Tíminn - 02.10.1973, Qupperneq 1

Tíminn - 02.10.1973, Qupperneq 1
IGNIS FRYSTIKISTUR ’T*T MÍ&—'J RAFTÖRG SÍMI: 26660 RAFI0JAN SIMI: 19294 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Þrír stjórnarmenn voru andvígir atriðum í yfirlýsingu VI* Nöfn þeirra voru samt sett undir yfirlýsingu róðsins! EJ—Reykjavík — í slðustu viku birtist i dagblöðunum yfirlýsing, „undirrituð” af öllum stjórnar- mönnum I Verzlunarráði islands, þar sem lagzt var ákveðið gegn stjórnmálaslitum við Breta. Nú hefur komið i ljós, að nöfn sumra stjórnarmannanna voru sett undir yfirlýsinguna, þótt þeir hefðu lýst því yfir á stjórnarfund- inum, að þeir væru andvigir vissum atriöum i yfirlýsingunni! Yfirlýsing Verzlunarráðs, sem birt var hér I blaðinu á laugar- daginn, var dagsett 26. september og voru nöfn allra stjórnar- manna, 13 að tölu, undir henni. Blaðið frétti hins vegar i gær, að a.m.k. fulltrúar iðnrekenda i stjórninni, en þeir eru þrir, — Gunnar J. Friðriksson formaður Félags isl. iðnrekenda, Davið Sch. Þorsteinsson og Haukur Eggertsson — hafi mótmælt þvi við Verzlunarráðið, að nöfn þeirra voru sett undir ályktunina, þar sem þeir hafi lýst yfir and- Framhald á bls. 19 Hefjast fastar flug ferðir til AAývatns? JI—Reykjahlið — I gær kom hingað Tvin Otter flugvél flug- félagsins Vængja, en það er 19 farþega vél, sem félagið keypti i sumar. Erindi þeirra Vængja- manna var að kanna hér að- stæður með það fyrir augum að hefja áætlunarflug hingað, ef leyfi yfirvalda fæst til þess. Flugvélin settist á flugvöllinn við Reykjahliö, en hann var gerður árið 1956 og er með einni tæplega 600 metra langri braut og annarri um 350 metra langri. Allmargir Mývetningar voru viðstaddir komu vélarinnar. m.a. Bóas Gunnarsson, vara- oddviti, en upphaflegt tilefni þess, að Vængir ihuga nú áætlunarflug til Mývatns er bréf, sem sveitarstjórinn hér sendi félaginu á síðastaári, þar sem óskað var eftir að þetta yrði athugað. 1 gær var öllum viðstöddum boðið i flugferð yfir Mývatns- sveit. Fór vélin alls þrjár ferðir viö mikla ánægju þátttakenda, ekki sizt þeirra yngstu. Það vakti athygli viðstaddra, hve aðbúnaður farþega er góöur I flugvélinni, og hve ör- stutta braut hún hotar til lend- ingar og flugtaks. Flugmönnunum leizt vel á flugvöllinn, og nú er það von Mývetninga, að hafnar verði fastar flugferðir hingað áður en langt um liður. Einar Ágústsson, utanríkisrdðherra, d allsherjarþinginu í gær: Aðgerðir Breta óþolandi EJ-Reykjavik.— Einar Agústs- son, utanríkisráðherra, flutti ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna i gær, og fjallaði þar m.a. um landhelgis- inálið og undirbúning hafréttar- ráðstefnunnar. Lagöi hann áherzlu á, að ástandið á tslands- miðum hefði stórversnað frá þvi hann fiutti ræðu á sama stað i fyrra „vcgna þess, að Bretar hafa haldiö áfram togveiðum sinum undir herskipavcrnd". 1 ræðu sinni sagði utanrikisráð- herra, að herskip Breta hefðu „samvinnu við brezkar orustu- flugvélar, sem fljúga yfir svæðið og skýra herskipunum frá stöðu Islenzkra varðskipa. Herskipin hafa þráfaldlega virt að vettugi alþjóðareglur um siglingar og siglt á varðskipin. Þetta sifellda ófriðarframferði hefur þegar leitt til manntjóns. Slikar aðgerðir eru ekki aðeins óþolandi, heldur gætu þær auðveldlega leitt til enn hörmulegri afleiöinga. Rikis stjórn Islands hefur þráfaldlega mótmælt þessum hernaðarlegu aðgerðum og krafizt þess, að her- skipin verði þegar i stað kvödd á brott. Hingað til hefur verið dauf- heyrzt við þeim kröfum. tslenzka rikisstjórnin hefur tilkynnt rikis- stjórn Bretlands, að verði þessum