Fréttablaðið - 16.09.2004, Page 1

Fréttablaðið - 16.09.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR EVRÓPULEIKUR Í LAUGARDAL FH-ingar taka í kvöld á móti Alemannia Aachen í Evrópukeppni félagsliða. Leikur- inn, sem verður á Laugardalsvellinum, hefst klukkan 20.30. DAGURINN Í DAG LÆGIR SUNNAN TIL EFTIR HÁDEGI Hvassviðri eða stormur í fyrstu og mikil rigning. Skúrakenndari eftir hádegi á suðurhluta landsins. Milt. Sjá síðu 6 16. september 2004 – 253. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tíska ● heimili Á notalegt herbergi Hrafnkell Diego: ● real madrid steinlá en rómverjar eru enn verr staddir Blóðugur dómari flautaði leikinn af Meistardeild Evrópu í fótbolta: ▲ SÍÐA 30 ÓLÍK NÁLGUN Grundvallarmunur er á nálgun ESB og Íslands varðandi meðafla og brottkast. Sjómenn ESB eru skikkaðir til að kasta frá borði fiski sem er undir viðmiðun- armörkum. Sjá síðu 2 84 PRÓSENT TIL RÍKISINS Af hverri Absolut vodkaflösku sem kostar 2.880 krónur í vínbúð tekur ríkið 2.419 krónur í skatt. Skatthlutfall í öðrum tegundum er einnig hátt. Sjá síðu 6 SLÁTURHÚSIN Í BÓNDABEYGJU Deilt um greiðslur sláturhúsa fyrir lamba- kjöt. Bændur telja sig ekki njóta hagræð- ingar. 245 milljóna króna greiðsla Bænda- samtakanna til sláturhúsa ófrágengin vegna þessa. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 BT bæklingurinn fylgir blaðinu í dag 36%50% VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNMÁL „Þetta er mikilvægasta embætti þjóðarinnar, hver sem fer í það starf hlýtur að standa á hátindi ferils síns,“ sagði Halldór Ásgrímsson þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneyt- inu af Davíð Oddssyni. „Þetta er nú enginn nýgræðing- ur,“ sagði Davíð Oddsson um arf- taka sinn. „Þetta er maður sem hefur verið lengi í stjórnmálum. Þetta starf gengur út á það að sýna festu, aga og sanngirni í hæfilegri blöndu. Mér hefur kannski ekki alltaf tekist það en ég hef haft það að leiðarljósi.“ Davíð afhenti Halldóri lykla að stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu og jafnframt að forsætisráðherra- bústaðnum á Þingvöllum að við- stöddum fjölmiðlum síðdegis í gær. Ríkisráð var boðað til fundar á Bessastöðum klukkan eitt í gær og þar lét síðasta ráðuneyti Davíðs Oddssonar formlega af völdum. Forseti Íslands stýrði síðan ríkis- ráðsfundi ráðuneytis Halldórs Ás- grímssonar. Fyrir utan stólaskipti þeirra Davíðs vék Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra úr stjórninni fyrir Sigríði Önnu Þórðardóttur. Þar með er ríkisstjórnin skipuð fimm framsóknarmönnum í stað sex áður. Sjálfstæðisráðherrunum fjölgar um einn og eru nú sjö og hafa aldrei verið fleiri ráðherrar í ríkisstjórn úr einum og sama flokki. a.snaevarr@frettabladid.is Sjá síðu 8 Veldu ódýrt bensín Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag Bann við fjárfestingu: Ekki í þágu útvegsins VIÐSKIPTI Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar, telur vafa- samt að sjávarútveginum sé greiði gerður með því að hindra erlenda fjárfesta í að kaupa sig inn í greinina. Íslensk útrásarfyrirtæki hafa fyrst og fremst komið úr öðrum atvinnugreinum en sjávarút- vegi. Þórður telur útrásarfyrir- tækin afar mikilvæg fyrir Kauphöllina og efnahagslífið í heild. Hann telur að menn eigi að fara varlega í því að sníða at- vinnulífinu þrengri stakk. Frels- ið hafi skapað möguleika til vaxtar og útrásar. Sjá síðu 26 70 MÍNÚTUR Auddi, Sveppi og Pétur eru að fara að hætta á Popptívi. Popptívi: 70 mínútur hætta SJÓNVARP Sjónvarpsþátturinn 70 mínútur á Popptívi lýkur göngu sinni í lok desember en þá verður þúsundasti þátturinn sýndur. Að sögn Auðuns Blöndal, eins af þáttastjórnendum 70 mínútna, rennur samningur þeirra félaga út um áramót og vilja þeir reyna fyrir sér á öðrum slóðum. Sjá síðu 42 TÍMAMÓT Í STJÓRNMÁLUM Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við lyklavöldunum í stjórnarráðinu af Davíð Odds- syni. „Er bara opið?“ spurði Davíð Halldór þegar í ljós kom að Halldór hafði enga lykla meðferðis að utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sátt við kennara er ekki í sjónmáli Gangi viðræður sveitarfélaga og kennara með sama hætti og undan- farna daga er viðbúið að verkfall skelli á, segir ríkissáttasemjari. Skóla- stjórnandi segir kennara vinna meira en geta ekki sýnt fram á það. KJARAMÁL Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefáns- son ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Frétta- blaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjara- samningur hafi minnkað sveigjan- leika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raun- veruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niður- stöðu kjaraviðræðnanna í hendi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningaviðræðunum frá því í maí. „Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðurstöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áfram- haldið verður,“ segir Ásmundur. „Það er vilji að hálfu beggja að leysa málið. Hvort menn nái sam- an er óvíst.“ Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá for- eldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna. gag@frettabladid.is Sjá síðu 4 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra: Stendur á hátindi ferilsins 01 15.9.2004 22:16 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.