Tíminn - 04.11.1973, Síða 9
Sunnudagur 4. nóvember 1973.
TÍMINN
9
Pillan
notuð
við
útrým-
ingu
villi-
katta
í Kaupmannahöfn og öðrum bæjum í Danmörku, eru villikettir mikið vandamál. Margir deyja úr
hungri og lýða líða miklar kvalir. Þess vegna er stöðugt unnið að fækkun þeirra
Nú á að berjast gegn tugþúsund-
um villikatta, sem eru mikið
vandamái i kaupmannahöfn og
ekki aðeins meö gildrum og öðru
sliku, heidur einnig með P-Pill-
unni.
Samtök dýraverndunarfélaga i
Danmörku hafa samvinnu við
lyfjaverksmiðju um framleiðslu á
pillunni, og hingaö til hafa
tilraunir boriö góðan árangur.
— Viö höfum nú sannprófað, að
það eina, sem dugar i baráttunni
gegn villiköttum, er skipulögð
dreifing fóðurs, sem inniheldur
pilluna, segir aðalstjórnandi
Samtaka dýraverndunarfélaga
i Danmörku, dýralæknirinn Johs.
Auken í Esbjerg. — Siðustu árin
hafa næstum engir kettlingar sézt
hér i Esbjerg, og köttum fækkar
stöðugt, svo nú eru hér innan við
þúsund villikettir, sem sagt ekki
fleiri en þörf er fyrir i hafnarbæ á
stærð við Esbjerg.
t Esbjerg hefur matur verið
settur á vissum tima á nokkra
ákveðna staði. Þegar eðlunartimi
kattanna nálgast, er pillan sett i
matinn, sem er yfirleitt fiskúr-
gangur. Fyrst var óttazt, að
kraftmestu og gráðugustu kett-
irnir myndu éta svo mikið, að þeir
veiktust af umframskammti af
pillunni, en þessi ótti hefur reynzt
ástæðulaus.
Pilluaðferðin gæti leyst hið
gifurlega vandamál i Kaup-
mannahöfn, þar sem hópar af
villiköttum hafast við i bak-
görðum.
Hungurdauði vegna
breytinga á sorpílátum
Lauslega áætlað er talið, að
minnsta kosti 25 þús. kettir séu i
Kaupmannahöfn einni, og ef
engar ráðstafanir verða gerðar,
munu flestir þeirra kveljast úr
hungri næstu þrjú árin. Fram að
þessu hefur notkun gamaldags
öskutunna, sem kettirnir sjálfir
gátu opnað, bjargað þeim.
Villikettirnir fengu langmest af
fæðu sinni úr þessum ösku-
tunnum, og yfirmaður heil-
brigðisskrifstofunnar i Kaup-
mannahöfn, sem útrýmir mein-
dýrum, segir, að aðeins 10% katt-
anna lifi af, þegar skipt verður
um öskutunnur.
Kettirnir eru þegar horfnir úr
þeim hverfum, þar sem ösku-
tunnurnar hafa verið leystar af
hólmi með nýtizku bréfpoka-
stöndum („stativum”). Nú er
aðeins 20% af gömlu sorp-
tunnunum eftir, aðallega við fjöl-
býlishús, en eftir þrjú ár eiga
plastilát að vera komin við öll
fjölbýlishús.
Aflífaðir í
gasklefa
Þetta þýðir útrýmingu villi-
kattarins i borgum og bæjum, og
þess vegna vilja menn betri að-
gerðir til að halda kattafjölgun-
inni niðri. Stór hluti kattanna lifir
nú þegar við sult og seyru, og það
er hægt að sjá þá sitja i hæfilegri
fjarlægð frá öskutunnunum og
biða eftir að húsmóðirin komi út
með ruslafötuna.
Það er talsvert vandamál að fá
fólk til að gripa kettina og aflifa
þá. Skrifstofan, sem hefur með
eyðingu meindýra að gera, fékk
siðasta ár 400 kvartanir yfir villi-
köttum, en hefur aðeins yfir
einum kattaveiðara að ráða. Þess
vegna geta liöið mánuðir, þar til
kvörtunum er sinnt.
Veiðistarfið krefst oft mikillar
þolinmæði og það getur tekið viku
að hreinsa hverfi af villiköttum.
Það er mjög mikilvægt, að katta-
hóp, sem heldur saman sé alveg
útrýmt, þvi að annnars liður ekki
á löngu, þar til þeir eru orðnir
alveg jafnmargir aftur.
Kettirnir eru veiddir i sér-
stakar trégildrur. 90% af þeim
láta auðveldlega lokkast inn i
gildrurnar, þegar fiskur er settur
i þær, en vanalega eru alltaf ein-
hverjir, gamlir, slungnir fress-
kettir, sem láta ekki snúa á sig.
Alveg ómögulegt væri að veiöa
kettina, ef þeir væru ekki svangir.
Þess vegna hefur kattaveiðarinn
leyfi til að fjarlægja allt fóður,
sem hefur verið sett fyrir þá. Úr
gildrunni er kötturinn settur i
dimman kassa og siðan fluttur i
sérstaklega útbúinn bil. Kettirnir
fá skjótan og sársaukaiausan
dauðdaga, þegar gasstraumur er
leiddur i einangraðan kassa.
Mörg dýranna eru i bágu
ástandi, þegar þau eru veidd, oft
hálfdauð úr hungri. Þess vegna
beita dýravinir sér fyrir að þau
séu aflifuð á mannúölegan hátt.
Fyrrnefnd aðferð er sú sársauka-
minnsta og fljótvirkust.
Dýraverndunaryfirvöld hafa
reynt, með heldur lélegum
árangri, að ná kettlingum og
jafnvel fullorðnum köttum og láta
bændur hafa þá. En þegar þeir
komast til bóndans, brjálaðir af
hræðslu eftir ferðina, þjóta þeir
oft i burtu og sjást aldrei framar.
Arangursrikara varð að hafa
auga með kettlingafullum villi-
kisum og aflifa kettlingana, rétt
eftir að þeir fæddust.
98 af hverjum 100
kettlingum drepast
Hvort sem er deyja næstum
allir kettlingar annað hvort úr
sulti eða pestum. Talið er að
aðeins örfáir kettlingar af
hverjum 100 lifi.
Seinastu ár hafa verið aflifaðir
um 4000 kettir árlega, án þess þó
Framhald á bls. 39.
I'
EfCORI
1974 2 jci dyici
kr. 585.500
BÍLL UNGA FÓLKSINS
FORD í Englandi býður upp ó bil sem sameinar
flesta kosti = Sterkbyggður bill — mikill vélarkraftur, 65 h.ö. —
Sportlegt útlit — Miklir aksturseiginleikar — Ödýr i rekstri.
SIGURVEGARI í ÞOLKEPPNUM SIÐUSTU ÁRA
Ótrúlega hagstætt verð,
YFIR 800
SIGRAR
í þOLAKSTURS
KEPPNUM
kr.450.800
FORD
FORD HUSINU
SVEINN
EGILSSON HF
SKEIFUNN117 SÍMI 85100
UMBOÐSMENN 0TI A LANDI: SIGIUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL
AKRANES: BERGUR ARNBJDRNSSON VESTM.EYJAR: SIGURGEIR JÓNASSON
BOLUNGARVlK: BERNÓDUS HALLDÓRSSON SUÐURNES: KRISTJAN GUÐLAUGSSON — SIMI 1804 KEFlAVlK