Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. september 1973 TÍMINN 5 Drjanibelof geimfari: Hjá okkur er ekkert sem heitir að læra vel eða illa Ég nam eðlisfræði við Lenin- gradhúskóla, en þegar á þeiin ór- um var ég heillaður af flugi. Ég vildi fljúga. En það kom i ljós, að það var ekki svo auðvelt fyrir stú- dent, að setjast undir flugvélar- stýriog læra að fljúga ón þcss að yfirgefa hóskólann. En ég vildi verða reynsluflugmaður. Þegar mér svo gafst færi ó að lóta þenn- an druum rætast, gaf ég skólann einfaldlega upp ó bótinn. Starfs- mannaskrifstofa hersins sendi mig i Jeisk-flugskólann. Er ég hafði útskrifazt, hóf ég flug- kennslu. Siðan var auglýst sam- keppni um að komast i geim- þjólfunarmiðstöð, en það sem réði úrslitum um framtið mína var tvimælalaust það að hitta German Titóv. Það var órið 1970. í fimm ár vann ég sem flug- kennari. Ekki verður annað sagt, en að ég hafi verið heppinn. Ég lenti aldrei i slysum eða bilunum, svo að orð sé á gerandi. Heppinn,- segið þið. Ég trúi ekki á teikn og tilviljanir. En eitt er vist: i flugi eru smámunir ekki til. Setjist flugmaður upp i vél sina i óhrein- um skóm og krumpuðum sam- festingi eða ef hann vantar hrein- án vasaklút, þá skortir hann lika þar verksinna hugarfar, er þarf að fylgja honum i hverju starfi. Flug, hversu erfitt sem það kann að vera, verður alltaf aö vekja ánægju, eins og hver önnur skap- andi vinna. Eðlileg spurning: Er margt hliðstætt með starfi flugmanns og flugstjóra geimfars? Tvimælalaust. Ég á ekki við það, að bæði geimskip og flugvél hafa sams konar stjórnun, lúta sömu hreyfilögmálum og þarfn- ast sömu framsýni á flugi. Málið er miklu flóknara en svo. Flug- menn lenda oft i þeirri aðstöðu að þurfa að skipta athygli og athöfn- um i skyndi frá einum hlut til annars. Þetta þjálfar viðbragðs- flýti og snarræði, viljastyrk, þrautseigju, þol og sjálfstjórn. Allt þetta þroskar með mönnum stjórnhæfileika og öryggi. Margt er áþekkt með flugvél og geimfari: mikill fjöldi tækja, margt, sem hafa þarf gætur á. Þess vegna er margt likt með starfi flugmanns og geimafars- stjóra. Alla tið hefur það háð mér hvað ég á erfitt með að vera harður af mér gagnvart öðru fólki, t.d. við að „herja út” flug. Alla flugkenn- ara dreymir um að útvega lærisveini sinum þó ekki væri nema 1-2 flugferðum meira en honum er skammtað. Það var nóg að segja: „biddu rólegur, Valdi minn, þú skalt fá ferð á morgun ef þú hættir að nauða á okkur i dag”, og þá gaf ég mig, kunni ekki við að sækja málið fastar. Daginn eftir er svo ekki i'lugveður, eða við fáum of fáar flugvélar.... En lifið hefur svo kennt mér að gefa ekki eftir. 