Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 18
18 16. september 2004 FIMMTUDAGUR NÝTT VOPN Breskir lögregluþjónar munu hér eftir ganga með rafmagnsbyssur á sér. Þetta var tilkynnt í gær eftir að rannsóknir höfðu sýnt að mjög litlar líkur eru á að byssan valdi dauða. Byssan er bandarískrar gerðar og hefur verið í prufu síðan í apríl. Opinber stefna í Þýskalandi: Fólk hætti að nota vafra frá Microsoft TÖLVUR OG TÆKNI Öryggisskrifstofa upplýsingatækni í Þýskalandi (Bundesamt für Sicherheit in der Informationstechnik) leggur til að fólk hætti að nota Microsoft Inter- net Explorer-vafrann og noti frek- ar aðra valkosti. Fyrr á árinu lagði bandarísk stofnun um upplýsingatækni- öryggi (US-CERT), sem starfar innan öryggisráðuneytis heima- haga (Department of Homeland Security), það sama til, en á þetta er bent í tilkynningu norska vafrafyrirtækisins Opera Software. Þar er Opera-vafranum flagg- að sem hentugum valkosti. „Hug- búnaðarveilur er að finna í öllum forritum, en ekki er nokkur vafi á að þétt samtvinnun Microsoft á vafra og stýrikerfi, ásamt því að nota tækni á borð við ActiveX og Visual Basic, dregur úr öryggi allra notenda hugbúnaðar fyrir- tækisins,“ segir Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri Opera Software. „Í Opera-vafran- um finna áhyggjufullir notendur Microsoft betri valkost í stað Internet Explorer og Outlook Express.“ ■ Tíu konur hafa gegnt ráðherraembættum á Íslandi – eitthundrað og sjö karlar: 107 karlar – 10 konur STJÓRNMÁL Eitthundrað og sautján manns hafa gegnt ráðherradómi á Íslandi frá því að heimastjórn fékkst árið 1904. Framan af sat aðeins einn ráðherra í senn en 1917 var fyrsta eiginlega ríkis- stjórn landsins mynduð og sátu í henni fjórir karlmenn. Sú ríkis- stjórn sem nú er við völd er sú þrítugasta og sjöunda í röðinni. Mikill fjöldi ráðherranna sat, eða hefur setið, í fleiri en einni ríkis- stjórn. Sumir raunar í fjölmörg- um stjórnum. Sigríður Anna Þórðardóttir, sem varð umhverfisráðherra í gær, er tíunda konan til að verða ráðherra. Auður Auðuns varð fyrst kynsystra sinna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi, en hún var dómsmálaráðherra í eitt ár. Athyglisvert er að konur hafa setið í helmingi ráðuneyta stjórn- arráðsins en sex ráðherraembætt- um hafa konur aldrei gegnt. Það eru embætti forsætis-, fjármála-, landbúnaðar-, samgöngu-, sjávar- útvegs- og utanríkisráðherra. Fimm þessara kvenráðherra hafa komið úr Sjálfstæðisflokkn- um, þrír úr Framsóknarflokki og tveir úr Alþýðuflokki. ■ Dagblöðin á Kúbu: Castro sigrar Ívan HAVANA, AP Forsíður beggja dag- blaðanna á Kúbu í gær voru upp- fullar af efni um fellibylinn Ívan grimma sem fór meðfram strönd landsins en eyðilagði ekki nærri jafn mikið og óttast hafði verið. Blöðin greina ekki frá mann- legum raunum eða eyðilegging- unni sem þó varð heldur þætti Fidels Castro í hamförunum. Blöð- in segja að Castro hafi sameinað þjóðina, sem stóð frammi fyrir gríðarmikilli hættu. Þá finnst þeim mikið um að Castro hafi heimsótt héraðið Pinar del Rio, sem talið var í hvað mestri hættu, á sama tíma og Ívan nálgaðist. ■ Landsbyggðin: Unglingar með fíkniefni LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Húsa- vík handtók þrjár stúlkur í fyrrakvöld, grunaðar um neyslu kannabisefna. Stúlkurnar eru um sextán ára gamlar. Í kjölfar- ið var gerð leit í þremur húsum á Húsavík. Málið telst upplýst. Lögreglan á Egilsstöðum hand- tók mann um tvítugt á föstu- dagskvöldið, grunaðan um vörslu fíkniefna. Þrír aðrir voru handteknir heima hjá mannin- um á meðan húsleit fór fram. Þar fundust fimm grömm af hassi og tól til neyslu. Maðurinn viðurkenndi að eiga efnin og telst málið upplýst. ■ AUÐUR AUÐUNS Dómsmálaráðherra 1970-1971 Sjálfstæðisflokki RAGNHILDUR HELGADÓTTIR Menntamálaráðherra 1983-1987 Sjálfstæðisflokki INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Heilbrigðisráðherra 1995-2001 Framsóknarflokki SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra 1999-2004 Framsóknarflokki SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Dómsmálaráðherra 1999-2003 Sjálfstæðisflokki ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra frá 2003 Sjálfstæðisflokki SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Umhverfisráðherra frá 2004 Sjálfstæðisflokki VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1999 Framsóknarflokki JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Félagsmálaráðherra 1987-1994 Alþýðuflokki RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Félagsmálaráðherra 1994-1995 Alþýðuflokki JÓN S. VON TETZCHNER Íslenskur forstjóri Opera Software sætir lagi og hampar eigin vafra þegar öryggis- stofnanir leggja til að fólk hætti að nota IE-vafra Microsoft. Heimasíða norska hug- búnaðarfyrirtækisins er opera.com. HÚSAVÍK Þrjár stúlkur voru handteknar vegna fíkniefnaneyslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Félagsmálaráðuneytið: Hrókeringar ATVINNUMÁL Nýr ráðuneytisstjóri, Ragnhildur Arnljótsdóttir, hefur hafið störf í félagsmálaráðuneyt- inu. Hermann Sæmundsson, sem var settur ráðuneytisstjóri þar um nokkurt skeið og einn þeirra sem sóttu um starf ráðuneytis- stjóra, hverfur til starfa erlend- is, að því er fram kemur í frétt frá félagsmálaráðuneytinu. Her- mann mun starfa sem fulltrúi fé- lagsmálaráðuneytisins og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins í sendiráði Íslands í Brussel. ■ RAGNHILDUR ARNLJÓTSDÓTTIR Sest í stól ráðuneytisstjóra. KONUR KARLAR 107 KARLAR 10 KONUR 18-19 15.9.2004 19:54 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.