Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 37
Humarveisla á Argentínu Fjórréttaður Humarseðill Humar risotto með sellerífroðu og humarsósu Humar og villisveppa tagliatelle með skelfisksósu Nauta Entrécote með grilluðum humarhölum “Surf´n turf” Tveggja laga súkkulaðimús með jógúrtís. Dökk mús krydduð anis og vanillu, ljós mús krydduð kanil og kardimommum Kr. 5.900.- Valin vín frá Ernest & Julio Gallo og Peter Lehmann með kvöldverði kr. 2.700- Borðapantanir í síma 551 9555 eftir kl. 14:00 e-mail salur@argentina.is Erum byrjuð að taka frá fyrir jólahlaðborð. Sjáið leikhústilboð Argentínu á www.argentina.is 24 16. september 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF... Sýningu Íslenskrar kvenna- hreyfingar í Þjóðarbókhlöðunni sem lýkur sunnudaginn 20. sept- ember. Myndlistarsýn- ingu Maríu Molodykh í sýn- ingarsal B&L, Grjóthálsi 1-3. Stendur út vikuna. Tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld. Á efnisskránni eru Gríma eftir Jón Nordal, Fiðlukonsert eft- ir John Adams og Vorsinfónían eftir Robert Schumann. Sýningu Kjartans Guðjóns- sonar myndlistarmanns á Veggn- um í Mirale Grensásvegi 8. Skáldsögur Sjóns Augu þín sáu mig og Með titr- andi tár hafa komið út á Norðurlöndum á undan- förnum misserum og fengið lofsamlega dóma. Fyrr á árinu kom Augu þín sáu mig út hjá finnska forlaginu. „Bókin er alger sagnapakki,“ skrifar Janna Kantola, gagnrýnandi Helsingin Sanomat, og bætir við að gróteskur heimur henn- ar, þar sem ekkert mannlegt er óviðkomandi, minni að nokkru leyti á kvikmyndir danska leik- stjórans Lars von Trier. Markku Soikkeli hjá Portti hrósar Sjón fyrir frumlegan stíl, sem hafi „truflandi markmið í sjálfum sér – og er afskaplega heill- andi“. Lofsamlegustu ummælin er þó að finna hjá Paulu Rönni í Kiiltomato en hún fjallar meðal ann- ars um þær goðsögulegu víddir sem búi í frásögn- inni. Síðan segir hún: „Uppáfinningasemi Sjóns og mannúðin, sem greina má að baki hæðninni, gera það að nautn að lesa þessa skáldsögu.“ Með titrandi tár kom út hjá sænska forlaginu AnammaAlfabeta í vor. Andreas Brunner skrifar um bókina í Sydsvenska Dagbladet og líkir Sjón þar við húmorista á borð við Kafka og Búlgakov og segir að Með titrandi tár sé „blessunarlegur hrærigrautur af goðsögum og ævintýrum, draumsýnum og hvers- dagslegum fáránleika. Hin magn- aða spunalist Sjóns víkkar sjónarsvið lesandans.“ Caroline Alesmark ber Augu þín sáu mig saman við Með titrandi tár og telur síð- ara verkið standa hinu fyrra fyllilega á sporði, það sé „snjallt, nær- göngult og af- skaplega skemmtilegt“ og Per Tviksta hjá VLT klikkir út með: „Með titrandi tár“ var fyrir mig eitt af lestrarævin- týrum ársins!“ Hefur ekkert fyrir þessu KL. 19.00 Hinn útvaldi, eftir Gunnar Helgason. Frumsýning í Loftkastalanum í kvöld klukkan 19.00. Leikarar: Valur Freyr Einarsson, Jón Páll Eyjólfsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Þórunn Lárusdóttir. Leila Josefowics leikur Fiðlukonsert eftir John Ad- ams, mjög flókið verk, bæði tæknilega og ryþmiskt. „Hún er frábær fiðluleikari,“ segir Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari um Leilu Josefowicz, sem er einleikari á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í kvöld, og bætir við: „Það er svo mikil sam- keppni í heiminum í dag, svo mik- ið af ungu fólki sem er frábært að maður er ekkert uppveðraður þótt komi nýr og nýr og betri og betri hljóðfæraleikari – en þessi stúlka er einstök. Hún hefur gífurlegt vald á hljóðfærinu og á þessu erf- iða verki sem er mjög flókið, bæði tæknilega og ryþmiskt. En það er eins og hún hafi ekkert fyrir þessu. Hver nóta er á sínum stað og allt mjög flott. Hún kemur af- skaplega látaust, elskulega og eðli- lega fyrir og það er mjög gaman að vinna með henni. Það er ekki alltaf gefið að hljómsveitir undir- búi sinn þátt verksins áður en ein- leikarinn mætir á svæðið, en það höfðum við hins vegar gert og Leila var mjög ánægð með okkur.