Tíminn - 02.10.1973, Page 3

Tíminn - 02.10.1973, Page 3
TÍMINN 3 SVAR ÓLAFS JÓHANNESSONAR TIL HEATHS: Skorar á Heath að kalla herskip og dráttarbáta út fyrir 50 mílna mörkin ÓLAFUR Jóhannesson, for- sætisráðherra, boðaði breska sendiherrann i Reykjavik á sinn fund kl. 16.00, föstudaginn 28. september og fékk honuni svarbréf sitt við bréfi Mr. Heath, forsætisráðherra Breta, varðandi fiskveiðideiiuna, og bað hann að koma þvi áfram til forsætisráðherrans. Svarbréfið er svohljóðandi: ,,Ég get að öllu leyti tekið undir þær djúpu áhyggjur, sem þér berið i brjósti út af þvi, hvernig fiskveiðideilan milli landa okkar hefur þróazt, og á hvern hátt hún hlýtur að skaða þá vináttu, sem um langan ald- ur hefur rikt milli þjóðanna beggja. Einnig get ég fullvissað yður um, að ég er mjög kviðinn vegna þeirrar hættu, sem mannslifum stafar af þvi ástandi, sem nú rikir á islenzku fiskimiðunum. 1 maimánuði siðast liðnum stóðu rikisstjórnir okkar i við- ræðum um bráðabirgða sam- komulag, „sem hefði gert okkur kleift að komast i gegnum næstu tvö árin, eða þar um bil, án þess aö til frekari vandræða kæmi á miðunum, og án þess að hafa áhrif á réttarstöðu hvors aðilans um sig”, eins og segir i bréfi yðar. Hinn 19. mai voru brezka flotanum hins vegar gefin fyrir- mæli um aö vernda brezka togara innan fiskveiðilögsögu Islands, og ég vil leggja áherzlu á að með þvi athæfi voru samningaviðræður stöðvaðar af brezku rikisstjórninni. Eins og margoft hefur verið tekið fram, bæði af minni hálfu og rikis- stjórnarinnar, þá getum við ekki haldið áfram samningavið- ræðum fyrr en brezku herskipin og dráttarbátarnir hafa horfið út fyrir fiskveiðimörkin. Ekki er unnt að taka upp aftur samn- ingaviðræður með hervald yfir höfði sér. Slikt væri engin jafn- ræðisaðstaða. 011 islenzka þjóðin var harmi slegin, er vélstjóri á einu varð- skipa okkar lét lifið i siðast liðn- um mánuði, en atburður á miðunum var óbeint valdur að dauða hans. Eftir aö þessi at- burður átti sér stað var rikis- stjórn yðar tilkynnt, hinn 11. þ.m., að ef herskip þau og dráttarbátar, sem rikisstjórn yðar hefur sent á miðin, héldu áfram hinu hættulega atferli sinu innan fiskveiðimarka okk- ar, þá myndi islenzka rikis- stjórnin ekki sjá sér fært annað en að slita stjórnmálasamskipt- um milli Islands og Stóra Bret- lands. Þvi miður hefur þetta hættulega atferli haldið áfram, eins og atburðir þeir, sem átt hafa sér stað á fiskimiðunum nú siðustu daga, bera vitni um. A fundi, sem haldinn var i gær, var þetta deilumál enn á ný tekið til umræðu og yfirvegunar af mér og meðráðherrum min- um, og skilaboð yðar voru tekin til vandlegrar athugunar. 1 stað þess að slita þegar i stað stjórn- málasamskiptum, var ákveðið að biða átekta til miðvikudags- ins 3. október n.k. Verði brezk herskip og dráttarbátar hins vegar ekki farin út fyrir 50 milna fiskveiðimörkin fyrir þann tima, þá sér islenzka rikis- stjórnin sig tilneydda til að láta áðurnefnda ákvörðun sina frá 11. september koma til fram- kvæmda. Ég met tillögu yðar varðandi modus vivendi. t þessu sam- bandi verð ég hins vegar að benda á, að ekki er annað mögu- legt en að islenzk lög gildi áfram á fiskimiðunum. Hvorki ég né neinn annar á tslandi gæti gefið yfirlýsingu, er gengi i gagn- stæða átt. Ég er yður sammála um mikilvægi þess að rikisstjórnir okkar finni einhverja leið til þess að komast úr núverandi sjálfheldu, ekki sizt vegna þess hve mikil hætta er á þvi að al- varlegir atburðir gerist á miðunum. Ég skora þvi ein- dregið á rikisstjórn yðar að kalla herskip sin og dráttarbáta út fyrir fiskveiðisvæði okkar, og væri þar með endurskapað það ástand, sem rikti fyrir 19. mai s.l. Ef til slita stjórnmálasam- skipta kemur, þá mun rikis- stjórn min reiðubúin til þess að taka þau samskipti upp á nýjan leik jafnskjótt og herskipin og dráttarbátarnir hafa farið út fyrir fiskveiðimörkin. Þær að- gerðir kynnu einnig að skapa það ástand, og það