Tíminn - 02.10.1973, Page 16

Tíminn - 02.10.1973, Page 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 2. október 1973. GUNNAR KJARTANSSON...formaöur landsliðsnefndar kvenna. (Timamynd Gunnar) „Ekkert gert fyrir kvenna- handknattleik" /fÞAÐ er ekkert gert fyrir íslenzkan kvenna- handknattleik,'...sagði Gunnar Kjartansson, formaður landsliðs- nefndar kvenna, þegar við spölluðum við hann fyrir stuttu. Ef haldið hefði verið rétt á spil- unum sl. ár, þá hefði átt að halda áfram að skapa verkefni fyrir kvenna- landsliðið, sem stóð sig mjög vel á síðasta Norðurla nda móti í handknattleik. Islenzka kvennalandsliðið væri þá komið í sama flokk og önnur kvennalandslið á Norðurlöndum. En það hefur ekkert verið gert fyrir kvennahandknatt- leikinn og mér hefur fundizt að forustumenn handknatt- leiksins litu á kvennahand- knattleik sem aukaatriði. Það hefur komið þannig út, að það væri likt og kvennahandknatt- leikur væri aö taka timann frá karlahandknattleiknum, en það er hann, sem stjórn HSl hugsar nær eingöngu um. Ef við eigum að ná árangri i kvennahandknattleik, þá verður að gera þarna breyt- ingar á. — Hvað er framundan hjá kvenfólkinu, Gunnar? — Við erum núna aö undir- búa kvennaliöiö fyrir Norður- landamótið, sem fer fram i Finnlandi 16.-18. nóvember n.k. Aður en liöið fer til Finn- lands mun það leika einn landsleik i Noregi og fer hann fram 14. nóvember. Þá tekur islenzka kvennaliðið. undir 21 árs aldri, þátt i Norðurlanda- móti i marz 1974. — Er áhuginn mikill hjá stúlkunum? — Já, áhuginn er mikill hjá þeim. Þær mæta mjög vel á landsliðsæfingarnar, sem eru einu sinni i viku. Við höfum valið 18 stúlkur til landsliðs- æfinganna, sem fara fram i Laugardalshöllinni. Það verða 14 stúlkur, sem fara með liðinu út á Norðurlandamótið, tólf útispilarar og tveir mark- verðir. — Hvernig lizt þér á kvenna- handknattieikinn i vetur? — Mér lizt mjög vel á hann og það má búast við að hann verði jafn og spennandi, þvi að liðin eru mjög svipuð að styrk- leika. Þá er þaö spor i rétta átt, að nú hefur verið fjölgað úr sex liðum i sjö i 1. deild- inni. Þar með fá liðin fleiri leiki og verkefnin veröa fleiri. Nú verður i fyrsta skiptið leikið i l.-deildinni á Akureyri, þar sem Þór vann I 2. deildinni sl. vetur. Þá er FH komið aftur upp 11. deild, en FH-liðið vann Breiðablik i auka- leikjunum um 1. deildarsætið, sem bættist við. Aftur á móti veröur keppnin i 2. deild ójöfn, þar sem Breiöablik er i sérflokki i deildinni, en Breiðabliksliðið er i sama gæðaflokki og liðin í 1. deild, sagöi Gunnar aö lokum. SOS Hólmsteinn gefur ekki kost á sér Akveðið hefur verið, að ársþing Körfuknattleikssambands is- lands verði haldið i lok okt. Nú- verandi form. K.K.t. Hólmsteinn Sigurðsson hefur lýst þvi yfir, að hann verði ekki i framboði til endurkjörs. Nánari tímasetning og þing- staður verða auglýst mjög bráð- lcga. FORSALA á leik Keflvikinga og skozka liðsins Hibernian hefst i dag kl. 13.00 — 18.00 við Útvegsbankann i Austur- stræti. A morgun verða miðar seldir þar frá ki. 13.00 — 16.00 og við Laugardalsvöllinn frá 13.00 fram að leiknum, sem hefst kl. 17.15.Forsalan hófst i gær I Keflavlk, en þar eru miðar seldir i Sportvik. Enska knattspyrnan: Q.P.R. VANN ÓVÆNTAN SIGUR Á SIGUR Á ST. JAMES PARK Lundúnaliðið skoraði tvö mörk á fyrstu þremur min. gegn