Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 4
4 16. september 2004 FIMMTUDAGUR Kennarar segja Samtök atvinnulífisins vilja halda í lág laun: Krakkar í skólann án kennara KJARABARÁTTA Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglauna- stefnu sem sé Samtökunum í hag. Ari segir Samtökin telja al- gerlega heimilt að fólk sem starfi í skólum og sé ekki í verk- falli sinni þeim áfram þrátt fyr- ir verkfall. „Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnun- um ef þeir gengu ekki inn á störf kennara. Út frá vinnurétti væri það heimilt, hvað þá að fyr- irtæki skipuleggi sig í kringum þau vandamál sem skapast vegna verkfallsins.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, seg- ir ekki vert að svara orðum Ara. „Orð hans eru út úr öllum kort- um. Ég skil ekki af hverju fyrir- tæki á almennum markaði og Samtök atvinnulífisins eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist. Nema að sá grunur sem læddist að mér í fyrradag sé réttur; að þeir óttist að láglaunastefna þeirra verði brotin á bak aftur,“ segir Eirík- ur. „Þeir hafa markað ákveðna láglaunastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag.“ ■ Barnagæsla víða verði verkfall Fyrirtæki horfa til lausnar Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra og huga að dagvistun barna verði verkfall kennara. Kennarasambandið setur sig ekki á móti því að foreldrafélög innan fyrirtækja sjái um barnagæslu. KENNARAVERKFALL Fyrirtækið Öss- ur ætlar að líta til samkomulags Íslandsbanka og Sjóvá-Almennar við Kennarasambandið og láta foreldrafélag fyrirtækisins um að skipuleggja barnapössun komi til verkfalls. Fleiri fyrirtæki huga að barnagæslu fyrir sína starfs- menn. Þegar ljóst varð að Kennarasam- bandið teldi Íslandsbanka og Sjóvá- Almennar verkfallsbrjóta byðu þeir starfsmönnum upp á barnagæslu í verkfalli kennara ákváðu fyrirtæk- in að leysa málin á annan veg. For- eldrafélag var stofnað innan fyrir- tækjanna og áform um að börnin sæki dagvistun í Heilsuskóla stan- da. Fyrirtækin ræddu breytt fyrir- komulag við Kennarasamband Ís- lands í síma í gær. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, segir foreldrafélag- ið væntanlega skoða í framhald- inu hvernig það ætli að fjármagna barnagæsluna. Það hafi ekki verið rætt á milli þeirra. Þau leiti hugs- anlega til starfsmannafélagsins, jafnvel fyrirtækjanna: „Ef leitað verður eftir fjárstuðningi finnst mér rétt að útiloka það ekki.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, er sáttur við samskiptin við Íslands- banka. Hann segir í lagi ef fyrir- tækin hlaupi undir bagga með for- eldrafélögum sem sjái um dag- vistun barna. Grundvallarmunur sé á því hvort foreldrafélög fyrir- tækja eða fyrirtækin sjálf standi að barnagæslunni. Kennarasam- bandið skipti sér ekki meira að þeim málum. Fyrirtækið Össur ætlar að líta til samkomulags Íslandsbanka og Sjóvá-Almennar við Kennarasam- bandið og láta foreldrafélag fyrir- tækisins um að skipuleggja barnagæslu komi til verkfalls. „Ég skoðaði vef Kennarasam- bandsins þar sem tilkynning bankans er kynnt án athuga- semda. Ef að þetta er viðurkennd lausn gerum við slíkt hið sama,“ segir Jón Kr. Gíslason, starfs- mannastjóri Össurar. Heimildir blaðsins herma að fleiri fyrirtæki séu að huga að barnagæslu fyrir sína starfs- menn. gag@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON Með forsætisráðherrabókina þegar hún var gefin út. Forsætisráðherrabókin: Á 20- 30% afslætti BÆKUR Bókin Forsætisráðherrar Íslands – ráðherrar Íslands og for- sætisráðherrar í 100 ár, sem kom út í fyrradag vegna 100 ára afmæl- is heimastjórnar, var komin á út- sölu í gær. Um tuttugu bækur seld- ust hjá Máli og menningu á Lauga- vegi í gær en að sögn afgreiðslu- fólks var setið um kynningarein- takið. Þar