Tíminn - 27.09.1973, Side 32
32
TÍMÍNN
Fimmtudagur 27. september 1973
ALLAR sögur eru sannar, en
þessi saga er ennþá sannari en
flestar aðrar, er haft eftir göml-
um Sama, Khaissa i Súdenjel. Og
sagan er á þessa leiö: Einu sinni
var prófessor, sem kom hingað til
okkar með dóttur sinni. Þá var
ennþá vandasamara að rata
hingað heldur en nú er. En svo
var það dag einn, er ég sat á
dyrahellunni og lét sólina
skina á mig, að þau komu
þrammandi til min og báðu'st
gistingar nóttina eftir. Ég hítaði
handa þeim kaffi, og ég gat ekki
annað; en gefið ungu stúlkunni
auga í laurni. Ég hafði aldrei séð
jafnfallega stúlku.
— Ég er kominn til þess að
kynnast Löppum, sagði prófess-
orinn — einkum þeim, sem
kallaðir eru Skolt-Lappar.
— Við hér göngum vist undir
þvi nafni. Ég hef lært að við séum
kallaðir það.
— Þér getið liklega ekki sagt
mér eitthvað um ætt ykkar? Mig
langar mest til þess að vita eitt-
hvaö um uppruna ykkar.
— Við erum ekki af neinni ætt,
sagði ég. Satt aö segja veit ekki,
hvað prófessorinn á við.
Feklista leit til min.
— Það er kallaður uppruni,
sagði hún, þegar faðir á föður,
sem aftur hefur átt föður, og
þannig koll af kolli. Mæðurnar
eru ekki taldar með. Ég veit um
fimm forfeður mina, og ég veit
um sex forfeður Khaissa, og veit
lika um mann, sem getur nafn-
greint sjö forfeður sina. Hefur
hann þá ekki mestan uppruna?
Unga stúlkan hló ákaflega fall-
ega, og prófessorinn spurði:
— Hver er. það?
— Þessi sem á sjö forfeöur, er
ungur og heitir Kiurelli. Hann er
einsetumaöur og á heima hér rétt
hjá.
— Við verðum að hitta hann,
sagöi prófessorinn.
— Svo fóru þau og hittu piltinn,
og þegar þau höfðu verið há hon-
um nokkra daga, réðu þau hann
fylgdarmann sinn. Hann var með
þeim allt sumarið, sýndi þeim
fjöll og ár og visaöi þeim á arnar-
hreiður. En mest talaöi hann viö
þau um hreindýrin, sem hann
þekkti betur en sjálfan sig.
Prófessornum fannst mikið til
um þennan pilt, og það hvarflaði
alls ekki að honum, að dóttir hans
gætihrasað, erþau voru ein sam-
an liölangan daginn og jafnvel á
næturnar lika, sofandi við eld
undir stjörnubjörtum himni.
Einn daginn sýndi Kiurelli ungu
stulkunni tvær bjarkir, sem höfðu
vaxið saman á þann einkennilega
hátt að stofnarnir höfðu vafizt
saman.
— Hér er gröf tveggja elsk-
enda. Lifið vildi skilja þau, en þau
mættust aftur i dauðanum. Slfti
piltur og stúlka lauf af þessum
björkum og tyggi það, tengjast
þau órjúfandi ástarböndum, sem
fylgja þeim inn i eilifðina.
Unga stúlkan brosti og svo sleit
Síðast kom Júhannes biskup i ambættiserindum í kapelluna á Skoltnesi i Varangursfirði til þess að flytja þar messu.
hún lauf af annarri björkinni og
stakk þvi upp i sig. Kiurelli gerði
þaðeinnig.Ogsvobreiddi hann út
faðminn á móti dóttur
prófessorsins.
Þegar þau vöknuðu i dögun
morguninn eftir, og prófessorinn
gamli, veitti þvi ekki athygli, að
varir unglinganna voru rakar af
dögg hinnar fyrstu ástar.
Fegurstu sumrin eru stytzt.
Prófessorinn bjóst til heimferðar,
kvaddi Kiurelli með virktum.
Stúlkan mælti ekki orð frá vörum,
Sögur og sagnir
meðal deyjandi
þjóðflokks
Inni i kapellunni eru fögur listaverk -
og Tómas.
-myndin sýnir postulana Filippus
en hún horfði lengi i augu piltsins.
Svo tók einveran við eins og áður,
en i munni sinum og hjarta
geymdi hann sætbeiskt bragð
birkilaufsins.
Hann lifði tvö sumur eftir þetta,
og oft lagði hann leið sina að
björkunum tveim, sem höfðu ofið
saman stofna sina. Hann kom lika
á alla þá staði, þarsem þau höfðu
verið saman, hann og stúlkan
unga, og þar sem hann hafði
náttból, gerði hann svo stóran eld,
að þrir gætu haft af honum hita.
Það var að kvöldlagi, að
hreindýrasmali fann hann dáinn i
skafli. Þau hreindýrin tvö, sem
hann hafði haft mestar mætur á,
lágu þar hjá honum. Þau höfðu
lagzt sitt hvoru megin viðhanntil
þess að veita honum yl og skjól og
varna þvi, að ránfuglar flygju að
honum.
A þessa leið er sagan I bók
Svisslendingsins Róberts Brottets
um land Skolt-Sama. Og hann
bætir við:
„Súnél leið undir lok. Dauðinn
var stórhöggur á þessum slóðum
á styrjaldarárunum, og þetta litla
samfélag þurrkaðist út. En nýtt
samfélag er að myndast i þess
stað, jafnyfirlætislaust ein sog
önnur i byggðum Sama”.
Hvers konar fólk eru svo þessir
Skolt-Samar eiginlega? 1 raun og
sannleika er litið vitað um upp-
runa þeirra. Munnlegar sagnir
herma, að i Neinden i Varangurs-
firði hafi búið Samar — þeir köll-
uðu sig Njáda — er áttu margt
hreina og reikuðu viða, allt frá
Varangursfirði til Enarevatns og
Bóris Gleb i Rússlandi. Loks kom
þar, að Njádar settust um kyrrt i
Varangursfirði. Gömul kona, sem
varð ein eftir á öðrum slóðum
hafði spáð þvi, að Samarnir
mundu koma aftur til Svettijarvi i
finnska Lapplandi, þar sem hún
kaus aö deyja ein sins liðs.
Þetta fór að nokkru leyti eins og
hún spáði. Samar komu aftur að
Sevettijarvi, þótt það væru ekki
Njádar, heldur Súdenélar, er áð-
ur höfðu hafzt við sunnar i land-
inu. En nú er Súnélar sem sagt
liðnir undir lok, og leifar Njáda
eiga mjög I vök að verjast.
Fyrir þá Njáda, sem enn eru
ofar moldar, hlýtur að vera sárt
að hugsa til þess tfma, er þeir
voru fjölmennur þjóðflokkur, sem
sat einn að miklu viðlendi. Þeim
sviður einnig, að þeim er litill
Framhald á 35. siðu.
Gamla kapeilan er stórbrotin að sjá, en við hana eru tengdar miklar
minningar.