Newcastle og vann leikinn 3:2. — Leicester tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu og Tottenham vann fyrsta heimasigur sinn — Leeds var heppið gegn Norwich Lundúnaliðið Queens Fark Rangers kóm heldur betur á óvart á laugardaginn, með þvi að vinna Newcastle 2:3 á St. James Park, heimavelli Newcastle. A fyrstu þremur minútum leiksins, mátti Iam McFaul, markvörður Newcastle, hirða knöttinn tvisvar sinnum úr netinu hjá sér. Fyrst sendi Thomas knöttinn fram hjá honum og stuttu siðar skoraði Gerry Francis. Það var ekki nóg með það, heldur bætti Mike Leach þriðja marki QPR við, áður en leikmenn Newcastle gátu svarað fyrir sig. Heimamenn sóttu nær stöðugt I leiknum og oft skall hurð nærri hælum viö mark QPR. Þaö var ekki fyrr en 5 min fyrir lok venjulegs leiktima, að John Tudor tókst að koma knettinum i netið hjá Lundúnaliðinu og stuttu siðar bætti hann öðru marki við. Dómari leiksins bætti sjö min. við sfðari hálfleikinn og ætlaði þá allt vitlaust að verða á áhorf- endapöllunum, þvi að Newcastle sótti geysilega og leikmenn liðs- ins gerðu allt til að jafna. Þeim tókst það ekki og fór þvi Queens Park Rangers með bæði stigin til Lundúna. Samtals bætti dómar- inn 12 min viö leiktimann, fyrst 5 min i fyrri hálfleik og siðan 7 i sið- ari. Úrslitin i ensku 1. deildinni urðu þessi á laugardaginn: I. deild: Birmingham—Ipswich 0-3 Burnley—Manch. City 3-0 Chclsca—Wolves 2-2 Everton—Arsenal 1-0 Leicester—Coventry 0-2 Manch. Utd.—Liverpool 0-0 Newcastle—QPR 2-3 Norwich—Leeds 0-1 Southampt,—Sheff. U. 3-0 Stoke—West Ham 2-0 Tottenham—Derby 1-0 Leicester tapaði sinum fyrsta leik á keppnistimabilinu, þegar liöiö fékk Coventry i heimsókn á Highfield Road. Coventry-liðið, sem er nú i öðru sæti i deildinni, vann sanngjarnan sigur 0:2. Brian Alderson skoraði fyrra markið og siöan bætti 18 ára gam- all nýliði Chris Cattlin, öðru marki við. Tottenham tókst aö vinna sinn fyrsta leik á heimavelli sinum White Hart Lane i Lundúnum á laugardaginn, þegar Derby kom i heimsókn og einnig fékk Totten- ham sin fyrstu stig á heimavelli. Það var Ralph Coates, sem skor- aöi hið þýðingarmikla mark, sem færði Tottenham hinn eftirsótta sigur á White Hart Lene. Derby- liöiö lék mjög illa i leiknum og var óþekkjanlegt frá fyrri leikjum á keppnistimabilinu. Joe Corrigan, markvörður Manchester City, gerði ljót mistök, þegar City heimsótti Burnley á Turf Moor. Mistök, sem kostuðu tvö mjög ódýr mörk. Fyrsta mark leiksins skoraði Paul Fletcher, en það mark átti Corrigan ekki möguleika á að verja. Siðan skoraði Martin Dobson fyrir leikshlé og I síöari hálfleik bætti Fletcher viö öðru marki. Þessi bæöi mörk má skrifa á reikning Joe Corrigans og hann vill örugglega gleyma þeim sem fyrst. öll fjögur mörkin i leik Chelsea ogWolves komu i siðari hálfleik. Jim McCalliog skoraði tvö góð mörk fyrir Úlfana. Þess má geta, að úlfarnir hafa skorað tiu mörk i niu leikjum i deildinni — aðeins tveir leikmenn hafa skorað mörk- in. Það eru þeir McCalliog, fjögur og Derek „gamli” Dougan sex. Markaskorarinn frá þvi i fyrra, John Richards, er ekki enn kom- inn á blað, en hann skoraði 33 mörk sl. keppnistimabil. Garner minnkaði muninn fyrir Lundúna- liðið og Peter Osgood sem fékk bókun I leiknum, skoraði jöfnunarmark Chelsea. Arsenal tapaöi mjög óvænt fyrir Everton á Goodison Park 1:0 