Tíminn - 04.11.1973, Síða 3
Sunnudagur 4. nóvember 1973.
TÍMINN
3
Elín Eggerz Stefdnsson:
Til hvers á að
mennta íslenzka
hjúkrunarstétt
og hvernig?
Hjúkrun er þjónusta, er varðar
hvern einasta þjóðfélagsþegn,
ungan sem aldinn., heilbrigðan
sem vanheilan. Með hjúkrun skal
i senn viðhalda og efla heilbrigöi,
fyrirbyggja sjúkdóma og leitast
við að bæta úr vanheilindum, auk
þess að stuðla að friðsömu and-
láti, er slikt ber að höndum.
Þannig snertir hjúkrun þarfir
hins óborna i móðurkviði, um-
önnun mæðra og barna, heilsu-
samlegt umhverfi i skólum, á
vinnustöðum, á heimilum og i
sjúkrastofnunum.
Hjúkrunarkonur eru, að þvi er
virðist, alltof fáar á tslandi.
Starfandi hjúkrunarkonur eru
auk þess, margar hverjar, mjög
óánægðar með menntunarað-
stöðu sina, bæði á sviði al-
mennrar undirstöðumenntunar,
og svo á sviði hjúkrunar, einkum
áframhaldandi menntunar að
hjúkrunargrunnnámi loknu.
Gildi menntunarog mennt-
unaraðstöðu
Sagt er, að hver og einn upp-
skeri sem hann sáir. Sáðkorn
þjóða er fyrst og fremst sú
fræðsla, sem i té er látin einstak-
lingum. og hópum frá kynslóð til
kynslóðar. Nú orðið beinist
fræðsla almennt öllu fremur að
hópnum og kerfinu en að einstakl-
ingnum. Grundvallaratriði, er
snerta menntun hverrar ein-
stakrar starfsstéttar og hversu
eftirsótt starfsgreinin reynist,
eru sem hér segir:
1. Akvörðun þeirrar HÆFNI,
sem menntunin á að skapa og-efla
hjá nemendunum.
2. Akvörðum um hverjar
MENNTUNARKROFUR skuli
gerðar við veitingu starfsréttinda
og við starfsráðningar.
3. Útvegun MENNTUNARAÐ-
STOÐU, sem gerir menntunar-
kröfurnar raunhæfar.
4. Samningar um LAUN eða
kjör, sem samsvara starfshæfni
(menntun) einstaklinga innan
stéttarinnar.
Athugi maður framannefnd
grundvallaratriði með tilliti til
hjúkrunar og hjúkrunarmennt-
unar kemur eftirfarandi til
greina:
Um starfshæfni hjúkrunar-
kvenna.
Löngum hefur mönnum skilizt,
að einlægur hlýleiki i viðmóti
hjúkrunarkvenna er mikils virði
þeim, sem hjúkrun þiggja. Sömu-
leiðis þykir sjálfsagt, að öðrum
fremur eigi hjúkrunarkonan að
hafa smekk fyrir hreinlæti i um-
gengni og þvi þurfi hún að kunna
skil á grundvallaratriðum góðra
heimilisþrifa. Ekki er eins oft
haft i huga, að hjúkrunarkona
þarf mjög oft og án tafar að geta
skilið og ályktað sjálfstætt or-
sakir og líklegar afleiðingar
margskonar einkenna i hegðun
manna og ástandi. Ennfremur
þarf hún að vera hæf til að út-
skýra slik atriði fyrir öðrum,
lærðum og leikum, jafnt i ræðu
sem riti. Þar sem einstaklingar
þarfnast aðhlynningar, eru af-
skipti hjúkrunarkvenna oftast
miklu stöðugri eða tiðari en af-
skipti læknisins eða annarra
samstarfsmanna þeirra. Þess
vegna er eðlilegt að hlutverk
hjúkrunarkvenna sé einkar
mikilvægt á þeim vettvangi, að
forða frá óæskilegum gloppum i
heilbrigðisþjónustu i þágu ein-
staklinga, sem oft þurfa að leita
hjálpar margra aöila á mis-
munandi stöðum. Hæfni til sliks
kemur ekki af sjálfu sér. Noktun
og umsjá tækja er og liður út af
fvrir sig, svo nokkuð sé nefnt.
