Tíminn - 14.10.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. október 1973.
TÍMINN
13
ÞANNIG
VENURÐU
ÞIG AF
REYKINGUM
HVERNIG á að hætta að
reykja? Margir velta þvi fyrir
sér á sama hátt og fjöldi fólks
hugsar um hvernig það getur
megrað sig. En þetta er allt
annað en auðvelt
Það er stöðugt verið að gera
reykingamönnum góð ráð og
námskeið til að venja fólk af
reykingum eru haldin. Það
eru alltaf einhverjir, sem geta
vitnað um hve góðan árangur
námskeiðið hefur borið, sér-
staklega ef þeir eru spurðir
stuttu eftir að þeir voru á
námsiceiðinu. Það getur náðst
árangur, en eftir einn eða tvo
mánuði er allt i sama, gamla
farinu.
Engin leið?
Er þá ómögulegt að hjálpa
fólki til að verða bindindis-
menn á tóbak og þar að auki
grannir? Nei, ekkert er
ómögulegt, en vandinn er sá
að maðurinn á að hjálpa sér
sjálfur.
Allir þekkja áhættuna við að
reykja og borða of mikið. En
flestir eru miklir bjartsýnis-
menn. Við höldum öll, að við
getum ekki veikzt, þangað til
einn góðan veðurdag liggjum
við i rúminu. Og við erum
einnig sannfærð um að við
verðum meðal þeirra 90% sem
deyja úr öðru en ofnotkun tó-
baks, þar til hið gagnstæða er
sannað.
Það eru aðeins til erfiðar
leiðir til að hætta reykingum.
Foreldrar og kennarar ættu að
hætta að reykja til að vera
börnunum gott fordæmi. Ráð
læknisins stoða litið, meðan
hann sjálfur reykir. En þó að
þessir aðilar væru til fyrir-
myndar, þá hafa félagarnir
„poppstjörnurnar”, sem ung-
lingarnir taka sér oft til fyrir-
myndar, þó ennþá meira að
segja.
Keðjureykingamaöurinn
Þegar sá dagur kemur að
löngunin kemur aftur, þá á að
segja hið stóra NEI.
Þó reykingamaðurinn geti
hætt aðeins einn dag, þá er
hálfur sigur unninn. Auðvitað
er þörfin fyrir tóbak jafn
gifurleg næsta dag, en þá
hefur sýnt sig að hann er ekki
algjör þræll.
Úrslitadagarnir
Ef manninum tekst að hætta
i tvær vikur, eru miklar likur
til að hann byrji ekki aftur.
Hann verður að gera allt, sem
hann getur til að styrkja sig i
baráttunni á þessu timabili.
Tóbak á ekki að vera i nánd
við hann og hann á hvorki að
hafa eldspýtur eða kveikjara á
sér, og alltaf að hafa sykur-
laust tyggigúmmi i vasanum.
1 hvert skipti þegar reykinga-
löngunin þyrmir yfir manninn
á hann að hugga sig við tyggi-
gúmmíið. Jórtrið er þrátt fyrir
ailt ekkert óskemmtilegra
fyrir umhverfið, en stöðugur
tóbaksreykúr. Og tyggi-
gúmmíið er skásta huggunin.
Vinir og kunningjar eru yfir-
leitt ekki mjög hjálplegir. Þú
getur verið viss um að þeir
reyni að freista þin, og gera
þér erfitt fyrir með að reykja
fyrir framan nefið á þér. Geti
maður haldið sig frá reyk-
ingum i 14 daga, og sé stað-
ráðin i að hætta og reykingar-
nar hafi verið komnar á það
stig að ánægjan var beggja
blands, þá er sigurinn á næsta
le;i ti.
Staðföst ákvörðun reykinga-
mannsins sjálfs er veiga-
meiri en allar töflur og
námskeið. - Kringumstæður-
nar geta ráðið, hversu bjarg-
föst ákvörðunin er. Standi
þannig á að maðurinn taki
þátt i samkvæmislifi á þessu
timabili eða eigi i einhverjum
erfiðleikum þá reynist allt
miklu erfiðara og hættan á að
falla i freistingu er mun meiri.
Þaí er hægt, jafnvel fyrir
keðjureykingamann, að venja
sig af ósiðnum. Það krefst alls
vilja hans og sálarþreks.
Reykingamaðurinn saknar tó-
baksins lengi eftir að hann er
hættur reykingum. En það er
lika hægt að komast yfir það.
Hvernig? Bezta aðferðin er
að verða veikur. Það er nefni-
lega erfiðara að hætta, þegar
það er ekki gert þegar maður
er orðinn verulega leiður á
reykingum og afleiðingum
þeirra. Hóstinn, vont bragði
munninum, reykur i augun
ergir mann. Fyrst eftir tvær
sigarettur kemur nautnin af
reykingunum. Það er fjöldi
reykingamanna, oftast fólk
um fertugt eða eldra, sem
finnur þessi einkenni. Þetta
fólk ætti að gleðjast yfir háls-
bólgu, inflúenzu, eða litils
háttar ofkælingu, þvi þá geta
komið tveir, þrir, jafnvel fjór-
ir dagar,sem maður hefur ekki
mikla löngun i sigarettur.
Laun sigursins
Kannske er maður ekki svo
heppinn að veikjast þrátt fyrir
gifurlegar reykingar. Þá er
bezt að venja sig af ósiðnum á
rólegum tima, t.d. i sumar-
leyfi.
Ef ekki eru veikindi fyrir
hendi er hægt að byrja bind-
indið með að hætta smátt og
smátt. Til að byrja með skaltu
ákveða áð reykja ekki fyrir
morgunverð og ekki eftir
kvöldmat og fikra þig siðan
áfram. Þetta er áhættusöm
aðferð, þvi reglurnar vilja æði
oft verða þverbrotnar, en
sumum heppnast þetta þó.
Eftir eina eða tvær vikur á
fyrsti tóbakslausi dagurinn að
koma. Það liður heilt ár áður
en löngunin eftir „smók” er
alveghorfin. Eftir þann tima
er hægt að setja allan sinn
viljastyrk i að losna við auka-
kilóin. Það er aðeins ein að-
ferð, sem er betri, mikill vilja-
styrkur og það er að byrja
aldrei.
lauslega þýtt og endursagt. —
gbk
RowenlA
Kaffivélin laqor allt fró 2-8 bollum af ilmandi kaffi á ca. 5
mínútum — Heldur heitu
Quick-grill steikir t.d. kótelettur á á 3 minútum og gefur
þeim gómsætt bragð
Brauðgrill
Heildsala — Smdsala
Djúpsteikingar
pottur
Hórþurrkuh jólmur
Vöramarkaðurinn hi.
J ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112
Rowenla.