á marki, sem Skotinn John McLaughlin skoraði. McLaughlin þessi, var keyptur frá Falkirk sl. vor. Tap Arsenal er kannski ekki svo óvænt, þegar það er tekið til greina, að Arsenal hefur ekki unnið Everton á Goodison Park sl. fjórtán ár. Manchester United og Liver- pool gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford. Áhorfendur fengu þó að sjá mark skorað eftir aðeins fjórar minútur, þegar bakvörður Liverpool, Chris Lawler, sendi knöttinn i markið hjá United. En á óskiljanlegan hátt, dæmdi dóm- arinn markið af. Siðan átti Macari hjá United mjög gott marktækiíæri á 13. min. þegar hann spyrnti fram hjá marki Liverpool, á aöeins tveggja metra færi. Það reyndi ekki mikið á markverðina I leiknum, þeir áttu frekar rólegan dag. Macari var tekinn út af og George Buchan var settur inn á. George þessi er bróðir Martin Buchan, miðvaröar hjá United. Hann hefur sýnt mjög góöa leiki aö undanförnu og það verður örugglega ekki langt þangað til að hann verði fastur maður hjá United. Leeds var heppið að fá bæði stigin gegn Norwich á Carrow Road. Eftir aðeins 12 minútur var gott mark dæmt af David Cross, hinum marksækna leikmanni Norwich. Aöeins minútu siöar skoraði Johnny Giles eina mark leiksins, þegar hann sendi knött- inn i netið af 25 metra færi, skot, sem Kevin Keelan markvörður Norwich hefði átt að ráða við. Peter Lorimer og Paul Reaney, léku aftur með Leeds á laugar- daginn. 17 ára nýliði, Goodwin, kom Stoke á bragðið gegn West Ham á laugardaginn á Victoria Ground. Ahorfendur fögnuðu innilega þessu fyrsta marki Goodwins, sem hann .hefur skorað fyrir Stoke. Það er svo sannarlega gaman að vera nýliði á heima- velli og skora mark, svo byrjunin verði glæsileg hjá heimaliðinu, — það fékk Goodwin að finna á laugardaginn. Jimmy Grenhoff, skoraði siðari mark heima- manna. Orslit leikjanna i 2. deild, urðu þessi: Bolton—Nottm. For 1:0 Cardiff—Hull 1:3 Luton—Blackpool 3:0 Middlesb.—Bristol C. 2:0 Millwall—Carlisle 1:2 Notts. C.—Aston Villa 2:0 Orient—Swindon 0:0 Oxford—Fulham 0:0 Preston—Portsmouth 2:1 Sheff. Wed,—C. Palace 4:0 W.B.A.—Sunderland 1:1 Middlesbrough, lið Jackie Charlton, vann góðan sigur yfir toppliðinu i 2. deild Bristol City á heimavelli sinum Ayresome Park. Bobby Murdoch, sem Middlesbrough keypti frá Celtic nýlega, kom heimamönnum 1:0 yfir, með fyrsta marki sinu fyrir sitt nýja lið. Murdoch var bezti maðurinn á vellinum og Jackie Charlton hefur gert góð kaup, með þvi að kaupa þennan fyrr- verandi skozka landsliösmanna. Það virðist ekkert ganga hjá Crystal Palace, — liðið tapaði stórt gegn Sheffield Wednesday. Þótt Palace sé búið aö styrkja vörnina, með þvi að kaupa þá Ray Barry frá Coventry og Derek Jeffries frá Manchester City, þá fekk liðið fjögur mörk á sig. Hibernian, liðið sem leikur gegn Keflavik I UEFA-keppninni á morgun, vann góðan sigur yfir Ayr United á heimavelli sinum Easter Road Park 4:2. Hitt Edin- borgarliðið, Hearts, er nú búið aö taka forustuna i skozku 1. deild- inni, með þvi aö vinna Rangers 0:3á heimavelli Rangers. Hearts- liðið er mjög gott i dag og sigur liðsins var sanngjarn. Celtic tap- aði einnig á laugardaginn 2:1 þegar liðið heimsótti St. John- tone. SOS IAM McFAUL.-.markvörður Newcastle fékk tvö mörk á sig á fyrstu þremur min. gegn Q.P.R.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.