Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 24
Varir eiga að vera áberandi í vetur og notaðir sterkir djúpir litir til að framkalla þær. Vanda skal verkið og velja góða varaliti en ekki bara skella á sig glossi og hlaupa út. Augun munu fyrir vikið fá minni athygli og verður varaliturinn aðalvopnið í snyrtibuddu vetrarins. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 HAUST Í SKARTHÚSINU Ný sendin af alpahúfum, prjónuðum sjölum og vettlingum. Sendum í póstkröfu Útsölustaðir Lyf og heilsa um allt land, Hagkaup Smáralind, Garðsapótek, Hringbrautarapótek, Laugarnesapótek, Lyfjaval, Rimaapótek, Apótek Ólafsvíkur, Apótek Vestmannaeyja, Dalakjör, Kaupfélag Skagfirðinga og Siglufjarðarapótek. l i il ll l li i j l i l í j l j l i i i l j Hafðu hárið eins og þú vil t – alltaf! fyrir stráka og stelpur Heildarlausn fyrir hárið Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Samkvæmiskjólar Samkvæmisdress Tískulitur: Græna aldan heldur áfram Grænn litur er sagður standa fyrir öryggi, náttúru, gleði, heilsu, ró og peninga. Liturinn er misvinsæll í tískuheiminum en undanfarið hefur mikið borið á honum og grænar flíkur, skór og fylgihlutir munu halda vinsæld- um sínum fram í vetur. Dekkri og dýpri litbrigði fylgja okkur inn í veturinn en pastelgrænn heldur líka velli. Þessir grænu tónar fara líka afar vel við jarðlitina, leðrið og feldina sem einkenna haust- og vetrartískuna og passa vel með öðrum vinsælum litum eins og antíkbleiku og gulu. Síðir grænir galakjólar hafa víða sést á tískusýningarpöllun- um og töskur, skór og hanskar í grænu litunum eru að sækja í sig veðrið og verða sýnilegri í búðum bæjarins þegar líða fer á haustið. Dís og vinkonur hennar í sam- nefndri kvikmynd tolla í tískunni en eru ekki tískudrósir og þær fara eigin leiðir í fatastíl, segir Bergþóra Magnúsdóttir hönnuð- ur, sem sá um búningana í kvik- myndinni sem frumsýnd var á dögunum. Í stuttu máli segir myndin frá bestu vinkonunum Dís og Blævi sem búa og hringsnúast í Reykja- víkurborg nútímans og lenda í hinum skemmtilegustu ævintýr- um. „Umfram allt eru Dís og Blær ungar konur sem eru að reyna að finna sig í lífinu, þær eru ekki al- veg búnar að finna sinn stíl og taka þar af leiðandi ólíka hluti úr mismunandi áttum og setja í nýtt samhengi,“ segir Bergþóra. „Blær er svolítill hippi og bó- hem, hún spáir lítið í litasamsetn- ingar, blandar öllu saman og bros- ir framan í lífið. Dís er aðeins óöruggari, áhrifavaldarnir koma héðan og þaðan, hún er afslöppuð en spáir og spekúlerar í hverju hún á að vera. Þær eru þó báðar tiltölulega kærulausar og klæða sig frekar eftir skapi heldur en veðri og vindum, sem gerir per- sónuleika þeirra einmitt svo skemmtilega og áhugaverða. Vin- konurnar eru báðar litríkar á sinn hátt og það var mjög skemmtilegt og skapandi ferli að búa til þeirra heim, en það var gert í náinni samvinnu við leikstjórann Silju Hauksdóttur og hönnuði leik- myndar.“ Tíska vinkvennanna í Dís lýsir ákveðnu tímaleysi í samtíman- um, segir Bergþóra og bendir á að það sé alltaf viss hópur fólks sem skapar sér sinn persónulega stíl með eins konar hippalegri samsuðutísku. „Að skapa sinn persónulega stíl, það er þeirra tíska.“ Þessi „hippalega samsuðu- tíska“ er svo í dag mjög mikið í tísku þannig að glögglega má sjá samsvörun á milli tískunnar í myndinni og götutísku Reykja- víkuborgar, sem einkennist þessa dagana meðal annars af sam- blandi af gömlu og nýju, skraut- nælum, hálsklútum, hárskrauti, lopapeysum, ponsjóum og stígvél- um.“ Bergþóra Magnúsdóttir út- skrifaðist úr textíldeild Listahá- skóla Íslands árið 2002 og hefur haft nóg fyrir stafni síðan. Um þessar mundir starfar hún ásamt Helgu I. Stefánsdóttur við bún- ingahönnun í leikverkinu Úlf- hamssögu sem Hafnarfjarðarleik- húsið mun frumsýna nú í október og einnig hefur hún verið að að- stoða Helgu við búningana í bíó- mynd Baltasars Kormáks „A Little Trip to Heaven“. hildur@frettabladid.is Bergþóra Magnúsdóttir hannaði búningana í kvikmyndinni Dís. Tískan í myndinni endurspeglar hippalega samsuðutísku dagsins í dag. Tískan í kvikmyndinni Dís: Vinkonur með persónulegan stíl Kápa 32.990 kr. Kúltúr Ljósgræn peysa 16.990 kr. Kúltúr Peysusett, toppur 4.990 kr., peysa 8.990 kr. Kúltúr Rúllukragapeysa 8.990 kr. Kúltúr Ljósgrænir skór 7.990 kr. GS skór Slöngumunstraðir grænir skór 14.990 kr. GS skór Kjóll (með glimmeri) 19.990 kr. Karen Millen Peysa (flöskugræn) 11.990 kr. Karen Millen Ponsjó 4.990 kr. Skór 3.990 kr. Top Shop Laugavegi 32 sími 561 0075 S JÓ N V A R P S D A G S K R Á V IK U N N A R » 24-25 (02-03) Allt tíska 15.9.2004 16:06 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.