Tíminn - 14.09.1973, Qupperneq 5

Tíminn - 14.09.1973, Qupperneq 5
Föstudagur 14. september 1973 TtMINN 5 Skýringarmynd — þannig vinna geymarnir. Ný gerð geyma til að minnka velting skipa Þeir eru fáir, sem á annaö borö hafa komiö út á sjó, sem ekki þekkja til sjóveikinnar. Hún hefur illa fariö meö margan manninn, og margir, sem ætlaö hafa sér aö veröa sjómenn, hafa horfiö frá því ráöi vegna hennar. Frá þvi um 1874 hafa menn gert ýmsar tiiraunir til þess aö minnka velt- ing skipa, meö mjög misjöfnum árangri. Nú er komiö á markaö- inn tæki, svo kallaöir stööugleika- geymar, hannaöir af Ulstein-sainsteypunni I Noregi, sem reynzt hafa mjög vei i þess- um tiigangi. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem haldinn var i Heklu h/f, en þaö fyrirtæki hefur umboö fyrir þessa gerö stööugleika- geyma. A fundinum var sérfræö- ingur frá Ulstein fyrirtækinu, Anders Björnevik, og kynnti hann tækiö og útskýröi hvernig það starfar. Ulstein, sem er á vesturströnd Noregs hefur ætiö veriö i náinni snertingu við fiskiskipaflotann. Fyrirtækið hefur fylgzt mjög náið meö öllum hugmyndum, sem fram hafa komið, og hefur þaö nú sjálft komið fram meö sina eigin gerö af stööugleikageymum, sem hafa þaö fram yfir marga aöra geyma, aö þeirstarfa jafnt, þegar skipið liggur kyrrt og við fulla ferö. Geymarnir eru réttkantaðir og liggja þvert yfir skipið og ofar þyngdarmiöju þess. Inn byggöar i geymana eru gataplötur til að mynda tregöu á hreyfingu vök- vans.semeri geymunum. Til aö tryggja, að öruggt sé, aö stööug- leikageymarnir vinni eins og áætlað er, eru gerö „model” af hverju skipi og allar tilraunir eru undir eftirliti og i samvinnu við háskólann i ÞTándheimi. Þaö er aöeins nú siöustu árin, sem Ulstein hefur boðiö stööug- leikageyma sina á frjálsum markaöi og hefur þegar selt geyma i yfir 60 skip af mismun- andi geröum og stærðum. Sex togarar, sem byggöir voru fyrir Islendinga hjá Flekkefjord Skib- og Maskin Fabrik A.S. i Noregi, og þar á meöal er Július Geir- mundsson, eru meö Ulstein stööugleikageyma. Fyrsta skipiö, sem kom meö stööugleikageym- um frá Ulstein til Islands, er afla- skipið Guömundur RE. Einnig eru hin þekktu færeysku sild- veiöiskip m/s Nordborg og m/s Krumborg bæöi meö stööugleika- geyma frá Ulstein, en bæði þessi skip eru fræg aflaskip meöal is- lenzkra sildveiöimanna i Noröur- sjó. Það kostar um 90 þús. kr. norskar aö gera nauðsynlegar prófanir og útreikninga, en með niöursetningu kosta geymarnir um 150-160 þús. kr. norskar. Þaö tekur um 3 vikur aö setja geym- ana niöur, en áætlaöur timi frá þvi geymarnir eru pantaöir og þar til þeir eru tilbúnir.er um 6 vikur. Geta má þess, svo aö ekki valdi misskilningi, aö geymar þessir eru ekki beinlinis til þess ætlaöir aö lækna sjóveiki manna, heldur til að bæta vinnuaöstöðu um borö i skipunum og auka öryggi,— hs Tamninga- og járninga- stöð í Kópavogi UM þessar mundir er veriö aö koma upp tamningastöö I Glaö- heimum, þar sem hestamanna- félagiö Gustur i Kópavogi hefur hesthús sin og bækistöövar. Standa aö þessu tveir menn, Hilmar Guömundsson, sem er Reykvikingur, og Einar Sigurös- son, Hafnfirðingur. — Viö höfum hugsað okkur, að stööin taki til starfa i