Tíminn - 11.10.1973, Síða 9

Tíminn - 11.10.1973, Síða 9
Fimmtudagur 11. október 1973. TÍMINN 9r Lesmál: Valgeir Sigurðsson Myndir: Róbert Ágústsson Tómstundaiðja manna er með ýmsu móti. Sumir leggja stund á laxveiðar eða annað skepnudráp, þegar þeim gefst fri frá daglegum störfum. Aðrir tefla, spila eða sækja misgóða skemmtistaði. Séra Jón M Guðjónsson, prestur á Akranesi, hefur farið eðra leið, þegar hann hefur þurft að leita sérhvildarog tilbreytingar. Hann hefur um langt árabil lagt á það mikla stund að safna gömlum munum, og nú er svo komið, að afraksturinn er orðinn stórt og glæsilegt byggðasafn. Safnið i Görðum á Akranesi, hinu forna prestssetri. Það gerist alltaf annað slagið, að myndir úr safninu birtast i blöðum, en ég minnist þess ekki, að saga þess hafi verið rakin i dagblaði, eða að talað hafi verið við séra Jón um einstaka muni, sem þar eru. Þvi var tækifærið notað, þegar það gafst, ekki alls fyrir löngu. Byggðasafnið i Görðum var sótt heim, séra Jón tekinn tali og hann beðinn að svara nokkrum spurningum. Það var að sjálfsögðu byrjað á byrjuninni og fyrst spurt: ,,Ég vissi af ágætum hlutum...” — Hvenær byrjaðir þú, séra Jón, að draga föng að þessu safni? — Það var árið 1955, sem þessi árátta min byrjaði. Ég vissi af ágætum hlutum, bæði hér niðri á Skaganum og eins i sveitunum i kring, og ég fékk þá löngum að ræða við fólk, fá hjá þvi hluti og safna þeim saman i heild. — Manstu, hver fyrsti hluturinn var, sem þér tókst að klófesta? — Fyrstu tveir hlutirnir, sem mér, eða öllu heldur safninu, áskotnuðust, voru rokkur og hesputré, sem ég fékk frá ágætri konu, önnu Jónsdóttur frá Hákoti hér á Akranesi. Skömmu seinna komu aðrir góðir menn til, sem ég átti tal við, og létu mér i té ágæta gripi. — Hvar gazt þú geymt gripina, þegar þeim tók að fjölga? — Fyrstu hlutunum safnaði ég saman hér heima og geymdi þá niðri i kjallara. Siðan þurfti auð- vitað að hyggja að þvi, hvar maður ætti að geyma þá til fram- búðar. Fyrir valinu varð gamla prestseturshúsiði Görðum, fyrsta steinsteypta húsið á íslandi. Það var byggt af séra Jóni Benedikts- syni, presti i Görðum á árunum 1878-82. Séra Jón var seinasti prestur, sem sat i Görðum. Hann var sóknarprestur Akranesþinga frá 1865-1886. Siðar fluttist hann að Saubæ á Hvalfjarðarströnd, og var prestur þar. Presturinn, sem kom hingað á eftir séra Jóni Benediktssyni hét lika Jón. Hann fluttist aldrei upp að Görðum, heldur sat hér niðri á Skaga alla sina prestsskapartið, sem var Likan séra Jóns M. Guðjónssonar af islenzkum bóndabæ, eins og þeir gerðust áður fyrr. Nánari skilgreiningu á likaninu er hægt aö lesa I með- fylgjandi grein. löng, hvorki meira né minna en hálfur fjórði áratugur. 