Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. september 1973 TÍMINN 9 Vöruskipta- jöfnuðurinn var hagstæður í ógúst EJ-Reykjavik. — 1 ágústmánuði var viðskiptajöfnuðurinn hag- stæður um 80.4 milljónir króna, en var i sama mánuði i fyrra hagstæður um 67.2 milljónir. Það sem af er þeseu ári, hefur vöru- skipatjöfnuðurinn verið óhag- stæður um 1.197.9 milljónir króna, en var á sama timabili i fyrra óhagstæður um 1.476.6 milljónir króna. I útflutningnum er ál og ál- melmi mun meira fyrstu átta mánuði þessa árs en i fyrra, eða 3.100.3 milljónir nú, en 1.776.9 milljónir ifyra. Á móti kemur, að i innflutningnum i ár eru skip og flugvélar mun stærri liður en i fyrra, eða 2.326,7 milljónir nú, en 360,5 milljónir i fyrra. Einnig hefur innflutningur til islenzka álfélagsins aukizt verulega — er i ár 1.151.7 milljónir, en var á sama tima i fyrra 845.6 milljónir. Nýir skóla- stjórar að Laugum TVEIR NÝIR skólastjórar hafa verið skipaðir að Laugum i Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu. Annars vegar Björn Pálsson i eitt ár skólastjóri við héraðsskólann vegna orlofs Sigurðar Kristjáns- sonar, sem verið hefur skólastjóri skólans siðan 1950. Hins vegar Hjördis Stefánsdóttir skólastjóri við húsmæðraskólann, en Jónina Bjarnadóttir, sem þar hefur verið skólastjóri undanfarin ár, lætur af störfum. Bæði eru þau ung að árum, Björn Pálsson er 31 árs og er að ljúka B.S.-prófi við H.l. Hann hef- ur undanfarin tvö ár starfað sem stundakennari við MR og MH. Hjördis Stefánsdóttir er 25 ára og hefur kennt við Húsmæðraskól- ann að Laugum nokkur undanfar- in ár. — Stp. Fór inn um framrúðuna Klp-Reykjavik. I fyrrakvöld var ekið á mann á Reykjavikurvegi i Hafnarfirði. Maðurinn var þarna á gangi þegar bifreiðin ók á hann. Við höggið tókst hann á loft.hentistupp á vélarhlifina og inn um framrúðuna á bilnum. Maðurinn var þegar fluttur á slysavarðstofuna, en hann meiddist mikið á höfði. öku- maður bifreiðarinnar var einnig fluttur þangað, en hann mun hafa fengið snert af taugaáfalli. Hlöðubruni í Kol- beinsstaðahreppi Klp-Reykjavik. t gærmorgun kom upp eldur i hlöðu i Yztugörð- um I Kolbeinsstaðahreppi. t hlöð- unni voru um 600 hestburðir af heyi, og brann það allt og skemmdist meira eða minna. Slökkvilið frá Borgarnesi kom á staðinn, og einnig barst hjálp frá nálægúm bæjum, og tókst að bjarga áföstu fjárhúsi og hest- húsi, en hlaðan brann að mestu. Að Yztugörðum búa hjónin ölver Benjaminsson og Ragn- heiður Andrésdóttir, en þau flutt- ust þangað i vor. Tjón þeirra i þessum bruna er tilfinnanlegt, þvi allt heyið var óvátryggt. Myndin er tekin á skrifstoru I6Taö Frlkirkjuvegi 11. Timamyndir: Gunnar SKEMMTILEGT OG FJÖLÞÆTT FÉLAGSLÍF — rabbað við fjóra ungtemplara óli Þór Hilmarsson, gjaldkeri UTF Aspar i Kópavogi. — Ég er búinn að vera i félaginu i rúmt ár. Félagsmenn eru milli 60 og 70. Við höldum félagsfundi einu sinni i viku og opið hús er einu sinni i mánuði. Við höfum til umráða húsnæði Félagsmála- stofnunar Kópavogs, og þegar opiðhús er bjóðum við m.a. upp á UN GTEMPL ARAR telja sig frjálslynda gagnvart þeim, sem neyta áfengis, en stund- um kemur það fyrir, að þeir sem neyta þess, eru ekki til jafns frjálslyndir gagnvart okkur, sagði einn af ungtemplurun- um, sem Timinn hafði tal af á dögunum. Hér á eftir koma svo viðtölin, þar sem ung- templararnir segja litil- lega frá starfsemi sinna félaga, hvernig þeir kynntust starfseminni og hvaða áhrif hún hefur haft á þá. I góöar plötur til að hlusta á, dans og ýmiss konar spil. Við höfum ennfremur