Tíminn - 05.09.1973, Síða 8
8
TÍMINN
Miftvikudagur 5. september 1973
Útfluttar skinnavörur og
kjötafurðir fara nær
eingöngu til Þýzkalands
og Norðurlanda
Rætt við Böðvar Valgeirsson,
forstöðumann skrifstofu SIS í Hamborg
A KEKÐ minni i Þýzkalandi
siAustu mánuAi notaði ég tæki-
færið og heimsótti skriistolu
Sambands isl. samvinnufélaga I
llamborg, sem hefur verið starf-
rækt þar um nokkurt árabil — allt
siðan 1957. Skrifstofan cr i
mifthverfi stórhorgarinnar, rúm-
góft og vistleg, vel staösett meö
lilliti til viöskipta, aö Steindamm
91.
Böðvar Valgeirsson, áður
fulltrúi hjá Sjávarafurðadeild
Sambandsins, veitir skrifstofunní
forstöðu og hefur gert nú um
tveggja ára skeið. Þar sem ég
haföi áhuga á að kynnast starf-
seminni, spurði éghann nokkurra
spurninga, sem fara hér á eftir:
— í hverju er starfsemi skrif-
stofunnar fólgin I stórum drátt-
um?
— Markmiðið með rekstri skrif-
stofunnar er aö annast milligöngu
á útflutningi Sambandsins til
Þýzkalands og Norðurlanda. 1
öðru lagi er skrifstofunni ætlað aö
aöstoða við innflutning fyrir
hinarýmsu deildir Sambandsins.
Verömæti þess útflutnings sem
fór I gegnum skrifstofuna á
sfðasta ári nam um 11 milljónum
marka, og innflutningurinn nam
um 3 milljónum marka.
— Ilvaö viltu segja um markaös-
horfur fyrir okkar útflutningsaf-
uröir i Þýzkalandi og á Noröur-
löndum?
— Gæðalega séð höfum við góöa
möguleika á að selja okkar fram-
leiðsluvörur. Skinnavörurnar
fara svo til eingöngu á þessa
markaði.og það sama er að segja
um kjötafurðirnar. Fiskút-
fiutningur okkar Islendinga
beinist hins vegar i aðrar áttir,þö
að það stafi ekki af gæðaskorti.
— Ilvcr er ástæöan fyrir þvi,aö
fiskafuröirnar komast ekki á
markaö i Þýzkalandi og á
Noröurlöndum?
— Það er of mikið sagt, að þetta
nái til allra okkar fiskafurða.
Verulegur hluti af rækjunni okkar
fer t.d. til Noregs og Sviþjóðar.
Nú, svo eru það grásleppu-
hrognin, sem fara svo til ein-
göngu til Þýzkalands og Dan-
merkur. Auk þess fara þorsk-
hrognin aðallega til Danm'erkur
og Sviþjóðar. Þetta eru ekki
stórir liöið.þegar borið er saman
við heildar fiskútflutninginn, en
allt hjálpar þetta til að gera
landið okkar lifvænlegt. Það er
varla ha að segja, að aðrar
fiskafurl fari á þessa markaði,
þó aö þ; _ itomi fyrir af og til, aö
fiskblokkir seljist til Þýzkalands.
— Er von til þess að þetta geti
breytzt i náinni framtiö, t.d. meö
tilkomu samnings islands viö
Efnahagsbandalagið?
— Ég er ekki trúaður á, að
samningurinn sem slikur hafi
nein úrslitaáhrif á næstunni, ég
tala nú ekki um, áður en hann tek
ur gildi. I samningnum er gert
ráð fyrir, að tollar á fiskafurðum
lækki eða falli niöur á íi árum.
Þetta þýöir.að tollalækkanirnar
verða ekki það miklar fyrstu
árin, að þær geti haft veruleg
áhrif á markaösstefnuna i heild.
Auk þess er freðfiskur af þeim
gæðaflokki, sem við flytjum út,
þ.e. fyrsta flokks beinlaus flök,
ekki eins verðmikil i Þýzkalandi
og i Bandarikjunum, þar sem svo
til allur okkar freðfiskur er seld-
ur í dag. Hins vegar gæti hin
óstöðuga gjaldeyrisstaða i heim-
inum haft einhver tímabundin
áhrif, þó þess hafi ekki gætt
hingað til. Til dæmis hafa hinar
miklu hækkanir á þorskblokk i
Bandarikjunum undanfarna
mánuði gert mun meira en að
vega upp á móti verölækkun
dollarans.
