Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. september 1973 TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaöaprent h.f >— Ekkert nýtt í bréfinu frá Heath Það var sameiginlegt álit hinnar sérstöku sérfræðinganefndar, utanrikisnefndar og rikis- stjórnar, að tilraunir ensku freigátunnar Lincoln til árekstra við Ægi siðastl. laugardag, væru óumdeilanlegar. í samræmi við það bar rikisstjórninni að slita stjórnmálasambandinu við Breta samkvæmt fyrri yfirlýsingu hennar um að frekari ásiglingar brezkra herskipa á islenzk varðskip myndu leiða til stjórnmála- slita. Samkvæmt þessu hefur rikisstjórnin til- kynnt, að stjórnmálaslitin komi til fram- kvæmda 3. október næstkomandi, ef brezka rikisstjórnin hefði ekki áður kallað herskipin úr islenzkri fiskveiðilandhelgi. Ástæðan til þess, að rikisstjórnin frestaði stjórnmálaslitum um nokkra daga, var sú, að Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra hafði 26. þ.m. borizt bréf frá Edward Heath forsætisráð- herra, þar sem hann lýsti áhyggjum sinum yfir þorskastriðinu. í bréfinu voru hins vegar ekki neinar nýjar tillögur til lausnar deilunnar, heldur haldið fast við þá fyrri kröfu Breta, að þeir kalli herskipin þvi aðeins i burtu, að islenzk varðskip hætti löggæzlustörfum utan 12 milna markanna. Þessari kröfu Breta hafa íslendingar alltaf neitað og munu alltaf neita, þvi að það er i reynd hið sama og lýsa útfærslu fiskveiðilögsögu íslands i 50 milur ógilda. Að þessu leyti mun bréfið frá Heath þvi verða Islendingum mikil vonbrigði. Bréf hans sýndi þó eigi að siður, að brezka stjórnin hafði orðið vaxandi áhyggjur af málinu, og þvi taldi rikis- stjórn íslands rétt að fresta stjórnmála- slitunum i nokkra daga i trausti þess, að brezka rikisstjórnin endurskoðaði afstöðu sina og kallaði herskipin burtu. Það spor verður brezka rikisstjórnin að stiga, ef hún hefur einhvern áhuga á lausn málsins. Frestur sá, sem islenzka rikisstjórnin hefur veitt, mun skera úr um það, hvort brezka rikis- stjórnin vill á þessu stigi stuðla að samkomu- lagi eða ekki. Allir menn, sem lita á þetta mál með nokkurri sanngirni, viðurkenna, að það er undir öllum kringumstæðum útilokað fyrir íslendinga að ræða um eitt eða annað við Breta um fiskveiðimál meðan brezkum fall- byssum er beint að islenzkum varðskipum, sem eru að framkvæma islenzka lögsögu. Það er lika jafntilgangslaust fyrir Breta að fara fram á það, að varðskipin hætti gæzlustörfum um styttri eða lengri tima, eins og það væri vonlaust fyrir íslendinga að fara fram á það, að þeir væru undanþegnir lögreglueftirliti á götum Lundúnaborgar. í raun og veru er það ekki annað en móðgun við íslendinga að fara fram á slikt. Húsnæðismálin Á ráðstefnu um húsnæðismál Norðlendinga, sem haldin var á Dalvik 17. þ.m., gerði Björn Jónsson félagsmálaráðherra grein fyrir ýmsum endurbótum, sem hann taldi nauðsyn- legar á húsnæðismálalöggjöfinni og i sambandi við framkvæmd hennar. Ljóst var af ummælum hans, að vænta má góðs frum- kvæðis af honum á þessu sviði og hljóta húsnæðismálin þvi að verða i hópi veigamestu mála næsta þings. Þ.Þ. Charles Cook, The Guardian, London: Bílarnir eru að eyði- leggja andrúmsloftið Gagnráðstafanir bandarísku umhverfisverndarinnar Kdiniind Muskic öldunnadcildiii þingmaöur var liclzti frumkvöö- "II liinnu rotlæku iiinliverfisvrrndarlaga, scm nú giida i Banda- rikjtmuin itfi lians cr fíctiö i incöl'vlfíjandi fjrein. IBÚAR Bandarikjanna eru 204 milljónir og nálega helm- ingur þeirra verður að sætta sig við andrúmsloft, sem er heilsuspillandi vegna meng- unar, þrátt fyrir að þar voru samþykkt fyrir þremur árum strangari lög um mengunar- varnir en dæmi eru um annars staðar á jörðinni. Ösennilegt, er, að veruleg bót fáist á þessu næstu fimm ár, enda þótt Umhverfisvernd samrikisins hafi síðan i desember 1970 verið að fram- kvæma andrúmsloftslög Edmunds Muskie. Stofnunin skipti landinu i 247 svæði og komst brátt að raun um, að andrúmsloftið i 58 þeirra uppfyllti ekki þær kröfur, sem gerðar eru um óspillt loft i lögunum. Vélknúin farartæki valda rúmlega helmingi mengunar andrúmsloftsins i Bandarikj- unum, en siðan að Umhverfis- verndin tók til starfa hafa verið settar nýjar og strangar reglur um útblástur véla. Svipuðum reglum verða stál- ver, orkuver og önnur fyrir- tæki i þungaiðnaði að hlita. Ströngustu ákvæðin taka þó ekki gildi fyrri en 1975-1976 og eiga að ná til helmings hinna „spilltu” svæða. Eftir verða þá 29 svæði, sem á búa tveir fimmtu hlutar þjóðarinnar, og þeir hljóta enn um sinn að verða að sætta sig við andrúmsloft, sem er óhollt