1 Görðum bjuggu jafnan bændur eftir þetta. Einn þeirra var Sigmundur Guðmundsson og kona hans Vigdis Jónsdóttir. Þau bjuggu mjög lengi i Görðum, eða frá 1890-1932. Eftir daga Sigmundar kom sú hugmynd upp að gera þetta gamla prestsseturshús, sem var i eigu safnaðarins, að likhúsi eða kapellu, ég veit ekki með vissu, hvort heldur. En hvað sem þvi liður, þá er hitt vist, að nú var húsinu breytt geysimikið. Það var allt rifið innan úr þvi, settir á það þessir stallar, sem enn má sjá, og sömuleiðis krossmark. Meira var ekki við húsið gert að sinni, og þannig stóð það lengi. Nú er þar aftur til máls að taka, að ég var þúinn að safna nokkuð mörgum hlutum, sem auðsjáan- lega þurftu að fá einhvern góðan samastað hið bráðasta. Okkur datt nú I hug, hvort ekki væri hægt að fá gamla Garðshúsið fyrir safnhús til frambúðar. Við gengum á fund sóknarnefndar og tjáðum henni óskir okkar. Hún tók þessari málaleitan frábær- lega vel og gerði meira en að lá'na húsið. Sóknarnefnd — i umboði safnaðarins — gaf safninu húsið til ævarandi eignar og afnota. Nú, það var vitanlega þegar i stað hafizt handa að færa sér þessa ágætu gjöf I nyt. Ég tók saman þessa hluti, sem ég hafði safnað, fór með þá upp að Görðum og kom þeim þar fyrir I húsinu á borðum, sem sett voru upp til bráðabirgða, þvi að sjálft var húsið algerlega óinnréttað, eins og áður segir. A þessum árum var mjög erfitt að fá smiði til starfa, ekki sizt hér á Akranesi, þvi að sementsverk- smiðjan var þá f smfðum og þar voru flestir verkfærir smiðir I vinnu. Engu að síður þokaði safn- inu smám saman til réttrar áttar, en það var ekki allt mér að þakka, þvf að ég naut ágætrar hjálpar og fyrirgreiðslu margra, sem voru málefninu hlynntir. Ég ætla ekki að þylja hér nöfn þeirra sem þar lögðu hönd að verki og veittu dyggilega aðstoð. Nöfn þeirra eru geymd i þakklátu minni, þótt ég geri alla jafna hér á þessum stað og nefni ekki nein mannanöfn. — Hefur þú nákvæmar tölur, um, hversu margir hlutir eru nú I safninu? — Nei, nákvæma tölu hef ég ekki á reiðum höndum, en þeir munu vera orðnir hátt á sjötta þúsund. Að visu eru þeir ekki allir I sjálfu safninu uppi í Görðum, þvi að þar er ekki rúm fyrir neina viðbót —og alltaf eraðbætast við. Sjálfseignarstofnun — Safnið er auðvitað rekið af bæjarfélaginu — eða er ekki svo? — Fyrstu árin var þetta alveg á minum snærum. En mér fannst eðlilegt, að reyndar sjálfsagt, að safnið yrði formlega afhent Akra- neskaupstað og byggðinni hér fyrir ofan, það er að segja hreppunum fjórum sunnan Skarösheiðar. Ég skrifaði svo bæjarstjórninni og hrepps- nefndunum hér I grendinni og spurði, hvort þær væru ekki fúsar til þess að velja fyrir sitt leyti fulltrúa I stjórn, sem hugsanlegá yrði mynduð, ef safnið yrði á þeirra vegum I framtiðinni. Þetta var gert. Bæjarstjórn Akraness valdi fimm menn fyrir sitt leyti, og hver hreppur einn mann, þannig að i stjórn safnsins eru niu menn, sem svo kjósa aftur framkvæmdastjóra. í henni sitja þrir menn, tveir héðan af Akranesi, og einn fyrir sveitirnar. — Er safnið formleg eign þess- ara aðila, Akranessbæjar og sveitanna i kring? Séra Jón M. Guðjónsson á tali við blaðamann Garöar. Til hægri er húsið, þar sem safniö er nú geymt. Það er með krossi á framgafii, og ber hann við himin. Til vinstri er sá hluti safnhússins, semrisinn er, en baft er afteing hiuti þess, sem sfðar mun verða. ’

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.