Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 40
Útrásin eins og tvær stóriðjur Sjávarútvegurinn hefur ekki náð sér á sömu siglingu og útrásarfyr- irtækin vegna þess að hann býr við skertan aðgang að fjármagni,“ segir Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Íslands. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Félags viðskipta- og hag- fræðinga í gær. Erlendum aðilum er ekki heimilt að fjárfesta beint í greininni. „Mér finnst það sterkt sjónarhorn að spyrja sig hvernig það geta verið hagsmunir sjávar- útvegsins að búa við aðgangstak- markanir að fjármagni.“ Þórður fjallaði í erindi sínu um útrásarfyrirtækin og þátt þeirra í þróun fjármálamarkaðar. Þau fyr- irtæki sem Þórður leit til í sam- henginu eru Actavis, Bakkavör, Marel, KB banki og Össur. Þórður segir útrásarfyrirtækin hafa skipt sköpum fyrir Kauphöll- ina, „...um leið og Kauphöllin og fjármálamarkaður hafa skipt sköpum fyrir vöxt og viðgang þeirra“. Þórður segir athyglisvert að viðskipti með þessi félög séu helmingur veltu Kauphallarinnar. „Markaðsvirði þeirra hefur aukist um 400 milljarða frá því í ársbyrj- un árið 2000 í tæpa 475 milljarða.“ Aukningin nemur sem svarar tvö- földun virkjunar og álversfram- kvæmda á Austurlandi. Fyrirtækin hafa nýtt sér inn- lendan fjármálamarkað og skrán- ingu í Kauphöllinni með því að afla fjár til fjárfestinga. „Þau hafa kunnað þá list sem fólgin er í innbyrðis sameiningum og yfir- tökum á markaði. Reynslan af inn- lendum hlutabréfamarkaði er notadrjúgt veganesti við yfirtök- um á eflendum fyrirtækjum.“ Fyrst og fremst sé um að ræða framsækin fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk sem byggt hafa á þeim grunni sem lagður hefur verið á undanförnum árum með opnu og hagfelldu starfsum- hverfi. Þessi fyrirtæki skjóti fjöl- breyttari stoðum undir efnahags- lífið. „Samkvæmt áætlunum greiningardeilda er gert ráð fyrir að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 20 milljarðar. Til saman- burðar var árlegur meðalhagnað- ur allra fyrirtækja í landinu á ár- unum 1998 til 2002 milli 30 og 40 milljarðar.“ Þórður segir að vöxt og við- gang útrásarfyrirtækjanna megi þakka opnum fjármagnsmarkaði og auknu viðskiptafrelsi. „Við þurfum að standa vörð um þennan grunn. Ég segi það af gefnu til- efni, því að sumu leyti virðist frelsið eiga undir högg að sækja, í þeim skilningi. Því það virðist vera nokkuð skýr ásetningur manna að „taka á“ viðskiptalíf- inu,“ segir Þórður. haflidi@frettabladid.is KAUPHÖLL OG ÚTRÁS Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir útrásar- fyrirtækin hafa skipt sköpum fyrir hlutabréfamarkaðinn um leið og hlutabréfamarkaðurinn hafi skipt sköpum fyrir þau. Búist við samdrætti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BAKKAVÖR Lækkandi gengi Geest er ekki áhyggjuefni stjórnenda Bakkavarar. Forstjóri Kauphallarinnar telur að varlega beri að fara í að herða að regluverki viðskiptalífsins eins og tilhneiging sé í umræðunni. Frjáls fjármagnsmarkaður hafi skapað jarðveg útrásarinnar sem skili sér af fullum þunga inn í þjóðarbúið. Breska matvælaframleiðslufyrir- tækið Geest birtir uppgjör sitt í dag. Bakkavör á yfir 20 prósent í félaginu og er það fært sem hlut- deildarfélag í bókum Bakkavarar. Búist er við samdrætti milli ára hjá Geest en greining KB banka tel- ur að afkoma breska félagsins hafi lítil áhrif á afkomu Bakkavarar. Greiningaraðilar breska mark- aðarins gera að meðaltali ráð fyrir um fimmtán prósenta samdrætti í rekstri Geest. Frá því að afkomu- viðvörun var gefin út um samdrátt hafa bréf Geest lækkað um átta prósent. Sú skoðun er ríkjandi að Bakka- vör hyggi á yfirtöku Geest. Sé sú raunin má búast við að eigendur Bakkavarar gráti þurrum tárum ef afkoman leiðir til lækkandi gengis bréfa Geest. ■ FIMMTUDAGUR 16. september 2004 38-39 (26-27) Viðskipti 15.9.2004 21:09 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.