Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 14. október 1973.
Sigurbur Gubjónsson.
Helgafellsbók:
„Truntu-
sól"
Nýr höfundur
kveður sér hljóðs
XJt er komin hjá Helgafelli
„Truntusól” eftir nýjan ungan
höfund, Sigurö Guðjónsson.
Bókin, sem er frásögn úr lifi
höfundar, er 207 bls.
A kápusföu segir svo um bókina
og höfundinn:
„Bókin er raunveruleg frásögn
úr lffi höfundar. Hann er ungur
maöur, sem á viö andlega van-
heilsu aö etja um skeið og leitar
lækningar á geödeild stofnunar
einnar, sem hann nefnir Mikla-
spítala. Hann rekur Itarlega og að
þvf er viröist ýkjulaust skipti sin
viö lækna og sálfræðinga og
kynni af fjölda fólks, sem hann
umgengst á spitalanum. Það er
fólk á ýmsum aldri og sízt
„undarlegra”, a.m.k. I fljótu
bragöi, heldur en fólk gerist óg
gengur, en þaö hefur leitað hér
aöhlynningar, athvarfs eöa
lækningar. Suma þjáir eiturlyfja-
notkun til dæmis, aöra þunglyndi
eöa taugabilun, eins og þaö myndi
vera kallaö hversdagslega, hvaö
sem þaö kann aö heita á máli
læknisfræðinnar. Höfundur lýsir
þessu fólki meö skarpri eftir-
tektargáfu, nákvæmni og yfirleitt
mikilli samúö. Bókin er safn fjöl-
breyttra mannlýsinga.
Hver lesandi mun að sjálfsögöu
draga af þessari bók þær sál-
fræöilegu athuganir og skýringar,
sem honum standa næst.
Höfundur fer slöur en svo I
launkofa meö sálarástand sitt,
heldur lýsir þvi I smáatriðum.
Samt fer þvi fjarri, aö bókin leiöi
til vonleysis. Fjörugur still og
hugmyndaflug höfundar,
bókmenntaáhugi og
tónlistariökun (hann mun einmitt
hafa mjög góöa hæfileika I þeirri
grein) benda þvert á móti til lifs-
vilja”.
Hreint
vatn
EVRÓPUFÖR
#
DALAI LAMA
Þessa dagana er Daiai Lama,
trúarleiötogi Tibetmanna, á yfir-
reið um Evrópu. Þessi för er hin
fyrsta meiri háttar utanför Dalai
Lama, og alis sækir hann heim
ellefu Evrópulönd. Páii páfi hinn
fjóröi og Daiai Lama áttu fyrir
nokkrum dögum fund saman I
Kómaborg, en það hefur ekki
gerzt fyrr, aö æösti maöur hinnar
rómversk-kaþólsku kirkju og
leiötogi búddatrúarmanna I Tfbet
hafi hitzt.
Það var I marz 1959, sem Dalai
Lama, sem er hinn fjórtándi I
rööinni, varð að flýja Tíbet eftir
aö hafa gert misheppnaða upp-
reisnartilraun gegn Kinverjum.
Síöan hefur hann verið I útlegð I
Indlandi.
Hinn núverandi Dalai Lama er
hinn fjórtándi I röðinni, sem fyrr
segir. Hann var kvaddur til þess
aö gegna hinu háa embætti sínu
árið 1939 — en þá var hann fimm
ára að aldri. Tibet var samkvæmt
fornum siðum stjórnað af tveim-
ur trúarfurstum, Panchen Lama
og Dalai Lama, sem kveðja hvor
annan til embættis. Þeir eru ekki
aöeins andlegir leiðtogar heldur
lika veraldlegir herrar og hafa
ráöherra og aðra háttsetta emb-
ættismenn sér við hlið.
Lamaismi og klerkriki
Hiö tibetanska klerkriki meö
herskara af munkum, prestum
særingamönnum og læknum sæk-
ir styrk sinn til hins tíbetanska
forms búddatrúar, sem kölluð er
lamaismi. Sérstakar bænir,
helgidansar og særingar ein-
kenna hina alþýðlegu gerð henn-
ar. Mikill máttur er m.a. eignað-
ur bænaþulum. Þessar bænaþulur
eru skráöar á fána og veifur eða
pappír, sem siöan er komið fyrir I
sérstökum kvörnum. Þegar þeim
er snúiö, sér máttur hins ritaða
orös til þess að ill öfl fái sin ekki
notiö og aö hin góðu öfl breiði
verndarvæng sinn yfir mennina.
Frá öndverðu hefur búddatrúin
I Klna, Japan og Tibet verið frá-
brugöin Búddatrúnni I Suður-
Asíu. Þessi munur er svo mikill,
aö raunverulega er á ýmsan hátt
um tvenns konar trúarbrögð að
ræöa.
Rauðhettur og gulhettur
Um miðbik niundu aldar komst
föst skipan á hiö tlbetanska klerk-
rlki. Trúarbrögöin og trúarleið-
togarnir uröu nær alls ráðandi.
