Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 4
4
TtMINTN
S'u'hnndágu'r 14: októb'er 1973.
Sjónvarpsdagskrá
barna
Aðalsjónvarp Sovétríkjanna
hefur á sinum snærum barna-
stúdió, sem nefnist Orlonok,
eins og ung hetja úr borgara-
striðinu, en börnin syngja um
afrek hans i kvæði með sama
nafni. Dagskrá þessa stúdiós
fjallar um áhugamál skóla-
barna, iþróttir, ferðalög og
skemmtilega félagsstarfsemi.
Visindamenn, geimfarar, rit-
höfundar, leikarar og fleiri taka
þátt i skemmtiþáttum barn-
anna. Skemmtiþættirnir eru
margir, eins og t.d.
„Leitendur,” en þar segja börn-
in frá leit sinni að hetjum
heimsstyr jaldarinna r og
„Spurningakeppnin”, en þar fer
keppnin fram i formi skemmti-
legs leiks. Meðal vinsælla þátta
er hinn vikulegi sunnudags-
þáttur „Vekjaraklukkan”.
Brúðuleikhús DD
Ron nokkur Kron frá Minnesota
i Bandarikjunum rekur um-
fangsmikla forngripaverzlun i
N.ew York, og meðal sölumuna
þar eru þessar stórkostlegu
strengjabrúður. Þær eru þó
engir forngripir, þvi að Ron
hefur búið þær til sjálfur, og
raunar miklu fleiri, þvi að sala
þeirra gengur ótrúlega vel.
Allar eru brúðurnar skornar
útitré,og til að gera þær sem
eðlilegastar, hefur Ron sett á
þær bæði mannshár og neglur,
hvar sem hann hefur nú fengið
þær. Eins og sjá má eru
brúðurnar misstórar, frá
tveimur og upp i fimm fet. Og
verðið er lika dálitið mismun-
andi. Þær minnstu kosta um
það bil fimm þúsund islenzkar
krónur, en þær stærstu og
Iburðarmestu fást ekki fyrir
minna en áttatiu þúsund. Maður
freistast þvi til að halda, að
herlegheitin séu alls ekki ætluð
börnum.
AAonroe-della
Kvikmyndaframleiðandinn
Edgar Lansbury hefur boðið
sænsku Hoilywoodstjörnunni
Ann-Margret að leika aðalhlut-
verkið i væntanlegri kvikmynd
sinni, Eftir syndafallið, sem
auðvitað á að byggjast á sam-
nefndu leikriti Arthurs Miller.
Astæðan er eflaust gifurleg
Monroe-deila, sem gripið hefur
um sig að nýju eftir að Norman
Mailer gaf út bók sina, sem
heitir einfaldlega „Marilyn.”
En það var einmitt Marilyn
Monroe, fyrrverandi eiginkona
Millers, sem gaf honum
hugmyndina. að Syndafallinu.
Og peningámenn i Ameriku
voru auðvitað ekki lengi að
koma auga á gróðaleið. Þegar
hafa selzt einhver ósköp af
plakötum með andlitsmynd af
Marilyn, þótt þau kosti hvorki
meira né minna en 1500 kr. is-
lenzkar
Ja, dýr myndi Hafliði allur!
☆
Þeir elska
ekki allir París
í söng frá Paris segir, að allir
Frakkar elski Paris, en annað
virðist vera uppi á teningnum i
seinni tið. Það fór nýlega fram
skoðanakönnun meðal ibúa
Parisarborgar og þá kom i ljós,
að um þriðjungur borgarbúa
vildi gjarna flytjast frá borg-
inni. Það var einnig gerð rann-
sókn meðal fólks úti á landi, og
samkvæmt henni, þá voru 88%
fólks þar ánægt með búsetu sina
og kærði sig ekki um að flytja til
höfuðborgarinnar. Það er talið,
að það hafi orðið breyting á i
þessum efnum nú siðustu árin,
og llklegt er þá, að allt talið um
mengun i stórborgum, hafi sitt
að segja i þeim efnum.