var veittur 21 prósents afsláttur af útgáfuverði sem er 5.980 krónur. Í Iðu í Lækjargötu seldust tæplega tíu eintök í gær og þar var boðið upp á þrjátíu pró- senta afslátt af verði bókarinnar. ■ Á Halldór Ásgrímsson eftir að vera farsæll í starfi forsætis- ráðherra? Spurning dagsins í dag: Á að lækka áfengisskatta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 50% 50% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is GEIR H. HAARDE Geir mun skipa nýjan hæstaréttardómara. Björn vanhæfur: Geir skipar dómara VANHÆFI Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra sett Geir H. Haarde fjármálaráð- herra tímabundið í embætti dómsmálaráðherra til að taka ákvörðun um veitingu embættis hæstaréttardómara. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skýrði frá því á heimasíðu sinni að hann hefði í bréfi til forsætis- ráðherra lýst sig vanhæfan í þessari embættiskipan. Ástæðan er sú að Hjördís Há- konardóttir dómstjóri er meðal umsækjenda. Hún var einnig meðal umsækjenda þegar Björn skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara 2003. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun hefði verið brot á jafn- réttislögum. Kærunefndin beindi því til Björns að finna „viðunandi lausn“ á því máli og segir Björn að því sé enn ekki lokið. „Meðan þær hafa ekki verið til lykta leidd- ar tel ég að aðrir umsækjendur megi með réttu draga í efa óhlut- drægni mína við val á umsækj- endum í það embætti sem nú er laust,“ segir Björn í bréfi sínu til Davíðs. Af þessum sökum hefur Björn ákveðið að víkja sæti. ■ RÚSSLAND, AP Evrópusambandið hvetur Vladimír Pútín Rúss- landsforseta til þess að fara hóf- samari leiðir en hann hefur boð- að til að vinna bug á hryðju- verkjum í landinu. Stjórnvöld í Rússlandi segj- ast ætla að leita uppi hryðju- verkamenn hvar sem þeir séu niðurkomnir. Fyrr í vikunni lagði Pútín síðan til að héraðs- stjórar yrðu sérstaklega skipað- ir en ekki kosið um þá og ein- menningskjördæmi lögð niður. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur þegar gagnrýnt þessa tillögu og Evr- ópusambandið tekur nú í sama streng. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn telja að þessi ráðstöfun hafi slæm áhrif á lýð- ræðisþróunina í Rússlandi því miðstjórnarvaldið aukist og stjórnarandstaðan veikist. Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, hefur þegar svarað gagnrýni Powells. Hann segir að tillaga Pútíns sé innan- ríkismál sem komi Bandaríkja- stjórn ekki við. ■ VLADIMÍR PÚTÍN Fyrr í vikunni lagði Pútín til að héraðsstjórar yrðu sérstaklega skipaðir en ekki kosið um þá og einmenningskjördæmi lögð niður. Utanríkisráðherra Rússlands svarar gagnrýni Powell: Evrópusambandið gagnrýnir Rússa JÓN ÞÓRISSON Aðstoðarforstjóri Íslandsbanka hefur falið foreldrafélagi fyrirtækisins og Sjóvá-Almennra að sjá um barnagæslu komi til verkfalls kennara. Hann útilokar ekki fjárstuðning foreldr- um til handar. EIRÍKUR JÓNSSON Segir orð formanns Samtaka atvinnulífsins að löglegt væri að leigja skólana til aðila sem hefðu ofan af fyrir börnunum út úr öllum kortum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N Mótmæli í London: Ruddust inn í þingsalinn BRETLAND, AP Fimm mótmælendur ruddust inn í breska þingsalinn í gær til að mótmæla banni á refa- veiðum sem tekur gildi árið 2006. Einn mannanna komst alveg upp að forseta þingsins áður en lögregl- an handsamaði hann. Þetta er í ann- að skiptið sem öryggisgæsla í þing- húsinu gefur sig. Fyrir nokkrum mánuðum var dufti kastað á Tony Blair þegar hann hélt ræðu. Talið er líklegt að atvikið í gær verði til þess að öryggisgæsla í og við þinghúsið verði efld til muna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 04-05 15.9.2004 21:46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.