Urmull klaustra spratt upp og
„munkarnir I rauðu kuflunum”
komu á viöamiklu flóknu valda-
kerfi innan reglunnar. Á
fimmtándu öld kom munkurinn
Tsongkhaba á fót nýrri reglu,
sem nefndist „regla hinnar gulu
kirkju”. Þessar tvær reglur nefn-
ast einnig „rauðhettur” og „gul-
hettur”. Það er trú Tlbetmanna,
aö sál Tsongkhaba hafi að honum
látnum tekið sér bólfestu I tveim-
ur lærisveina hans, sem nefndust
Dalai Lama og Panchen Lama og
sölsuöu síðar undir sig öll völd I
landinu. Dalai Lama réð yfir
meiri hluta landsins og varð því
smám saman valdameiri. Pan-
chen Lama átti sér aðsetur I bæn-
um Sigatse I Tíbet austanverðu,
en Dalai Lama býr i hinni heilögu
höll Portala I Lhasa, sem er
höfuðstaður landsins. Sú er trú
Tlbetmanna, að I þeim báðum
hafi tveir helztu dýrlingar búdda-
trúarmanna endurholdgazt. Sálir
þessa dýrlinga endurfæðast æ
ofan I æ I liki Dalai Lama og Pan-
chen Lama, og þeir eru þess
vegna „lifandi Búdda” báðir
tveir. Þegar annar deyr tekur
sálin sér bólfestu I barni, sem
fæðist á sama andartaki. Það er
slðan hlutverk prestanna og
stjörnuspekinganna að hafa uppi
á barninu.
Þegar núverandi Lama var
færður til Lhasa og hinnar heilögu
Portala árið 1939, var hann sem
fyrr segir aðeins fimm ára gam-
all og hinn fjórtándi i röðinni.
Panchen Lama (t.v.) og Dalai Lama ásamt Maó Tse-Tung. Myndin
var tekin áriö 1956, þegar þeir heimsóttu Peking, en þá var enn
allt með feildu á yfirborðinu.
Forn spádómur sagði
þrettánda Lamann
verða hinn siðasta
Ævaforn tlbetanskur spádómur
segir, að ekki mun nema 13 Dalai
Lama rikja yfir Tlbet. Véfrétt er
spuröar voru ráða, kváðu upp
þann úrskurð, að þessi spádómur
væri að engu hafandi, en sagan
leiddi annað I ljós. Þá er til annar
spádómur þar sem segir, að þeg-
ar búddatrú hafi verið við lýði i
hálft þriðja þúsund ára, muni
annað tveggja gerasL hún liði
undir lok eða hún færist öll I auk-
ana. Sagnfræðingar búddatrúar-
manna þóttust þess fullvissir, að
þessi þáttaskil yrðu með fullu
tungli nóttina hinn 24. mai 1956.
En i rauninni bar þáttaskilin fyrr
aö, þvi að segja má, að þau hafi
orðið, þegar kommúnistar unnu
fullnaðarsigur i Klna.
Þegar kommúnistar lögðu Tí-
bet undir sig árið 1950, fóru þeir
aö öllu með gát, sumpart vegna
þess að munkarnir réöu lögum og
lofum 1 hinu tíbetanska klerkriki,
en allt að þriðjungur allra karl-
manna I landinu eru meinlæta-
menn.
Kommúnistar hafa einnig reynt
aö fá búddatrúarmenn I öðrum
hlutum Asiu á sitt band, og þá
m.a. að benda á hliðstæður meö
kommúnismanum og búddatrú
eins og þá, aö stéttskipting tíökist
hvorki I kommúnistiskum rikjum
né I munkareglum búddatrúar-
manna. Búddatrúarmenn halda
þvi hins vegar fram, að grund-
vallarmunur sé á skoðunum
þeirra varðandi manninn og jarð-
llfið, þvi að kommúnistar stefni
að jarðnesku sælurlki, en búdda-
trúarmenn liti á jarðlifið sem
þjáningu.
Flóttinn til
Indlands
Dalai Lama neyddist til þess að
flýja land eftir misheppnaða bylt-
ingartilraun árið 1959, þótt hann
hefði skömmu áður verið opinber
gestur i Peking og verið vel tekið
afleiðtogum Kinverja. Hann kom
til Indlands 31. marz 1959, aöeins
I 24 ára gamall.
I Evrópuför hans um þessar
mundir er hin fyrsta meiri háttar
utanferð hans eftir flóttann.
Þýtt ogstyttHHJ
Fyrir skömmu fékk Dalai Lama ( i miðjunni) áheyrn hjá Páii páfa hinum sjötta. Það var i fyrsta skipti
i sögunni, að leiðtogi rómverskkaþólsku kirkjunnar og trúarleiðtogi tlbetanskra búddatrúarmanna
hittust að máli.