Tíminn - 02.10.1973, Qupperneq 19

Tíminn - 02.10.1973, Qupperneq 19
Þriðjudagur 2. október 1973. TÍMINN 19 Útvarpsráð og fréttamenn: Samstarfið í kaldakoli Agreiningur meirihluta Ut- varpsráðs og fréttamanna út- varps og sjónvarps er kominn á það stig, að vart er hægt að segja að um samstarí útvarps- ráðs og stjórnenda útvarps og sjónvarps sé að ræða. Eins og sagt hefur veriö frá i fréttum gengu útvarpsstjóri og tveir af deildarstjórum hans af fundi ráðsins i fyrri viku, og er Útvarpsráð hélt i gær fund um málefni sjónvarpsins, mætti enginn af yfirmönnum sjónvarpsins á þann fund. Þeir, sem sitja þessa fundi af hálfu sjónvarpsins að jafnaði eru Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, Pétur Guöfinnsson, framkvæmdarstjóri sjónvarps., Emil Björnsson, fréttastjori og Jón Þórarinsson deildarstjóri lista- og skemmtideildar. o Ræða Einars versnað vegna þess, að Bretar hafa haldið áfram togveiöum sinum undir herskipavernd. Her- skip þessi hafa samvinnu viö brezkar orrustuflugvélar, sem fljúga yfir svæöið og skýra her- skipunum frá stöðu islenzkra varðskipa. Herskipin hafa þrá- faldlega virt að vettugi alþjóða- reglur um siglingar og siglt á varðskipin. Þetta sifellda ófriöar- framferði hefur þegar leitt til manntjóns. Slikar aðgerðir eru ekki aðeins óþolandi, heldur gætu þær auðveldlega leitt til enn hörmulegri afleiðinga. Rikisstj. Islands hefur þráfaldlega mót- mælt þessum hernaöarlegu að- gerðum og krafist þess, að her- skipin verði þegar i stað kvödd á brott. Hingaö til hefur verið dauf- heyrst við þeim kröfum. tslenzka rikisstjórnin hefur tilkynnt rikis- stjórn Bretlands að verði þessum aðgerðum ekki hætt, muni hún neyöast til að slita stjórnmála- sambandi milli landanna. Vegna hinnar gömlu vináttu Islenzku og brezku þjóðanna vona ég af ein- lægni, að ekki muni reynast nauð- synlegt að stiga það skref. Ég vil leggja áherzlu á þaö i þessu sambandi, að áður en til út- færslu fiskveiðitakmarkanna kom, tjáði rikisstjórn Islands sig fúsa til að semja um hagkvæmt fyrirkomulag til bráðabirgða, er gæti leyst vanda brezku togaraút- gerðarinnar vegna útfærslunnar. Samningaviðræður um þetta mál voru raunar komnar langt i þá átt að finna lausn, þegar brezki flotinn var sendur á vettvang. Ástæða Breta er sú, að afskipti brezka flotans hafi verið nauð- synleg vegna þess, að brezkir tog- arar á veiðum innan fiskveiðitak- markanna hafi orðið fyrir áreitni af hálfu islenzkra varöskipa. Hið rétta er, að varðskipin reyndu með mjög takmörkuðum að- gerðum að koma i veg fyrir ólög- legar veiöar innan fiskveiðimark- anna, sem voru virt af öllum þjóðum nema Bretlandi og þýzka Sambandslýðveldinu. Ég vil taka það skýrt fram, að samningavið- ræður standa enn yfir við Sam- bandsrikið Þýzkaland um hag- kvæmt fyrirkomulag fyrir togara þeirra og virðist nú, að fullnægj- andi lausn sé ekki langt framund- an. Og viðhöfum þegar gengið frá samningum við Belgiu, Noreg og Færeyjar um timabundnar heimildir til veiöa fyrir takmark- aðan fjölda skipa samkvæmt sér- stöku leyfi. Þar til búið var að ganga frá samningum við þessar þjóöir virtu vinir okkar frá þess- um löndum 50 milna mörkin og héldu sig utan þeirra. Er það skemmst