Tíminn - 27.09.1973, Page 11
TÍMÍNN
Fimmtudagur 27. september 1973
< >
11
Radcliff arfleiddi hana að 50.000
dollurum.
En hún er ekki i New York leng-
ur. Það hef ég rannsakað gaum-
gæfilega. En við höfum eina vis-
bendingu. Fyrir átta mánuðum
sótti hún um vegabréf og fékk
það. Getur hugsazt að standi i
sambandi við annað spor, em ég
hef. Hún sótti tima i dansi hjá
Raymond Studio víð 54. stræti.
Hún talaði um, að hún vildi
komast i ballett eða söngleik. Það
er allt sem ég veit um málið. Jú,
ég get sagt þér einn hlut til við-
bótar.
' Hann dró upp blettótta mynd og
pappirsstafla og skellti þessu á
borðið fyrir framan mig. — Svona
leit hún út fyrir nokkrum árum.
Þetta getur e.t.v. gefið þér vis-
bendingu, sagði hann.
Hún var ákaflega hugguleg,
með æsandi augu og kyssilegan
munn. Ég fékk vatn i munninn.
— Hún er stórfalleg, sagði ég.
Sol kinkaði kolli. — Jæja, hvar
sem þú kannt að finna hana, ætti
hún að elska þig út af lifinu. Þeg-
ar þú segir hanni, að hennar biði
50.000 dollarar, er ég sannfærður
um að hún fellur i fangið á þér. —
Ég skal láta einkaritarann minn
gera skýrslu fyrir þig með öllum
dagsetningum og lýsingum. Eftir
það er málið þitt. Ég get borgað
5000 dollara ávisun strax. Það
ætti að vera nóg til að byrja með.
— Þá er það ákveðið, Sol, sagði
ég. —- Ég skal finna hana, þó það
taki mig það sem eftir er ævinn-
ar.
Leit að
Charity.
Það var svona, sem það
byrjaði. Næstú vikum eyddi ég i
New York við að rannsaka lif
Charity þangað ti hún hvarf. All-
ir, sem þekktu hana, voru á einu
máli um að hún væri sérstaklega
falleg, alltof falleg til að vera hjá
hinni útúrdrukknu móður sinni og
viðhaldi hennar i greninu, sem
þau bjuggu i i East Village. En
það var i „Raymonds Dance
Studio”, sem ég fékk haldgóðar
upplýsingar. Charty hafði nefni-
lega reynzt ágætur dansari, og að
sögn danskennarans hennar, frú
Raymond, gæti hún náð langt.
Hún sagði ennfremur, að þangað
hefði komið brezkur umboðs-
maður i leit að dönsurum, sem
vildu fara til Mið-Austurlanda
Hann ætlaði að setja saman dans-
flokk, sem átti að koma fram á
stöðum eins og Tripóli, Beirut,
Damaskus, og Bagdad. Frú Ray-
mond sagði að Charity hefði talað
við manninn, en hún vissi ekki um
hvað. En ég fékk lika að vita, að
aðeins viku seinna sótti Charity
um vegabréf og fékk það.
Þetta var endirinn á þræðinum.
t Beirut.
Suttu siðar flaug ég til Beirut,
höfuðborgarinnar i Libanon og
hóf leit i þeim 189 næturklúbbum,
sem eru i þessari syndugu borg.
Ég sýndi myndina af Charity
amk 1000 næsturklúbbadönsurum
og næturklúbbaeigendum alls
staðar að úr heiminum. Ég fór til
umboðsmanna og á matsölustaði,
þar sem sllkar stúlkur voru vanar
að búa. Ég hugsaði með mér, að
ef Charity væri komin til Mið-
Austurlanda, þá hlyti fyrsti við-
komustaður einmitt að hafa verið
Beirut, borgin með blómlegasta
næturlifið og flesta dansara.
Ég var orðinn viss um að ég
væri lélegasti einkaspæjari, sem
til væri, þegar ég komst allt i einu
á sporið.
Mikilvæg visbending
Visbendingin kom frá aðstoðar-
dreng á Phoenicia hótelinu, sem
er glæsilegt eins og höll og hefur
útsýni yfir Miðjarðarhafið og vel-
stæðir ferðamenn heimsækja.
