Tíminn - 04.11.1973, Qupperneq 1

Tíminn - 04.11.1973, Qupperneq 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT VEITINGABÚÐ ,,Hótel Loftleiðir" er nýjung í hótel- rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót- um vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð —og opið fyrirallar aldir! BÝÐUR NOKKUR BETUR! Líffræðirannsóknum á Mývatni nær lokið Liffræðirannsóknum við Mývatn er nú aö mestu lokiö að sinni, þótt sumum þáttum þeirra veröi hald- ið áfram á sumri komanda, hvað sem síðar verður. Áætlað er að heildarskýrsla um rannsóknirnar verði iögð fram einhvern tima á næsta ári. Yfirstjórn rannsóknanna er i höndum dr. Péturs M. Jónasson- ar og Jóns Ólafssonar. Pétur sér einkum um rannsóknir á frum- framleiðni vatnsins (þ.e. afköst plöntusvifs) og botndýralifinu, en Jón annast efnagreiningar. Auk þeirra hafa þeir Hákon Aðal- steinsson, Asbjörn Dagbjartsson og Páll Hersteinsson unnið að rannsóknunum. Hákon hefur einkanlega dýra- og plöntusvif og silungarannsóknir á sinni könnu. Þeir Hákon og Asbjörn hafa haft aðsetur við Mývatn og starfað i rannsóknarstofu, sem komið hef- ur verið upp i skólanum að Skútu- stöðum á sumrin. Þar hefur verið unnið úr sýnum af dýrasvifi og silungi að þvi leyti sem unnt hefur verið. Framhaldsrannsóknir á dýra- og plöntusvifi fara annars fram i Uppsalaháskóla, en að rannsóknum á frumframleiðni vatnsins og úrvinnslu þeirra gagna er að þvi lúta er unnið i Hafnarháskóla og efnagreining fer fram á Hafrannsóknarstofn- uninni i Reykjavik. I sambandi við þessar rann- sóknir hefur einnig verið unnið að könnun á skilyrðum fyrir lax i Laxá og Kráká, þ.e. mat á hrygn- ingarstöðvum eða riðum sem og uppeldisskilyrðum. Sú könnun hefur m.a. leitt i ljós, að ofan Brúa (Laxárvirkjunar) virðast skilyrði öll þannig, að vel henti laxi og sambúð lax og urriða hin ágætasta. Þá var I sumar hafin rannsókn á botnþörungum i Mývatni og sér danskur visindamaður um þann þátt rannsóknanna. Annar danskur visindamaður hefur rannsakað botnset vatns- ins. Tekinn hefur verið kjarni úr setinu og er ætlunin að reyna að rekja myndunarsögu vatnsins á þann hátt. — HHJ Keykjabóli Hraunamannahreppi: Vatn »g gufa af átta hundruö metra dýpi. Strókurinn stendur 30 metra í loft upp SG — Miðfelli. — Undan- farnar vikur hefur verið unnið að borun eftir heitu vatni að Reykja- hóli i Hrunamanna- hreppi með jarðbor frá Orkustofnun. Á þriðju- dagskvöldið var borinn kominn niður á rúmlega átta hundruð metra dýpi, er vatnsæð opnað- ist, og stendur um þrjá- tiu metra hár vatns- og gufustrókur upp úr hol- unni. Ekki er enn vitaö með vissu, hversu vatnsmagnið er mikið og hitastigið hátt, en varlega er á- ætlað, að þarna komi upp tiu til fimmfSn sekúndulitrar af vatni, og hitastigið mun vera töluvert á öðru hundraði. Hitamælar voru tiltækir, en náðu ekki að mæla hitann og sprungu. A Reykjabóli var jarðhiti fyrir. Þar er goshver með um tveggja sekúndulitra vatnsmagni, en það var orðið of litið fyrir gróðurhús, þau, sem bóndinn, Helgi Kúld, hefur reist siðustu árin. Kostnaður viö borun holunnar, sem tekist hefur svo vel sem hér segir, er mjög nærri 2.6 milljón- um króna. Skósmiðir voru voldug stétt og fjölmenn NÚ ER ENGINN SKÓSMIÐUR í HEILUM LANDSHLUTUM — UM uldamótin voru skó- smiðir öflug stétt með fjöl- mennt sveinafélag, er átti jafnvel húsnæði, sagði Gisli Ferdinandsson, formaður Landssambands skóstniða, og fyrir fáum áratugum vorum við enn fjölmennir. En nú er- um við eitthvað tuttugu til tuttugu og fimm hér i Reykja- vik, og næsta nágrenni og lík- lega eru fimmtán annars stað- ar á landinu. Gisli .Ferdinandsson við vinnu sina. — Timamynd: Gunnar. Enginn skósmiður er eftir á öllum Vestfjarðakjálkanum, nema gamall maður á tsa- firði, er ekki getur lengur sinnt störfum, og á Austur- landi er aðeins einn i Nes- kaupstað. I Höfn i Hornafirði er einn, og einn gamall maður á Selfossi, einn á Húsavik og einn á Akureyri, sem er i sam- bandinu okkar, og annar maður gamall utan þess, sem vinnur eftir gömlum taxta, svo að það er rétt, að hann fær andvirði sólans fyrir sólningu. Annars held ég, að mér sé óhætt að segja, hélt Gisli áfram, að við séum allir heldur ódýrir i vinnu okkar — verð á viðgerðum hefur ekki hækkað i samræmi viö annað. Við höfum reynt að hamla gegn hækkunum með þvi að fá okkur sem be?tar vélar, og til samanburðar á verðlagi hjá okkur islenzku skósmiðunum og þeim dönsku, má geta þess, að kona frá Kaupmannahöfn kom i sumar með mörg pör af skóm af dóttur sinni, sem átti að henda vegna þess, að ekki þótti borga sig að gera við þá þar, til þess að fá gert við þá Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.