Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 20
Viltu ná forskoti í nýsköpun? Frumkvöðlaskóli Impru nýsköpunarmiðstöðvar Hagnýtt 28 vikna nám sem veitir þekkingu og þjálfun í að vinna með viðskiptahugmynd og koma henni í markaðshæfa vöru eða þjónustu Kennsla hefst á Akureyri 7. október 2004 og er kennt einu sinni í viku Námið er opið einstaklingum úr öllum greinum atvinnulífs Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á www.impra.is og í síma 462 1700. Glerárgata 34 600 Akureyri Netfang: arnheidurj@iti.is Saga sundkappans Meðal ævisagna sem væntanlegar eru nú um jólin eru endurminningar Eyjólfs Jóns- sonar fyrrverandi lögreglumanns og sundkappa og forvígismanns knatt- spyrnufélagsins Þróttar. Er bókin skráð af kunnum blaðamanni frá fyrri tíð, Jóni Birgi Péturssyni. Eyjólfur sem nú á gamals aldri er búsettur í Ástralíu varð þjóðfræg- ur á sjötta áratugnum þegar hann synti frá Reykjavík til Akraness. Hann hafði þá ný- lært að synda. Í bókinni segir Eyjólfur meðal annars frá æskuárum sínum á Grímsstaðaholtinu. Takmarkaður Í nýju forsætisráðherrabókinni eru m.a. áður óbirtar mannlýsingar úr handriti ævisögu framsóknarmanns- ins Steingríms Steinþórssonar sem var forsætisráðherra 1950 til 1953. Eru þær óvenju hreinskilnar en hvort þær geta talist sanngjörn lýsing á viðkomandi persónum er annar handleggur. Um Ey- stein Jónsson fyrrverandi formann Fram- sóknarflokksins segir Steingrímur: „Ey- steinn er á allan hátt vel gefinn, en þó að sumu leyti talsvert takmarkaður. Verður maður þess oft var, þegar um almenn mál er að ræða, að það vantar einhverja skerpu í hugsanagang hans. Fórnfýsi Eysteins og dugn- aður við öll mál, er flokkinn varðar, er aðdáanlegur. ... Eysteinn virðist hugsa um fátt annað en stjórn- málin, lifir og hrærist í þeim. Hins vegar féll Hermann [Jónasson] stundum eins og út úr hlutverkinu, gat þá verið latur og af- skiptalaus, jafnvel tímum saman“. Einkennilegastur Um Ólaf Thors segir Steingrímur að hann hafi verið einkennilegastur þeirra manna er sátu í ríkisstjórninni: „Hann hafði út í frá orð fyrir merkilegheit og jafnvel mont, en mjög takmörkuð hyggindi“. Steingrímur segir aftur á móti töfra hafa fylgt skapgerð Ólafs og viðmóti. Hann hafi verið sérstak- ur flokksforingi og á því sviði sýnt óvenju góða hæfni. Og Ólafur Thors „var óvenju- fljótur til, ef hann gat gert mönnum greiða, og það engu síður, þótt pólitískir and- stæðingar væru“, seg- ir hann. Er það líklegt, að Bush Banda- ríkjaforseti nái meiri hluta at- kvæða í forsetakosningunum þar vestra í nóvember? Það er ekki gott að segja. En jafnvel þótt hann tapaði eins og síðast, þá gæti hann samt setið áfram í Hvíta húsinu eftir kosningar. Það gæti gerzt á ýmsa vegu. Bush gæti náð meiri hluta í kjörráðinu eins og síðast, þótt hann fengi minni hluta atkvæða á landsvísu. Atkvæðavægi í kjör- ráðinu er ójafnt eftir svæðum og dregur taum fámennra dreifbýl- isríkja inni í miðju landi, þar sem Bush nýtur mests fylgis. Fjöl- menn og þéttbýl ríki með strönd- um eins Kalifornía og New York, þar sem Bush nýtur minni hylli, hafa færri kjörmenn en fólks- fjöldi þeirra gefur tilefni