— Ég hef séð þessa stúlku, sagði
hann. — Hún vandi komur sinar á
barinn hérna. Vanalega klæddist
hún gylltum kjól og gullskóm og
var með hárið uppsett. Það var
greinilegt að hún var áveiðum,
þvi að á þessum stað úrir og grúir
af rikum oliukóngum, sem eru á
hnöttunum eftir ameriskum og
evrópskum stelpum. Þeir verða
alveg sjóðvitlausir, ef þeir sjá
huggulega stelpu og peningarnir
skipta þá engu máli.
Þegar aðstoðardrengurinn
hafði fengið 20 dollara seðil fyrir
ómakið losnaði enn frekar um
málbeinið á honum.
— Siðast þegarégsá hana, fyrir
rúmum mánuði, var hún með
ungum Araba, sem kemur hingað
öðru hverju til að finna stúlkur
handa rikum viðskiptavinum i
Damaskus. Ég veit ekki fyrir vist
hvað þessi náungi gerir, en ég hef
heyrt að henn selji stúlkur á
þrælamarkaði i Mið-Austurlönd-
um. Ef ég væri þér, myndi ég
leita i Damaskus, þar blómgast
slikt bezt.
Þrælamarkaðir i Mið-
Austurlöndum
t rauninni var ég þá þegar
búinn að athuga þrælamarkaðina
dálitið. Ég komst að raun um, að
á stöðum i Mið-Austurlöndum
eins og Hong Kong, Singapore og
Macao er algengt að stúlkur séu
boðnar upp. Maður, sem átti
nokkur hundruð dollara gat keypt
sér heilt kvennabúr af kinversk
um, afrikönskum og arabiskum
stúlkum. Evrópskar og
ameriskar voru á hærra verði.
Þessar stúlkur voru neyddar á
þessa þrælamarkaði af ástæðum,
sem þær gátu ekki ráðið við.
Flestar voru uppgjafa
dansarar. í staðinn fyrir að fara
heim, bjóða þær sig til sölu, með
þeirri hugsun, að helmingur sölu-
fjárins er þeirra eign og þær geti
kannski gert samning við nýja
eigandann um að þær fái eyðslu-
fé.
Oft eru þær i þessu i ár eða
lengur. Þær óheppnustu, oftast
afrikanskar stúlkur verða þrælar
allt sitt lif, eða a.m.k. meðan þær
eru aðlaðandi.
Á uppboði
Ég fór á næturklúbbana i
Damaskus, en án árangurs.
Charity sást ekki. En á einum
hinna iskyggilegri staða, þar sem
fjöldi magadansmeyja sýndi,
heyrði ég samtal við hliðarborð
milli tveggja velstæðra
„sheika” sem töluðu um uppboð
sem ætti að fara fram næsta
morgun.
Um klukkan fjögur um morg-
uninn yfirgáfu þeir staðinn og
ég veitti þeim eftirför i skjóli
skugganna. Þegar þeir nálguðust
stóra mosku hurfu þeir bak við
sölutjald. Ég fylgdi á eftir og
bak við perluskreytt tjald sátu
menn. Stúlka var leidd fram. Hún
var nakin að öðu leyti en þvi, að
hún hafði klæði um mjaðmirnar.
Maðurinn, sem fylgdi henni, lyfti
henni upp á borð, svo allir gætu
séð hana. Ég vissi strax, að hér
var hin langþráða Charity.
Arabarnir byrjuðu að bjóða i
hana. Fyrsta boðið hljóði upp á
1000 sýrlensk pund eða 300
dollara. Einn sheikanna virtist
staðráðinn i að fá hana, en það
var ég einnig, svo ég bauð i. Ég
fékk hana á 10.000 sýrlensk pund
eða 3000 dollara.
Ég „eignaðist”
Charity.
Ég var sem sagt orðinn eigandi
þessarar undursamlegu kven-
veru og hlakkaði til að njóta sam-
verustunda með henni. Við feng-
um okkur leigubil og stuttu seinna
sátum við i flugvél á leið til
Beirut. Ég reyndi að leika hlut-
verk velstæðs sheiks og vonaði að
hún sæi ekki i gegnum mig. Við
fórum til hótelherbergis mins i
Beirut. Ég var útkeyrður eftir
erfiði dagsins, en Charity féll i
fangið á mér og hvislaði > eyra
mitt. — Ég á stórkostlegan hús-
bónda, skilningsrikan, gáfaðan.
