Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 14
16. september 2004 FIMMTUDAGUR Hringinn á grænu ljósi: Framsóknarkonur fjölga sér STJÓRNMÁL Una María Óskarsdóttir stóð í gær upp úr stóli aðstoðar- manns umhverfisráðherra og sest undir stýri á tveggja ára gömlum Toyota Land Cruiser jeppa. Förinni er heitið hringinn í kringum landið og er ætlunin að fá nýjar konur til liðs við flokkinn og efla þær sem fyrir eru. Landssamband framsóknar- kvenna stendur fyrir ferðinni en á fundi sambandsins í ágúst var sam- þykkt að hvetja konur og aðra jafn- réttissinna innan flokksins til að stuðla að fjölgun kvenna í öllu flokksstarfi. Var fundurinn haldinn þegar ljóst var að Siv Friðleifsdótt- ir viki úr ríkisstjórn og framsóknar- konum í ríkisstjórn fækkaði um helming. Una María segir að nákvæm ferðaáætlun liggi ekki fyrir, verið sé að yfirfara bílinn góða og ákveða undir hvaða slagorði skuli farið. Auglýst er eftir slagorði en þegar hafa nokkur borist. Má þar nefna: Framsóknarkonur – til áhrifa! Kon- ur – fram til áhrifa! Brjótumst til valda! Áfram framsóknarstelpur! Áfram framsóknarkonur! Konur – framsóknar – til áhrifa! Framsókn- arkonur – við erum flokkurinn! og Framsókn – konur til áhrifa! Fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar stóð landssambandið fyrir fundarherferð til að fjölga konum í sveitastjórnum. Var þá far- ið um landið undir kjörorðinu: Kveikjum í konum. ■ Meira nám verði í grunnskólunum Byrjunaráfangar fjögurra námsgreina verða fluttir að hluta eða í heild úr framhaldsskólum til grunnskóla. Þetta er ein af tillögum í skýrslu menntamálaráðuneytisins um breytta námsskipan til stúdentsprófs. MENNTAMÁL Mikið rými hefur myndast í grunnskólanum til að taka við meira námsefni. Það sta- far meðal annars af því að hann hefur lengst um tvö skólaár á síð- ustu 7-8 árum, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. Í skýrslu menntamálaráðuneyt- isins um breytta námsskipan til stúdentsprófs kemur meðal annars fram sú tillaga að viðfangsefni byrjunaráfanga á framhaldsskóla- stigi í ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði verði flutt til grunn- skóla að hluta eða í heild. Sé það liður í að stytta námstíma til stúd- entsprófs. Skólaárið í framhalds- skóla verði lengt í 180 daga og verði við gerð nýrrar aðalnáms- skrár miðað við 155 kennsludaga. Jafnframt verði aðalnámskrá framhaldsskóla breytt þannig að áfangar muni stækka sem nemi lengingu kennslutíma. Miðað verði við að nám til stúdentsprófs verði 111 einingar, sem samsvara 119 einingum í núgildandi námsskipan. Nám til stúdentsprófs er nú 140 einingar. Þessar ráðstafanir ásamt fleirum verði til þess að stytta námstímann til stúdentsprófs um eitt ár, úr fjórum í þrjú. „Með þessum breytingum fáum við aukna samfellu í öllu skólastarfinu, allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla,“ sagði menntamálaráðherra. „Allar þessar breytingar hafa ekki í för með sér lengingu skóladags í grunnskólanum né heldur aukn- ingu á starfstíma kennara. Það er einfaldlega verið að nýta það rými sem hefur skapast innan hans.“ Ráðherra sagði að skýrslan væri mjög góður grunnur fyrir breytingar á skólakerfinu. „Þetta er eðlilegt næsta skref í þróun okkar skólastarfs sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Byrjað verður að endur- skoða námsskrárnar 2006. Stefn- an er að fyrstu nemendur inn í nýtt kerfi framhaldsskóla innrit- ist 2007. Árið áður, það er í 9. bekk, fari þeir í undirbúning und- ir nýtt kerfi,“ sagði ráðherra, sem bætti við að mjög mikil áhersla yrði lögð á að allar breyt- ingar á starfi og starfstilhögun kennara yrðu gerðar í mikilli sátt. Málið yrði unnið á löngum tíma til að gefa öllum, bæði nem- endum og kennurum, tíma til að laga sig að breyttu skólakerfi. jss@frettabladid.is UNA MARÍA ÓSKARSDÓTTIR Á leið um landið til að fjölga framsóknar- konum. LOKAÐ Á FÖSTUDAGINN Tengi ehf. verður lokað föstudaginn 17. sept. vegna árshátíðar starfsmanna. Við opnum aftur mánudaginn 20. sept. kl. 08.00 Viðskiptavinir athugið ! RÚSSLAND, AP Skólar í Beslan í Norður-Ossetíu hófu kennslu á ný í gær eftir að hafa verið lokaðir í tvær vikur, eða allt síðan eitt þús- und manns voru teknir í gíslingu í einum þeirra. Tæplega 350 manns, stærsti hlutinn börn, lét- ust í uppgjöri hersins og gísla- tökumannanna. Þau börn sem sluppu ómeidd frá gíslunum þurftu ekki að mæta í skólann. Fjöldi foreldra annarra barna hélt börnum sínum einnig heima, enn hræddir um að hryðju- verkamenn létu til skarar skríða á ný. Mínútuþögn var í öllum skól- unum áður en kennsla hófst til að minnast fórnarlamba gíslatökunn- ar. Lögreglumenn og hermenn fóru í eftirlitsferðir um skólana áður en kennsla hófst til að ganga úr skugga um að engin hætta væri ferðum og engar sprengjur faldar. Ströng öryggisgæsla var síðan meðan kennsla fór fram. Alls eru 329 börn, konur og menn enn á sjúkrahúsi. Af þeim eru 122 í Moskvu en 209 í Norður- Ossetíu. Flestir þeirra sem eru á sjúkrahúsinu í Moskvu eru illa haldnir og um fimmtíu þeirra eru enn í lífshættu. ■ Ströng öryggisgæsla var við skólana í Norður-Ossetíu: Kennsla hafin á ný í Beslan AFTUR Í SKÓLANN Foreldrar fylgdu börnum sínum í skólana í Beslan í gær þegar kennsla hófst á ný tveim vikum eftir gíslatökuna. BREYTINGAR Á SKÓLAKERFI Námsefni í grunnskólum verður aukið í einhverjum mæli samfara styttingu námstíma til stúdentsprófs. Menntamálaráðherra segir nægilegt svigrúm innan grunnskólans til þess. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 14-15 15.9.2004 21:32 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.