Tíminn - 04.11.1973, Síða 15
Sumiudagur 4. nóvember 1973.
TÍMINN
15
Hvers vegna er frú
Maier svona þreytt?
f/Húsmóðirin vinnur 70 kiukkustundir á viku. En hún
fær ekkert launaumslag og engar tryggingar"
VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA
Royal
Al.l.lH KKU sannfærðir um, að
frú Maier sé lánsöm kona. lfún
býr með tveimur börnum sínum
og vellaunuðum eiginmanni i rað-
húsi i útjaðri litillar borgar i
Vestur-Þýzkalandi. Börnin eru
hraust. það er garður við húsið,
eiginmaðurinn á bil, i eldhúsinu
eru rafm agnselda vél, kæli-
skápur, sjálfvirk þvottavél og
ryksuga.
En frú Maier finnst hún vera
útkeyrð , kvartar um bakverk og
fær öðru hvoru óyndisköst.
Hvers vegna er frú Maier alltaf
svona þreytt?
Herra Maier finnur enga
skýringu — hann, sem vinnur
fjörutfu vinnustundir hverja viku
til að fjölskyldunni geti liðið sem
bezt. En svarið kemur frá Max
Planck Institute for Labour
Physiology og T1 e Federal
Research Agency for Domestic
Science: t mismunandi starfi
hennar sem eldabuska, þvotta-
kona, hjúkrunarkona, ræstinga-
kona, kennari og saumakona felst
70 stunda vinnuvika.
,,Hún hefur jafnlangan vinnu-
tima og námuverkamaður á 19.
öld. Hún ber ábyrgð yfirmannsins
og hlutverk hennar hefur i för
meö sér meiri streitu en vinna
flestra karlmanna, sem vinna við
nútima iðnað", segir þýzka viku-
ritið Stern.
1 niðurstöðum útreikninga, sem
útgáfufyrirtæki þyzka spari-
sjóðsins gaf út nýlega. stendur, að
vinna- húsmóðtirinnar sé virði
1,900 þýzkra marka á mánuði, eða
meira en meðallauna. Mánaðar-
laun verkamanns i Vestur-Þýzka-
landi nema nú 1,428 þýzkra
marka. Otto Gemlin og Helene
Saussure skýra frá þvi i bók
þeirra ..Gjaldþrot karl-
mannsins”, sem kom út árið 1971,
að 60% allrar vinnu, sem unnin er
i nútima þjóðfélagi sé unnin á
heimilinu. Þau reikna út, að ef öll
heimilisstörf unnin siðan 1940
væru launuð með fjórum þýzkum
mörkum á timann, þá mundu
allar opinberar eignir og einka-
,eignir renna til húsmæðranna!
En almenningur litur yfirleitt
ekki á störf húsmæðranna frá
fjárhagslegu sjónarmiði, að
maður tali nú um greiðslu til'
þeirra.
Það er ennþá almennt álit, að
húsmóðirin eigi að vera á
heimilinu, að náttúran ákveöi.að
hún verði að þola streitu og erliði
fyrir ástina og hún verði að gera
það sem fjölskyldunni er fyrir
beztu og hagfræðilega gagnlegt
fyrir rikið. Þetta getur reynzt
henni örlagarikt. ef hún skilur við
eiginmanninn. ónóg menntun.
eða of löng ljarvera frá atvinnu-
lifinu. neyðir hana út i illa launað
starf. Orlagarikt, ef hún missir
eiginmann sinn og fær 60% af
eftirlaunum hans. örlagarikt, ef
hún verður fyrir slysi i eldhúsinu
eða baðherberginu, þvi að hús-
mæður eiga engan rétt á skaða-
bótum. Vandamál konunnar
valda heitum umræðum i Þýzka-
landi sem annars staðar. Jafnvel
fylgjendur hins hefðbundna
fjölskyldulifs styðja umbætur i
launamálum kvenna. En þvi
miður vilja þessar sjálfáögðu
umbætur dragast á langinn.
(Þýtt og endursagt. — gbk:
Varadekk í hanskahólfi!
ARAAULA 7 - SIMI 84450
SKYNDI-
VIÐGE
ef springur á bílnum —
án þess aö þurfa að
skipta um hjól.
sprautið Puncture
Pilot, sem er fljótandi
gúmmíupplausn, í hjól-
barðann, Brúsinn er með
slöngu og tengingu til að
tengja við ventil hjólbarð-
ans. Efnið lokar fyrir lekann
og þér akið áfram.
Tvær brúsastærðir og 2ja brúsa
sett fyrir vörubíla. — íslenskar
notkunarreglur fáanlegar með
hverjum brúsa.
Silenta
SKOTMENN
Hvort sem þið eruð á æfingu eða veiðum — þá hafið
hugfast að skothvellur hefur 130 decibil — sem er
langt yfir hættumörk
Með eyrnahlifum lækkið þið hávaða um allt að 50 decibil
— en getið jafnframt haldið uppi eðlilegum samræðum.
Athugið verð og gæði
Dymjandi sf
Skeifunni 3H • Reykjavik • Simar 8-26-70 & 8-26-71
Hávaöi mældur í decibilum 10-30 Hvísl 30-50 Lág útvarpstónlist 50-70 Samræöur 70-85 Götuhávaði, plötusmíði 85-90 Gufutúrbinur
Hætta - 90-100 Spunaverksmiðjur, trésmíði
eyrnahlífar 100-110 Prentvélar, Vinnuvélar
æskilegar 110-120 Steinborar
120-130 Naglavélar, vökvapressur
130- Þotur, skotvopn
Otsölustaðir:
Reykjavík:
Vald. Poulsen
Heyrnarhjálp
Héðinn
Akranes:
Axel
Sveinbjörnsson
Borgarnes:
Kaupfélag
Borgf irðinga
isafjörður:
Raf h.f
Sigluf jöröur:
Sigurður Fanndal
Akureyri:
Atlabúðin
KEA
Húsavík:
Raftækjavinnustofa
Gríms og Árna
Seyöisf jöröur:
Harald Johansen,
verzlun
Neskaupstaður:
Bifreiðaþjónustan
Höfn, Hornafirði:
Kaupfélag
A-Skaftfelliriga
Hvolsvöllur:
Kaupfélag
Rangæinga
Selfoss:
G. Á. Böðvarsson
Keflavík:
Stapafell