Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 29. september 1973 Verzlunarráðið andvígt því, að stjórnmálasamband við Bretland verði rofið VKKZLUNAKRAÐ ÍSUANDS hefur snúi/.t gegn þvi, aft stjórn- múlatcngsl vift Breta verfti rofin, án tillits til þess, hvaft komift hcf- ur l'ram vift sjópróf uin siðustu ásiglingar Breta á varftskip okk- ar. Gerfti stjórn verzlunarráftsins svolátandi samþykkt: Verzlunarráö fslands hefur nú um tveggja ára skeið varið mikl- um tima og fjármunum til þess að kynna málstað tslendinga i land- helgismálinu meðal kaupsýslu- manna i Bretlandi og Þýzkalandi. Hefur það verið gert með þvi að gefa út kynningarbækling á ensku og þýzku, sem sendur hefur verið til viðskiptavina okkar erlendis, auk þess sem farnar hafa verið kynnisferðir til verzlunarráða er- lendis og tekið á móti sendimönn- um frá þeim, gagngert til þess að ræða landhelgisdeiluna og áhrif hennar. 1 þessum viðræðum hefur V.f. ávallt lagt áherzlu á að halda bæri viðskiptum landanna utan átakanna um landhelgina, enda hafi reynslan sýnt, að viðskipta- legar þvinganir og refsiaðgerðir reynast þeim aldrei vopn, sem beita þeim, en valda báðum aðil- um tjóni, sem varir langt fram yíir þann tima, sem deilan varir. F'ram til þessa hefur hætlan á viðskiptahömlum komið að ulan frá andstæðingum okkar i land helgismálinu, þ.e: Bretum og Hjóðverjum, og minna má á, að viðskiptasamningur okkar við EBK um fiskafurðir fæst ekki framkvæmdur vegna landhelgis- deilunnar. Svo virðist sem islenzk stjórn- völd hafi i hyggju að gripa til að- gerða, sem Bretar og Þjóðverjar hafa hingað til verið einir um að nota. Þær aðgerðir, sem hótað hefur verið að framkvæma, geta auðveldlega stöðvað öll viðskipti og rofið efnahags- og menningar- tengsl milli þjóðanna, og rýrt álit okkar meðal vinveittra rikja. V.t. varar alvarlega við al- leiðingum þess að slita stjórn- málasambandi við Bretland af eltirtöldum ástæðum: 1. Slit á stjórnmálasambandi við Breta nú getur hvorki eflt yfir- ráð okkar ylir fiskimiðunum né aukið öryggi sjómanna, þar sem Bretar geta gengið mun lengra i aðgerðum sinum, ef þeir þurla ekkert tillit að taka iil þess, að fullt stjórnmála- samband er milli r.ikjanna. 2. Slit á stjórnmálasambandi og hvatningarorð æðstu manna þjóðarinnar til almennings um að helja viðskiptastrið dregur úr viðskiptum milli landanna og getur auðveldlega leitt til al- gjörs viðskiptabanns. Is- lendingar eiga viðskipti við Breta af þeirri ástæðu einni, að það er okkur hagkvæmt. Slit slikra viðskiptatengsla hljóta að skaða islenzkan almenning miklu meir en brezkan, vegna þess, að þessi verzlun er hlut- fallslega þýðingarmikil á Is- landi. en aðeins óverulegt brot af brezkri millirikjaverzlun. 3. Slit á stjórnmála- og viðskipta- sambandi við Breta torveldar baráttuna íyrir þvi að koma viðskiptasamningi okkar við EBE um fiskafurðir i fram- kvæmd. Slik barátta hlýtur að byggjast á þvi að fá íulltrúa annarra EBE landa til þess að samþykkja, að viðskiptalegar refsiaðgerðir séu óhæfar til þess að leysa deilumál þjóð- anna, en slik rök verða ekki borin fram, ef lslendingar beita þeim aðferðum sjálfir. 4. Stjórnmálaslita við Breta er nú krafizt af ýmsum aðilum af þrem ástæðum. 1 fyrsta lagi af þvi, að almenningur er reiður brezkum stjórnvöldum vegna framferðis þeirra. I öðru lagi af þvi, að það sé vopn i landhelgis- baráttunni, og i þriðja lagi er sagt, að við verðum að sýna Bretum, hve alvarlegum aug- um við litum á framferði þeirra. Engin þessara ástæðna gefur tilefni til stjórnmálaslita. I fyrsta lagi eru stjórnmála- slit framkvæmd af rikisstjórn, en hún gegnir þvi hlutverki að gæta hagsmuna almennings gagnvart öðrum þjóðum, en hefur ekki leyfi til að láta reiði- tilfinningu stjórna gerðum sin- um. I öðru lagi geta stjórnmála- slit á engan hátt orðið okkur til framdráttar i landhelgismál- inu, þvert á móti vinna þau gegn okkur, þar sem við miss- um við það allt samband við fjölmarga stuðningsmenn okk- ar og vini i Bretlandi, en Bretar hafa enga stuðningsmenn hér til að missa, og i þriðja lagi er haldlaust að segja, aö með þessu séum við að sýna Bretum alvöruna i málinu, vegna þess, að Bretar vita,að allar slikar aðgerðir bitna þyngst á okkur sjállum, án þess að styrkja okkur i deilunni. 5. Ef Islendingar ætla að visa sendiherra Breta úr landi, án þess að rjúfa við þá viðskipta- tengsl, þá er rétt að menn hafi i huga, að það verða brezk stjórnvöld, ekki siður en is- lenzk, sem ákveða, hversu langt verður gengið. F'ramlerði Breta á miðunum nú getur bent til þess, að þeir vilji fá átyllu til þess að rjúfa öll viðskipti við okkur. Brezk stjórnvöld vita,að þau geta á þann hátt valdiö okkur stórfelldu tjóni, án þess að hagsmunir þeirra skaðist verulega. I þvi sambandi vill V.l. vekja at- hygli á eftirlarandi: Meiri hluti landbúnaðarvéla er brezkur, og rekstur þeirra háður várahlutaþjónustu þeirra. Ýmsar þýðingarmiklar rekstrar- vörur sjávarútvegs og iðnaðar koma Irá Bretlandi. Stór hluti bifreiða landsmanna er háður brezkri varahlutaþjónustu. Kekstur flugfélaga okkar byggist að nokkru leyti á flugi til brezkra flugvalla og á þvi að flytja brezka lerðamenn. F’jölmargir islenzkir námsmenn sækja menntun sina til Bretlands. Miðstöð alþjóðlegra endurtrygg- inga.sem við verðum að hafa að- gang að, er i London. Fjölmargir sjúklingar eru árlega sendir til Bretlands til meðferðar við alvarlegum sjúkdómum, sem erfitt er að fá framkvæmda annars staðar. Ennlremur er rétt að hala í huga, að Bretar, ef þeiT beita sér, hafa mjög góða aðstöðu til þess að gera okkur erfitt íyrir um nýjar Kynning á Ijóðum ÍSLENZK-SÆNSKA félagift og Norræna húsift efna til sænskrar Ijóftakynningar i Norræna húsinu laugardaginn 29. sept. kl. 16.00. Sænska ljóðskáldið Jan Mártensson les úr ljóðum sinum og auk þess munu Steinunn Jóhannesdóttir og Óskar Hall- dórsson lesa ljóð eftir Tomas Tranströmer og Göran Sonnevi i islenzkri þýðingu Hannesar Sigfússonar. Jan Mártensson er 29 ára gam- all, en hefur þegar sent frá sér fjórar ljóðabækur: Dikter nu (1968), Mellan oss (1969) Nármare (1972) og Jag erövrar vá'rlden tillsammans meft Karl och bröderna Marx, sem út kom fyrir um það bil hálfum mánuði. FÍann hefur unnið sér sess sem eitt helzta skáld yngstu kynslóðarinnar i Sviþjóð. Ljóð hans eru einföld og auðskilin, en koma lesendum hans oft á óvart. Hann hefur auk þess meiri kimni- gáfu en titt er um skáld af hans kynslóð. Jan Mártensson er blaðamaður við dagblaðið Arbetet i Málmey. Hann skrifar einnig um menningarmál i norræn timarit. lántökur á alþjóðlegum peninga- markaði, og getur hver maður, sem vill, séð hverjar afleiðingar slikt myndi hafa fyrir verklegar framkvæmdir og gjaldeyrisstöðu landsins. Islendingar eiga að auka til muna tengsl sin við brezkan al- menning og kynna honum mál- stað sinn. Þannig vinnum við að sigri okkar i landhelgisdeilunni. Einangrunarstefna getur aldrei gagnað öðrum en þeim, sem hef- ur vondan málstað. Verzlunarráð íslands er þess fullvist, að fullur sigur vinnst i deilu okkar við Breta um 50 milna landhelgina, og ráðið mun hér eftir sem hingað til vinna eftir mætti að þvi að svo verði sem fyrst. Verzlunarráð Islands vill að lokum beina þeim tilmælum til viðskiptaráðherra, að hann gæti þess, að viðskiplahagsmunum þjóðarinnar verði ekki fórnað að ástæðulausu og engum til gagns, með þvi að stjórnmálasambandi við Breta sé slitið. 26. september 1973 Stjórn Verzlunarráðs íslands Hjörtur Hjartarson, formaður. Gunnar J. Friðriksson, form. F.I.I. , Haukur Eggertsson, Sverrir Norland, Albert Guð- mundsson, Árni GestsSon, form. F.t.S., Björgvin Schram, Othar Ellingsen, Bergur G. Gislason, Gunnar Snorrason, form. K.I., Davið Sch. Thorsteinsson, Gisli V. Einarsson, Ólafur O. Johnson. SJOTTA SKIPTA- FUNDINUAA LOKIÐ NEFND sú, sem skipuft var af kennslumálaráðherra Danmerk- ur til aft skipta hinum íslenzku handritum i Árnasafni og Kon- ungiega bókasafninu i Kaup- mannhöfn, hélt sjötta fund sinn dagana 20.