til. Repúblíkanar hafa sumir stært sig af því, að Bush sigraði síðast, ekki bara í Hæstarétti með 5 at- kvæðum gegn 4, heldur einnig í ferkílómetrum. Sýslurnar, sem studdu hann, eru 6,3 milljónir ferkílómetra að flatarmáli, en sýslurnar, sem studdu Gore, frambjóðanda demókrata, eru aðeins ein og hálf milljón ferkíló- metra. Sem sagt, segja þessir menn: landið sigraði! Kosninga- barátta repúblíkana gerir út á misvægi atkvæðaréttarins. Það gæti einnig gerzt, að atkvæði falli jöfn í kjörráðinu, og þá kem- ur til kasta þingsins. Þá hefur hvert ríki eitt atkvæði, þau eru 50, og þingmenn fámennra ríkja munu þá geta tekið höndum sam- an og tryggt Bush sigur. Falli at- kvæði jöfn, 25 gegn 25, tekur for- seti þingsins af skarið, og hann er enginn annar en varaforset- inn, Dick Cheney. Þetta er samt ekki allt. Repúblíkanar virtust vinna ólög- mætan sigur í Flórída 2000 með því að svipta fjölda blökkufólks atkvæðisrétti með röngu, og þeir sýna engin merki þess, að þeir ætli ekki að reyna að endurtaka leikinn nú í haust, enda er bróðir forsetans hæstráðandi í ríkinu nú eins og þá og skellir skollaeyrum við tillögum um skárra skipulag. Við þetta bætast nýjar reglur, sem hvetja bandaríska hermenn erlendis til að faxa – já, faxa! – at- kvæðin sín til varnarmálaráðu- neytisins í Washington; ráðuneyt- ið lofar að koma atkvæðunum í kjörkassana. Þá stendur til að nota nýjar tölvukjörvélar í nokkrum ríkjum – vélar, sem skil- ja engin verksummerki eftir sig, enga skjalfestingu, svo að endur- talning atkvæða verður ógerleg. Fyrirtækið, sem framleiðir vél- arnar, er nátengt forsetanum og flokki hans. Það er því ekki að ófyrirsynju, að ýmsir demókratar og aðrir eru uggandi um ástand og horfur lýðræðis í landi sínu. Það virðist vera full þörf fyrir er- lendar eftirlitsnefndir til að fylgj- ast með kosningunum. Hvernig gat það gerzt, að mik- ill hluti Bandaríkjamanna þurfi nú rétt fyrir kosningar að hafa þungar áhyggjur af ranglátri kjördæmaskipan? – og jafnvel út- breiddu kosningasvindli í þokka- bót. Um það hafa verið skrifaðar margar bækur að undanförnu. Ein þeirra lýsir þróun mála í Kansas inni í miðju landi, og kenningin þar er þessi: repúblík- önum tókst að koma því inn hjá fjöldanum öllum af fátæku fólki, sem áður fylgdi demókrötum að málum, að fóstureyðingar séu helzta þjóðarböl Bandaríkjanna. Þetta er hagfirring á hæsta stigi: efnahagsmál skipta engu máli, fé- lagsmálin eru öllum málum æðri. Repúblíkanar hafa eftir þessu háð heilagt stríð gegn fóstureyðing- um, sem eru þó að því er séð verð- ur hvorki fleiri né færri þar vest- ra en þær voru, áður en kross- ferðin hófst. Það virðist henta repúblíkönum vel að heyja löng og helzt óvinnandi stríð. Þeir safna um sig fylgi fólks, sem er andvígt fóstureyðingum, og hvað fær fólkið fyrir sinn snúð? Skatta- lækkanir handa auðmönnum og ört breikkandi bil milli ríkra og fátækra – og ríkishallarekstur og rautt blek eins langt og augun eygja fram í tímann. Ég er stríðsforseti, segir Bush. Hann missti það út úr sér um dag- inn, að auðvitað væri það ekki vinnandi vegur að hafa sigur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Menn hans