byrjun janúarmánaöar i vetur, sagði Hilmar viö blaöiö, og er þetta fyrsta tamningastöðin, sem sett er upp i Kópavogi. Auk þess sem viö tökum hesta til tamningar, munum viö einnig járna hesta þeirra, sem þess óska, og geta þeir hvort heldur þeir vilja haldið sjálfir fótunum á meöan járnaö er eöa faliö okkur að sjá um járninguna aö öllu leyti. Sýning á forni norrænni mynt EJ-Reykjavik. — I október verö- ur haldin sýning i Norræna húsinu á fornri norrænni mynt. Samkvæmt starfsáætlun Nor- ræna hússins i september/októ- ber, sem blaðamenn fengu hjá forstööumanni hússins, Maj-Britt Imnander.i gær, veröur þessi sýn- ing 11.-14. október. Þá verða þessa daga flutt erindi um gamla norræna mynt. M.a. mun myntsérfræðingurinn Johan Christian Holm halda fyrirlestur um danska mynt frá vikinga- timanum. Einnig mun hann halda fyrirlestur um gamla mynt frá Grænlandi, Islandi og Færeyjum. Anders Björnevik meö likan af stööugieikageymum. (Timamynd: Ró- bert). Þessi starfsemi er á vegum Félags isl. myntsafnara og Nor- ræna hússins. 1975verði alþjóð- legt ár konunnar Allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna hefur samþykkt þá til- lögu Alþjóöasambands lýðræöis- sinnaðra kvenna (ALK), aö árið 1975 skuli vera ár konunnar, og helgaö baráttunni fyrir raunveru- legu jafnrétti karla og kvenna. Undir forustu ALK eru kvenna- samtök um heim allan nú þegar byrjuð aö undirbúa árið, svo þaö megi ná tilgangi sinum. ALK hef- ur ákveöið aö gangast fyrir ráö- stefnum og þingum um stööu kon- unnar i þjóöfélaginu, aö efna til námskeiöa fyrir konur er starfa á vegum kvennasamt., íyrir ljósmæöur, hjúkrunarkonur og n. ar konur fylgjast með Tímanum I fyrrverandi nýlendum Portú- gala i Afriku, svo og aö veita aö- stoö viö uppbyggingu Vietnam. ALK hefur ennfremur ákveðið aö efna til heimsþings kvenna undir kjöroröinu: „Konur heimsins I nútið og framtiö”. Stjórn Menningar- og friöar- samtaka islenzkra kvenna skorar á rikisstjórn Islands aö sýna fyllstu einurö og festu i land- helgisdeilunni viö Breta og Vest- ur-Þjóöverja, og hvika hvergi frá fyrri yfirlýsingum, þrátt fyrir yf- irgang brezks auövalds og her- valds. Einnig skorar stjórn Menningar- og friðarsamtaka is- lenzkra kvenna á alla Islendinga aö hætta nú þegar aö kaupa brezkar vörur og sýna meö þvi samstööu og einhug gegn yfir- gangi Breta. (Frá stjórn Menningar- og friöarsamtaka islenzkra kvenna). Leikfangahúsið Skólavöröustíg 10 Dúkkukerrur og vagnar, 10 tegundir. ódýr þrihjól. Buröarrúm,4 stærðir. Barnastólar. Bilabrautir. Stignir bílar. Tressy og Sindy dúkkur og föt. Dönsku D.V.P. dúkkurnar nýkomnar. Sendum gegn póstkröfu. Leikfangahúsið Skólavöröustíg 10 Slmi 1-48-06. ["KigÍýsÍ'df i Timanum Tamningastöð Starfrækt veröur I vetur tamningastöö á félagssvæöi Gusts I Kópavogi. Upplýsingar hjá forstööu- mönnum stöðvarinnar, llilmari Guömundssyni, slmi 8-53-25 og Einar Sigurðssyni, simi 5-10-84, eftir kl. 7 sfðdegis. SOLUSTADIR: Hjólbarðaverkstæðiö Nýbarði, Garðahreppi, sími 50606. Skodabúðin, Kópavogi, sími 42606. Skodaverkslæðið á Akureyri h.f. simi 12520. . Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, stmi 1158.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.