vegna mengunar. NÆSTU timamörk eru svo bundin við árið 1977 að þvi er starfsmenn Umhverfisvernd- ar segja. Telja þeir, að þá verði unnt að ráða bót á menguninni á 16 svæðum eða rúmlega helmingi þeirra, sem eftir verða. Meðalhinna 13 eru New York, Houston, Los AngeJesogSan Francisko. Þar kostar svo mikið átak ,,að uppfylla kröfurnar, sem gildi taka 1977, að valda mun gagn- geröum lifsvenjubreytingum ibúanna og jafnvel lama heil svæði I stórborgunum”, segja starfsmenn Umhverfis- verndar. Ibúar þessara svæða eru um 20 milljónir. Svæðin 29, sem ekki verður búið að hreinsa 1975, verða að leggja fram áætlun, sem Umhverfisvernd sættir sig við, um uppfyllingu skilyrð- anna, sem fullnægja ber 1977. Leggi stjórnir viðkomandi fylkja og byggðarlaga ekki fram framkvæmdaáætlun, sem Umhverfisverndin sam- þykkir, mun hún leggja fram sinar eigin tillögur. Um þessar mundir er einmitt verið að kanna, hvernig samgöngum beri að haga til þess að unnt reynist að hreinsa andrúmsloftið I borgunum. Allir aðilar hafa tillögurétt og starfsmenn Umhverfisnefndar meta til- lögurnar að könnun lokinni. í þessu tilviki er tekið meira tillit til tillagna almennings en opinberar stofnanir tiðka yfir- leitt. KÖNNUNIN för fram i Washington um daginn á tólfta degi alvarlegrar hitabylgju, þegar óhollustumóðan hvildi yfir borginni. Um það leyti gekk yfir austurströnd Banda- rikjanna magnaðri hitabylgja en komið hefir s.l. tvo ára- tugi.útvarpið hefir verið látið flytja áskoranir til al- mennings um að sameinast um bila eða skilja þá eftir heima að öðrum kosti. Margar stjórnardeildir. háskólar og slikir aðilar hvetja menn eindregið til að sameinasV um bila til þess að reyna að fækka þeim, en þeir eru nú 10 á hverja átján Ibúa i Banda- rikjunum. Viö kiinnun ástandsins sagði Alan Kirk aðstoðarframkvæmdastjóri Umhverf isverndar, að áskoranir i útvarpi væru áhrifalausar. „Þær komu ekki að minnsta gagni”. Meðal þeirra ráðstafana, sem stungið hefir verið upp á aö gera i Washington og nágrenni, er aukning al- menningsvagna um tvo fimmtu. Eins hefir verið mælt með rikisálagi á stöðugjald af einkabilum.sem lagt er lengi i senn, þar sem almennings- vagnaferðir eru tiðar og góðar, afnám gjaldfrjálsra bilastæða fjær götum og upptöku nýrra leiða al- menningsvagna. Þá hefir Umhverfisnefndin farið fram á, að búnaði til mengunar- varna verði komið fyrir á bilum, sem nú eru i notkun, eins og gert er við bíla, sem nú er verið að smiða. Gert er ráð fyrir, að þetta verði fyrst og fremst gert þegar leigubilar og bilar i notkun opinberra starfsmanna eiga i hlut, en búnaðarinn kostar frá tiu til fimmtiu dollara. ÞESSAR uppástungur má að flestu leyti taka sem dæmi um tillögur Umhverfis- verndar annars staðar i Bandarikjunum og andmælin voru með svipuðu móti. Þeir, sem taka að sér vöruflutninga gegn gjaldi, bentu á, að ef umferð stórra vörubiía væri bönnuð i borgum að deginum til, yrðu þeir neyddir til að ýta kostnaðaraukanum yfir á viðskiptavini sina. Þeir vöktu einnig athygli á, að með af- hendingu vöru seint að kvöldi eða nóttu væri verið að veita ránsmönnum betri tækifæri en áður. Kaupmenn og aðrir eigendur fyrirtækja andmæltu minnkuðum bilastæðum, þar sem þeir óttuðust, að það yrði til þess að draga úr við- skiptunum. Fulltrúi eins oliu- félagsins benti á, að blýlaust bensin gæti komið á markaðinn áður en sérlega langt um liði og þegar þar að kæmi yrðu allar þessar ráð- stafanir ónauðsynlegar. UMHVERFISVARNIR eru dýrar, en starfsmenn Umhverfisverndar halda fram, að enn dýrara sé að láta mengunina halda áfram hömlulaust. Aætlað er, að heilsutjón, tjón á ibúðum, ýmiss konar verðmætum og gróðri af völdum mengunar muni nema 25 milljörðum dollara árið 1977. Spara megi 14,2 milljarða tjón ef 12,3 mill- jörðum dollara er varið til mengúnarvarna. Starfsmenn Umhvetfisverndar segja einnig, að iðjuhöldar séu að komast á þá skoðun, að mengunarvarnir geti verið arðbær og skynsamleg fjár- festing. 1 Bandarikjunum eru 93 milljónir einkabila I umferð og 20 milljónir vörubila og al- menningsvagna. Meðalbillinn i Bandarikjunum eyðir nokkuö miklu og ekur fast að tiu þúsund milum á ári. Af þessu hlýtur að leiða gifurlega mikinn útblástur og veðurfar er allviða einmitt með þeim hætti, að mökkurinn leggst yfir og er þar lengi um kyrrt. Arangurinn af viðleitni Umhverfisverndar veltur að mjög miklu leyti á þvi, að al- menningur fallist á ráð- stafanir henna'r. A þær verður aftur á móti að fallast ef daglegt lif I borgunum á að verða nokkurn veginn viðunandi til frambúðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.