgang eða aðrar andlegar árásir. Sumir munu koma illa fram við starfsfólk í þjónustu hvernig sem það bregst við og það er ekki ætlun mín að reyna að skilgreina hvaða hvatir eða orsakir liggja þar að baki. En ekki byggjast öll erfið samskipti á hroka og látum. Stundum einkennast þau af þögn eða samskiptaleysi. Þá er gjarnan um erfiðari tilvik að ræða, þar sem sá sem er að selja þjónustu eða vöru gerir sér e.t.v. ekki grein fyrir óánægju viðskiptavinarins. Hann hefur því lítið tækifæri til þess að leysa vandamál eða óánægju sem oft er byggð á misskilningi. Því er hald- ið fram að viðskiptavinur sem kvart- ar hafi í hyggju að halda áfram við- skiptum, og sér sér því hag í því að láta heyra í sér. Hinir þöglu eru lík- legri til þess að leita annað eftir þjónustu. Þetta hefur þær neikvæðu hliðar að ekki aðeins missum við af viðskiptum við viðkomandi, heldur missum við af tækifæri til þess að hlusta á það sem viðkomandi þótti fara miður, sem gæfi okkur tilefni til að leiðrétta misskilning eða bæta það sem betur má fara í þjónustunni. Enda verða gæði þjónustu ávallt metin út frá upplifun viðskiptavin- anna en ekki upplifun þess sem þjón- ar. Líklegt að þögul óánægja við- skiptavinar hvað okkur varðar, sé ekki jafn þögul af hans hálfu meðal vina og kunningja í sjálfskipuðum kvörtunarklúbbum úti í bæ og ýti undir neikvætt orðspor fyrirtækis- ins sem við störfum fyrir. Tilfinningar viðskiptavinarins hamla gjarnan málefnalegri af- greiðslu mála. Þess vegna þarf fólk sem starfar við þjónustu og getur átt von á kvörtunum að hugleiða hvern- ig unnt er að komast fram hjá tilfinn- ingum fólks til þess að geta sinnt hinum hörðu málefnum. Þó svo að viðskiptavinurinn hafi ekki alltaf rétt fyrir sér, (a.m.k. skulum við vona að það sé sá sem veiti þjónustu eða selji vöru sem hafi sérfræði- þekkinguna í flestum tilvikum), þá hefur hann svo sannarlega rétt á: a) að kvarta málefnalega, b) að á hann sé hlustað og gerð tilraun til þess að skilja hann, c) að vita ekki, misskilja, vera leiðréttur eða vera ósammála, d) að mæta alúð og málefnalegri af- greiðslu og þjónustu. Aðalatriði í þjónustu er að sýna samvinnu. Þetta á sérstaklega við þegar viðskiptavinurinn virkar óánægður, óviss eða pirraður. Þá er mikilvægt að sýna samhug og vilja til að leita að og finna lausn þeirra mála sem viðskiptavinur leitar til okkar með. Þeir sem starfa í þjón- ustu þurfa að líta á sig sem sérfræð- inga í fyrirspurnum, þörfum, kvört- unum og vandamálum. Taka þarf feginshendi við kvörtunum og þakka fyrir að viðkomandi leiti með þær til okkar og gefi okkur því tækifæri til úrlausna. Við reynum að setja okkur í spor þess sem til okkar leitar og sjá málin út frá hans sjónarhorni og þörfum. Við kennum viðskiptavinum ekki um vandamál hans heldur reyn- um að aðstoða hann við að greiða úr þeim. Við leyfum honum að vissu marki að losa út tilfinningar, eða mása og blása til þess að gera hann viðræfuhæfan. Við gerum okkur grein fyrir að það þjónar engum til- gangi að rökræða við æst fólk. Við pössum okkur að vera skárri en „erf- iði viðskiptavinurinn“! Höfundur er M.Sc. í viðskiptasál- fræði og streitustjórnun og ráðgjafi hjá Starfsleikni ehf. S umarið 2003 bar Hjálmar Árnason, þingflokksformaðurFramsóknarflokksins, öll merki þess að vera dæmigerðurrealpólitíkus sem lætur hagsmuni og kalt mat ráða ferð- inni við stjórnmálaákvarðanir fremur en hugsjónir og tilfinn- ingar. Fleyg urðu þau ummæli hans að samningsstaða Íslend- inga varðandi framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli væri verri ef ríkisstjórnin hefði ekki stutt innrás Bandaríkjamanna í Írak. Ekki er ósennilegt að sú óþægilega skoðun hafi verið á rök- um reist. Þetta er rifjað upp vegna orða sem sami þingmaður lét falla í sjónvarpsþættinum Silfur Egils á sunnudaginn. Þá sagði hann að vel kæmi til greina að íslensk stjórnvöld afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af hinum umtalaða lista „stað- fastra þjóða“. Hjálmar er enginn utangarðsmaður í stjórnmál- um heldur einn helsti talsmaður stjórnarmeirihlutans á Alþingi. Ummæli hans ættu þess vegna að hafa meira vægi en flestra annarra stjórnarþingmanna. Umræður á Alþingi í gær sýna hins vegar að á bak við orð þingmannsins búa engin áform eða stefnumörkun meðal stjórnarþingmanna, hvað þá ríkis- stjórnarinnar. Hér virðist um einkaskoðun þingflokksformanns- ins að ræða. Þótt þessi skoðun hafi að vísu hljómað daufar í þingsalnum í gær en í sjónvarpinu