frá að segja, að engin fiskiskip frá neinni þjóð nema Bretum hafa haldið áfram veiðum innan fiskveiðimarkanna undir herskipavernd. Það hafa einungis brezkir togarar gert — og gera enn. Ég hefi talið mér skylt að skýra allsherjarþinginu frá þessu nú. Ekki má dragast að halda hafréttarráðstefn- una Þetta ófremdarástand sýnir, hversu bráönauðsynlegt það er, að komist verði hjá hvers konar ónauðsynlegum drætti á þvi að kveöja saman ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um réttarreglur á hafinu. Ég vil þvi nota þetta til- efni og þetta tækifæri til að skýra I stuttu máli frá sjónarmiðum is- lenzku rikisstjórnarinnar i þvi efni. Undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar hefur varið miklum tima og starfi til undirbúnings ráð- stefnunnar og mun skýrsla hennar verða rædd innan skamms i fyrstu nefnd allsherjar- þingsins. Með ályktun nr. 3029A frá 27. þinginu ákvað allsherjar- þingið að það þing, sem nú situr, skyldi ræða undirbúningsstarf- ið, gera ráðstafanir til aö auð- velda störf ráðstefnunnar og taka aðrar nauðsynlegar ákvaröanir. Samkvæmt sömu ályktun var ákveðiö að kveðja til fyrsta fundar hafréttarráöstefnunnar i New York I tvær vikur i nóvem- ber/desember 1973 til að fást við skipulagsatriði. Var þar einnig ákveðið, að kveðja til annars fundar ráðstefnunnar til að fjalla um efnisatriði i april/mai 1974. Rikisstjórn íslands leggur á það höfuðáherzlu, að þessari áætlun verði haldiö eða a.m.k. verði komist hjá öllum ónauðsynlegum drætti. Þeirri röksemd hefur verið hreyft, að nauðsyn sé á frekari undirbúningi, þar sem undirbún- ingsnefndinni hafi ekki tekist að semja frumdrög að samningi fyrir ráðstefnuna. Rikisstjórn ís- lands telur, að hafa verði i huga, að undirbúningsnefndin hefur starfað á samkomulagsgrund- velli. Engar atkvæöagreiöslur fóru fram i nefndinni um hinar ýmsu tillögur, sem fram voru bornar. Var þvi aldrei við þvi að búast, að nefndin gæti gengiö frá samræmdum samningstextum. Hins vegar hefur nefndin fjallað Itarlega um öll þau atriði, sem um er að ræða og valkostir eru fyrir hendi á flestum sviöum. Hugsanlegt er að fækka mætti slikum valkostum nokkuö með frekara starfi, en það starf gæti ráðstefnan sjálf unnið. Þetta er atriöi, sem nánar verður rætt i fyrstu nefnd allsherjarþingsins, en ég vil endurtaka hér, að rikis- stjórn min telur það hafa höfuð- þýðingu, að komist verði hjá hvers konar ónauðsynlegum drætti varðandi efnisþátt ráð- stefnunnar, enda þótt við mund- um ekki mæla þvl i mót, að um stutta frestun i tvo eða þrjá mánuði yrði að ræða til frekari undirbúnings, ef það er almennt talið hagkvæmt. 200 milna efnahagslög- saga Herra forseti, Fimmtán ár eru nú liðin síðan hafréttarráðstefnan var haldin árið 1958. Hvorki þeirri ráðstefnu né hafréttarráðsfefnunni á árinu 1960 tókst að finna lausn varðandi viðáttu lögsögu strandrikisins. Siðan hefur þróun þjóðarréttarins veriö óðfluga og ætti nú aö vera mögulegt fyrir þá ráðstefnu, sem nú stendur fyrir dyrum, að vinna störf sln á grundvelli valkosta og samræmdra tillagna, sem þegar eru fyrir hendi. Mikiö starf hefur verið unnið til að skýra vanda- málin og vissulega liggja þau nú ljóst fyrir til ákvörðunar