Tíminn - 14.09.1973, Page 11
Föstudagur 14. september 1973
TÍMINN
11
Llf mitt hefur aldrei veriö auöugra en nú, segir Hakon Holm
— Æskan er hrifin af mótmælum minum gegn þjóökirkjunni. En lif hennar
grundvallaöá lýgi.
1 fS * HHfV
\ -v-’u HHv ^ m\ msm
. ‘3
Varhugaverður
fréttaflutningur
Varhugaveröur fréttafiutningur.
Ég sé mig tilneyddan aö leiö-
rétta frétt á forsiöu Timans, sem
kom út þriöjudaginn 4. september
s.l.
'Blaöamaöur hefur haft fyrir
heimildarmann Unnar Sefánsson,
ritstjóra sveitarstjórnarmála og
ráöstefnustjóra Sambands
islenzkra sveitarfélaga. Er óhætt
aö fullyröa, aö Unnar Stefánsson
hefur oftúlkaö framlagöar til-
lögur á fulltrúaráösfundi Sam-
bands islenzkra sveitarfélaga 29.
ágúst og 1. september, sem ekki
voru afgreiddar þar heldur visaö
til stjórnar sambandsins til
endanlegrar tillögugeröar. Vafa-
laust er stjórnin ekki búin aö
ganga frá tillögum sinum til
félagsmálaráðuneytisins og þvf
veröur að firra stjórn sambands-
ins á þessu stigi allri ábyrgð á
frásögn þessari og byltingartali,
sem kemur fram i Timanum.
Tillögur þær, sem lágu fyrir
ráðstefnunni, gerðu ráð fyrir
endurskipulagningu sýslunefnda,
án tengsla við rikiskerfið sem
héraðasamtök sveitarfélaga, með
aðild kaupstaðanna.
Með framlögðum tillögum er
þvl lagt til, að sýslunefndirnar
verði héraðsnefndir sveitar-
stjórna og tengdar sveitar-
stjórnarkerfinu. Það er þvi bein
oftúlkun, þegar lagt er til, að
syslunefndirnar verði lagðar
niður. 1 tillögum undirbúnings-
nefndar, sem lagðar voru fyrir
fundinn,segir orðrétt:
„Þrátt fyrir tilkomu lands-
hlutasamtaka sveitarfélaganna
verður um að ræða ýmis slik
verkefni, sem farsælast virðist að
leysa með samvinnu og samstarfi
landfræðilega. samstæðra
sveitarfélaga i hinum ýmsu
héruðum, sem byggja á fornri
hefö og eiga rik itök i hugum
fólksins. Sýslufélögin i núverandi
formi hafa að ýmsu leyti verið
óheppilegir aðilar til að annast
slik mál, það að kaupstaðirnir
standi utan þeirra og ekki er
tryggt að sýslunefndarmenn
veröi sveitarstjórnarmenn.”
Lagt er til að sýslunefndir sem
héraðsnefndir verði skipaöar
kjörnum fulltrúum sveitarstjórn-
anna á aðalfundum landshluta-
samtaka, þannig að tryggja sam-
vinnu miíli sveitarfélaga, héraöa-
samtaka og landshlutasamtaka.
1 máli Unnars kemur fram, að
lagt hafi verið til, að ein stjórn-
sýslumiðstöö skuli vera i hverjum
landshluta. Þetta er ekki alls
kostar rétt. 1 tillögum landshluta-
samtakanna, sem lágu fyrir
Hafnarfundinum,var gert ráð fyr-
ir dreifingu stjórnsýslumiðstööva
innan landshlutanna. Fulltrúi
Austfirðinga lýsti þessu yfir. Það
er yfirlýst stefna Fjórðungssam-
bands Norðlendinga að það stefni
að héraðsstjórnsýslumiðstöðum.
Þetta sýnir mjög varhugaveröan
málflutning heimildarmanns.
Ekki tekur siðan betra við, þeg-
ar fréttamaður hefur það eftir
Unnari, að landshlutasamtökin
leysi sýslunefndir af hólmi. Þaö
kemur beinlinis fram i framlögö-
um lillögum undirbúningsnefnd-
ar, að sýslu- eða héraösnefndir
eru nauösynlegar þrátt fyrir til-
komu landshlutasamtakanna.
Það er rangt haft eftir að lands-
hlutasamtökin fylgi eftir kjör-
dæmum, t.d. eru á Norðurlandi
tvö kjördæmi og ein landshluta-
samtök. Siðar i þessum kafla er
sagt, að sýslurnar falli ekki að
eðlilegum mörkum byggðalaga.
Það er öllum ljóst, að nauðsynlegt
er aö endurskipuleggja þær með
skiptingu landshlutasvæöa i
héraössvæði. Hins vegar má nú
heita aö á Norðurlandi falli sýslu-
skipanin að eölilegu héraðakerfi.