andrúmsloft, að hægt væri að hefja á nýjan leik viðræður milli rikisstjórna okkar um fiskveiðideiluna. Ég fullvissa yður um það, að ég hef ávallt haft mikinn áhuga á að leysa fiskveiðideilu okkar með samkomulagi til bráða- birgöa, er væri aðgengilegt fyrir báða aðila og þeim báðum til hagsbóta. Ólafur Jóhannesson” (sign) Reykjavik, 1. október 1973. Samþykkt Iðnþingsins: Endurvekjum virðingu verkmenntun „ENDURVEKJA þarf virðingu fyrir verklegri menntun og efla þarf áiit á iðnaðarstörfum. Iðnþingið telur, að óhóflegur þungi hafi verið lagður á uppbyggingu mcnntaskóla- og háskólanáms á kostnað verk- og tæknimenntunar og beri nú brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr til þcss að færa þau mól til skynsamlegra jafnvægis,” segir i samþykkt Iðnþings sem cinnig lýsti þvi yfir, að verkleg menntun hafi verið alger hornreka fjárveitingarvaldsins, og enginn skilningur hafi verið fyrir þvi, hvaða skynsamleg fjárfesting ó þvi sviði sé arðbær fyrir þjóð- félagið. 1200 hestar af heyi brunnu Um 11 leytið á sunnudags- morgun varð fólkið á bænum Skarðshóli i Miðfirði vart við reyk i hlöðunni. Ekki gátu bæjarbúar komið auga á neinn eld, en voru hræddir um að kviknað væri i. Farið var strax að bera hey úr hlöðunni. Það var ekki fyrr en um eitt leytið, sem eldur gaus svo upp úr þakinu. Slökkviliðið á Hvammstanga kom þá strax á staðinn og reyndi að ráða niðurlögum eldsins, ásamt fólki frá næstu bæjum. Gekk það heldur erfið- lega. Það var ekki fyrr en um fimm leytið i morgun sem búið var að komast fyrir eldinn. Um 1200 hestar af heyi voru i hlöðunni og mun mestur hluti þess hafa eyði- lagzt af eldi og vatni.Hlaðan mun einnig að mestu leyti hafa brunnið. Bóndi á Skarðshóli er Jón Pétursson. (Kris.) Mat á tjóni EINS og skýrt hefúr verið frá áður hefur borgarráð fengið dómkvadda menn til að kanna og meta tjón, sem varð i Reykjavik i ofviðrinu 22.-23. sept., þannig að aðilar, sem urðu fyrir tjóni eigi möguleika á fjárhagsaðstoð frá Bjargráðasjóði, skv. lögum nr. 8/1972 og samþykkt stjórnar sjóðsins 28. sept. Þeir aðilar, sem óska eftir mati, geta snúið sér simleiðis eða bréflega til Jóhannesar Magnússonar i skrifstofu borgarverkfræðings, Skúla- túni 2, simi 18000. Tekið verður á móti beiðnum mánu- daga til föstudaga kl. 10.00-12.00 og kl. 14.00-16.00, til og meö 19. október n.k. Mönnum er bent á að kynna sér tilkynningu stjórnar Bjargráðasjóðs um þessi mál, sem birzt hefur i dagblöðum. iðnþinginu lauk siðdegis á laugardag. Þingið var haldið i félagsheimili iðnaðarmanna i Hafnarfirði. Þingið afgreiddi hátt á annan tug mála, sem fyrir lágu, og gerðar voru margar sam- þykktir um hagsmunamál iðn- aðarins. 1 þinglok fóru fram stjórnarkjör og var Sigurður Kristinsson, málarameistari i Hafnarfirði, kjörinn forseti Landssambands iðnaðarmanna til næstu tveggja ára. Þingið ályktaði einnig um landhelgis- málið, og segir þar, að 35. Iðn- þing Islendinga lýsi yfir fullum stuðningi við markaða stefnu i landhelgismálinu. Jafnframt Klp-Reykjavik. Miklar vegaskemmdir urðu af völdum skriðufalla og úrfellis á Vestfjörðum um helgina. Á að minnsta kosti tveim stöðum urðu stór- skemmdir á vegum og voru þeir lokaðir i gær, að sögn Arnkels skorar iðnþingið á alla lands- menn að standa saman sem órofa heild, þar til sigur er unninn. Eitt veigamesta mál iðnþings- ins nú var álit fræðslunefndar um verk- og tæknimenntun. Þingið harmar mikinn seinagang i endurbótum á iönfræðslukerfinu og átelur harðlega, hve litlu fjár- magni er varið til uppbyggingar þess. Þingið bendir á, að á s.l. fimm árum hafi fjárveitingar til by g gin gar f r am k v æm d a á menntaskólastigi numið 218 mill- jónum, en á sama tima hafi fjár- veitingar til bygginga iðnskól- anna aðeins numið 58 millj. kr. Þingið gerði ennfremur tillögur Einarssonar hjá Vega- gerð rikisins. Hann sagði, að vitað væri um skemmdir á veginum innan við Rafnseyri við Arnarfjörð, en þar hafa skriður lokað veginum