báru ummælin til baka í snatri daginn eftir. Þetta var samt alveg rétt hjá forsetanum. Menn sigrast ekki á hryðjuverk- um, ekki frekar en menn sigrast á vondu veðri: menn klæða það af sér. Bandarískir repúblíkanar virðast gera út á óvinnandi stríð til að afla fylgis við óskyld mál og til að hlaða undir auðmenn og einkavini. Álit Bandaríkjanna í Evrópu og annars staðar um heiminn hefur dvínað undangengin misseri. Sigri Bush í nóvember, getur farið svo, að Evrópa hugleiði að hafna Bandaríkjunum sem boðlegri for- ustuþjóð hins frjálsa heims og ætli Evrópusambandinu að fylla skarðið. Það mun kalla á aukið samstarf Evrópuþjóðanna í varn- armálum e.t.v. án aðildar Banda- ríkjanna og utan vettvangs Atl- antshafsbandalagsins og kalla þá um leið á aukna vígvæðingu í Evr- ópu. Þýzkaland mun þá þurfa að hervæðast að nýju. Því myndu Þjóðverjar sjálfir og aðrir þó helzt vilja komast hjá í lengstu lög. ■ F lest bendir til þess að kennaraverkfall hefjist í grunnskólumlandsins í næstu viku. Svo langt bil er á milli kröfugerðar kenn-arasamtakanna og viðbragða launanefndar sveitarfélaganna að óhugsandi virðist að aðilar nái saman nema algjör stefnubreyting verði í málinu. Í því efni beinast augu manna fyrst og fremst að forystumönn- um kennara. Það er óumdeilt að kröfugerð þeirra felur í sér langtum meiri kostnaðarauka en sveitarfélögin ráða við. Hún er jafnframt úr öll- um tengslum við þá kjarasamninga sem launþegar og atvinnurekendur hafa gert með sér á undanförnum mánuðum. Kennarastéttin nýtur velvilja almennings. Mikilvægi öflugs skóla- starfs er eitt af fáu sem óhætt er að telja að full sátt ríki um í samfélag- inu. Hins vegar er mikil hætta á að það fjari undan þeim stuðningi ef almenningi þykir sem kennarar fari of glannalega með verkfallsvopn- ið – enda eru fáar stéttir sem geta valdið jafnmikilli röskun í samfélag- inu með því að leggja niður vinnu. Mjög mikið vantar upp á að nægi- lega vel sé útskýrt hvað réttlæti að þeir njóti að þessu sinni sérmeð- ferðar í kaupi og kjörum og hvað réttlæti þau gríðarlegu óþægindi og röskun fyrir heimilin og atvinnulífið sem verkfallið mun hafa í för með sér. Það blasir við að foreldrar skólabarna og fyrirtækin í landinu hljóta að þurfa að bregðast við því ástandi sem skapast í þjóðfélaginu ef skól- arnir lokast. Ákvörðun Íslandsbanka að bjóða börnum starfsmanna sinna upp á gæslu og verkefni meðan á verkfallinu stendur getur varla talist annað en eðlileg viðbrögð í stóru fyrirtæki sem þarf að gæta fjár- hagslegra hagsmuna sinna. Það er ástæðulaust fyrir forystumenn kenn- ara að beina orku sinni frá kjaraviðræðunum og að bankanum eða öðr- um fyrirtækjum sem kunna að fara sömu leið. Þeir aðilar eiga í engum útistöðum við kennara en eru aðeins að reyna að gegna skyldu sinni við hluthafa, viðskiptavini og starfsmenn. Sérstaklega kemur á óvart að jafn reyndur stéttarfélagsleiðtogi og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skuli láta viðbrögð Íslandsbanka koma sér svo úr jafnvægi að hann fari að hafa í hótunum um að „láta viðkomandi stofnun finna fyrir því hvernig við lítum á þetta“ eins og hann orðaði það. Svona tal – sem