Það er algjör þekkingarskortur,
aö sýslunefndirnar hafi verið
sniönar eftir samgöngum á mið-
öldum og henti þvi ekki i nú-
timanum. Megingallar kerfisins
eru þeir, að sýslumörkin fylgja
úreltum lögsagnarumdæmum,
sem sett voru flest á fyrri öld, án
tillits til hagsmuna byggðanna.
Það er rangt hjá Unnari, að
sýslukerfið hafi þá annmarka, að
fjölmenn byggðalög njóti ekki
eðlilegrar þjónustu á sviði trygg-
inga og lögreglustarfa. Hér er við
að eiga sýslumennina sem emb-
ættismenn, en ekki sýslunefndir
sem slikar. Aðal ástæðan fyrir
þvi, aö stærri kauptúnahreppar
sækja um kaupstaðaréttindi, er
krafa um þessa embættisþjónustu
frá rikinu. Hins vegar ekki al' þvi
að það sé fjárhagslegur ávinning-
ur, eins og Magnús E. Guðjóns-
son færir rök að i siðasta hefti
Sveitarstjórnarmála. Ég held þau
dæmi, sem nefnd eru um þjónustu
sýslumanna, séu ekki fullkom-
lega rétt og viða má finna dæmi
um hið gagnstæða, varðandi út-
borgun bóta. Slikur málflutningur
sem þessi er þvi ekki heppilegur
og alls ekki traustvekjandi.
Ég held að rétt sé að minna þá
menn á, sem hafa tileinkað sér þá
trúarlegu köllun að leggja að velli
sveitarfélög og sýslunefndir,
muni ekki fá um sig stóran söfnuð
hér á Norðurlandi og viðar — þeg-
ar á reynir. Slikur niðurskurður
getur ekki talizt innan ramma
þeirrar endurskoðunar sveitar-
stjórnarkerfisins, sem félags-
málaráðherra stefnir að, til að
fullnægja ákvæði stjórnarsamn-
ingsins. En þar er svo lagt fyrir,
aö endurskoða skuli skiptingu
valds og verkefna milli rikis og
sveitarfélaga i þvi augnamiði að
auka sjálfsforræði byggðalag-
anna.
Þaö sýnist áreiðanlega ekki
innan þessa stefnumiðs aö leggja
niður sveitarfélög og héraðasam-
tök þeirra, sýslunefndirnar. For-
ráðamenn Sambands islenzkra
sveitarfélaga munu vafalaust
skilja þetta, ef að likum lætur.
Siðan þetta var ritað hefur
komið I ljós.að ritstjóri blaðs yðar
T.K. hefur vafizt inn i blekkingar-
vef Unnars, i sunnudagsbréfi
sinu. Við T.K. vil ég segja það, að
á Hafnarfundinum var engin
ákvörðun um þessi atriði tekin og
hætt við skoðanakönnun.
Með þökk fyrir birtinguna
Áskeli Einarsson
framkvæmdarstjóri Akureyri.
Við setningu greinar minnar,
Bækur vor og haust, Timinn, 13.
september, hafa orðiö þau
mistök, að nokkrar linur féllu
brott svo að ógerningur er að lesa
I málið. Aftarlega i greininni er
vikið að riti Björns Th. Björns-
sonar, tslenzk myndlist á 19. og
20. öld: Siðara bindi ritsins ,,kom
loks I vor að liðnum niu árum frá
þvl fyrri hlutinn birtist. Sá
helmingur sögunnar náði fram
um 1930, en sfðari hlutinn tekur til
listamanna sem störfuðu á árum
kreppu og styrjaldar: lýkur ritinu
á köflum um Nfnu Tryggvadóttur
og Svavar Guðnason. Sögunni
sleppir þegar sú kynslóð kemur
til skjalanna sem kennd er við
hina annáluðu septembersýningu
1947”.
Þetta eru lesendur vinsamleg-
ast beðnir að athuga.
Gunnar Stefánsson.
SrÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJ^
prunau-
viðgeroir
Nú fæst varanieg þétting á
steinsprungum með Silicon
Hubber þéttiefnum. Við not-
um eingöngu þéttiefni, sem
veita útöndum, scm tryggir,
að steinninn nær að þorna án
þess að mynda nýja sprungu.
Kynnið yður kosti Silicon
(Impregnation) þéttingar
fyrir steinsteypu.
Við tökum ábyrgð á efni og
vinnu.
Það borgar sig að fá viðgert i
eitt skipti fyrir öll hjá þaul-
reyndum fagmönnum.
Sendum efni gegn póstkröfu.
ÞÉTTITÆKNI H.F.
Ilúsaþéttin^ar
\ crktakar
Kfnissala
^SImi 2-53-66 Pósthólf 503 TryggvaKötu I
yÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ^