Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er T I sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn FÆR SUNNA TUGMILLJÓNIR KRÓNA ÚR RÍKISSJÓÐI ? Tap af völdum Ingólfs, fyrrverandi samgöngumálaráðherra, 14,2-35,4 milljónir, segja dómkvaddir matsmenn DÓMKVADDIR matsmenn, þeir Guðmundur Magnússon prófess- or og Báröur Danfelsson verk- fræðingur, hafa skilað matsgerð i j máli þvl, sem Ferðaskrifstofan Sunna h.f. höfðaði gegn sam- gönguráðherra og rikissjóði 19. október 1971 til greiðslu skaöa- bóta vegna ólögmætrar svipting- ar flugleyfis árið 1970 I ráðherra- tið Ingólfs Jónssonar, þáverandi samgönguráðherra. Miðað við það, aö talið verði að svipting flugleyfis Sunnu hafi verið ólögmæt, reikna matsmenn skaðabætur út frá tveimur mis- munandi forsendum: A. Að dómurinn komist að þeirri niöurstöðu, að samgöngu- ráöuneytið hafi gert rangt I þvi að meina eöa torvelda Sunnu að flytja farþega sina með Air Vik- ing, sem og með sviptingu flug- leyfisins. B. Að ráöuneytiö hafi gert rétt i þvl að torvelda Sunnu flutning eigin farþega með Air Viking, en rangt hafi verið að svipta fyrir- tækið flugleyfi. Ef gengið er út frá forsendum A, það er að segja, aö ráðuneytið hafi gert rangt i þvi að meina Sunnu aö flytja sina eigin farþega með eigin flugvél, meta mats- menn tjón Sunnu á kr. 35.430.411.- En sé gengið út frá þvi, að ráð- herra hafi gert rétt I þvi að meina Sunnu flutning eigin farþega með eigin flugvél, Air Viking, meta þeir tjón Sunnu vegna sviptingar flugleyfisins á kr. 14.185.522.- Rétt er að taka fram i þessu sambandi, að á sama tima og ráðherra meinaði Sunnu að fljúga með eigin farþega i eigin vél til Mallorca 1970, heimilaði hann Sunnu að leigja Flugstöðinni h.f., sem rekur kennsluflug á Reykja- vfkurflugvelli, flugvél Sunnu til aö fljúga farþegum Sunnu til Mallorca með sömu flugvél og sömu áhöfn. Sunna neyddist þá til að notfæra sér þessa heimild, en ráðherra mun hins vegar ekki hafa gefið út neitt sérstakt flug- leyfi til handa Flugstöðinni. i þessu sambandi. Aöur en Sunna hóf flugrekstur aftur i sumar, hafði, vegna gagn- kvæmra samninga Islands um flug við önnur riki, verið veitt leyfi til Sunnu um not á dönskum flugvélum til flutninga á Sunnu- farþegum til Spánar, auk þess sem Sunna notaði danskar flug- vélar á flugleiðinni milli Islands og Norðurlanda. En eftir að Sunna fékk sina eig- in þotu i sumar, hefir hún tekið við þeim flutningum, sem Air Spain og Sterling önnuðust áður. —TK Fótt nýtt hjó Heath: Ólafur Jó- hannes- son sendi svar ÓLAFUR Jóhannesson for- sætisráðherra afhenti i gær- dag sendiherra Breta á ts- landi svarbréf sitt til Ed- ward ileath, forsætisráð- herra Breta. Innihald svar- bréfsins er trúnaöarmál. enn sem komiö er, en reikna má með,aö þar séu ftrekuð þau sjónarmiö rikisstjórnar ts- lands, sent komu fram I ályktun hennar frá þvl á fimmtudag. t bréfi Heaths til Ólafs Jó- hannessonar kom fátt nýtt fram. Heath lýsti áhyggjum sinum yfir þvi, hvernig mál- in hefðu þróazt á miðunum úti fyrir ströndum tslands að undanförnu og harmaði, að átökin á fiskimiðunum heföu þegar valdið dauða eins is- lenzks skipverja. Hann lagði áherzlu á mikilvægi þess, að rikisstjórnir landanna fyndu lausn á þeirri sjálfheldu, sem málið væri i núna, þann- ig að unnt verði að setjast að samningaborðinu aö nýju. Sfðan stakk Heath upp á þvi, að rikisstjórnirnar könnuðu, hvort ekki væri unnt að gera þegjandi samkomulag um, að herskipin og dráttar- bátarnir héldu sig utan hinna umdeildu 50mflna marka, og Bretar minnkuðu sjálfviljug- ir sóknina á miðin, gegn þvi að islenzku varðskipin hættu að áreita brezku togarana, sem þar eru að veiðum. Heath taldi, að þegjandi samkomulag af þessu tagi yrði löndunum báðum mjög i hag og gæti skapað þær að- stæður, að unnt yrði að taka upp samningaviöræður, sem leitt gætu til bráðabirgða- samkomulags. — SJ- Ekki er seinna vænna að taka upp kartöflurnar, og I veöurblíöunni i gær var fólk önnum kafið f görðum sinum. A þessari mynd sjáum við Ingibjörgu Karlsdóttur ásamt börnum sinum, Magnúsi og Berglind, með hluta af afrakstri sumarsins. Þetta er þriðja árið sem Ingibjörg er með kartöflugarð, og er hún mjög ánægð með uppskeruna. Ný líparítnáma í Hvalfirði LtPARÍT er eitt þeirra hráefna, sem þarf til sementsgerðar. Undanfarin fimmtán ár hefur Se- mentsverksmiðjan sótt þetta hrá- efni i liparitnámu I landi Þyrils, rétt innan við Bláskeggsá á Hval- fjarðarströnd. Senn liður að þvi að liparitið þrjóti á þessum stað, enda hafa verið sótt þangað 15-20 þús. tonn á ári eöa alls 250-300 þús. tonn. Þess vegna hefur að undanförnu staðiö yfir leit að liparitnámu. sem komið gæti I stað þessarar, og nú bendir margt til þess, aö hún sé fundin i landi Litla-Sands, lítiö eitt utar f firðin- um. Allt siðan 1970 hefur Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun leitað að liparit- námu.semgætikomið i staðgömlu námunnar. Leitað hefur verið á ýmsum stöðum og magn og gæði íiparits á hverjum stað verið rannsakað. Ekki er skortur á lipariti á þessum slóðum, en hins vegar eru gæði þess misjöfn og eins hefur reynzt torvelt að finna auðunnið Nýr bæjarfógeti á Isafirði Þorvarður K. Þorsteinsson. FORSETI Isiands hefur i dag, að tillögu dóm smá la rá öherra , skipað Þorvarö Kjerúlf Þorsteins son. deildarstjóra i landbúnaðar- ráðuneytinu, til að vera bæjarfó- geti á Isafirði og sýslumaður i Isafjarðarsýslu frá 1. október 1973 að telja. Aðrir umsækjendur um em- bættið voru: Andrés Valdimars- son. sýslumaður i Strandasýslu, Hermann G. Jónsson, settur bæjarfógeti á Akranesi, og Þor- steinn Skúlason, fulltrúi yl'ir- borgarfógeta. liparit, þannig að ekki þurfi að leggja i mikinn kotnað viö að fletta öðrum jarðlögum ofan af eða hefja beinan námugröft. Þá hefur lika reynzt erfitt að finna liparit, sem þannig er I sveit sett, að ekki þurfi aö kosta miklu til vegagerðar. Nú bendir hins vegar allt til þess, að búið sé að finna nýja llparitnámu skammt utan hinnar gömlu, i landi Litla-Sands rétt ut- an Bláskeggsár. Kristján Sæ- mundsson hefur tekið yfirborðs- sýni á þessum stað, en menn höfðu ekki veitt þvi eftirtekt, að þarna bólaði á liparitklöppum, fyrr en hann hóf rannsókn sina. Þau yfirborðssýni, sem þegar hafa verið tekin, benda til þess.að liparitið fullnægi þeim kröfum, sem Sementsverksmiðjan gerir til hráefnisins. Innan skamms verður hafizt handa við boranir, og væntanlega fæst endanlega úr þvi skorið i haust, hvort liparit- nám verður hafiö á þessum stað. Segja má að stöðugt sé unnið að hráefnaleit af einhverju tagi af hálfu Sementsverksmiðjunnar. I fyrrasumar fór Þórólfur Haf- stað jarðfræðinemi um Borgar- fjörð á vegum verksmiöjunnar til þess að kanna, hvort þar væri að finna isaldarleir, sem hentaði til vinnslu. Vegagerð rikisins tók þátt f þessari leit, þvi að æskilegt er talið að nota fingert efm á borð við leir að nokkrum hluta i malar- vegi. Arangur af leitinni varð hins vegar litill, þvi að hentug leirlög fundust ekki. — HHJ Lesbók í dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.