á ráð- stefnunni. Alþjóðahafsbotnssvæðið er sameiginleg arfleifð mannkyns- ins og verður að afmarkast þannig, að það komi þróunarlönd- unum að verulegu gagni og stjórn svæöisins veröur að hafa nægileg völd og starfssvið til að fram- fylgja þvi markmiði. Gagnleg frumdrög að samningstextum varöandi þessi atriði eru þegar fyrir hendi. Vandamál varðandi mengun og visindalegar rann- sóknir verður einnig að leysa I ljósi hins þýðingarmikla starfs, sem unnið hefur verið I nefndinni. Miklar umræður hafa einnig farið fram um vandamál varðandi eyj- ar, eyjahópa og lönd, sem ekki liggjaaðsjó. Vandamál þau, sem tengd eru umferð um sund sem notuð er i alþjóðlegum siglingum ætti aö vera hægt að leysa innan ramma 12 milna landhelgi. 1 stað hins úrelta fyrirkomu- lags, sem miðar lögsögu strand- rikis yfir auðlindum viö land- helgi, sem hugsuð er fyrir hernaðarlega hagsmuni, kemur nú efnahagsleg lögsaga utan landhelgi allt aö 200 sjómilur frá ströndum, enda nýtur sú lausn yfirgnæfandi stuðnings á öllum heimssvæðum. Slik auðlindalög- saga er i fullu samræmi viö sigl- ingafrelsi á hafinu. Siglingafrelsi á hafinu er hugtak, sem lengi hefur verið notað sem röksemd til aö vernda sérhagsmuni valda- mikilla siglingaþjóða og þ.á.m. veiöar þeirra á fjarlægum miðum. í stað þessa kemur sú auölindalögsaga strandrikisins. Þetta kemur greinilega fram af afstöðu hinna ýmsu rikja i undir- búningsstarfinu fyrir ráöstefn- una, sem fulltrúar 90 rikja og áheyrnarfulltrúar 30 annarra — alls 120 rikja — hafa tekið þátt i. Og þegar öllu er á botninn hvolft, er það stefna rikjanna og yfirlýs- ingar þeirra, sem endurspeglast i venjureglum þjóðaréttarins. Nú er það hlutverk ráöstefnunnar að skrá þessar reglur. Hugmyndir íslands Sendinefnd Islands á undirbún- ingsfundunum lagði hinn 5. april 1973 fram svohljóöandi vinnu- skjal i nefndinni: „Strandriki er heimilt að ákveða viöáttu lögsögu sinnar og yfirráða yfir auðlindum hafs- svæðisins utan landhelgi þess. Ytri mörk svæðisins skulu ákveðin með sanngjörnum hætti með hliðsjón af landfræðilegum, jarðfræöilegum, vistfræðilegum, efnahagslegum og öðrum að- stæðum, sem máli skipta, og skulu ekki ná lengra en 200 sjó- milur.” Sendinefndir annarra rikja hafa lagt fram svipaðar tillögur og þaö er nú ljóst, að auðlindalög- saga strandrikja allt að 200 mil- um er meginstefna, sem nýtur si- vaxandi fylgis i öllum heimsálf- um, svo sem skýrt kemur fram i tillögum og stefnuyfirlýsingum rikja á öllum svæðum heims — i Afriku, Asiu, Astraliu, Kanada, Miö- og Suður-Ameriku og \ Evrópu. Þessi þróun er nú orðin svo máttug, að hún mun ekki stöövast og verður ekki stöðvuð. Herra forseti, Hafréttarráöstefna Sameinuðu þjóðanna hefur veriö undirbúin meö margra ára þrotlausu starfi. Þau störf verða að byggjast á haröfylgi og hugrekki i þvi mikla hlutverki, sem henni er trúað fyrir. O Yfirlýsing VI stöðu sinni við viss atriði I henni á fundinum. Sú andstaða mun hafa byggzt á þvi, að þeir töldu, að ekki ætti að taka pólitiska afstööu til málsins i ályktuninni, heldur einungis skýra frá hinni faglegu hlið þess. Þær breytingar, sem fulltrúar iðnrekenda fóru fram á, náðust ekki fram og þvi er ljóst, aö þeir voru efnislega