Tíminn - 02.10.1973, Síða 6

Tíminn - 02.10.1973, Síða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 2. október 1973. llclga Jónsdóttir og ólafur Tyrfingsson gáfu sér tima til að rétta úr bakinu augnablik, og leyfa Ijósmyndaranum að smella af mynd. Ljósmyndari Guðjón. Ólafur Tyrfingsson breiðir hér úr uppskerunni. Hann var ánægður með útkomuna, en fannst hafa verið óvenju mikið um arfa; sagðist á timabili i sumar hafa þurft að fara daglega til að reyta arfa. Skrifstofustúlka Stúlka með verzlunarskóla eða hliðstæða menntun óskast til starfa nú þegar. Æski- legt er að einhver reynsla sé fyrir hendi. Umsóknareyðublöð verða afhent að skrifstofu vorri að Haáleitisbraut 9, á skrifstofutima. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavíkurborgar. n:.i •/ f-v Starf við heyrnarmælingar ¥ Heyrnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur óskar að l'&j ráða stúlku með fóstrumenntun til starfa við heyrnar- mælingar. Umsóknir mcð upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur fyrir 15. október 1973. •VW Heilsuverndarstöð Reykjavikur. * „Ekkert gigtarmeðal að taka upp kartðflur KARTÖFLUTÍNSLA er í fullum gangi, og lætur fólk misvel af uppskerunni. í sumum görðum i Kópavogi eru grös löngu fallin, og fólk ber það ekki við að reyna að taka upp úr görðum sinum. Ann- ars staðar er fólk ánægtog heltað verr mundi fara vegna síðbúins sumars. Eftir frostnótt fóru blaðamaður og ljósmyndari Timans á stjá til að fylgjast með, hvernig upp- skeru sumarsins reiðir af. Heið- skirt veður var og sólskin. Litirn- ir i landslaginu óvenju hreinir og tærir. Eftir óveður i marga daga, naut maður enn betur veðurblið- unnar. Ferðinni var heitið i Borgar- mýrina, land sem bærinn leigir borgarbúum út til garðræktar. Fleiri virðast hafa heillazt af veðurbliðunni, þvi margt var um manninn i görðunum. Kannski var það vegna hræðslu við fleiri og harðari frostanætur. Helga og Guðrún Aðalsteins- dætur eru með garð i Borgarmýri 1. Þær eru ekki i fyrsta skipti i sumar á ferðinni til að taka upp. — Við komum hingað fyrir mánuði og tókum þá upp úr þeim hluta garðsins, sem við höfðum breytt plast yfir, en það koma miklu kartöflur og fyrr und- an þeim grösum, sem breitt er yfir, segir Helga og bætir við, að uppskeran sé léleg, mun verri i ár en siðasta ár. Ekki hafa pær systur reynt að rækta rófur eða annað grænmeti. — Við byrjuðum með það, en gáfumst upp. Ef það eru ekki rollur, sem vaða yfir landiðog eyðileggja alla uppsker- una, þá eru það menn. — Þær hafa haft þarna garð i 14 ár, en búast nú við þvi á hverju vori, að þeim verði ekki úthlutað lóð það árið. Áhugafólk um garðrækt á heldur fá griðlönd eftir. Fossvog- urinn, Korpúlfsstaðir og Laugar- dalurinn, ásamt fleiri svæðum, sem áður voru vinsæl til ræktun- ar, hafa nú verið lögð undir ibúðarbyggingar eða önnur mannvirki. Hjónin Helga Jónsdóttir og Ólafur Tyrfingsson hafa jafnan haft garðskika allt frá þvi árið 1942. — Við fáum hvergi griðland stundinni lengur, andvarpar Ólafur. Þetta er 6. staðurinn á 30 árum sem við erum á núna. Eitt sinn vorum við á Korpúlfsstöðum, við túnfótinn hjá Thor Jensen. Þau hjónin voru bara nokkuð ánægð með uppskeruna, fannst hún mun meiri en þau bjuggust við vegna slæms vors, þótt hún væri ekki eins góð og i fyrra. Þótt Helga (74 ára) og ólafur (78 ára) séu bæði komin af létt- asta skeiði, láta þau sig hafa það að bogra við kartöflutinslu á hverju hausti. Segja þó: — Þetta er nú ekkert gigtarmeðal. En þau eru ánægð með að fá tækifæri til að komast i tengsl við náttúruna. Margir garðeigendur leigja jarðhús hjá bænum sem kartöflu- geymslur, þvi of heitt er að geyma þær við venjulegan stofu- hita. Þessar geymslur eru fyrir ofan rafstöðina i Artúnsbrekk- unni. Ingibjörg Karlsdóttir er hörku- dugleg við tinsluna. Hún er þegar búin að taka upp 250 kg, sem hún hefur selt vinum og kunningjum. Býst hún við að fá annað eins i viðbót. Þetta er 3ja árið, sem hún hefur garð, og er hann i Borgar- mýri II, er fólk virðist vera ánægðara meðuppskeruna þar en í Borgarmýri I. Við skulum bara vona, að það séu ekki margar frostanætur I nánd, þannig að fólk fái frið til að taka upp úr görðunum sinum. Kris. Við fundum Kötu litlu úti i móa að „tina ber” með Hvutta sinum, meðan mamma og pabbi voru að tina kartöflur. Fyrir þrábeiðni ljósmyndarans þóknaðist henni fyrir náð og miskunn að lita upp frá berjatinslunni og leyfa honum að smella af mynd með hepni og Hvutta, sem hundavinurinn Emil Björnsson gaf henni. 22 cic tiifnnn myndat. Helga og Guðrún Aðalsteinsdætur hafa haft kartöflugarð I 14 ár og alltaf I Borgarmýrinni. Þarna er Georg litli að hjálpa þeim við tinsluna. Dráttarvél til sölu Ferguson árgerð ’54, vel með farin, i góðu lagi. Sláttuvél fylgir. Upplýsingar i sima 14, Stöðvarfirði. ra Electrolux

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.