Fréttablaðið - 16.09.2004, Page 18

Fréttablaðið - 16.09.2004, Page 18
18 16. september 2004 FIMMTUDAGUR NÝTT VOPN Breskir lögregluþjónar munu hér eftir ganga með rafmagnsbyssur á sér. Þetta var tilkynnt í gær eftir að rannsóknir höfðu sýnt að mjög litlar líkur eru á að byssan valdi dauða. Byssan er bandarískrar gerðar og hefur verið í prufu síðan í apríl. Opinber stefna í Þýskalandi: Fólk hætti að nota vafra frá Microsoft TÖLVUR OG TÆKNI Öryggisskrifstofa upplýsingatækni í Þýskalandi (Bundesamt für Sicherheit in der Informationstechnik) leggur til að fólk hætti að nota Microsoft Inter- net Explorer-vafrann og noti frek- ar aðra valkosti. Fyrr á árinu lagði bandarísk stofnun um upplýsingatækni- öryggi (US-CERT), sem starfar innan öryggisráðuneytis heima- haga (Department of Homeland Security), það sama til, en á þetta er bent í tilkynningu norska vafrafyrirtækisins Opera Software. Þar er Opera-vafranum flagg- að sem hentugum valkosti. „Hug- búnaðarveilur er að finna í öllum forritum, en ekki er nokkur vafi á að þétt samtvinnun Microsoft á vafra og stýrikerfi, ásamt því að nota tækni á borð við ActiveX og Visual Basic, dregur úr öryggi allra notenda hugbúnaðar fyrir- tækisins,“ segir Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri Opera Software. „Í Opera-vafran- um finna áhyggjufullir notendur Microsoft betri valkost í stað Internet Explorer og Outlook Express.“ ■ Tíu konur hafa gegnt ráðherraembættum á Íslandi – eitthundrað og sjö karlar: 107 karlar – 10 konur STJÓRNMÁL Eitthundrað og sautján manns hafa gegnt ráðherradómi á Íslandi frá því að heimastjórn fékkst árið 1904. Framan af sat aðeins einn ráðherra í senn en 1917 var fyrsta eiginlega ríkis- stjórn landsins mynduð og sátu í henni fjórir karlmenn. Sú ríkis- stjórn sem nú er við völd er sú þrítugasta og sjöunda í röðinni. Mikill fjöldi ráðherranna sat, eða hefur setið, í fleiri en einni ríkis- stjórn. Sumir raunar í fjölmörg- um stjórnum. Sigríður Anna Þórðardóttir, sem varð umhverfisráðherra í gær, er tíunda konan til að verða ráðherra. Auður Auðuns varð fyrst kynsystra sinna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi, en hún var dómsmálaráðherra í eitt ár. Athyglisvert er að konur hafa setið í helmingi ráðuneyta stjórn- arráðsins en sex ráðherraembætt- um hafa konur aldrei gegnt. Það eru embætti forsætis-, fjármála-, landbúnaðar-, samgöngu-, sjávar- útvegs- og utanríkisráðherra. Fimm þessara kvenráðherra hafa komið úr Sjálfstæðisflokkn- um, þrír úr Framsóknarflokki og tveir úr Alþýðuflokki. ■ Dagblöðin á Kúbu: Castro sigrar Ívan HAVANA, AP Forsíður beggja dag- blaðanna á Kúbu í gær voru upp- fullar af efni um fellibylinn Ívan grimma sem fór meðfram strönd landsins en eyðilagði ekki nærri jafn mikið og óttast hafði verið. Blöðin greina ekki frá mann- legum raunum eða eyðilegging- unni sem þó varð heldur þætti Fidels Castro í hamförunum. Blöð- in segja að Castro hafi sameinað þjóðina, sem stóð frammi fyrir gríðarmikilli hættu. Þá finnst þeim mikið um að Castro hafi heimsótt héraðið Pinar del Rio, sem talið var í hvað mestri hættu, á sama tíma og Ívan nálgaðist. ■ Landsbyggðin: Unglingar með fíkniefni LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Húsa- vík handtók þrjár stúlkur í fyrrakvöld, grunaðar um neyslu kannabisefna. Stúlkurnar eru um sextán ára gamlar. Í kjölfar- ið var gerð leit í þremur húsum á Húsavík. Málið telst upplýst. Lögreglan á Egilsstöðum hand- tók mann um tvítugt á föstu- dagskvöldið, grunaðan um vörslu fíkniefna. Þrír aðrir voru handteknir heima hjá mannin- um á meðan húsleit fór fram. Þar fundust fimm grömm af hassi og tól til neyslu. Maðurinn viðurkenndi að eiga efnin og telst málið upplýst. ■ AUÐUR AUÐUNS Dómsmálaráðherra 1970-1971 Sjálfstæðisflokki RAGNHILDUR HELGADÓTTIR Menntamálaráðherra 1983-1987 Sjálfstæðisflokki INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Heilbrigðisráðherra 1995-2001 Framsóknarflokki SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra 1999-2004 Framsóknarflokki SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Dómsmálaráðherra 1999-2003 Sjálfstæðisflokki ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra frá 2003 Sjálfstæðisflokki SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Umhverfisráðherra frá 2004 Sjálfstæðisflokki VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 1999 Framsóknarflokki JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Félagsmálaráðherra 1987-1994 Alþýðuflokki RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Félagsmálaráðherra 1994-1995 Alþýðuflokki JÓN S. VON TETZCHNER Íslenskur forstjóri Opera Software sætir lagi og hampar eigin vafra þegar öryggis- stofnanir leggja til að fólk hætti að nota IE-vafra Microsoft. Heimasíða norska hug- búnaðarfyrirtækisins er opera.com. HÚSAVÍK Þrjár stúlkur voru handteknar vegna fíkniefnaneyslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Félagsmálaráðuneytið: Hrókeringar ATVINNUMÁL Nýr ráðuneytisstjóri, Ragnhildur Arnljótsdóttir, hefur hafið störf í félagsmálaráðuneyt- inu. Hermann Sæmundsson, sem var settur ráðuneytisstjóri þar um nokkurt skeið og einn þeirra sem sóttu um starf ráðuneytis- stjóra, hverfur til starfa erlend- is, að því er fram kemur í frétt frá félagsmálaráðuneytinu. Her- mann mun starfa sem fulltrúi fé- lagsmálaráðuneytisins og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins í sendiráði Íslands í Brussel. ■ RAGNHILDUR ARNLJÓTSDÓTTIR Sest í stól ráðuneytisstjóra. KONUR KARLAR 107 KARLAR 10 KONUR 18-19 15.9.2004 19:54 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.