Reynt hefur verið að nefna og
skrá aðalatriði nauðsynlegrar
hæfni i starfi hjúkrunarkvenna,
m.a. með svo nefndu „starfs-
mati” á vegum B.S.R.B. Slik
skráning er vandaverk og á ef-
laust enn eftir að aukast að ná-
kvæmni og gildi. Mikils er um
vert, að vel verði að slikri endur-
bót unnið sem fyrst.
Um menntunarkröfur
Samkvæmt núgildandi
hjúkrunarlögum er óheimilt að
ráða til „sjálfstæðra hjúkrunar-
starfa” aðra en þá einstaklinga,
sem hæfir teljast, samkvæml
mælikvarða fullgilds hjúkrunar
náms. Ekki er þó nánar skil-
greint, hvað átt er við með „sjálf-
stæð hjúkrunarstörf ”. Enn-
fremur segir i lögum þessum, að
ráðherra megi veita undanþágur,
Elin Eggerz Stefánsson.
þegar sérstakar ástæður eru fyrir
hendi. Engin launung er á þvi
höfð, að ýmis störf, sem tvimæla-
laust geta talizt til „sjálfstæðra
hjúkrunarstarfaj’ eru viða og oft
innt af hendi ljósmæðra, sjúkra-
liða og jafnvel ógaflærðra ein-
staklinga, án þess, að einum eöur
neinum detti i hug að fara að
ónáða ráðherra með undanþágu-
beiðni
Að framangreindu athuguðu,
hlýtur að verða ljóst, að við svo
búið má eigi standa öllu lengur.
Kndurskoðun hjúkrunarlaga
hefur verið til meöferðar á
vegum heilbrigðismálaráðu-
neytisins i sumar og mun frum-
varp um breytingar trúlega verða
langt fyrir Alþingi, áður en lagt
um liður. Auk þessa er rnennta-
málaráðuneytið, nú þessa
dagana, að koma sérstakri nefnd
á laggirnar, til að endurskoða nú-
gildandi lög um Hjúkrunarskóla
Islands og til að semja ný lög um
aðra hjúkrunarmennt, sem um
verður að ræða hérlendis að sinni.
Vert er þó að haf’a það hugfast, að
hvað svo sem allri löggjöf liður,
þá eru það verkin sjálf, sem úr-
slitum ráða og aukin og bætt
menntunaraðstaða fyrir bæði
hjúkrunarnema og hjúkrunar-
konur verður að ske i reynd, ef
ákvæði hjúkrunarlaga eiga að ná
fram að ganga.
Um menntunaraöstööu
Varla getur nokkur maður hafa
farið varhluta af vitneskjunni um
hinn stöðuga hjúkrunarkennara-
skort. Húsnæðisvandræði hafa
einnig verið ofarlega á baugi á
vettvangi hjúkrunarmenntunar,
þannig að læknaskólamenn eiga
sér þjáningabræður i þeim
efnum. Þegar þess er gætt,
hversu erfitt okkur reynist að fá
fullhæfa kennara að grunnnámi i
hjúkrun, hvort heldur nemenda-
hópurinn er á einum staö eða þri-
skiptur, eins og nú er milli Hjúkr-
unarskóla lslands, Nýja hjúkr-
unarskólans og Háskóla tslands,
þá er næsta furðulegt hverrar
bjartsýni gætir meðal margra i
hugmyndum þeirra um útvegun
kennara til starfa við framhalds
menntun á sviði hjúkrunarsér-
greina, hjúkrunarstjórnsýslu og
hjúkrunarkennslu. Vandræöi eru,
að þurfa að fela hjúkrunarkonum
án kennaramenntunar fræðslu
grunnnámsins. Ekki ætti minna
máli að skipta, að kennarar við
framhaldsmenntun stéttarinnar
hefðu hlotið fullgilda kennara-
mennt, auk þekkingar á sérgrein
sinni.
