Tíminn - 11.10.1973, Síða 13
Fimmtudagur XI. október 1973.
TÍMÍNN
13
Umsjón og ábyrgö: Samband ungra framsóknarmanna.
Ritstjórar og ábyrgöarmenn fyrir hönd stjórnar SUF: Ólafur Ragnar
Grimsson, Pétur Einarsson.
Ávarp
Elíasar Sn. Jónssonar
í afmælisriti SUF:
AFMÆLISRIT
Samband ungra fram-
sóknarmanna hefur gefið
út veglegt afmælisrit í til-
efni af 35 ára afmæli
samtakanna. I ritinu erað
finna greinar um ýmis
helztu baráttumál SUF á
s.l. árum, yfirlit yfir sögu
SUF, kafla úr byggða-
stefnu SUF. Elías Snæ-
land Jónsson, formaður
SUF, ritar ávarp i af-
mæiisritið.
I afmælisritinu eru
eftirfarandi greinar.
Gunnlaugur M. Sig-
mundsson ritar SUF
annál. Eggert Jóhannsson
skrifar um byggðamál.
Friðgeir Björnsson skrifar
um sameiningarmálið.
Sveinn Herjólfsson ritar
grein, sem nefnist Endur-
nýjunar er þörf. ólafur
Ragnar Grímsson skrifar
um hin nýju lífsviðhorf.
Már Pétursson skrifar um
hernaðarstórveldi og
herraþjóðir.
Þessar greinar veita
yfirlit yfir nokkur megin-
atriði i stjórnmálabaráttu
og stefnumótun SUF. I
þeim birtist kjami hinnar
nýju byggðastefnu, rök-
stuðningur og frásögn af
baráttu SUF fyrir sam-
einingu allra þeirra sem
aðhyllast hugsjónir
jafnaðar, samvinnu og
SUF
lýðræðis, sláandi dæmi
um þörf endurnýjunar í
forystuliði þjóðarinnar,
greinargerð fyrir þeim
lífsviðhorfum, sem hafa
mótað stjórnmálastörf
SUF á undanförnum ár-
um, og meginatriðin í
rökstuðningi SUF fyrir
brottför hersins og sjálf-
stæðari utanrikisstefnu.
Utgáfu afmælisritsins
önnuðust þeir Sveinn
Herjólfsson og Björn
Björnsson. SUF kann
þeim miklar þakkir fyrir
gott verk.
Afmælisrit SUF fæst á
skrifstofu samtakanna.
Að standa vörð um vinstri
stefnu Framsóknarflokksins
— og tryggja að í forustu flokksins séu á hverjum tíma menn, sem allir flokksmenn
treysta til að framkvæma markaða vinstri stefnu Framsóknarflokksins
Samband ungra framsóknarmanna var
stofnað á Laugarvatni árið 1938. Það er
þvi 35 ára á þessu ári. Á viðburðarrikum
ferli sinum hefur SUF eflzt og styrkzt við
hverja raun, og orðið stöðugt sterkari
áhrifaaðili i islenzkum stjórnmálum.
Þetta á ekki sizt við um þau ár, sem liðin
eru frá þvi ungir framsóknarmenn minnt-
ust siðast afmælis SUF með sérstöku riti.
Á þeim fimm árum hefur verið mikið um-
rót i islenzku þjóðfélagi og i islenzkum
stjórnmálum. Stormar snarpra stjórn-
málaátaka, og harðskeyttrar málefnabar-
áttu, hafa leikið um SUF, enda hefur sú
fjölmenna sveit ungra manna og kvenna
um land allt, sem SUF er, aldrei verið ein-
beittari i stefnumótun og málflutningi, né
sókndjarfari i baráttu sinni fyrir umsköp-
un islenzks þjóðfélags og islenzks stjórn-
málakerfis, en einmitt á þessum nýliðnu
árum.
