Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1973, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 29. september 1973 Nýtt lím, sem heldur betur en logsuða 150 tonna brú brotnaði, þegar verið var að gera tilraunir með ofhleðslu á henni. — En það var steypan sem lét undan, en ekki samskeytin, sem voru lfmd saman! Notað var nýtt efni Epoxy-harpiks, sem var fundið upp af visindamönnum i sovétlýðveldinu Aserbajdzjan og er limefni þetta ætlað til stærri samsetninga. Epoxy-efni (Epoxy-kvarts) er farið að nota I úthöggmyndir, m.a. hér i Reykjavik (Stóðið við Smára- götu/Hringbraut) og þykir gef- ast vel. Tilraunir hjá sovézkum vísindamönnum hafa leitt i Ijós, að nýja limefnið heldur betur en góð logsuða. Liza og Lorna — efnilegar systur Liza Minelli, eldri dóttir Judy Garlands og Vincent Minellis, vakti mikla hrifningu i kvik- myndinni Kabarett, sem nú er sýnd hér i Reykjavik, bæði i kvikmyndahúsi og Þjóðleik- húsinu. Hún fékk Oscarsverð- laun, mikið hrós og mikla peninga, fyrir leik sinn i þeirri mynd. Nú hefur yngri dóttir Judy, Lorna, sem er 19 ára, einnig byrjað að leika. Hún kom fram i sjónvarpsþætti hjá David Frost, og siðan söng hún inn á hljómplötu, og nú býðst henni eitt af aðalhlutverkunum i söng- leik á Broadway sem heitir „Loforð, loforð”. Pabbi þeirra, Vincent Minelli sem er kvik- myndatökustjóri, er rasandi. Hann segist ekki vilja hafa fleiri stjörnur i fjölskyldunni. Konungur hryllingsmyndanna Vincent Price hefur það aö sér- grein, að leika i svokölluðum hryllingsmyndum. Hann hefur leikið marga kolbrjálaða próf- essora, sem gera tilraunir á mönnum á óhugnanlegan hátt, eða hann leikur einhvern aftur- genginn herramann, sem ekki fær friö i gröfinni, nema að hann hefni sin á einhverjum, sem er af þeirri ætt, er hann átti í úti- stöðum við I lifandi lifi. Blóð- sugumyndirnar eru ófáar, sem hann hefur leikið I, — og aðeins röddin hans, sem er þó ein- kennilega mjúk, getur haft þau áhrif að það er sem kalt vatn renni niður eftir baki manns, þegar hann beitir henni eftir kúnstarinnar reglum. Þarna er verið að mála hann fyrir upptöku á kvikmyndinni „Hefnd dauðans”. Meistarinn, sem málar Price, heitir George Blackler og er mjög fær i sinni grein eins og sjá má. Jackie kvik- myndastjarna Ari Onassis hefur látið undan þrábeiðni konu sinnar og gefur náðarsamlegast leyfi sitt til aö hún fái að leika i kvikmynd á næstunni. Þetta ku lengi hafa verið hennar heitasta ósk. Og hlutverkiðer ekki dónalegt — hún á nefnilega að leika sjálfa sig. Bandariskt sjónvarpsfyrir tæki kemur til með að framleiða þessa kvikmynd, og hefur það þegar fengið Truman Capote til aö skrifa handritið. Hann fær næstum frjálsar hendur við samninguna, en auðvitað þarf Ari karlinn að fá að ráða ein- hverju. Hann er vist vanastur þvi. Hann hefur að minnsta kosti sett það skilyrði, að i myndinni komi skýrt fram, hversu vel Jackie huggaði hann , þegar hann missti einkason sinn I flugslysi fyrr á þessu ári. Þetta er auðvitað ósköp fallega hugsað hjá gamla manninum, en framkvæmdin getur orðið dálitið erfið, þvi að myndin á (eða átti a.m.k.) eingöngu að fjalla um Jackie sem forsetafrú. Liklega verður sjónvarpsfyr- irtækið þvi að endurskoða fyrri áætlanir um myndina, þvi að annars fær Jackie ekki að leika. Langur aðskilnaður Fyrir fimmtiu og þrem árum fór Sören Löber frá Fölle i Dan- mörku til Kanada. Sören fór alla þessa leið i þeim tilgangi að afla sér og fjölskyldu sinni betri lifsskilyrða, en hann hafði ekki heppnina með sér. Fjölskyldan bjó áfram i Danmörku og heyrði ekkert frá fjölskylduföð- urnum öll þessi ár. Flestir höfðu víst talið hann af, þegar hann birtist skyndilega á heimili eiginkonu sinnar ekki alls fyrir löngu. Og það urðu svo sannar- lega fagnaðarfundir. Þarna sjá- um við Sören i faðmi fjölskyld- unnar. — Bæði pabbi og ínainma segia að aUt hækki. DENNI DÆMALAUSI Ég ætla að hjálpa trúboðunum og senda þeim allt grænmetið, sem á aö borða allt árið. © I y 3, PdfiuStefS - MLL S1WCKT&' -TM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.