A meðan sérfræðiþekking á
sviði sérgreina hjúkrunar er á
færi tiltölulega fárra hérlendra
einstaklinga og enginn þessara
fáu hefur lært kennslufræði, þá
verður varla hátt risið á fram-
haldsnámi okkar hér innanlands.
Hvers konar námskeið á sviði
sérgreina þessara eru vissulega
mjög virðingarverð, en hæpið
mun að gefa þeim meira gildi i
orði, en efni standa til. Fullhæfir
erlendir hjúkrunarkennarar yrðu
trúlega velkomnir til starfa hér,
ef þeir fengust, en ekki er þó
nokkur vafi á, að tungumálaerfið-
leikar yrðu mjög miklir.
Fram til þessa hafa islenzkar
hjúkrunarkonur i leit að fram-
haldsmennt snúið til Norðurlanda
eða Bretlandseyja ööru fremur.
Venjulega er hér um aö ræða eins
til tveggja ára nám til viðbótar
hinu 3ja ára grunnnámi hér
heima,og miklu fleiri hefðu þurft
að fara en pláss hefur fengist
fyrir hjá hinum velviljuðu ná-
grönnum, sem oft eiga i erfið-
leikum að að sinna eigin þörfum.
Hvatning og kapp til þess, að
þessar fáu, sem komizt hafa yfir
pollinn, klifruðu hærra — svo
nokkru nemi — hefur skort.
Meðal annarra norrænna þjóða
þykir nú brýn þörf, að sem flestir
meðal leiðtoga stéttar hjúkrunar-
kvenna hljóti háskólamenntun i
hjúkrunarfræðum. Þaðan fara
mjög margir til náms i Ameriku
(Bandarikjunum og Kánada) að
afloknu þvi námi, sem þeim er
unnt að afla sér i heimalandinu.
Þessir einstaklingar harma, að
stjórnvöld hinna norrænu frænd-
þjóða vorra hafa þvi miður, enn
sem komið er, ekki fengizt til að
opna háskóla sina fyrir hjúkr-
unarfræðum til jafns við önnur
akademisk fög.
Kinstaklingur, seni starfa á
sem ráðgjafi, stjórnandi eða
kennari í hjúkrun, er vissulega
i þörf fyrir alm. menntunar-
grundvöll á borð við stúdents-
menntun og ÍIONUM KK IIRKIN
NAUUSIN A HÆFNI TIL ROK-
HUGSUNAR OG ADFKRÐA-
KUNNATTU í SKRFAGI SÍNU,
SKM STADIZT GKTUR
HASKÓLAKRÖFUR TIL FULLS.
Forysta i hjúkrun má umfram
allt ekki skoðast sem starfsvett-
vangur forstöðukvenna og kenn-
ara einna saman. , Iljúkrunar-
lorysta þarf að ná hatindi sinum I
heinni persónulegri umsjá mann-
eskjunnar, hvort heldur slik um-
sjá er á sviði heilsuverndar eða
aðhlynningar sjúkra. Sér-
fræðingar i hjúkrun með beztu
fáanlegu menntun aö baki, þurfa
að fá aðstöðu til að betrumbæta
sjáifa hjúkrunarþjónustuna, sem
að einstaklingum snýr, og jafn-
framt þurfa þeir að finna leiðir til
fyllri nýtingar á starfskrafti
Framhald á bls. 39.
SöLUSTADIR:
Hitílbaröaverkstæöið Nýbarði, Garöahreppi, sími 50606.
Skodabúöin, Ktípavogi, simi 42606.
Skodaverksfæöið á Akureyri h.f. simi 12520.
un Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158,
Það er sama hvað þið íeitið,
ódýrari snjóhjólbarða
en Barum fáið þið ekki!
★
Barum öryggi og ending eru nú landskunn
★
Þeir sem einu sinni reyna Barum
hjólbarða kaupa Barum aftur og aftur
★
Algengasti hjólbarðinn,
560/15, kostar kr. 2.950.— fullnegldur.
HLOSSI^—
Skipholti 35 • Simar.
8-13-50 verzlun • 8-13-51 • verkstæði • 8-13-52 skrifstofa
4
j
w k 1
Electrolux |