aðgerðum ekki hætt, muni hún neyðast til að slita stjórnmála- sambandi milli landanna. Vegna hinnar gömlu vináttu islenzku og brezku þjóðanna vona ég af einlægni, að ekki muni reynast nauðsynlegt að stiga þaö skref”, sagði ráðherrann. t þeim kafla ræðunnar, sem fjallaði um undirbúning hafréttar ráðstefnunnar, lagði ráðherra áherzlu á að „auðlindalögsaga strandrikja allt að 200 milum er meginstefna, sem nýtur vaxandi fylgis i öllum heimsálfum, svo sem skýrt kemur fram i tillögum og stefnuyfirlýsingum rikja á öllum svæðum heims — i Afriku, Asiu, Astra ;i, Kanada. Mið- og Suður-Amei ..;u og Evrópu. Þessi þróun er nú orðin svo máttug, að hún mun ekki stöðvast og verður ekki stöðvuð”. RÆÐA UTANRÍKISRÁÐHERRA ER BIRT í HEILD Á BLAÐSÍÐU 8 Kinvcrjar héldu hátiðlegan 24. þjóðhátiðardag sinn I gær.Kinverska sendiráðiö á islandi hélt af þvi tilefni mikla veizlu i Myndlistarhúsinu viö Miklatún. Var þangað boðið fjölda manns. A efri myndinni sést ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra heilsa sendiherra Kina á islandi, en á þeirri ncðri sést yfir veizlusalinn. (Timamynd: Gunnar). Sýslunef ndin: Atkvæða- greiðsla d Selfossi um Votmúla- kaupin SYSLUNEFND Arnessýslu ákvaðá fundi sin'um á laugar- daginn, að fram skyldi fara atkvæðagrciðsla meðal kjós- enda i Selfosshreppi um það, hvort þcir væru samþykkir eða andvigir kaupunum á Vot- múlalandi, sem svo mjög hafa verið umdeild og sem mikiil meirihluti skattborgara á Sel- fossi hefur mótmælt með undirskriftasöfnun. Samkvæmt samþykkt sýslu- nefndarinnar skal atkvæöa- greiðslan fara fram fyrir lok októbermánaðar, og hafa allir þeir, sem kosningarétt hafa samkvæmt kosningalögum.at- kvæbisrétt. —EJ Sjá mynd á bls. 13. Fjölmargir sækja um kennara stöður úti á landsbyggðinni! — gjörbreytt viðhorf, segja skólastjórar úti á landi MIKIL eftirspurn hefur verið um kennarastöður viða um land i sumar og haust. Blaðið hafði samband við nokkra skólastjóra úti á landi, og höfðu þeir yfirleitt sömu sögu að segja: margar umsóknir og fyrirspurnir höfðu borizt um lausar stöður. Við barnaskólann á Egils- stöðum voru auglýstar tvær lausar stöður til umsóknar, og um þær sóttu 10 manns, allir með kennaramenntun. Um þrjár lausar stööur við gagnfræðaskól- ann á Egilsstöðum bárust fimm umsóknir þar af kennarar með BA próf. Aðspurður, hvað ylli þessum fjölda umsókna, sagöi Ólafur Guðmundsson skólastjóri, að Egilsstaöir væru mjög mið- svæðis og flugsamgöngur góðar. Einnig sagöi Ölafur, að auðsjáan- lega væru mjög breytt viðhorf gagnvart dreifbýlinu siðustu árin og fólk hefði nú ekki lengur á móti að dvelja úti á landi. 10 umsóknir bárust um eina lausa stöðu við barna- og mið- skólann á Blönduósi, þar af einn með réttindi. Aðrir umsækjendur voru yfirleitt með stúdentspróf. Bergur Felixson, skólastjóri á Blönduósi, áleit, að mikiö heföi haft að segja að ibúö fylgdi stöð- unni. Aftur á móti kvað Bergur öllu verra að fá iþróttakennara út á land og hefur t.d. enginn fengizt ennþá á Blönduós. Angantýr Einarsson, skóla- stjóri á Raufarhöfn, sagði að 17 fyrirspurnir hefðu borizt um lausa kennarastöðu við barna- skólann á Raufarhöfn. Flestir umsækjendur voru með stúdentspróf. Angantýr sagði, að auöveldara væri að fá kennara út á land seinustu ár, enda greini- legt að fólk liti nú öðruvisi á bú- setu á landsbyggðinni. Einnig sagöi hann Raufarhöfn upp- gangsstað og samgöngur væru tiltölulega góðar. Nýtt skólahús- næði er á Raufarhöfn og góð aö- staða til kennslu. SVAR ÓLAFS JÓHANNESSONAR TIL EDWARDS HÉATH ER Á BLS. 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.