skemmtikvöld. for- eldrakvöld og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. — Þetta er mjög góður félags- skapur og skemmtilegir krakkar. Þaö var nú fyrir algjöra tilviljun, að ég gekk i UTF ösp. Ég villtist inn í húsið, án þess að vita hvað um væri að ræða. Siðan starfaði ég með félaginu i þrjá mánuði, eins og tilskilið er, og fékk að þeim loknum inngöngu. Það, sem ég tel einna mikilverðast við félagsstarfið, er að menn læra mikið að koma fram og losna við óþarfa feimni. til Noregs. Þá kynntist ég þessu sprellfjöruga fölki og áhuginn fyrir áframhaldandi félagsskap blossaði upp. Mest legg ég upp úr ferðalögunum, sem okkur gefst kostur á að fara. Næsta sumar verður t.d. farið tii Finnlands. — Ég vænti mér mjög góðs af félagsstarfinu og hlakka til að vinna að þvi — held að þaö sé mjög þroskandi. Anna Katrin Ottesen, meðlimur i UTF Ræs i Hveragerði. — Félagiö hefur varla slitið barnsskónum, var stofnað i febrúar 1973. Félagsstarfið hefur samt sem áður verið mjög blóm- legt en meðlimir félagsins eru um það bil 30 talsins. Siöast liðið sumar hefur starfið mest ein- kennzt af ferðalögum, en auk þess hafa verið haldnar svokallaðar vökur einu sinni i viku, á mánu- dögum. Má þar sem dæmi nefna svokallaðar hansvökur og hún- vökur, en á þeim kappkostar annað kynið að láta hinu liða sem bezt. — Starf mitt með félaginu byrj- aði nú anzi skemmtilega þ.e. með þvi að ég fór með IUT i ferðalag Einar Þórðarson, formaður klúbbnefndar karla i Árvakri i Kefla- vik. — Ég er búinn að starfa með félaginu i 4 ár. Aðalstarfsemi þess fer fram að Klapparstig 7, lánshúsnæði, og félagsmenn eru um 80 talsins. Starfsemin er með svipuðu sniði og hjá öðrum ung- templara félögum, þ.e. opiö hús, einu sinni i viku, málfundir, kynningarkvöld o.fl. — Ég rakst þarna inn af tilvilj- un með félaga minum og eigin- lega allt siöan hef ég starfað meö félaginu. Félagsstarfið er allt mjög skemmtilegt, og má þar til taka ferðalögin og skemmti- kvöldin. Fólk þroskast mikið á þvi að vinna að svona félagsstarf- semi. Ég vil taka það fram, vegna þess að mér finnst misskilnings hafa gætt, að þetta er ekki stúka. luT og IOGT eru tvær sjálfstæðar hreyfingar en báðar á sama meiði og vinna aö sömu markmiðum með mismunandi aðferðum. Sigrún Fálina Ingvar- dóttir. formaður skemmtinefndar UTF Hrannar i Reykjavik. — Ég er búin að vera þrjú ár með félaginu. Meðlimir þess eru um 200 talsins, og við höfum opið hús á hverju þriðjudagskvöldi að Bárugötu 11, en það húsnæði er þegar orðið heldur litið fyrir okkur. Nokkrum sinnum á ári eru haldin kynningarkvöld, og oft eru fengnir fyrirlesarar, leikarar, visindamenn og fleiri, til að skemmta og fræða okkur. Enn- fremur eru haldnir málfundir og á þeim stiga margir i fyrsta skipti i pontu. Allt félagsstarfið er mjög þroskandi og skemmtilegt. — Ástæðan fyrir þvi, að ég kynntist þessu starfi og varð meðlimur.er sú, að mig langaíi til að skemmta mér með fólki án þess að vin væri haft um hönd. Ég hafði spurnir af þvi, að félags- skapur væri til, sem meðal annars hefði það á stefnuskrá sinni að neyta ekki áfengis, og væri jafnframt ekki „fana- tiskur.” Eftir að ég gekk i UTF Hrönn, hef ég eignazt marga félaga og þar gefst mér tækifæri til aðvinna að félagsstörfum, sem er mér mjög mikið áhugamál. Félagslifið er mjög fjörugt, mikið sungið og dansað og oft farið i ferðalög. T.d. verður farið i Þórs- merkuferð eftir viku gist i skála F.í og jafnframt reynt að vinna eitthvert gagn með þvi að hreinsa til á svæðinu. —hs—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.