á sunnudaginn er bersýnilega um að ræða verulegt fráhvarf frá realpólitík þingmannsins sumarið 2003. Við blasir – sé hugsuninni á þeim tíma fylgt – að ummæli hans eru ekki til þess fallin að styrkja viðleitni ríkis- stjórnarinnar til að fá Bandaríkjastjórn til að halda hér uppi meiri varnarviðbúnaði – og atvinnu – en hún vill og telur þörf á. Í Washington munu menn vafalaust spyrja hvort þetta sé þakk- lætið fyrir að veita Íslandi sérmeðferð í hernaðarlegum stuðn- ingi. Það er svo annar handleggur að sennilega nýtur hugmyndin um að Íslendingar afturkalli stuðning sinn við stríðið í Írak víð- tæks stuðnings meðal landsmanna. Skoðanakannanir hafa sýnt að þjóðin var aldrei sátt við þá ákvörðun að styðja innrásina. Reynslan hefur og leitt í ljós að herferðin var vanhugsað feigðarflan. En það blasir ekki endilega við – óháð realpólitík – að það sé skynsamlegt – hvað þá stórmannlegt – í stöðunni eins og hún er nú að afturkalla aðild Íslands að flokki hinna stað- föstu. Sá gjörningur verður ekki umflúinn með þeim einfalda hætti að stroka nafn Íslands af lista sem hvergi er lengur flagg- að og hefur í rauninni enga þýðingu lengur. Íslensk stjórnvöld eru á sinn hátt ábyrg fyrir því sem gerst hefur – og er að gerast – í Írak. Þau geta ekki og eiga ekki að víkja sér undan ábyrgð- inni á svo ódýran hátt sem þingflokksformaðurinn virðist vera að bræða með sér. Miklu nær er að ríkisstjórn Íslands tali með skeleggum hætti á alþjóðavettvangi máli aukinnar þátttöku al- þjóðasamfélagsins í því að binda enda á ófriðinn í Írak til að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu frjáls og lýðræðislegs sam- félags í landinu. Og við þurfum að leggja umtalsvert fjármagn og tæknikunnáttu til endurreisnar landsins. Á þann hátt, fremur en að hlaupast frá hörmungunum, greiðum við skuld okkar við almenning í Írak. ■ 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Íslendingar geta ekki hlaupist frá hörmungum í Írak. Við þurfum að greiða skuld okkar FRÁ DEGI TIL DAGS Afgreiðslufólk og viðskiptavinir Ekki krónu Fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að Mannréttindaskrifstofa Íslands fái krónu frá ríkinu á næsta ári eins og hún hefur fengið undanfarin ár. Skrifstofan er sjálfstæð, starfrækt á vegum nokk- urra félaga og samtaka. Mjög er þrýst á þingmenn í Framsóknarflokknum að fá þessu breytt en ólíklegt er að þeir gangi gegn eindregnum vilja Björns Bjarnasonar og Davíðs Oddssonar. Þeir munu báðir vera óánægðir með starfshætti skrifstofunnar. Meðal sjálfstæðismanna er talað um áberandi vinstri slagsíðu þar á bæ. Vefþjóðviljinn fjallaði um málið í gær. Blaðið er hissa á því að Íslandsdeild Amnesty skuli gera kröfu um að íslenska ríkið fjár- magni rekstur Mannréttindaskrifstofunn- ar sem Íslandsdeildin á aðild að. Vitnað er í ályktun Amnesty þar sem skorað er á Alþingi „að tryggja rekstrargrundvöll ... og sjálfstæði skrifstofunnar gagnvart framkvæmdavaldinu, þannig að hún geti áfram verið sú sjálfstæða og óháða stofnun sem sinni þessum málaflokki á breiðum grundvelli“. Vefþjóðviljinn segir að þetta hljómi nú aldeilis vel enda hafi fjölmiðlar endurflutt áskorunina gagn- rýnislaust um helgina. „Enginn þeirra virðist velta fyrir sér hvort sjálfstæði slíkra félaga sé best tryggt með því að þau séu rekin fyrir opinber fram- lög. En ef einhver fjölmiðlamað- ur hefði viljað velta þeirri spurn- ingu upp, þá hefði hann hugsan- lega getað leitað svars við henni á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International.“ Mótsögn? Og Vefþjóðvilinn birtir eftirfarandi tilvitn- un: „Samtökin Amnesty International byggja afkomu sína á frjálsum framlög- um, og til þess að tryggja sjálfstæði sitt og óhlutdrægni þiggja þau aldrei ríkis- styrki.“ Blaðið bætir við: „Og hvað ætli margir þeirra fjölmiðla, sem um helgina hafa lesið upp áskorun Amnesty um opinbera styrki til Mannréttindaskrifstof- unnar – til þess að „tryggja sjálfstæði hennar“ –, muni nú segja frá því að í hinu orðinu hrósi Amnesty sér sýknt og heilagt fyrir það að leita hvorki eftir né þiggja opinbera styrki? Að Amnesty tryggi þannig sjálfstæði sitt.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS Aðalatriði í þjón- ustu er að sýna samvinnu. Þetta á sérstak- lega við þegar viðskiptavin- urinn virkar óánægður, óviss eða pirraður. Þá er mikilvægt að sýna samhug. STEINUNN I. STEFÁNSDÓTTIR RÁÐGJAFI UMRÆÐAN JÓLAVERSLUNIN ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.