“ Sem sagt allt útlit fyrir eftir- minnilega tónleika í kvöld með undrabarninu Leilu Josefowicz. Þegar Leila komst á táningsald- ur hafði hún leikið fyrir fleiri fyrir- menni og heimsfrægar stjörnur en flestir hljóðfæraleikarar komast í tæri við á heilli ævi, enda verður undrabarn sem elst upp í Los Ang- eles gjarnan vinsæll skemmtikraft- ur í veislum fína og fallega fólks- ins. En Leila hált ró sinni og þróast frá barnastjörnu í fullþroska lista- mann. Í dag er hún á miðjum þrí- tugsaldri og á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér í krafti glæsilegrar spilamennsku og spennandi verkefnavals. Leila sló í gegn sextán ára göm- ul þegar hún hlaut hinn eftirsókn- arverða Avery Fisher-styrk, kom í fyrsta sinn fram í Carnegie Hall og skrifaði undir plötusamning við Philips Classics. Fyrsti diskurinn hennar hafði að geyma konserta Tsjajkovskíjs og Sibeliusar. Ferill- inn var kominn á fullan skrið. Vegna anna við tónleikahald hafði Leila ekki tíma til að vera viðstödd útskrift sína frá Curtis Institute of Music. Undanfarin ár hefur Leila Josefowicz leikið með flestum virtustu sinfóníuhljómsveitum heims og félagar hennar á kamm- ertónlistarsviðinu eru meðal ann- arra Martha Argerich, András Schiff, Mitsuko Uchida, Truls Mörk og Mischa Maisky. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30, hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba. ! menning@frettabladid.is Eitt af lestrarævintýrum ársins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Guðleg tengsl Leiksýningin Tenórinn eftir Guð- mund Ólafsson, sem sýnd var í Iðnó allt síðasta leikár, kemur nú aftur á fjalir leikhússins við Tjörn- ina, en í millitíðinni hefur það gerst að hann, Tenórinn, var sæmdur gullmerki Tenórafélags Kórs Langholtskirkju síðastliðið vor. Gullmerkið er aðeins veitt ör- fáum útvöldum og þykir einhver mesti heiður sem tenórsöngvara getur hlotnast á lífsleiðinni, eins og segir í fréttatilkynningu. Tenórsöngvarinn gerist á einum og hálfum klukkutíma í búnings- herbergi ónefnds tónlistarhúss þar sem söngvarinn, sem hefur dvalið langdvölum í útlöndum, og undir- leikari hans eru að búa sig undir tónleika. Upphitun þeirra og undirbún- ingur tekur á sig undarlegustu króka bæði til fortíðar og framtíð- ar og kemur ýmislegt í ljós þegar skyggnst er ofan í sálarkirnu söngvarans ekki síður en í ferða- tösku hans. Í tónlist er víða leitað fanga svo sem hjá rússneskum karlakór, há- værum sópransöngkonum og rass- síðum röppurum. Auk þess í hjarn- björtum íslenskum tenórsöngvum, amerískum söngleikjum, ítölskum slögurum og óperuaríum. Hlutverk Tenórsins er í höndum Guðmundar Ólafssonar, undirleik- ari er Sigursveinn Kr. Magnússon, Sigrún Edda Björnsdóttir er rödd eiginkonu og leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson. ■ GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Tenórinn undirbýr sig fyrir tónleika í búningsher- bergi ónefnds tónlistarhúss. Tenórinn snýr aftur í Iðnó LEILA JOSEFOWICZ Undrabarnið sem hélt ró sinni. Yolngu-frumbyggjar frá Ástralíu kynna tónlist sína á tónleikum í Salnum annað kvöld, föstudaginn 17. september. Tónlistarhúsi Kópavogs. Yolngu er orð úr stað- bundinni mállýsku og þýðir „fólk“. Yolngu-fólkið býr á Miwati-svæði í Norðaustur-Ástr- alíu. Innan svæðisins eru sextán mismunandi Yolngu-ættbálkar og hefur hver ættbálkur eigið tungu- mál, eða mállýsku, og guðleg tengsl. Yolngu-frumbyggjarnir sýna hefðbundna opinbera athöfn á tónleikunum en tónlistin og dans- inn sem Yolnguarnir flytja eru að öllum líkindum elstu söng- og dansathafnir sem til eru í heimin- um í dag. Þeir leika á Yidaki sem er heilagt hljóðfæri frumbyggja. Yidaki hefur andlega og hátíð- lega merkingu fyrir Yolngu-fólk. Það þjónar óaðskiljanlegu hlut- verki sem hrynhljóðfæri með söng- og dansathöfnum frum- byggja en ástralskir frumbyggjar viðhalda meninngu sinni með há- tíðarsöng og danshátíðum. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 20.30, koma einnig fram íslensku tónlistarmennirnir Hilm- ar Örn Hilmarsson, Steindór And- ersen, Diddi fiðla, Kristín Erna Blöndal, Elfa Ingvadóttir og Eþols-strengjakvartettinn. ■ YOLNGU-FRUMBYGGJAR Viðhalda menningu sinni með hátíðarsöng og danshátíðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 36-37 (24-25) Menning 15.9.2004 16:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.