Tíminn - 11.10.1973, Qupperneq 8
8?
/TÍMÍNN
F'immtildágíir bktttbfei‘ 1S73Í
-
Hlóöaeldhús, eins og þau gerðust i gamla daga. Sjón er sögu rfkari, dömur góöar. Viö þessar aöstæöur
unnu formæöur ykkar og leystu sin störf vel af hendi, flestar hverjar, þótt þær þekktu hvorki rafmagn
né rennandi vatn úr krana.
Bezta sögukennsla,
sem völ er á
Sótt heim safnið í Görðum
Byggðasafnið i Görðum er ein þeirra
menningarstofnana, sem íslendingar mega
vera stoltir af. Safnsvæðið nær yfir byggðina
sunnan Skarðsheiðar, það er að segja
Akraneskaupstað og fjóra hreppa: Innri—
Akraneshrepp, Skilmannahrepp, Leirár- og
Melahrepp og Hvalfjarðarstrandarhrepp.
Safnið ber þvi heitið: Byggðasafn Akraness
og nærsveita.
Flestir, sem til þekkja, munu vera á einu
máli um, að séra Jón M. Guðjónsson eigi
stærstan hlut i vexti og viðgangi safnsins, að
þvi ógleymdu, að liklega væri það ekki til, ef
hann hefði ekki tekið upp á þeirri „sérvizku”
að fara að safna gömlum munum.
En þvi fer svo fjarri, að séra Jón miklist af
forystuhlutverki sinu á þessu sviði, að það lá
við að hann gerði það að skilyrði fyrir þessu
blaðaviðtali, að sem allra minnst yrði gert
úr hans þætti i málinu. Hann hefur látið þess
sérstaklega getið við undirritaðan, að hjálp
konu sinnar og barna hafi verið sér ósegjan-
lega mikils virði, þvi að þau hafi lifað og
hrærzt i þessu með sér. En börn þeirra hjón-
anna eru tiu — og það þarf ekki neina sér-
staka hugmyndaauðgi til þess að láta sér
skiljast, hvilikt annriki fylgir svo stóru
heimili, ekki sizt þegar húsbóndinn gegnir
umfangsmiklu embætti. Það er i rauninni
undrunarefni, að nokkurn tima skyldi gefast
stund til þess að sinna neinu öðru en brýn-
ustu skylduverkum.
Hitt er rétt, að fleiri en séra Jón M. Guð-
jónsson hafa rétt þessu safni þarfa hönd. Má
þar nefna Runólf Ólafsson, sem gert hefur
hið listilega likan af Kútter Haraldi, allt
handunnið.
Um þetta skulu ekki höfð fleiri orð, en að
lokum leyfi ég mér að tilfæra linur úr bréfi
frá séra Jóni M. Guðjónssyni til min, um það
leyti, sem þétta blaðaviðtal var að verða til.
Hann segir, að i áróðri sinum fyrir safninu
hafi viðkvæði sitt si og æ verið þetta:
„Ónýtið engan gamlan hlut, kastið honum
ekki á hauginn, fyrr en þið hafið gengið úr
skugga um, hvort hann á heima i byggða-
safni ykkar eða ekki. óásjálegur, litill hlutur
getur, er vel er að gáð, verið ómetanlegur
dýrgripur. Það er vissulega mikið ræktar-
leysi við minning feðra okkar og mæðra, og i
rauninni illt verk, að láta hlutinn, sem þau
handléku og notuðu i lifsbaráttunni, fara ei-
liflega forgörðum.”
Jú, nú skal
nokkub....
Bffium nú viö. Hvaft á maftur aft
taka næst? Þetta er svo margt....
Þú verftur að lofa þvl aft gera minn
hlut ekki of mikinn.
Frásögnin hafin af lifi og sál