1 starti kennarans er þetta allt saman tvinnað, eng- inn glöggur greinarmunur á al- mennu og einstaklingsbundnu, þú berð ábyrgð á lifi piltanna, sem þér er falið að kenna að fljúga og þessu hugsun er alls ráðandi. Það er nú að renna upp fyrir mér að ég gerði mér ekki grein fyrir þvi, hve erfitt og flókið starf beið min, þegar ég yfirgaf flug- vélarnar. En það er mér ánægja að mér skuli hafa verið falið að vinna að verkefni, sem mikil framtið og gagn er i fyrir bæði rikin. Þetta er þýðingarmikill áfangi fyrir aukið samstarf i geimrannsóknum. Mannkynið verðurað taka höndum saman, ef það á að geta gert út leiðangra til hinna fjarl. reikistjarna i sólkerfi voru og ef til vill lengra. Eins og tækninni er nú á veg komið, er torvelt að tryggja það að allur útbúnaður starfi af hundrað prósent öryggi. Fyrir- hugað flug hefur mikið gildi fyrir björgunaraðgerðir út i geimnum. Geimurinn er mannlaus útsær, og i baráttu við þessa höfuð- skepnu má einskis láta ófreistað. Ahafnir á braut verða að vita af þvi, að þær geta fengið hjálp, hvernær sem þörf krefur. Það sem var er og verður mikilvægast fyrir undirbúning okkar í dag að geimferðum á morgun er námið. Ábyrgðin og framtiðarhorfurnar knýja menn til að læra. Hjá okkur er ekkert sem heitir að læra vel eða illa. Hér gildir ekkert nema ágætis- einkunn. Þetta er bæði orku- og timafrekt. Námsskrá okkar er enginn barnaskólalærdómur: stærðfræði, flugskeytafræði (ballistics), loftkraftfræði (aero- dynamics), háloftavélfræði, st jörnufræði, læknisfræði, hreyflafræði, eldflauga- og geim- skipasmiði... Miklum tima er varið til likamsþjálfunar (frjáls- ar iþróttir, leikfimi, og hópleikir). Geimfari verður að hafa alhliða þjálfun. Það er litill timi aflögu tii að sinna hugðarefnum sinum, en ég er mikill áhugamaður um út- varpsvirkjun. Nú er ég að smiða stereomagnara. Ég hef ákaflega gaman af að gramsa i þessum hlutum, og betri hvild veitist mér ekki. Venjulega er ég að dunda við þetta i eldhúsinu, og þá situr dóttir min stundum við hlið mér og horfir á, en konan saumar eða les. Það er sjaldan kveikt á sjón- varpinu hjá okkur. Það friskar höfuðuð að dútla viö tækin sin I næði, og jafnframt gefst færi á að leiða hugann að • geimskipum framtiðarinnar. (APN). IAUOAVEOI 105 • SlMI 2442S Hin nýja HÚSEIGENDATRYGGING inniíelur eítiríarandi tryggingor: • Vatnstjónstryggngu • Glertryggingu • Foktryggingu • Brottflutnings- og Húsaleigutryggingu • Innbrotstryggingu • Sótfallstryggingu • Ábyrgðartryggingu húseigenda t hinni nýju húseigendatryggingu eru sameinaðár i eina tryggingu fasteignatryggingar, sem hægt hefur veriö aö kaupa sérstaklega undanfarin ár. Með þessari sameiningu hefur tekist að lækka iðgjöld verulega. Ath. að 90% af iðgjaldi er frádráttarbært til skatts Brunabótafélag Islands Laugavegi 103 — Simi 26055 Launþegasamtök óska eftir að ráða fólk til eftirtalinna starfa: Skrifstofustúlka. Aðalstörf: simavarzla, vélritun. Til hagræðingarstarfa. Undirbúnings- menntun: iðnnám, vélskóli, stúdentspróf. Lágmarksmálakunnátta: Norðurlanda- mál. Til hagfræðistarfa. Viðskipta-, hagfræði- menntun. Svör merkt „Starfsumsókn 1973”, sendist i pósthólf 277 Reykjavik, fyrir 10. október n.k. DAUÐINN ER EKKI ÞAÐ VERSTA NEYSLA ÁFENGIS GETUR EYÐIIAGT LIF ÞITT OG ANNARRA KOMIÐ OG KYNNIST FRJÁLSU FÉLAGSLÍFI ÍSLENSKRA UNGTEMPLARA SUNNUDAGINN 30. SEPTEMBER Nánar auglýst s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.