á nokkrum kafla. Búizt er við að viðgerð á þeim kafla ljúki í nótt, en 1 gærkveldi var jarðýta frá Þingeyri á leið á staðinn. Þá sagði hann, að skemmdir hefðu orðið á veginum i Gufudals- um 9 atriði, sem það telur að eigi að leggja til grundvallar laga- setningu um starfsfræðslu og veitingu starfsréttinda. Siðasta mál á dagskrá þingsins var stjórnarkjör i framkvæmda- og sambandsstjórn. Sigurður Kristinsson var einróma kjörinn forseti Landssambands iðnaðar- manna og varaformaður Þórður Gröndal, verkfræðingur. Aðrir i framkvæmdastjórn voru kjörnir: Gunnar S. Björnsson, Jón Sveins- son, Karl Maack, Gunnar Guð- mundsson, Arnfriður Isaksdóttir, Olafur Pálsson og Guðbjörn Guð- mundsson. Þrir iðnaðarmenn voru sér- staklega heiðraðir á þessu iðn- þingi, þeir Vigfús Sigurðsson, Ingólfur Finnbogason og Sigurður Hómsteinn Jónsson. Alit fræðslunefndar um verk- og tæknimenntun veröur birt i heild, siöar i blaðinu. sveit i Austur-Barðastrandar áyslu. Þar heföi grafizt frá ræsum og einnig féllu skriður á veginn þar. Vitað var um einn jeppa, sem komst þarna yfir við illan leik i gær, en annars er litið hægt að segja um þessar skemmdir eða aðrar, sem orðið hafa á vegum um helgina, að svo komnu máli. Auglýsící iTlmanum —hs- Vegaskemmdir d Vestfjörðum: Vegir lokuðust á tveimur stöðum vegna skriðufalla Svör Hermanns Guðmundssonar 1 septemberblaði Iönnem- ans birtist viðtal um væntan- lega kaupsamninga við Her- mann Guðmundsson, formann Hlifar I Hafnarfirði. Kafli úr þvi fer hér á eftir: — Nú hefur það heyrzt, að hið svokallaða atvinnulýðræði verði til umræðu i haust. Er það ekki nokkuð hæpið, þegar litið sem ekkert hefur vcrið fjallað um slikt stórmál úti i verkalýðsfélögunum? Sv.: Jú, það vil ég segja. Það þarf mikið meiri undir- búning. En hvaða mál verða það, sem verkalýðshreyfingin mun sctja á oddinn i væntanlegum samingaviðræðum? Sv.: Kröfurnar eru ekki fullmótaðar og hafa litið verið ræddar i verkalýðsfélögunum fram til þessa. Sjálfur hcld ég, aö brýnasta verkefnið vcrði að knýja fram hækkun á kaupi þeirra iægstlaunuðu. Eða ná fram kjarabótum, sem jafn- gilda verulegri kauphækkun. eins og breytingu á skattalög gjöfinni. Ilvert er þá álit þitt á af- skiptum rikisstjórnar á hverj- um tima af kjaramálum laun- þega? Sv.: Ég hef aldrei vcrið hrif- imi af þvi, þegar rikisvaldið hefur skipt sér af frjálsum samningum verkalýðshreyf- ingarinnar og atvinnurek- enda. Ilitt er samt sem áður staðreynd, að kjarasamningar cru svo viöamikiir og snerta svo mikið þjóðarbúið, að ríkis- valdiö kemur alltaf fyrr eða seinna inn i myndina. Nú er það vitað, að launa- mismunur er töluveröur með- al félaga Alþýðusambandsins. Veikir þetta ckki samtaka- mátt launþega? Sv.: Að sjálfsögðu. En þetta cr hlutur, sem erfitt er að komast hjá. Við höfum,eins og ég kom inn á áðan, reynt að hækka kaup þeirra lægstlaun- uöu. i síðustu samningum minnkaði bilið, cn þó vantar mikið á, aö tekizt hafi að brúa þetta bil cins og eðlilegt og sjálfsagt væri. Ef við tökum fiskiðnaöinn sem dæmi, þá höfum við á undanförnum árum reynt aö fá hækkun á kaupi fólks i fisk- iðnaðinum. En atvinnu- rekendur hafa barizt hart á móti. En nú liafa þau undur gerzt, að landssamtök at- vinnurekcnda, Samband is- lenzkra fiskframleiðenda, hef- ur gert samþykkt á aðalfundi sínum um nauösyn þess að kaup fiskverkafólks hækki. Má þvi ætla, að hægara verði að eiga við alvinnurekendur I þcssu efni en áður. Að lokum Ilermann. I sið- ustu samningum var samið til iveggja ára. Hver er þin reynsla af svo löngu samings- timabili? Sv.: Þetta 2ja ára samningstimabil, sem er aö visu uokkur nýlunda, hefur rcynzt vel að mínu mati. Það skapar festu i samskiptum launþega og atvinnurekenda. Astandið eins og það var áður, þegar staðiö var i samningum nær allt áriö, var nær óþol- andi. Min skoðun er sú, að reyna beri að semja til lengri tima en 1 árs i haust.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.