andvigir vissum atriðum samþykktarinnar og þvi ekki reiðubúnir til að skrifa undir hana, enda munu engar undir- skriftir hafa átt sér stað. Samt sem áður voru nöfn allra stjórnarmanna sett undir ályktunina, þegar hún var send valdhöfum og fjölmiðlum. Afsalsbréf innfærð 16/7—20/7 — 1973: Guömundur Þorkelsson selur Sigriði Magnúsd. hluta i Freyju- götu 10. Pétur Kristjánsson selur Sigur- jóni Guðmundssyni hluta I Laugateig 29. Jón L. Þórðarson o.fl. selja Vil- borgu Sigurðard. o.fl. hluta i Hraunbæ 122. Sigriður Kristjánsd. selur Markúsi Einarss. hluta i Reyni- mel 74. Kristján Þorsteinsson selur Guömundi Jósefssyni hluta i Mávahlið 17. Erla og Auður Bjarnadætur selja Guðnýju Friðbjörnsd. og Guðrúnu Björgvinsd. hluta i Njörvasundi 7. Þorkell Jónsson selur Jóhanni S. Einarss. hluta i Sogavegi 182. Friðrik Þorsteinsson selur Oddnýju Pétursd. hluta i Efsta- landi 24. Breiðholt h.f. selur Alfreð Þórarinssyni hluta i Æsufelli 6. Hörður Haraldsson selur Þor- birni Arnasyni hluta i Reynimel 90. Gunnar Richardsson selur Ólafi Sigurjónssyni hluta i Stórholti 43. Eirikur Stefánsson o.fl. selja borgarsjóði Rvikur fasteignina Grjótagötu 4. Veggur h.f. selur borgarsjóði Rvikur hluta I Skaftahlið 24. Guðjón Guðjónss. og Steinþóra Grimsd. selja Þórði Hjartarsyni hluta á Unnarst. 2. Kristmundur Haukur Jónsson selur Björgvin Salomonssyni hluta i Kleppsvégi 14. Sveinbjörn Hafliðason selur Böðvari S. Bjarnasyni hluta 1 Kjartansgötu 3. Þorvaldur Þorvaldsson selur Þórði Guðjóni Kjartanssyni rað- húsið að Torfufelli 9. Guðm. !. Guðmundsson selur Margréti Hjálmtýsd. fokheld geröishús aö Vesturhólum 9. Gylfi Theodórsson selur Krist- mundi H. Jónssyni hluta i Ljós- heimum 2. Matthildur Petersen selur Stefán Karlssyni hluta i Viöimel 45. Laura L. Biering selur Sigurrós Júliusd. hluta I Týsgötu 8A. Pétur Pétursson selur Ólafi S. Helgasyni hluta i Bergsstaða- stræti 45. Eli Jóhannesson selur Kristjáni Benediktss. og Gunnlaugi Óskarssyni hluta I Skipasundi 88. Einar Ingi Guðjónss. selur Lovisu Jónsdóttur hluta i Holtsg. 9. Björgvin Sigurjónsson selur Einari Hermannss. og Kristinu Guðnad. hluta i Laugarnesvegi 102. Davið Askelsson o.fl. selja Einari Vigfússyni hluta i Ljós- heimum 12. Björn A. Óskarsson selur Herði Ó. Helgasyni hluta i Skipholti 16. Kristján Þorvaldsson selur Vil- hjálmi H. Vilhjálmss. hluta i Bergstaðastræti 13. Sæmundur Gislason o.fl. selja Hreiðari Svavarss. v/Leikvangs h.f. húseignina Bókhlöðustig 6B. Magnús Haraldsson selur Atla Heimi Sveinssyni fokhelt gerðis- hús að Vesturbergi 95. Tómas Jónsson selur Halldóru Eyjólfsd. hluta i Ljósheimum 22. Pétur Axel Jónsson selur Jóni S. Pálssyni hluta i Nýlendugötu 24B. Saga Hellman selur Jónasi P. Aðalsteinss. hluta i Skaftahlið 10. Breiðholt h.f. selur Auði Torfa- dóttur hluta i Æsufelli 2. Afsalsbréf innfærð 9/7—13/7 — 1973: Kveldúlfur h.f. selur Lands- banka tslands fasteignina Lindargötu 31. Sama selur sama fasteignina Lindargötu 37. Atli Eiriksson s.f. selur Magnúsi Jósefssyni hluta i Vesturbergi 6. Hreyfill s.f. selur Almennu verkfræðistofunni h.f. hluta i Fellsmúla 26. Jóhannes Björnsson selur Páli Friðbertssyni hluta i Dunhaga 16. Sæmundur Agústsson seiur Guðrúnu