Ég vona að ég geti gert hann
hamingjusaman.
Næstu stundir fékk hún mig al-
gjörlega til að gleyma að ég var
einkaspæjari.
Er ég vaknaði næsta morgun
var Charity á bak og burt. 1
gestamóttökunni fékk ég að vita,
að hún hafði farið fyrir nokkrum
klukkustundum. Ég fór aftur til
herbergis mins og fann þar bréf
svohljóðandi:
Kæri einkaspæjari:
Ég veit ekki hvað þú ætlaðist
fyrir, en á þrælamarkaðnum i
gær eyðilagðirðu gullið tækifæri
fyrir mér. Þú ættir að vita að
stúlka eins og ég er ekki til sölu
fyrir skitna dollara eingöngu hjá
Aröbum. Þangað til þú komst
hafði ég ágætis kerfi i gangi. Ég
er til sölu á þrælamarkaði með
jöfnu millibili. handa rikum
mönnum. Ég kynni mér á fáum
dögum hvar maðurinn geymir
gimsteina og læri hvernig á að
opna peningaskápana hans.
Þegar húsbóndi minn steinsefur
hreinsum við samstarfsmaður
minn húsið af öllu verðmætu.
Arabarnir skammast sin alltof
mikið til þess að þeir láti lögregl-
una vita. Eftir tvo eða þrjá
mánuði verð ég búin að safna mér
nægilegn fyrir höll j Sviss og get
fariö að lifa heiðvirðu lifi. Ég vií
gjarnan hitta þig þegar ég verð
komin þangað. Ég skal meira að
segja bjóða þér til Sviss og við
fetum farið a skiði og haft það
þægilegt. Kveðjur Charity.
P.S. Ég setti svefnlyf i drykkinn
þinn, þvi ég varð að fá að vita
hver þú værir, og rannsakaði
farangurinn þinn. Um leið og þú
hafðir sagt orð, vissi ég að þú
varst frá Brooklyn, en ég verð að
viðurkenna að það kom mér á
óvart að þú værir einkaspæjari.
Þ ú villtir stórkostlega á þér
heimildir.
Aftur i Brooklyn
Nú er mánuður liðinn,siðan ég
kom aftur til Brooklyn, og 50000
dollarnir eru enn i bankanum, en
ég er viss um að dag nokkurn
verða þeir greiddir til Charity.
Ég er lika viss um,að eftir fáa
mánuði fæ ég bréf frá Sivss. Þá
getur hver maður verið viss um
að ég fer með fyrstu flugvél frá
Kennedy-flugvelli. Ég sagði Sol
undan og ofan af sögunni og hon-
um fannst hún svo stórkostleg að
hann lét hana i té fréttastofnun-
um. Daginn eftir var frétt i öllum
dagblöðum Bandarikjanna,
hvernig ég hafði bjargað fallegri
ameriskri stúlku frá örlögum,
sem eru verri en dauðinn, einmitt
þegar áttiaðselja hana hæstbjóð-
anda.
Upphaf velgengni.
Þannig varð ég hetja upp frá
þeim degi. 1 staðinn fyrir að hafa
skrifstofu án nokkurs starfsliðs,
hef ég nú skrifstofu með fjórum
einkariturum. Sjálfur James
Bond mætti öfunda mig af stelp-
unum, sem eru á eftir mér.
Og allt þetta er að þakka stúlku
með hrafnsvart hár, sem gaf mér
svefntöflu, áður en ég gat sagt
henni, að hún ætti 50000 dollara i
banka i Bandarikjunum....
(þýtt og endursagt. gbk.
Shirley MacLaine eftir Kínaferðina:
I KINA ERU ENGIN
KYNFERÐISLEG
VANDAMÁL TIL
Leikkonan Shirley MacLaine
hefur, eins og starfssystir hennar
Jane Fonda, mikinn áhuga á
stjórnmálum. Hún tók mjög virk-
an þátt i kosningabaráttu George
McGoverns i siöustu forsetakosn-
ingum I Bandarikjunum, og tap
hans I kosningunum virðist ekk-
ert hafa dregiö úr pólitískum
áhuga hennar.
Nýlega var Shirley \ heimsókn i
Kina sem fararstjóri fyrstu
kvennasendinefndarinnar, sem
farið hefur frá Bandarikjunum til
Kinverska alþýðulýðveldisins.
