Tíminn - 05.09.1973, Side 16

Tíminn - 05.09.1973, Side 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 5. september 1973 iUmsjón: Alfreð Þorsteinsson Islenzka landsliðið til fyrirmyndar í Hollandi Stundum heyrist kvartað undan þvi, að Iþróttaflokkar, sem eru f keppnisferðalagi, hegði sér ekki sem bezt. Það er þvi sérstakt ánægjuefni að geta skýrt frá þvi, að islenzka landsliðið í knattspyrnu, sem var I Hollandi fyrir skemmstu, fékk sérstakt orö fyrir prúö- tnannlega framkomu á hóteli þvi, sem liðiö dvaldist á, Hotel Palace I Noorwijk. Sagði liótcleigandinn, sem er einn af frammámönnum Ajax, að ísienzki knattspyrnu- flokkurinn væri sá bezti, sem hann hefði haft á sinu hóteli og framkoma isl. piltanna hcfði veriö til fyrirmyndar I alla staði. Leysti hann þá út með smágjöfum af þessu tilefni. Að sjálfsögðu er þaö mikið undir fararstjórum komiö, hvernig tekst til. Aðalfarar- stjóri i þessari för var Albert Guðmundsson, en hann var einnig fararstjóri með islenzka landsliðinu til Belgiu i fyrra, og var framkoma pilt- anna einnig þá til mikillar fyrirmyndar. HVAÐ SEGJA DÓMARAR UAA SVONA MARK? Þcssi mynd var tekin rétt áöur cn Keflvikingar skoruðu sitt þriðja og siöasta mark i leiknum gegn KR, sem jafnframt var úr- slitamark leiksins. Eins og sést á myndinni,hefur markvörður KR, Guðmundur Pétursson, gómaö knöttinn með annarri hendi, og bakvörður KR, Stefán Sigurðs- son, hefur báða fætur til varnar þvi, að knötturinn fari inn fyrir 1 iiin. Engu að siöur hefur Einar Gunnarsson, Keflavik, sem situr við marklínuna, fagnað marki. En þaö er ekki þetta, sem skiptir máli, heldur hitt, að Guðni Kjartansson, sem greina má á bak við KR-ing no G, er á fullri ferö i átt að marki, en hann spyrnti knettinum úr hendi Guð- mundar I mark. Þessu mótmæltu KR-ingar, en dómarinn, Ragnar Magnússon, taldi markið löglegt. En hvað segja dómarar almennt? Er löglegt að spyrna knettinum á þennan hátt frá markverði i mark? (Timamynd Gunnar). BLÓMLEG STARFSEMI FÉLAGS ÍÞRÓTTAKENNARA — dr. Ingimar Jónsso Aðalfundur íþróttakennara- félags tslands var haldinn 28. ágúst sl. i Reykjavik. Fundinn sóttu um 70 iþróttakennarar viös vegar að af landinu. t skýrslu stjórnar IKFI kom m.a. fram, að á starfsárinu voru haldnir félags- fundir i Reykjavik, á Selfossi og á Egilsstöðum og tveir almennir borgarafundir um tþróttamálefni haldnir i Reykjavik. 1 skýrslunni kom ennfremur, fram, að helztu verkefni félagsins á siðasta starfsári voru fimleikasýningin i desembermánuði sl., sem félagið n endurkjörinn formaður stóðaðásamt Fimleikasambandi tslands og tþróttakennaraþingið á sl. vori. Á aðalfundinum urðu miklar umræður um ýmis félagsmál, málefni iþróttahreyfingarinnar og likamsuppeldi i skólum. 1 aðalstjórn tþróttakennara- félags tslands fyrir næsta starfsár voru kosin: Ingimar Jónsson (formaður), Magnús Gunnlaugsson og Ingibjörg Jóns- dóttir og I varastjórn þau Páll Dagbjartsson og Ragna Lára Ragnarsdóttir. Ellert vildi sóknarleik Dr. Ingimar Jónsáon, endur- kjörinn formaður iþrótta- kennarafélagsins. ÞAÐ eru fleiri en Albert Guðmundsson, sem leggja áherzlu á sóknar- leik. Ellert B. Schram, þjálfari KR, hefur beðið íþróttasiðUna að geta þess sérstaklega, vegna ummæla á iþróttasiðu Timans s.l. mánudag, að hann hafi ekki fyrir- skipað KR að leika varnarleik, þegar KR hafði náð forustu i leikn- um gegn Keflavik. Þvert á móti hafi hann tvivegis farið út að hliðarlinu og gefið liðinu fyrirskipanir um það að leika sóknar- Ellert Schram — vildi sóknarleik. leik, þegar hann sá, að hverju dró. Leiðréttist þetta hér með. Tækninefnd HSÍ boðar til fundar Tækninefnd Handknattleiks- sambands tslands efnir til um- ræðufundar með dómurum, þjálfurum og liösstjórum í hand- knattleik. Verður fundurinn haldinn laugardaginn 8. septem- ber að Hótel Esju og hefst kl. 16. MEÐ KRAFTA A I KÖGGL- UM! Fjölmörg Islandsmet sett á kraftlyftinga* móti KR, sem haldið var nýlega Einar Þorgrimsson KR.,sem keppir i millivigt (67 1/2—75 kg), setti íslandsmet i bekkpressu i sinni vigt á septembermóti KR i kraftlyftingum.Lyftihann 150 kg, en fyrra metið var 142 1/2 kg. Einnig setti hann íslandsmet i hnébeygju 210 kg. en fyrra metið var 200 kg og loks i samanlögðu 580 kg. en fyrra metið var 562 1/2 kg. Guðmundur Guðjdnsson KR, sem keppir i léttþungavigt (75—82 1/2) setti tslandsmet i hnébeygju i sinni vigt, lyfti 230 kg, en fyrra metið var 225 1/2 kg. Óskar Sigurpálsson, Ar- manni, sem keppir i þungavigt (90—110 kg) setti íslandsmet I réttstöðulyftu i sinni vigt, lyfti 292 1/2 kg, en fyrra metiö var 290 kg og auk þess setti hann íslandsmet I samanlögðu 730 kg, en fyrra metiö var 707 1/2 kg. Mótið var haldið laugardaginn 1. september. Iriiinl

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.