Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 16. september 2004 ■ LANDBÚNÐAÐUR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Bíómiði 9. hver vinnur. Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi Frumsýnd 17. september á 99kr Sendu SMS skeytið JA MEN á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar eru: Miðar á myndina Tölvuleikir DVD myndir Margt fleira. SMS LEIKUR ? Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið HÁVAÐASÖM FAGNAÐARLÆTI Nokkur ölvun og læti voru í leik- mönnum, annars flokks ÍA , á Akranesi í fyrrinótt, eftir að þeir höfðu unnið bikarúrslita- leik gegn Breiðabliki. Kvartanir vegna þessa bárust lögreglu frá íbúum sem áttu erfitt með svefn vegna láta. Að sögn lögreglunn- ar létu mennirnir segjast að lok- um og höfðu hægar um sig. LOKANIR VEGNA VIÐGERÐAR Loka þurfti umferð yfir Borgar- fjarðarbrúna tvisvar í hálftíma í gær vegna viðgerða á stólpum brúarinnar. Brúnni verður ein- nig lokað að einhverju leiti á milli klukkan hálf tvö og hálf fjögur í dag að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi. Síld- og kolmunnaveiðar: Afli lítill - veðrið vont VEIÐAR Eftir ágætis síldarafla á Hala- miðum á dögunum hefur gamanið kárnað og varla dregist bein úr sjó. Ástandið kemur Freysteini Bjarna- syni, útgerðarstjóra Síldarvinnsl- unnar, ekki á óvart. „Það er þekkt að ef eitthvað er hrært í þessari stóru síld þá styggist hún og dreifir sér.“ Spáð er vitlausu veðri á miðunum næstu daga og skip því komin annað, jafnvel í land. Allt eins er mögulegt að síldin þjappi sér í torfur á meðan óveðrið gengur yfir og verði veiðan- leg þegar því slotar. Einnig er rólegt yfir kolmunna- veiðum þessa dagana þó að einstaka skip hafi fengið slatta og slatta. „Hann er eitthvað að stríða okkur,“ segir Freysteinn útgerðarstjóri um kolmunnann. Uppsjávarveiðarnar hafa því verið fjörlitlar að undanförnu en í ofanálag ríkir bann við loðnuveið- um. Freysteinn er þó bjartsýnn, líkt og vanalega. „Já, já, öll él birt- ir upp um síðir.“ ■ FRÁ SÍLDVEIÐUM KJARNFÓÐURVERÐ LÆKKAR veg- gja prósenta verðlækkun varð á kjarnfóðri hjá Fóðurblöndunni þann 6. september síðastliðinn, að því er fram kemur á fréttavef Landssambands kúabænda. Fram kemur að ekki hafi borist tölur frá öðrum kjarnfóðursölum, sam- bandið fylgist með þróuninni og uppfæri vefinn jafnóðum með nýjum upplýsingum. BRETLAND Sameinuðu þjóðirnar vara við því að ef Vesturlönd auki ekki fjárveitingar sínar í sjóð samtakanna, sem notaður er til að bæta heilbrigðiskerfi landa þriðja heimsins og efla þar kvenréttindi og menntun, muni illa fara. BBC greindi frá því í gær að ef fram haldi sem horfi muni fólki í 50 fátækustu löndum heimsins fjölga um 1,7 milljarða á næstu 46 árum. Þá verða jarð- arbúar um 8,9 milljarðar en þeir eru ríflega sex milljarðar í dag. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Kaíró árið 1994 hétu Vest- urlönd að veita 440 milljörðum króna í sjóðinn fyrir árið 2004. Nú hefur komið í ljós að löndin hafa einungis veitt 220 milljörð- um króna í sjóðinn. Bandaríkja- stjórn hefur ekki látið krónu í sjóðinn síðustu þrjú ár þar sem hún segir forsvarsmenn sjóðsins hvetja til ólöglegra fóstureyð- inga í Kína. Talið er að það kosti um 280 milljarða króna að veita þeim 200 milljón konum getnaðar- varnir sem ekki vilja eignast börn. Með því væri hægt að koma í veg fyrir 52 milljónir fæðinga á ári og sporna gegn 1,4 milljónum dauðsfalla barna við fæðingu. ■ UNGBARN Bandaríkjastjórn hefur ekki látið krónu í sjóðinn síðustu þrjú ár þar sem hún segir forsvarsmenn sjóðsins hvetja til ólöglegra fóstureyðinga í Kína. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af aukinni fólksfjölgun: Vilja aukið fé frá Vesturlöndum Alnæmi: Flestir sýktir á Indlandi INDLAND, AP Fleiri eru smitaðir af alnæmi á Indlandi en í Suður-Afr- íku, segir talsmaður virtra alþjóð- legra samtaka sem berjast gegn sjúkdómnum. Samkvæmt nýjustu tölum Sam- einuðu þjóðanna eru 5,6 milljónir Suður-Afríkubúa smitaðar af al- næmi en 5,1 milljón Indverja. Ric- hard G.A. Feachem, framkvæmda- stjóri samtakanna, dregur þessar tölur stórlega í efa og segir að töl- urnar frá Indlandi séu mjög óná- kvæmar. Indverjar séu rúmlega milljarður talsins og fjölmargir íbúa landsins viti einfaldlega ekki af því að þeir séu sýktir. ■ Tilkynningarskyldan: Fóru á óleyfi- legt svæði TILKYNNINGASKYLDAN Tveir fiskibát- ar, Ólafur HF-251 og Ólafur HF-200, hurfu út úr sjálfvirka tilkynningar- skyldukerfinu og ekki náðist í þá um miðjan daginn í gær. Tilkynn- ingarskyldan hafði því samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem kallaði út þyrluáhöfn. Þyrlan TF-SIF var reiðubúin til flugs þegar tilkynning barst um að bátarnir hefðu fundist. Bátarnir höfðu siglt um sextíu sjómílur út af Reykjanesi og voru því komnir út fyrir leyfilegt hafsvæði miðað við þann fjarskiptabúnað sem er um borð í bátunum. ■ 10-11 15.9.2004 20:52 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.