Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 18
Alnæmi eykst mest meðal kvenna Sigurlaug segir brýnt að flýta þróun á smyrsli sem konur geti notað sem forvörn gegn HIV. Margar konur smitast af eiginmönnum sínum. „Konur og stúlkur smitast í sí- vaxandi mæli af HIV og alnæmi. Auðvitað mest í hinum fátækari löndum heims, en við Íslending- ar þurfum líka að gæta okkar því smituðum gagnkynhneigðum konum hefur fjölgað hér á síð- ustu árum,“ segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu. Hún heldur áfram: „Fjölgunin hefur verið mest meðal ungra kvenna 15-24 ára. Í þeim löndum þar sem ástandið er hvað verst er meira en helmingur stúlkna og kvenna með sjúkdóminn. Það er fyrst og fremst hin bága sam- félagslega staða sem gerir stöðu þeirra viðkvæmari en karla. Vegna lítillar menntunar eru þær oft mjög illa upplýstar um sjúkdóminn og vita ekki hvernig þær eiga að verja sig. Hin sam- félagslega staða þeirra gerir þeim líka erfiðara um vik að semja um notkun smokksins. Konur eru víða að smitast af eiginmönnum sínum og eru fleiri giftar konur smitaðar af sjúk- dómnum en jafnöldrur þeirra sem eru ógiftar. Konur eru líka í mun meira mæli en karlar þolendur kynferðisofbeldis alls staðar í heiminum, en það eykur hættuna á smiti.“ Í framhaldinu bendir Sigur- laug aukna hættu á smiti hér á landi vegna sívaxandi ferðalaga Íslendinga til útlanda og segir landsmenn síst af öllu mega sofna á verðinum. „Meðan engin lækning finnst við sjúkdómnum þá verðum við að horfast í augu við hættuna,“ segir hún. ,,Við þurfum líka að geta rætt um kyn- líf á opinn og heilbrigðan hátt í fjölskyldunum og í samfélaginu öllu og vera gagnrýnin á ýmis villandi og misvísandi skilaboð sem við fáum frá umhverfinu.“ Hún upplýsir í lokin að verið sé að þróa forvörn sem auðveldi konum að verja sig sjálfar gegn kynsjúkdómasmiti. „Þetta eru ákveðin veirudrepandi smyrsl sem lofa góðu en það vantar fjár- magn til að flýta þeim rannsókn- um. Það er því smokkurinn sem er áfram tryggasta vörnin. Þetta þarf unga fólkið og fólk almennt að hafa hugfast og bæði kynin verða að axla ábyrgð.“ gun@frettabladid.is Nettur blóðsykursmælir er nýkominn á markað hjá fyrirtækinu FreeStyle mini og er hann kynnt- ur sem minnsti blóðsykursmælir í heimi enda vegur hann aðeins tæp 40 grömm. Mælirinn kemur í lítilli handhægri tösku og hægt er að framkvæma mælingar án þess að taka hann úr töskunni. Þeir sem þurfa að mæla blóðsykurinn reglulega geta stillt mælinn þannig að hann minni á sig fjórum sinnum á dag og svo er hann með innbyggðu vasaljósi og upplýstum skjá þannig að hægt er að framkvæma mælingar með honum í myrkri. Hann geymir 250 mæling- ar í minni ásamt dagsetningu og tíma sem hægt er að skoða hvenær sem er. Einnig birtir hann meðaltal mælinga síðustu tveggja vikna. Nánari upplýsingar um gripinn fást á slóðinni www.log- land.is/mini ■ Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Er maginn vandamál? Stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jafnvaægi. Óþægindi lýsa sér oft sem nábítur, brjóstsviði, vindgangur, harðlífi og niðurgangur. Þetta þykir öllum afar óþægilegt og líður þá illa í öllum líkamanum. Silicol fæst í apótekum F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 Guli liturinn gefur orku og styrk til að takast á við ýmis verkefni. Prófaðu að vera í einhverju gulu í dag eða borða eitthvað gult. Þér líður örugg- lega betur.[ ] Jólahlaðborð Maður lifandi Fyrir þá sem kjósa hollan mat Meistarakokkar Maður lifandi, Ívar Þormarsson og Helga Mog- ensen, ætla að töfra fram heill- andi og heilsusamlegt jólahlað- borð fyrir þá sem vilja vera léttir á sér í desember. Jólahlaðborðið verður í hádeginu frá kl. 11-15 fimmtudaginn 2. desember, föstudaginn 3. desember, fimmtudaginn 9. desember, föstudaginn 10. desember og laugardaginn 11. desember. Jólahlaðborð Maður lifandi er til dæmis tilvalið fyrir líkamsræktar- hópa, saumaklúbba, vinahópa og þá sem vilja hugsa vel um við- skiptavini sína. Verðið er kr. 2.500 á mann. Nánari upplýsing- ar er að finna á heimasíðu Mað- ur lifandi, www.madurlifandi.is. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Minnsti blóð- sykursmælir í heimi Hægt er að stilla mælinn þannig að hann minni á sig. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.