Tíminn - 04.11.1973, Page 4

Tíminn - 04.11.1973, Page 4
TÍMINN Sunnudagur 4. nóvember 1973. ' 4 !mS. Heimatilbúinn farkostur Þennan heimatilbúna stein- nökkva hefur ^Siegurd Broichhaus frá MurTcheim i Vestur-Þýzkalandi smiðað sér sjálfur. Siegurd er slátrari, og það hefur verið hans æðsti draumur fram til þess að komast einhvern tima yfir Atlantshafið og sigla upp eftir Amazon-fljótinu i Suður- Ameriku i 11 tonna nökkva þeim, sem hann sjálfur hefur smiðað. 1 skipinu er 55 hestafla dieselvél, og var hún upphaf- lega i gömlum bil, sem löngu hefur sungið sitt siðasta. Broichhaus visar öllum fullyrð- ingum fólks á bug,um að skip hans eigi aldrei eftir að sigla um heimsins höf. Hann segir, að ekkert mæli gegn þvf, að hann komist á skipinu yfir Atlants- hafið, þar sem skip svipaðrar gerðar séu mikið notuð i Nýja Sjálandi. Eina vandamál Siegurds er það, hvernig hann eigi að koma skipinu frá þeim stað, sem það var smfðað og að Main-ánni sem er reyndar ekki langt undan. Hann hefur von um, að slökkvilið borgarinnar hjálpi honum við flutningana á næstunni, þvi það hefur yfir að ráða sterkum ■ krönum og flulningabflum, og eftir það er honum ekkert að vanbúnaöi til aft leggja upp i ferðina yfir Allantshafið. Dýrt „spaug" Bretinn John Birchall fór ásamt fjölskyldu sinni i skemmtigarð i London á dögunum. Hann var i skinandi góðu skapi og skemmti sér konunglega. Honum fannst svo tilheyra aö Ijúka skemmt- uninni með heimsókn i tjald spákonunnar Levinu Taylor, sem sögð var frábærum hæfi- leikum búin. Birchall gckk inn glaður i bragði, en gamanið tók að kárna, þegar spákonan fullyrti, að eitthvað óhreint væri i kringum hann. Við nánari athugun þóttist hún sjá, að hann væri á valdi einhvers galdra- hyskis, scm hygðist nota hann sem verkfæri i þágu Kölska. Aumingja maöurinn kom alveg af fjöHum og kannaðist ekki við neitt slikt. Spákonan var þó hin ákveðnasta og gat upplýst, að það væru afi hans og amma, sem stæðu fyrir ósköpunum. Og á endanum tókst henni að sann- færa manninn. Nú voru góð ráð dýr. Blessuð spákonan hafði þó ráð undir rifi hverju, þótt óneitanlega væru þau anzi dýr, og bauðst allra náðarsamlegast til að losa Birchall við ófögnuðinn. Það kostaði að visu sem svaraði fimmtiu þúsund islenzkum krónum, en hvað er ekki á sig leggjandi til að losna úr klónum á kölska? Nokkrum dögum siðar birtist Levina Taylor á heimili Birc- halls og tjáði honum, að verk- efnið hefði reynzt erfiðara og útlátasamara en hún hefði reiknað með. Hún yrði þvi að fá hálfa milljón til viðbótar, ef henni ætti að takast að ljúka þvi. Nú fór Birchall ekki að litast á blikuna, og var jafnvel ekki laust við, að hann efaðist um heiðarleik frúarinnar. Hann lofaði þó að gera sitt bezta til að útvega nægilegt fé og bað hana að koma aftur eftir nokkra daga. Þegar frúin kom svo á tilteknum tima, biðu hennar engir peningar, heldur kurteisir laganna verðir, sem buðust fúslega til að sekta hana um hátt á annað hundrað þúsund króna fyrir svindl. Hún þá boð þeirra með þökkum, enda átti hún vist ekki margra kosta völ, eins og á stóð. Lenti í vitlausri veizlu! Það getur verið erfitt lifið hjá diplómötum i New York á þessum siðustu og verstu timum. Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna hefur t.d. i för með sér mikinn fjölda sam- kvæma, og fulltrúar hinna ýmsu þjóða keppast við að halda blaðamannafundi og gestaboð, svo að úr mörgu er að velja dag hvern. Þegar svo mikið er um að vera og menn verða að hafa sig alla við að komast úr einu boðinu i annað, er ekki undar- legt, þótt eitthvað fari úr skorðum. Menn geta jafnvel lent i vitlausri veizlu. Þannig fór einmitt fyrir utan- rikisráðherra Egyptalands ekki alls fyrir löngu. Hann átti að mæta i boð i ákveðnu hóteli i borginni, og það gerði hann lika samvizkusamlega. Samkvæmt venju gekk ráðherrann um og heiisaði kurteislega á báða bóga, en eitthvað fannst honum þeir, sem fyrir voru, bregðast einkennilega við komu hans. Það var svo ekki fyrr en eítir dúk og disk, að hann áttaði sig á þvi, að hann hafði lent i röngum móttökusal. Gestgjafarnir voru engir aðrir en sendifulltrúar ísraels, og þeir höfðu svo sannarlega ekki átt von á ráð herra óvinanna handan Súez- skurðar. Rafstöðvar d hjólum Disilvélarverksmiðja i Riga, höfuðborg Lettlands, hefur hafið framleiðslu á nýrri gerð af hreyfanlegum rafölum, sem eru 8, 16 og 30 kw. Þessar nýju raf stöðvar, sem eru litlar, ráða yfir miklum krafti og ganga lengi, þær má flytja á vörubíl. Slikar rafstöðvar eru mjög hentugar við lagningar og vinnu á stöðum, sem erfitt er að leggja rafmangskapla. Reynslan hefur leitt i ljós , að rafstöðvar þessar starfa óaðfinnanlega við hinar erfiðustu aðstæður, i allt að 1000 metra hæð, þar sem mjög mikill loftraki er, i hörkufrosti og eyði- merkursól, svo og i sanfoki og ryki. Enginn hinna krakkanna getur komið út að leika sér, Goggi. Mátt þú koma út. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.