Tíminn - 27.09.1973, Side 30
30
TÍMINN
Fimmtudagur 27. september 1973
TnmrÍn
iii
ÍEL
1
M
i
M
i w
Rósadrottningin
„Hvað heitir þetta
undursamlega blóm ? ’ ’
spurði konungurinn.
„Þá brosti öldungur-
inn: „Þetta blóm heitir
rós. Það er nú hvergi til
á jörðunni nema hér í
minum garði.”
Konungurinn gekk um
allan garðinn. Þar voru
gosbrunnar, laufskálar
og hin fegurstu blóm alls
staðar. Nú horfði hann
allt i einu hugfanginn á
fagurrauðu, fögru rós-
ina, sem hann hafði séð i
draumi sinum.
Gamli maðurinn
mælti: „Ég er konungur
þessara fjalla. Hefur þú
ekki heyrt min getið?
Einu sinni átti ég heima
niðri á jörðunni og þar
var rósagarðurinn
rr
- —■—- s
Þ^TnrW
1 r : - ' 'LÍ
ín *..rr VM\’ \ . s - —
Klómknappurinn stækkafti smáin saman og loks sté Ijómandi falleg stúlka upp lir blóminu.
minn. Allir, sem vildu,
máttu skoða hann en
sumir öfunduðu mig, og
aðrir rændu frá mér,og
loks kom svo, að þeir
vildi drepa mig. Þeir
vildu eignast garðinn
minn. Þeir héldu að ég
væri aðeinn gamall
öldungur og þeir gætu
gert mér hvað sem þeim
sýndist. En ég var ekki
eins vesæll og þeir
héldu.” Þá fór gamli
maðurinn allt i einu að
hækka i loftinu og varð
að stórum risa, svo að
höfuð hans bar við
himin.
Það lá við að Ali yrði
hræddur, en nú varð
gamli maðurinn aftur
eins og hann var áður og
brosti til konungsins og
sagði: „Þeim skjátlaðist
— þeir réðu ekki við
mig. Og til að hefna min
á vondu mönnunum, þá
lét ég allar rósirnar sem
þeir tóku frá mér, visna.
Engar rósir skyldu
framar vaxa á jörðinni.
Svo flutti ég garðinn
minn hingað upp á þetta
fjall, Ég horfi niður á
jörðina og fylgist með
mannlifinu. Stundum
sendi ég örninn minn
niður til mannanna og
hann flytur mér fréttir.
K
U
U
12.
UW
Ég veit margt gott um
þig,og siðast það, að þú
bjargaðir honum frá
höggorminum, og nú vil
ég gefa þér rósarkvist.
Gættu hans vandlega,
gróðursettu hann sjálfur
i garði þinum og annastu
hann sjálfur. Mun hann
verða þér til hamingjuV
Konungurinn þakkaði
fyrir sig og var glaður.
Nú hafði hann þó fundið
blómið. Nú sagði fjalla-
kóngurinn erni sinum að
fljúga með konung heim
i konungsrikið, örninn
flaug geysi hratt og éftir
stutta stund, var Ali
kominn aftur heim og
með rósarkvistinn.
Allir heilsuðu kóngi
með gleði og fyrsta verk
hans var að fara út i
garðinn sinn og górður-
setja rósarkvistinn.
Hann óx brátt og
dafnaði. Konungurinn
hlynnti að honum dag-
lega, vökvaði hann og
beið svo með óþreyju, að
fyrsti blómknappurinn
kæmi. Loksins opnaði
knúppurinn sig, og þá
sást, að blómið var ekki
rautt heldur fannhvitt.
En yndisfagurt var það,
og þegar konungurinn
beygði sig yfir það, síó
roða á hvit blöðin.
Konungurinn varð
eitthvað svo undarlegur.
Hann trúði ekki sinum
eigin augum. Allt i einu
gægðist ofurlitið, yndis-
legt höfuð kom upp úr
blómknappinum. Það
stækkaði smátt og
smátt og loks kom ljóm-
andi falleg stúlka upp úr
blóminu. Stúlkan var f
rósrauðum silkikjól, og
leit á konung feimnis-
lega. Konungur þekkti
hana á augabragði. Það
var draumastúlkan
hans! Nú tók hann
gullkórónuna af höfði
sér og lagði fyrir fætur
stúlkunnar og bað hana
að verða drottningu
sina.
Nú var slegið upp
veizlu og haldið
brúðkaup og allir voru
glaðir. Ali og rósa-
drottningin hans voru
hamingjusöm f hjóna-
bandi sinu og vinsæl hjá
þjóðinni.
1 kringum höllina uxu
rósir og frá hallargarð-
inum breiddut þær út
um landð. Og frá Persiu
fluttust þær út um viða
veröld.—Og nú vitið þið
hvaðan hinar ilmandi
rósir, fegurstu blómin á
jörðinni, eru komin.