Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR EVRÓPULEIKUR Í LAUGARDAL FH-ingar taka í kvöld á móti Alemannia Aachen í Evrópukeppni félagsliða. Leikur- inn, sem verður á Laugardalsvellinum, hefst klukkan 20.30. DAGURINN Í DAG LÆGIR SUNNAN TIL EFTIR HÁDEGI Hvassviðri eða stormur í fyrstu og mikil rigning. Skúrakenndari eftir hádegi á suðurhluta landsins. Milt. Sjá síðu 6 16. september 2004 – 253. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tíska ● heimili Á notalegt herbergi Hrafnkell Diego: ● real madrid steinlá en rómverjar eru enn verr staddir Blóðugur dómari flautaði leikinn af Meistardeild Evrópu í fótbolta: ▲ SÍÐA 30 ÓLÍK NÁLGUN Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðun- armörkum. Sjá síðu 2 84 PRÓSENT TIL RÍKISINS Af hverri Absolut vodkaflösku sem kostar 2.880 krónur í vínbúð tekur ríkið 2.419 krónur í skatt. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Sjá síðu 6 SLÁTURHÚSIN Í BÓNDABEYGJU Deilt um greiðslur sláturhúsa fyrir lamba- kjöt. Bændur telja sig ekki njóta hagræð- ingar. 245 milljóna króna greiðsla Bænda- samtakanna til sláturhúsa ófrágengin vegna þessa. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 BT bæklingurinn fylgir blaðinu í dag 36%50% VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNMÁL „Þetta er mikilvægasta embætti þjóðarinnar, hver sem fer í það starf hlýtur að standa á hátindi ferils síns,“ sagði Halldór Ásgrímsson þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneyt- inu af Davíð Oddssyni. „Þetta er nú enginn nýgræðing- ur,“ sagði Davíð Oddsson um arf- taka sinn. „Þetta er maður sem hefur verið lengi í stjórnmálum. Þetta starf gengur út á það að sýna festu, aga og sanngirni í hæfilegri blöndu. Mér hefur kannski ekki alltaf tekist það en ég hef haft það að leiðarljósi.“ Davíð afhenti Halldóri lykla að stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og jafnframt að forsætisráðherra- bústaðnum á Þingvöllum að við- stöddum fjölmiðlum síðdegis í gær. Ríkisráð var boðað til fundar á Bessastöðum klukkan eitt í gær og þar lét síðasta ráðuneyti Davíðs Oddssonar formlega af völdum. Forseti Íslands stýrði síðan ríkis- ráðsfundi ráðuneytis Halldórs Ás- grímssonar. Fyrir utan stólaskipti þeirra Davíðs vék Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra úr stjórninni fyrir Sigríði Önnu Þórðardóttur. Þar með er ríkisstjórnin skipuð fimm framsóknarmönnum í stað sex áður. Sjálfstæðisráðherrunum fjölgar um einn og eru nú sjö og hafa aldrei verið fleiri ráðherrar í ríkisstjórn úr einum og sama flokki. a.snaevarr@frettabladid.is Sjá síðu 8 Veldu ódýrt bensín Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag Bann við fjárfestingu: Ekki í þágu útvegsins VIÐSKIPTI Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar, telur vafa- samt að sjávarútveginum sé greiði gerður með því að hindra erlenda fjárfesta í að kaupa sig inn í greinina. Íslensk útrásarfyrirtæki hafa fyrst og fremst komið úr öðrum atvinnugreinum en sjávarút- vegi. Þórður telur útrásarfyrir- tækin afar mikilvæg fyrir Kauphöllina og efnahagslífið í heild. Hann telur að menn eigi að fara varlega í því að sníða at- vinnulífinu þrengri stakk. Frels- ið hafi skapað möguleika til vaxtar og útrásar. Sjá síðu 26 70 MÍNÚTUR Auddi, Sveppi og Pétur eru að fara að hætta á Popptívi. Popptívi: 70 mínútur hætta SJÓNVARP Sjónvarpsþátturinn 70 mínútur á Popptívi lýkur göngu sinni í lok desember en þá verður þúsundasti þátturinn sýndur. Að sögn Auðuns Blöndal, eins af þáttastjórnendum 70 mínútna, rennur samningur þeirra félaga út um áramót og vilja þeir reyna fyrir sér á öðrum slóðum. Sjá síðu 42 TÍMAMÓT Í STJÓRNMÁLUM Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við lyklavöldunum í stjórnarráðinu af Davíð Odds- syni. „Er bara opið?“ spurði Davíð Halldór þegar í ljós kom að Halldór hafði enga lykla meðferðis að utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sátt við kennara er ekki í sjónmáli Gangi viðræður sveitarfélaga og kennara með sama hætti og undan- farna daga er viðbúið að verkfall skelli á, segir ríkissáttasemjari. Skóla- stjórnandi segir kennara vinna meira en geta ekki sýnt fram á það. KJARAMÁL Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefáns- son ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Frétta- blaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjara- samningur hafi minnkað sveigjan- leika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raun- veruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niður- stöðu kjaraviðræðnanna í hendi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningaviðræðunum frá því í maí. „Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðurstöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áfram- haldið verður,“ segir Ásmundur. „Það er vilji að hálfu beggja að leysa málið. Hvort menn nái sam- an er óvíst.“ Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá for- eldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna. gag@frettabladid.is Sjá síðu 4 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra: Stendur á hátindi ferilsins 01 15.9.2004 22:16 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.