— Við vorum 12 konur saman,
og höfðum okkar eigin kvik-
myndavélar, svo við gátum kvik-
myndað alla þá staði, sem við
heimsóttum, — segir Shirley
MacLaine. — Okkur gafst tæki-
færi til að heimsækja mörg
sveitarfélög, við fórum i sjúkra-
hús og skóla. t einu sjúkrahús-
anna urðum við vitni að keisara-
skurði, þar sem akupunktur-
de/fingaraðferðinni var beitt.
Við hittum fjölmargar kin-
verskar konur, og vorum boðin i
mat á heimilum margra kin-
verskra fjölskyldna. A þann hátt
fengum við góða innsýn i hvernig
kinverskar fjölskyldur búa dags-
daglega á heimilum sinum.
— Ég geri mér að sjálfsögðu
grein fyrir þvi, að ég veit tiltölu-
lega mjög litið um Kina og kin-
versku þjóðina eftir einungis sex
vikna heimsókn, — segir hún. —
En þó fer ekki hjá þvi, að á þeim
tima sé hægt að mynda sér vissa
skoðun á lifskjörum fólksins i
þessu stóra, þéttbýla landi.
Það var næstum þvi eins og að
koma á aðra plánetu. Við okkur
blasti allt annar heimur en sá,
sem við höfum vanizt i Ameriku.
Það tók sinn tima að venjast
þessum nýju aðstæðum.
Eitt af þvi, sem hafði hvað mest
áhrif á mig, er hin pólitiska
skipulagning. Hún er mjög sterk,
en þó virtist ekki vera um neinn
beinan þrýsting á fólkið að ræða.
Mao er jú hin mikla þjóðhetja, en
þótt mér sé ljóst, að margir eru
ekki sérlega hrifnir af hinu
stranga skipulagi, þá urðum
við ekki varar við' kúgun eöa
þrýsting. Flestir virtust vera
ánægðir með stjórn landsins.
En ShirleyMac’Laine getur ekki
hugsað sér að búa i Kína. — Ég
verð að segja eins og fyrstu geim-
fararnir sögðu um ferð sina til
tunglsins, — segir hún. — Það var
mjög áhugavert að koma þangað
i heimsókn, en ég hef enga löngun
til að búa þar. Mér geðjaðist mjög
vel að mörgu i Kina, og ég sá
einnig ýmislegt, sem virkilega
vakti hrifningu mina, en ég held,
að ég ætti mjög erfitt með að búa
lengi i sliku einstefnuþjóðfélagi
sem Kina er. Ég myndi sakna
þess tjáningarfrelsis, sem ég bý
við i Bandarikjunum, og ef ég
yrði hér lengi, myndi ég vafalaust
fá á tilfinninguna, að ég væri of
bundin. Þetta er eflaust öðru visi
fyrir fólk, sem hefur fæðzt inn i
svona þjóðfélag, eða það, sem
hefur vanizt þvi að búa við vissar
takmarkanir. Að visu er sagt, aö
fólk geti vanizt öllu, en ég hef ekki
trú á þvi.
Það, sem vakti nokkra undrun
mina, var að kinverskir karl-
menn eru bandariskum karl-
mönnum langtum fremri að þvi
er varðar jafnrétti kynjanna. 1
Kina er ekki litið á konur sem
kyndýr. Ég held reyndar, að eng-
in meiriháttar kynferðisleg
vandamál séu til i Kina. Kinverj-
ar hafa einfaldlega allt of mikið
að gera til þess að þeir geti eytt
timanum i slikt. Hjá okkur á
vesturlöndum stefnir þróunin
hins vegar i alveg öfuga átt — þ.e.
til styttri vinnuviku. Allir vilja
meiri fritima, þótt flestir viti ekki
hvað þeir eigi að gera við hann.
Konurnar 12 tóku eins og áður
segir kvikmynd i ferð sinni um
Kina, og Shirley MacLaine ætlar
að gefa út bók um heimsóknina.
En hún leggur áherzlu á, að það
verður ekki bók um Kina, heldur
einungis frásögn af heimsókninni
og lýsing á þeim áhrifum, sem
það er hún sá og heyrði hafði á
hana. En það mun vafalaust
vekja áhuga margra lesenda.
(EJ þýddi).