-25. september 1973. Fundurinn fór fram i Reykjavík, og fundarstjóri var aft þessu sinni dr. Jónas Kristjánsson prófessor. Fundarmenn auk hans voru af tslands hálfu dr. Magnús Már Lárusson háskólarektor og vara- maður hans Ólafur Halldórsson cand. mag., sem jafnframt va'r fundarritari, en af hálfu Dan- merkur sátu fundinn dr. Chr. Westergárd-Nielsen prófessor og dr. Ole Widding orðabókarrit- stjóri. Hinu yfirgripsmikla starfi nefndarinnar að tillögum um skiptingu handritanna var haldið áfram með sama hætti og áður, og var á þessum fundi lokið að mestu leyti að fjalla um handrit konungasagna og tslendinga- sagna. Fyrirhugað er að halda næsta fund nefndarinnar i Kaupmanna- höfn i nóvember næstkomandi. Hábær með fast fæði og vinnu fyrir skólafólk Svavar i Hábæ hefur tekið upp það nýmæli i veitingahúsi sinu Hábæ við Skólavörðustig að selja ódýra rétti og fast fæði fyrir skólafólk og starfshópa. Verður þetta með svipuðu sniði og gert var, er hann rak veitingastofuna að Aðalstræti 12 á sinum tima, en i Hábæ er nú svo til sama starfs- fólkið og þar var. Annað nýtt i þessu sambandi er sú hugmynd, að reyna að útvega skólafólki vinnu i nokkra tima á dag til að létta þvi fæðiskaup. Hefur þessi hugmynd þegar vakið mikla athygli meðal skólafólks, sem er févana og þarf að sjá sér fyrir fæði og húsnæði, og margir hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Verið er að gera miklar endur- bætur á hitakerfinu i garðinum i Hábæ, sem jafnan er vel sóttur. Þá er verið að bæta við tækjum i eldhús og gera fleiri breytingar. Garðurinn i Hábæ er opinn frá kl. 11.00 til 15.00 og frá 18.00 til 23.00 daglega. Þar geta menn bæði keypt sér matarkort eða ein- staka ódýrar máltiðir. Að sögn Svavars hefur rekstur- inn gengið vel þarna, en hann hef- ur þó samt sótt um lóð undir nýtt veitingahús, eða stað fyrir alla fjölskylduna, eins og hann kallar það. Flann sagðist hafa sérstakan augastað á lób i Nauthólsvik, en þetta væri enn i athugun. 1 sambandi við fasta fæðið og vinnuna fyrir skólafólkið i Hábæ, sagði Svavar, að þeir sem hefðu áhuga á að reyna annað hvort eða bæði, gætu leitað allra upplýsinga hjá sér eða starfsfólki sinu i Hábæ. — klp — Samkeppni í gerð „Ijómandi" smórétta SB-Reykjavík. „Alveg ljómandi” er kjörorft samkeppni, sem fyrir- tækift Smjörliki hf. hefur ákveftift aft gangast fyrir. Verftur keppt um beztu smárettina og veitt fimm verftlaun. Hæstu verftlaun eru kr. 40 þúsund. Skilyrfti fyrir þátttöku eru: Aft öll efni i rétt- ina fáist i vcrzlunum hérlendis, aft Ljóma-smjörliki sé notaft i þá á einhvern hátt, og aft réttirnir séu fljótgerftir. Með smáréttum er átt við ýmsa rétti, sem þægilegt er að búa til og nota utan venjulegra mat- málstima. Þeir þurfa að vera til- tölulega fljótir i framleiðslu, geta verið bæði dýrir og ódýrir, og auðvitaö verða þeir að vera góðir. Þátttaka i keppninni er öllum heimil, konum og körlum, nema þeim, sem hafa matargerð að at- vinnu, starfandi húsmæðra- kennurum, lærðum bökurum og brytum. Uppskriftirnar þurfa að naia borizt Smjörlíki hf. fyrir 16. október næstkomandi, merktar dulnefni, en keppnisreglur verða nánar auglýstar i blöðunum á næstunni. Dómnefndina skipa sex manns, og er Haukur Hjaltason mat- reiðslumaður formaður hennar. A fundi með fréttamönnum i gær, þar sem samkeppnin var kynnt, sögðust forráðamenn Smjörlikis hf. vera spenntir að sjá hlut karlmanna i sam- keppninni, þar sem vitað væri, að áhugi karlmanna á matreiðslu færi mjög vaxandi og einkum hefðu þeir gaman af að búa til smárétti. Sem kunnugt er, hefur Smjör- liki hf. gefið út uppskriíta- bæklinga á undanförnum árum, og getur vel komið til mála að gefa út smáréttabækling, ef svo mikið berst af góðum uppskrift- um, að þær fylli hann. Sé einhver hinna fimm verð- launahafa utan af landi, fær hann greiddan ferðakostnað og uppi- hald I Reykjavik, þvi verðlauna- höfum verður boðið að vera viðstaddir, þegar verðlaun verða afhent þann 15. nóvember. Ljómanum pakkaft I verksmiftju Smjörlikis hf. (Timamynd Hóbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.