Þegar stjórn SUF ákvað að gefa út sér-
stakt vandað afmælisrit i tilefni af 35 ára
afmælinu, var talið sjálfsagt að nota ritið
fyrst og fremst til þess að fjalla um ýmis
baráttumál ungra framsóknarmanna i
samtimanum og þá alveg sérstaklega um
þau mál, sem hæst hefur borið i barátt-
unni að undanförnu; byggðastefnuna,
varnarmálin og sameiningarmálið.
Greinar um þessi baráttumál ættu, ásamt
öðru efni ritsins, að gefa nokkra mynd af
þeirri breiðu, máiefnalegu baráttu, sem
einkennt hefur starf ungra framsóknar-
manna.
Þessi breiða og ákveðna málefnasókn,
og hiklausar og stundum nýstárlegar bar-
áttuaðferðir, hafa skapað SUF aðra og
sterkari stöðu i stjórnmálunum en titt er
um stjórnmálasamtök ungs fólks, enda
hefur SUF með árunum orðið sífellt sjálf-
stæðara afl i islenzkum stjórnmálum. Það
var eins og til að staðfesta þetta sjálf-
stæði, að hlutverkaákvæðum laga SUF
var breytt á þingi sambandsins að Hall-
ormsstað árið 1970. Áður var það megin-
hlutverk SUF samkvæmt lögum þess að
,,kynna stefnu og hugsjónir framsóknar-
manna og afla þeim fylgis meðal æsku-
fólks”. Þessu var breytt á þinginu 1970, á
þann veg, að hlutverk SUF væri að ,,berj-
ast fyrir stefnu og hugsjónum ungra fram-
sóknarmanna, að afla þeim fylgis jafnt
innan flokks sem utan”.
Á þessu tvennu er verulegur munur,
sem segir sina sögu um þróun SUF á
undanförnum árum.
Ungir framsóknarmenn hafa alltaf ver-
ið i vinstra armi Framsóknarflokksins.
Það eru þeir enn i dag, og vart er um það
blöðum að fletta, eftir siðasta mið-
stjórnarfund Framsóknarflokksins, að
SUF er sá hluti vinstri fylkingarinnar i
flokknum, sem er bezt skipulagður um
landið allt. Það kemur þvi eins og af sjálfu
sér, að ungir framsóknarmenn verða að
taka sér það hlutverk að vera forystusveit
vinstri stefnu innan flokksins — sú sveit,
sem með mikilli vinnu og góðu samstarfi
við fjölmarga eldri menn i flokknum, leit-
ast við að standa vörð um vinstri stefnu
Framsóknarflokksins og tryggja það, að í
forystu flokksins séu á hverjum tima
rnenn, sem allir flokksmenn treysta til
þess að framkvæma markaða vinstri
stefnu Framsóknarflokksins.
Þessu þýðingarmikla hlutverki hafa
ungir framsóknarmenn um allt land að
gegna i dag.
En jafnframt eru þeir sú baráttusveit,
sem einsett hefur sér að vinna að þvi
markmiði, að áttundi áratugurinn verði
áratugur vinstri stefnu á íslandi. Það
markmið næst ekki nema til komi náið
samstarf vinstri flokkanna i landinu. Þess
vegna hafa ungir framsóknarmenn um
alllangt skeið barizt fyrir þvi, að Fram-
sóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og
Samtök frjálslyndra og vinstri manna
tækju höndum saman og mótuðu sam-
eiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra, sem
aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu
og lýðræðis, eins og það var orðað i sam-
þykkt siðasta flokksþings framsóknar-
manna.
Það, hvort þetta tekst, getur ráðið um
það úrslitum, hvort núverandi vinstra
samstarf um stjórn landsins verður ein-
ungis stundarglæta i áratuga löngu ihalds-
myrkri islenzkra stjórnmála, eða dögun
nýs tima.
Ég heiti á alla unga framsóknarmenn að
hvika hvergi og leggja sitt af mörkum til
þess að tryggja það, að um upphaf nýs
timabils vinstri stefnu á íslandi verði að
ræða.
DO (X> C0
Stjórn SUF á fundi. Hún
vinnur nú sameiginlega aö
efnisöflun I SUF-siöuna.
(Nokkra stjórnarmenn vantar
á myndinni).
(Mynd: Róbert)