Fréttablaðið - 16.09.2004, Side 4
4 16. september 2004 FIMMTUDAGUR
Kennarar segja Samtök atvinnulífisins vilja halda í lág laun:
Krakkar í skólann án kennara
KJARABARÁTTA Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífisins, segir að grunnskólabörn
ættu að geta gengið í skóla þrátt
fyrir verkfall kennara. Eiríkur
Jónsson, formaður Kennara-
sambands Íslands, segir orð Ara
ætluð til að verja láglauna-
stefnu sem sé Samtökunum í
hag.
Ari segir Samtökin telja al-
gerlega heimilt að fólk sem
starfi í skólum og sé ekki í verk-
falli sinni þeim áfram þrátt fyr-
ir verkfall. „Einnig væri löglegt
að lána skólahúsnæði til þeirra
sem hefðu ofan af fyrir börnun-
um ef þeir gengu ekki inn á
störf kennara. Út frá vinnurétti
væri það heimilt, hvað þá að fyr-
irtæki skipuleggi sig í kringum
þau vandamál sem skapast
vegna verkfallsins.“
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, seg-
ir ekki vert að svara orðum Ara.
„Orð hans eru út úr öllum kort-
um. Ég skil ekki af hverju fyrir-
tæki á almennum markaði og
Samtök atvinnulífisins eru að
gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að koma í veg fyrir
að samningar náist. Nema að sá
grunur sem læddist að mér í
fyrradag sé réttur; að þeir óttist
að láglaunastefna þeirra verði
brotin á bak aftur,“ segir Eirík-
ur. „Þeir hafa markað ákveðna
láglaunastefnu sem hefur leitt
það af sér að kaupmáttur fólks
er að falla. Það er í þeirra hag að
sú láglaunastefna festist í sessi
og Ari Edwald er í forystu um að
verja þann hag.“ ■
Barnagæsla víða
verði verkfall
Fyrirtæki horfa til lausnar Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra og huga að
dagvistun barna verði verkfall kennara. Kennarasambandið setur sig
ekki á móti því að foreldrafélög innan fyrirtækja sjái um barnagæslu.
KENNARAVERKFALL Fyrirtækið Öss-
ur ætlar að líta til samkomulags
Íslandsbanka og Sjóvá-Almennar
við Kennarasambandið og láta
foreldrafélag fyrirtækisins um að
skipuleggja barnapössun komi til
verkfalls. Fleiri fyrirtæki huga að
barnagæslu fyrir sína starfs-
menn.
Þegar ljóst varð að Kennarasam-
bandið teldi Íslandsbanka og Sjóvá-
Almennar verkfallsbrjóta byðu þeir
starfsmönnum upp á barnagæslu í
verkfalli kennara ákváðu fyrirtæk-
in að leysa málin á annan veg. For-
eldrafélag var stofnað innan fyrir-
tækjanna og áform um að börnin
sæki dagvistun í Heilsuskóla stan-
da. Fyrirtækin ræddu breytt fyrir-
komulag við Kennarasamband Ís-
lands í síma í gær.
Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri
Íslandsbanka, segir foreldrafélag-
ið væntanlega skoða í framhald-
inu hvernig það ætli að fjármagna
barnagæsluna. Það hafi ekki verið
rætt á milli þeirra. Þau leiti hugs-
anlega til starfsmannafélagsins,
jafnvel fyrirtækjanna: „Ef leitað
verður eftir fjárstuðningi finnst
mér rétt að útiloka það ekki.“
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, er
sáttur við samskiptin við Íslands-
banka. Hann segir í lagi ef fyrir-
tækin hlaupi undir bagga með for-
eldrafélögum sem sjái um dag-
vistun barna. Grundvallarmunur
sé á því hvort foreldrafélög fyrir-
tækja eða fyrirtækin sjálf standi
að barnagæslunni. Kennarasam-
bandið skipti sér ekki meira að
þeim málum.
Fyrirtækið Össur ætlar að líta
til samkomulags Íslandsbanka og
Sjóvá-Almennar við Kennarasam-
bandið og láta foreldrafélag fyrir-
tækisins um að skipuleggja
barnagæslu komi til verkfalls.
„Ég skoðaði vef Kennarasam-
bandsins þar sem tilkynning
bankans er kynnt án athuga-
semda. Ef að þetta er viðurkennd
lausn gerum við slíkt hið sama,“
segir Jón Kr. Gíslason, starfs-
mannastjóri Össurar.
Heimildir blaðsins herma að
fleiri fyrirtæki séu að huga að
barnagæslu fyrir sína starfs-
menn.
gag@frettabladid.is
DAVÍÐ ODDSSON
Með forsætisráðherrabókina þegar hún var
gefin út.