Þorgeirsd. hluta i Hraunbæ 170. Elis Kristjánsson selur Geir Friðgeirssyni hluta I Sörlaskjóli 92. Friörik Guðmundsson selur Lindu Ríkarðsdóttur hluta I Goð- heimum 7. Óskar Jóhannsson selur Þor- steini Friðrikssyni húsið Þykkva- bæ 20. Hafsteinn Guðmundsson selur Ottó Þorvaldssyni hluta i Laugar- nesvegi 38. Agúst Geirsson selur Jóhanni Pálssyni hluta i Kleppsvegi 126. Rannveig Sigurvaldadóttir sel- ur Skúla J. Theodórss. hluta I Framnesvegi 48. Steinunn Stefánsdóttir selur Jóhönnu P. Ingimarsd. og Stein- grimi Hálfdánarsyni hluta i Skarphéðinsg. 6. Gunnar Páll Jakobss. og Erna Magnúsd. selja Ingibjörgu Þór- hallsd. hluta i Garðsenda 12. Gisli Guömundss. selur Magn- hildi Sigurðard. hluta I Dverga- bakka 22. örn O. Johnson selur Ólafi Ó. Johnson huta i Hafnarstræti 1-lB. örn Ó. Johnson selur Hannesi Ó. Johnson hluta I Hafnarstræti 1- ÍB. Sigurður Eiriksson selur Alan Boucher hluta I Kaplaskjólsvegi 65. Stefán H. Aðalsteinsson selur Birgi Sigurðssyni hluta I Hörða- landi 6. Óli P. Friðþjófsson selur Petrónellu Arsælsd. hluta I Ljós- heimum 14A. Guömundur Andrésson selur Heröi Arinbjarnar og Ragnheiði G. Haraldsd. hluta I Asvallagötu 31. Þórlaug Sigurðard. selur Styrmi Þorgeirssyni hluta i Skúlagötu 62. Afsalsbréf innfærð 30/7—30/8 — 1973: Skúli Óskarsson selur Ragnari Guðmundssyni hluta i Jörfa- bakka 6. Þórhallur Helgason selur Vil- hjálmi Angantýssyni hluta i Ljós- heimum 22. Þorsteinn S. Asmundsson selur Jóni J. Jóhannessyni hluta i Sam- túni 24. Sveinn Jónsson selur Hermanni Danielssyni Langholtsveg 120A. Gestur Magnússon selur Þór- arni Arnasyni húseignina Steina- gerði 9. Margrét Gústafsd. selur Halldóri G. Halldórssyni, hluta i Barmahlið 33. Antonia Erlendsdóttir selur Þórði Sveinbjörnssyni, hluta I Óðinsgötu 20B. Sigurður Helgason selur Martin Tómassyni hluta i Viöimel 58. Ævar Hugason selur Hugrúnu Hraunfjörð hluta i Sogavegi 123. Einar Ingvarsson o.fl. selja Jónasi Jónssyni hluta i Mána- götu 8. Marteinn Guðjónsson o.fl. selja Sumarliöa Betúelssyni hluta i Hverfisgötu 102. Sigurður Guðmundsson selur Rakel Jónsdóttur hluta i Hring- braut 101. Maria Ingibj. Guðbjörnsdóttir selur Kristjáni Jóhannss. hluta i Kaplaskjólsvegi 3. Margrét Thors selur Ólafi Erlingss. eignarlóð nr. 5 við Baugatanga. Breiðholt h.f. selur Sigþóri Sigurðssyni hluta i Æsufelli 6. Sverrir Þórðarson selur Knud Kaaber hluta i Þórsgötu 12. Böðvar S. Bjarnason selur Hjálmtý Guðmundss. hluta i Hraunbæ 78. Byggingafél. Afl. s.f. selur Jóni tsakssyni hluta i Vesturbergi 72. Sama selur Arna tsakssyni hluta I Vesturbergi 74. Sama selur Matthiasi Sigurðs- syni hluta i Vesturbergi 74. Guðjón Guðjónsson selur Magnúsi Magnússyni hluta I Hraunbæ 80. Magnús Kr. Magnússon selur Guðjóni Guðjónssyni hluta i Hraunbæ 126. Sf. Hreyfill selur Arnóri Halldórss. hluta I Fellsmúla 26. Guðmundur Þengilsson selur Oddrúnu Ó. Reykdal hluta I Vest- urbergi 78. Magnús Ólafsson selur Huldu Magnúsdóttur og Aslaugu Jóhannesd. hluta i Seljavegi 11. Þórir ólafsson selur Ólafi Kr. Ólafssyni hluta i Alftamýri 54. Glava glerullar- hólkar Hlýindin afgóðri hitaeinangrun vara lengur en ánægjan af ”lágu”verði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.