Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 14. október 1973. Borgarfjörður eystri. Þarna sést hluti af hafnargarðinum, en hafnarmannvirki hafa þvi miður reynzt ónothæf vegna hreyfingar Jónas Guðmundsson: Borgarf jörður eystri Þróttmikið samvinnustarf og uppbygging í Borgarfirði Kaupfélagsverzlun hefur verið I hálfa öld á Borgarfirbi eystra. Fyrst og iengst af sem sjálfstætt kaup- félag, en undanfarin ár sem deild I Kaupfélagi Héraðsbúa. Kaupfélagið hefur jafnan beitt sér fyrir þvi að efla atvinnulifið I þorpinu og vcriö þar eini umtaisverði vinnuveitandinn i áratugi. t Borgarirði eystra er mikil náttúrufegurð, graslendi og litrik fjöli. Meistari Kjarval máiaði mikið I Borgarfirði eystra, en hann ólst þar upp frá 4 ára aidri til fermingar, I Geitavík. Hélt meistarinn mikilii tryggö viö Borgarfjörö til æviioka. t fyrirtækjakynningu, er ég rit- aði fyrir nokkrum vikum, var vikið fáeinum orðum að Borg- firðingum og kaupfélagi þeirra, og minnt á útróðra og blandaðan búskap, sem þar er stundaöur enn þann dag i dag, á timum strangrar verkaskiptingar. Þar eð sú grein gaf ekki tilefni til mik- illa skrifa um Borgfirðinga um- fram aðra, sem eru i Kaupfélagi Héraðsbúa, og blaðið þar að auki myndalaust að kalla, varð hiutur Borgfirðinga minni en efni stóðu til. Mun nú nokkuð reynt að bæta þar um, þvf aö samvinnustarf á sér langa sögu í Borgarfirði eystra. Stofnuðu kaupfélag árið 1917 Kaupfélag Borgarfjarðar var stofnaö árið 1917 og starfaði undir þvi nafni til ársins 1967, og lengst af við mjög örðug skilyrði. A Borgarfirði haföi veriö löggiltur verzlunarstaöur árið 1894. Borgarfjörður er fremur stutt- ur og breiöur fjöröur og grösugur, og þar var stundaður landbúnaö- ur og róið til fiskjar, jöfnum höndum. Lifið var I fastri rás, og tlðindalaust var i atvinnumálum, eins og viðast hvar annars staðar á Austfjöröum. Þó var um margt erfiöara á Borgarfiröi, þar eö hafnaskilyröi eru afleit og útgerö stærri skipa ekki fram- kvæmanleg. Hraðfrystihúsið í tvo áratugi Þrátt fyrir erfið skilyrði, réðust Borgfirðingar i það að reisa sér hraöfrystihús, en þau komu til sögunnar upp úr siðari heims- styrjöldinni. Þetta hraðfrystihús ráku þeir i tvo áratugi, og oftast með talsverðum halla. Það datt vist engum i hug, að reikningslegur ágóði yrði aö hraðfrystihúsi, þar sem hráefnis- öflun og starfsaðstaða var sem hún var og er á Borgarfirði eystra, en eigi að síður var algjör samstaöa meðal manna um nauð- syn hraðfrystihússins, sem tryggði umtalsverða atvinnu i þorpinu og firðinum. Um þessar mundir var unniö árum saman að hafnarbótum á Borgarfirði, þótt reynslan hafi þvi miður orðið sú, að bryggjugerðin er og verður ófullnægjandi á þessum stað. Hefur þvi verið horfiö að þvi að reyna hafnargerð utar i firðinum, viö Hafnarhólma, þar sem skipa- lægi er frá náttúrunnar hendi. Rekstur hraðfrystihússins hef- ur siðan, fram á þennan dag, ver- ið aðal forsendan fyrir mannlifinu i Borgarfirði. Hraðfrystihúsið starfar enn. Þrátt fyrir reikningshalla, sem mun orðinn umtalsverður, veröur þvi ekki á móti mælt, að nokkuð hefur fengizt i staðinn. Þaö hefur verið atvinna fyrir fólkið, og það var fyrir frumkvæði þess, en ekki utanaökomandi manns, sem húsið var reist i upp- hafi og starfrækt. Frumkvæðið var þvi heimafengið. Rafstöð i Borgarfirði Það var kaupfélagiö, sem beitti sér fyrir stofnun hússins,átti það og rak. Mörg dæmi eru til þess, að kaup félögin hafa veriö eina stoð- in i atvinnulifi, og er Borgarfjörð- ur eitt skýrasta dæmið um það. Og Kaupfélag Borgfirðinga kom fleiru i verk, sem horföi til al- menningsheilla, en aö reka frysti- hús, kaupa fisk og vinna hann. Árið 1952 réðst félagið i, ásamt Borgarfjarðarhreppi, að kaupa disel-rafstöð fyrir þorpið. Þessa rafveitu ráku kaupfélagið og hreppurinn i sameiningu til árs- ins 1963, er Rafmagnsveitur rikis- ins yfirtóku hana og stækkuöu. Er ekki ofmælt, að hætt er við aö dregizt heföi lengur aö veita raf- magni um Borgarfjörð, ef þessi litla rafveita hefði ekki verið fyrir hendi. Borgfirðingar ganga i Kaupfélag Héraðsbúa. Arið 1967 var fariö aö horfa mjög óvænlega um Kaupfélag Borgfirðinga. Var þá leitað til Kaupfélags Héraðsbúa um fyrir- greiðslu og endurskipulagningu á rekstri kaupfélagsins. Var mál- efni Borgfirðinga vel tekið af kaupfélagsstjóra og stjórn Kaup- félags Héraðsbúa, og 9. septem- ber 1967 yfirtók Kaupfélag Héraðsbúa rekstur Kaupfélags Borgfirðinga, er þá hafði um nær 50 ára skeið veitt verzlunarþjón- ustu og tekið þátt i atvinnulifinu á Borgarfirði eystra. Félagsmenn mynduðu nýja deild i Kaupfélagi Héraðsbúa. Um það starf segir Þorsteinn Magnússon, Borgarfirði eystra, hér i blaðinu þ. 22. septembér: Framkvæmdir Kaupfélags Héraðsbúa á Borgarfirði. „Verzlunarhús okkar, sem var nánast sagt orðið óhæft með öllu til að gegna sinu hlutverki, hefur verið endurbætt þannig, að þar er nú oröin hin þokkalegasta að- staða til verzlunarþjónustu. Og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.