Tíminn - 04.11.1973, Side 5

Tíminn - 04.11.1973, Side 5
Sunnudagur 4. nóvember 1973, TtMINN 5 ★ Vanaafbrotamaður Búöarstúlkurnar þrjár urðu ekki hissa, er byssumaður nokkur kom inn i Bauers-bakari i New York sunnudagsmorgun nokkurn og hafði á brott með sér 300 dollara. Sami náungi hafði nefnilega rænt sama bakari fjóra siðustu sunnudaga. Fimmta sunnudaginn biðu lög- reglumenn hans fyrir utan og reyndu að stöðva hann, er hann kom út úr bakariinu. Byssu- maðurinn dró upp vopn sitt, en lögregluþjónn skaut hann þá i öxlina. Byssumaðurinn tók til fótanna, en von bráðar náði lög- reglan honum þó. Fimm sunnu- daga ævintýri var á enda. ★ Vill eyða meiri tíma með barnabörnunum Júliana Hollandsdrottning hefur mikinn áhuga á barnabörnum sinum. Á hverju sumri koma dætur hennar með börn sin til sumarhallarinnar, Haimingju sama filsins, sem er i Portp Ercole. Barnabörnin eru nú orðin niu talsins, svo það þarf töluverðan tima til þess aö sinna þeim, ef vel á að vera. Hversu marga fermetra af grasi viltu fd? Nú hafa þeir hafið framleiðslu á gervigrasi i Þýzkalandi. Frá Stuttgart koma fréttir um það, að þetta sé að verða mjög vinsæl nýjung. Grassvörðurinn er seld- ur i metratali eins og gólfteppi, i tveggja til fjögurra metra breiðum rúllum. Mjög auðvelt er að leggja þetta gras á sinn stað og er sérstaklega mikið notað i kring um sundlaugar og útisvalir og jafnvel heilar gras- flatir og tennisvelli. bað er ómögulegt að sjá i fljótu bragði að þetta sé annað en aivöru- gras, en aðalkosturinn er þó, segja sumir, að ekki þarf að vökva grasið i þurrkum, og heldur ekki að slá það, en það eru sumir latir við! Það md borða súrefni Vissuð þið, að það er hægt að borða súrefni? Nauðsynlegt er við suma uppskurði, að koma fyrir slöngu niður i lungu sjúkl- ingsins og dæla súrefni i gegn- um hana. Nú hefur sovézkur visindamaður, prófessor Modris Elkania, fundið upp dálitið, sem hann nefnir súrefniskokkteil. Sjúklingurinn gerir sér litið fyrir og étur súrefnið, sem hann þarf á að halda, með skeið. Elkania fann upp vél, sem mett- ar eggjahvitublöndu af súrefni, og úr þessu verður hin gagnleg- asta blanda, sem getur bjargað iifi þeirra, sem þurfa á meira súrefni að halda heldur en þeim tekst að draga að sér með önd- unarfærunum. vfv Bílflautu- hljómleikar Nú á diigunum söl'nuðust um 1000 manns saman nálægt Hvila húsinu i Washington. Var fólkið að heimta,að Nixon yrði stel'nt fyrir rétt vegna Watergate- málsins margumlalaða. betta var kriifuganga með mörgum mótma'laspjiildum, en það sem var sérstakt við þessa mót- ma'lagiingu, var það, að I jiildinn allur af fólki kom á bilunum sinum og hafði uppi samtök um að pipa Nixon niður, — eins og þeir kiilluðu það. Siðan flautuðu þt'ii' með bilflautunum sinum drykklanga stund og varð það mikill konsert! <!& vjv ö Vatnshjól frd ótjóndu öld enn í notkun Vatni er enn veitt á allmarga akra skammt frá Erlangen i býzkalandi með vatnshjóli frá 18. öld. A þessum slóðum hafði eitt sinn verið komið fyrir 250 hjólum, og snérust þau yfir sumarmánuðina og veittu vatni yfir akra og engi,eftir þvi sem þörf krafði hverju sinni. 1 sumar voru notuö 17 þessara hjóla, en fleiri eru ekki i lagi, enda varla von á þvi, þar sem þau eru búin að vinna sitt dagsverk á þeim árum, sem liðin eru frá þvi, er þau fyrst voru sett upp, og vel það. Fyrir einni öld, var þessi áveita mjög fullkomin, og komu bændur þá viða að með búsmala sinn til að hafa hann þarna á engjunum, þegar miklir þurrk- ar voru, þvi þarna var grasið ekki skrælnað eins og annars staðar. þar sem ekki voru áveit- ur. Eitt hjól nægir til þess að veita vatni á u.þ.b. átta hektara lands, og slikt hjól kostaði i dag um 25 þúsund mörk i fram- leiðslu. \ undanförnum árum hafa rafdrifnar vatsnsdælur smátt og smátt ekiö við af vatnshjólunum, eftir þvi sem þau hafa gengið úr sér. Hér sjáið þið eitt hinna um 200 ára gömlu hjóla.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.