ekki verður skilið öðruvísi en hótun – er nokkuð sem heyrir til fortíðar í kjarabaráttu á Íslandi. Á undanförnum áratugum hefur ný hefð samvinnu og raunsæis náð að festa sig í sessi hjá forsvarsmönnum launþega og atvinnurekenda. Sú hefð er betri en hin gamla. Velvilji almennings í garð kennara byggist á sátt um það markmið að skólastarf á Íslandi sé í hæsta gæðaflokki. Forysta kennara má ekki tala eins og kaup og kjör kennara séu æðri þeim markmiðum – og úrbætur í menntamálum mega ekki stranda á launahagsmunum kennara. Í augum alls almennings eru skólar starfræktir fyrir nemendur – ekki kennara. Það er á þeim forsendum sem almenningur vill að kennarastöður séu vel mannaðar og að góðir kennarar eigi að fá góð laun. Ef fólk fær þá tilfinningu að kjarabaráttan sé orðin kennarafor- ystunni ofar í huga en velferð barnanna þá er hætt við að stuðningur samfélagsins þverri hratt. ■ 16. september 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ ÞÓRLINDUR KJARTANSSON Vaxandi áhyggjur í þjóðfélaginu vegna fyrirsjáanlegs kennaraverkfalls. Kröfugerð án jarðsambands Stríðsherrann ORÐRÉTT Nema hvað Enn er rík þörf fyrir forystu Dav- íðs Oddssonar. Þangað til hann sest á ný í stól forsætisráðherra er engum betur treystandi til að tryggja að ríkisstjórnin haldi kúrsinn – og fari ekki á eitthvert framsóknarreik eins og blessað- ur heilbrigðisráðherrann sem virðist búinn að gleyma hvað ríkisstjórnin samþykkti að gera fyrir öryrkja. Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur. Viðskiptablaðið 15. september. Mannætan eða…? Síðasta embættisverk Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra: Ísland í stjórnmálasamband við mannætu. Drap frænda sinn sinn og telur sig vera guð. Forsíðufyrirsögn í DV. DV 15. september. Veröld Reykjavíkurbréfs Frásögn Styrmis Gunnarssonar um Davíð Oddsson gerist í þeirri bráðfyndnu veröld Reykjavíkur- bréfanna þar sem mikilvægir menn eru sífellt að koma að máli við ritstjóra Morgunblaðs- ins og segja mikilvæga hluti um stjórnmálaástandið en venjulegt fólk er ekki til. Illugi Jökulsson ritstjóri. DV 15. september. Ráðlegging Ungir menn á hægri kanti stjórnmálanna eiga ekki að fá ofbirtu í augu þegar þeir horfa til stóru viðskiptablokkanna. Staksteinar Morgunblaðsins. Morgunblaðið 15. september. Einföld lausn „Ef öðru en hækkun byrjunar- launa kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma.“ Gísli Baldvinsson, fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Frétta- blaðið 15. september. FRÁ DEGI TIL DAGS Velvilji almennings í garð kennara byggist á sátt um það markmið að skólastarf á Íslandi sé í hæsta gæðaflokki. Forysta kennara má ekki tala eins og kaup og kjör kennara séu æðri þeim markmiðum – og úr- bætur í menntamálum mega ekki stranda á launa- hagsmunum kennara. ,, Í DAG BANDARÍSK STJÓRNMÁL ÞORVALDUR GYLFASON Sigri Bush í nóvem- ber, getur farið svo, að Evrópa hugleiði að hafna Bandaríkjunum sem boðlegri forustuþjóð hins frjálsa heims og ætli Evrópusambandinu að fylla skarðið. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 20-21 Leiðari 15.9.2004 19:44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.