Forsætisráðherrabókin:
Á 20- 30%
afslætti
BÆKUR Bókin Forsætisráðherrar
Íslands – ráðherrar Íslands og for-
sætisráðherrar í 100 ár, sem kom
út í fyrradag vegna 100 ára afmæl-
is heimastjórnar, var komin á út-
sölu í gær. Um tuttugu bækur seld-
ust hjá Máli og menningu á Lauga-
vegi í gær en að sögn afgreiðslu-
fólks var setið um kynningarein-
takið. Þar var veittur 21 prósents
afsláttur af útgáfuverði sem er
5.980 krónur. Í Iðu í Lækjargötu
seldust tæplega tíu eintök í gær og
þar var boðið upp á þrjátíu pró-
senta afslátt af verði bókarinnar. ■
Á Halldór Ásgrímsson eftir
að vera farsæll í starfi forsætis-
ráðherra?
Spurning dagsins í dag:
Á að lækka áfengisskatta?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
50%
50%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
GEIR H. HAARDE
Geir mun skipa nýjan hæstaréttardómara.
Björn vanhæfur:
Geir skipar
dómara
VANHÆFI Forseti Íslands hefur að
tillögu forsætisráðherra sett
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra tímabundið í embætti
dómsmálaráðherra til að taka
ákvörðun um veitingu embættis
hæstaréttardómara. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
skýrði frá því á heimasíðu sinni
að hann hefði í bréfi til forsætis-
ráðherra lýst sig vanhæfan í
þessari embættiskipan.
Ástæðan er sú að Hjördís Há-
konardóttir dómstjóri er meðal
umsækjenda. Hún var einnig
meðal umsækjenda þegar Björn
skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í
embætti hæstaréttardómara
2003. Kærunefnd jafnréttismála
komst að þeirri niðurstöðu að sú
ákvörðun hefði verið brot á jafn-
réttislögum. Kærunefndin beindi
því til Björns að finna „viðunandi
lausn“ á því máli og segir Björn
að því sé enn ekki lokið. „Meðan
þær hafa ekki verið til lykta leidd-
ar tel ég að aðrir umsækjendur
megi með réttu draga í efa óhlut-
drægni mína við val á umsækj-
endum í það embætti sem nú er
laust,“ segir Björn í bréfi sínu til
Davíðs. Af þessum sökum hefur
Björn ákveðið að víkja sæti. ■
RÚSSLAND, AP Evrópusambandið
hvetur Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta til þess að fara hóf-
samari leiðir en hann hefur boð-
að til að vinna bug á hryðju-
verkjum í landinu.
Stjórnvöld í Rússlandi segj-
ast ætla að leita uppi hryðju-
verkamenn hvar sem þeir séu
niðurkomnir. Fyrr í vikunni
lagði Pútín síðan til að héraðs-
stjórar yrðu sérstaklega skipað-
ir en ekki kosið um þá og ein-
menningskjördæmi lögð niður.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur þegar
gagnrýnt þessa tillögu og Evr-
ópusambandið tekur nú í sama
streng. Evrópusambandið og
Bandaríkjastjórn telja að þessi
ráðstöfun hafi slæm áhrif á lýð-
ræðisþróunina í Rússlandi því
miðstjórnarvaldið aukist og
stjórnarandstaðan veikist.
Sergei Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands, hefur þegar
svarað gagnrýni Powells. Hann
segir að tillaga Pútíns sé innan-
ríkismál sem komi Bandaríkja-
stjórn ekki við. ■
VLADIMÍR PÚTÍN
Fyrr í vikunni lagði Pútín til að
héraðsstjórar yrðu sérstaklega
skipaðir en ekki kosið um þá og
einmenningskjördæmi lögð niður.
Utanríkisráðherra Rússlands svarar gagnrýni Powell:
Evrópusambandið
gagnrýnir Rússa
JÓN ÞÓRISSON
Aðstoðarforstjóri Íslandsbanka hefur falið foreldrafélagi fyrirtækisins og Sjóvá-Almennra
að sjá um barnagæslu komi til verkfalls kennara. Hann útilokar ekki fjárstuðning foreldr-
um til handar.
EIRÍKUR JÓNSSON
Segir orð formanns Samtaka
atvinnulífsins að löglegt væri
að leigja skólana til aðila sem
hefðu ofan af fyrir börnunum
út úr öllum kortum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
SI
G
U
RÐ
SS
O
N
Mótmæli í London:
Ruddust inn
í þingsalinn
BRETLAND, AP Fimm mótmælendur
ruddust inn í breska þingsalinn í
gær til að mótmæla banni á refa-
veiðum sem tekur gildi árið 2006.
Einn mannanna komst alveg upp
að forseta þingsins áður en lögregl-
an handsamaði hann. Þetta er í ann-
að skiptið sem öryggisgæsla í þing-
húsinu gefur sig. Fyrir nokkrum
mánuðum var dufti kastað á Tony
Blair þegar hann hélt ræðu. Talið er
líklegt að atvikið í gær verði til þess
að öryggisgæsla í og við þinghúsið
verði efld til muna. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
04-05 15.9.2004 21:46 Page 2