Tíminn - 07.09.1973, Side 1

Tíminn - 07.09.1973, Side 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Tillaga forsætisráðherra einróma samþykkt á Hallormsstaðarfundinum: Frekari ásiglingar Breta þýða slit stjómmálasambands Fordæmi A-bandalagið ekki njósnaflug Breta, hljóta íslendingar að endurskoða afstöðu sína TK—Reykjavik. — Á sameiginlegum fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknarflokks- ins, sem haldinn var á Hallormsstað nú i vik- unni, flutti Ólafur Jó- hannesson forsætis- ráðherra, tiliögu um, að þvi verði lýst yfir við Breta, að eigi sér stað fleiri ásiglingar af þeirra hálfu, muni þeim tilkynnt slit stjórnmálasambands islands og Bretlands. Jafnframt var i tillög- unni skorað á Nato að fordæma njósnarflug brezku Nimrod-þot- anna hér við land og þvi lýst yfir, að yrði það ekki gert, myndu íslendingar taka af- stöðu sina til banda- lagsins til endurskoð- unar. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum. Timinn átti tal við ólaf Jó- hannesson forsætisráðherra i tilefni af þessari samþykkt. Sagði Ólafur, að hér væri um að ræða lið i þeim gagnráð- stöfunum.sem hann hefði boð- aö að gripið yrði til, ef Bretar héldu áfram ofbeldi sinu hér við land. Þessi ályktun þing- flokks og framk-væmdastjórn- ar Framsóknarflokksins verð- ur lögð fyrir >-ikisstjórnarfund á þriðjudaginn. Nú hefur Nato svarað kæru okkar vegna flugs Nimrod- þotanna brezku hér við land, sem stunda njósnarstarfsemi til stuðnings ofbeldisaðgerð- um Breta gegn okkur, á þann veg, að þetta flug sé ekki á vegum Atlantshafsbandalags- ins og þvi óviðkomandi. Þetta flug sé algerlega á vegum Breta og á þeirra ábyrgð. Við hljótum samt að krefjast þess, að aðildarþjóðir bandalagsins fordæmi þetta njósnarflug, sem beinist gegn hagsmunum okkar, ella hljótum við að taka afstöðuna til Nato til endur- skoðunar. Þessar flugvélar hafa notið fyrirgreiðslu og leiðsagnar flugumsjónar á íslandi. Fyrir þá fyrirgreiðslu verður nú tek- ið og mun verða gengið endan- lega frá þvi máli i rikisstjórn- inni á þriðjudaginn. — Sjá nánar ritstjórnargrein á bls.9 . BONN! Samningafundirnir með Þjóð- verjunum hafa staðið i allan dag og það er svona heldur vinsam- legur blær yfir þessu. Við höfum haldið áfram að ræða tiliögur þeirra og þær gagntillögur, sem við lögðum fram núna. Ennþá höfum við ekki komizt að neinni niðurstöðu, en samningafundun- um verður haldið áfram i fyrra- málið, sagði Einar Ágústsson, ut- anrikisráðherra, I gærkvöldi þeg- ar Timinn hafði samband við hann I Bonn, eftir að samninga- fundunum lauk í gær. — Við borðuðum hádegisverð með Willy Brandt kanzlara i dag og hann sýndi landhelgisdeild- unni mikinn áhuga. Kanzlarinn lýsti ánægju sinni með það, að is- lenzk sendinefnd væri stödd i Bonn til að ræða þetta vanda- sama mál og lýsti persónulegum áhuga sinum á þvi, að samninga- nefndunum tækist að komast að sameiginlegri hagstæðri niður- stöðu. Taldi kanzlarinn, að það væri aðallega þrennt, sem yrði að hafa i huga i þessu sambandi. 1 fyrsta lagi yrði að ræða laga- legu hliðina. t öðru lagi þörf Þjóð- verja fyrir fiskveiðar og fisk- neyzlu og siðast en ekki sizt, hversu mjög íslendingar væru háðir fiskveiðum. Taldi kanzlar- inn að samningarnir yrðu að vera gerðir með hliðsjón af þessum þrem atriðum. Strax að loknum hádegisverð- arfundinum með Brandt hófust hinir eiginlegu samningafundir samninganefndanna. Einar Ag- ústsson vildi ekki að svo stöddu gera grein fyrir þvi, hvað hefði falizt I þeim tilboðum, sem þar voru lögð fram, en tók fram, að viðræðurnar hefðu verið vinsam- legar. Um samkomulagshorfur vildi hann samt ekkert segja, taldi of snemmt áð spá nokkru um þær. Samningafundunum verður haldið áfram i allan dag og að lik- indum fram á kvöld, en ef ekkert óvænt gerist kemur Islenzka sendinefndin heimleiöis á morg- un. -gj. Vinsamlegar viðræður — Brandt fýsandi samninga Einar Agústsson utanrikisráðherra og WiIIy Brandt, kanzlari Vestur-Þýzkalands. Verður nú loks komiötil móts viö Islendinga? KATLA UNDIR SMÁSJÁ Engar breytingar á J 1 GÆR var landhelgisþyrlan Gná send út i Vestmannaeyjar I Þri- dranga með sérfræðinga til þess að gera þar við vitann er hefur verið bilaður. Þegar viðgerð var lokið fékk flugstjórinn, Björn Jónsson, boð um að ienda á Hvolsvelli og biða þar nýrra fyr- irmæla. Var þaö gert vegna til- mæla frá Almannavörnum, og var i athugun aö vélin flygi yfir ýrdalsjökli sýnilegar Mýrdalsjökul, svo að flugmcnn- irnir gætu hugað þar að hugsan- legum breytingum á jöklinum, þar eð vfsindamönnum er ekki meö öllu grunlaust um, aö þar geti dregið til tiðinda innan skamms. Þessi grunur er af þvi sprott- inn, hvaða breytingum efnainni- hald vatns i Múlakvisl hefur tekið að undanförnu. Eins og skýrt var jr Álftaveri frá i blaðinu i gær tvöfaldaðist magn natriums og kaliums i vatninu á einni viku. Aftur á móti hefur verið rigning eystra siðustu daga og ekki sést til Mýrdalsjök- uls úr byggð né verið unnt að skoða hann úr lofti. I gær létti mjög til eystra, og þess vegna kom til athugunar, að þyrlan yröi send frá Hvolsvelli. Frá þvi var þó horfið að sinni, þar sem komið var undir kvöld. En trúlega verður farið könnunar- flug yfir Mýrdalsjökul fljótlega, ef veður gefst til þess. Timinn náði snöggvast tali af Sigurði Steinþórssyni jarðfræð- ingi seint I gærdag, er landhelgis- þyrlan beið á Hvolsvelli. — Ég er alveg á förum austur aö Múlakvisl, sagði hann, til þess aö afla mér þar nýrra vatnssýna Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.