— Hefur ekki dregiö úr
innflutningi islands frá Þýzka-
landi vegna hinna stööugu
hækkana á gengi marksins?
— Þess hefur varla gætt ennþá
sem komið er, nema þá helzt I
bílainnflutningnum. Enda er það
þannig, að flestar þær þýzku
vörur, sem Islendingar kaupa,
eru i háum gæðaflokki, og flest
eru þetta vörumerki, sem oröin
eru þekkt af islenzkum neytend-
um. Það tekur þvi nokkurn tima
að finna ódýrari merki af svipuð-
um gæðaflokki til þess að taka
við.
— Hvernig er efnahagsástandiö i
Þýzkalandi almennt?
— Stjórnin I Bonn hefur átt I
miklum erfiðleikum meö að halda
verðbólgunni niðri. Undanfarna
mánuöi hafa verið gerðar
viðtækar ráðstafanir til þess að
draga úr þenslunni i landinu.
Gripið hefur verið til auka fjár-
festingaskattlagningar, svo
eitthvaö sé nefnt, nú svo að
ógleymdum gengishækkununum,
þó að þær eigi sér reyndar aðrar
orsakir lika. Allar þessar ráö-
stafanir hafa stefnt aö þvi að
minnka framleiðsluna i landinu.
Ahrifa þessara ráðstafana hefur
varla gætt að ráði enn sem
komið er. Framleiðslufyrirtækin
eru ennþá bókuö langt fram i
timann, og atvinna er nóg i
landinu. Þaöersamtástæða til að
ætla, að áhrifanna taki að gæta i
byrjun næsta árs, og sumir eru
svartsýnir. I landinu eru um 3
milljónir af erlendu verkafólki,
eða yfir 10% af vinnubæru fólki.
Minnkandi framleiðsla hlýtur að
leiða til minni eftirspurnar eftir
vinnuafli, fyrr eöa siðár. Erfitt
getur reynzt að visa þessu fólki
úr landi umsvifalaust, þar sem
sumt af þvi er búið aö vera mörg
ár ilandinu og telur sig eiga sinn
þátt i velgengni undanfarinna
ára. Það er þvi eðlilegt,að margir
séu hér uggandi um framtiðina.
— Hvernig hefur þér likað dvölin
i landinu?
— Þetta hefur verið ágætis skóli.
Það má mikið af Þjóðverjum
læra. Þetta eru dugnaðarforkar,
sem hafa barizt áfram, kannske
ætlað sé full mikið stundum og
fengið að kenna á þvi. Ég held að
Islendingar hafi einnig gott af þvi
að kynnast öðrum þjóðum og
stækka þannig sjóndeildar-
hringinn. Það ættu sem flestir að
gera.ef þess er kostur.
Fyrir nokkrum árum var
t dagsins önn á skrifstofunni.
ráðizt i það að kaupa ibúöarhús til
afnota fyrir framkvæmdastjóra
skrifstofunnar á góöum stað i
Hamborg. Þaö var vel ráðið, þvi
nú eru mikil húsnæðisvandræði i
borginni og leiguhúsnæði mjög
dýrt eða næstum ófáanlegt.
Þaö var ánægjulegt aö kynnast
Böðvari, fjölskyldu hans og
starfsfólki, og með þakklátum
huga kvaddi ég,fullviss um að is-
lenzkir samvinnumenn ættu
þarna góða fulltrúa starfandi á
erlendri grund.
Böövar Valgeirsson, framkvæmdastjóri skrifstofu SIS I Hamborg,
ásamt fjölskyldu.
Óiafur E. Ólafsson.
Nýr myndalisti
Biðjið um nýja myndlistann okkar yfir
sófasettin, borðstofuhúsgögnin og svefn-
herbergissettin.
Hringið i sima 22900 eða 21030 eða skrifið
til landsþjónustudeildar okkar.
Viðlagasjóður
auglýsir
Hinn 20. október n.k. hefjast greiðslur
bóta fyrir hús, sem eyðilagzt hafa við eld-
gosið i Vestmannaeyjum.
Þeir húseigendur, sem telja sig eiga rétt
til þessara bóta, útfylli eyðublað þar um
og sendi skrifstofu sjóðsins i Reykjavik, i
siðasta lagi 20. sept. n.k.
Eyðublöðin fást á skrifstofum sjóðsins i
Reykjavik og Vestmannaeyjum og hjá
Bæ jarskrifstofum V estmannaeyjakaup-
staðar.
Þeir er þess óska, geta fengið eyðublöðin
send i pósti.
Viðlagasjóður.