Tíminn - 04.11.1973, Page 17

Tíminn - 04.11.1973, Page 17
Sunnudagur 4. nóvember 1973. TÍMINN 17 Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar mánudaginn 5. nóvember kl. 2 i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Úrval af ullarvöru og einnig nýbakaðar kökur og margt fleira. Gjöfum veitt móttaka i Sjómannaskólan- um sunnudaginn 4. nóvember kl. 2. Nefndin. Ungir listunnendur á Asgrimssýningu á Akureyri (Ljósm. Matthias Gestsson) Ásgrímssýning á Akureyri — á vegum Myndlistarfélags Akureyrar LAUGARDAGINN 27. október var opnuð á Akureyri sýning á verkum Asgrims Jónssonar i eigu Asgrimssafns. Myndlistafélag Akureyrar gengst fyrir þessari sýningu, og er hún haldin i húsi Landbankans. Sýndar eru 40 myndir, oliumál- verk, vatnslitamyndir, og teikn- ingar. Myndirnar eru málaðar á fimmtiu árum og gefa þvi glögga yfirsýn yfir þróunarferil Asgrims Jónssonar i myndlistinni. Forstöðukona Ásgrimssafns, frú Bjarnveig Bjarnadóttir, opn- aði sýninguna, og var fjöldi gesta viðstaddur. Óli G. Jóhannsson formaður Myndlistafélagsins bauð sýninguna og forstöðukonu safnsins velkomna til Akureyrar. Bjarni Einarsson bæjarstjóri tók einnig til máls, og þakkaði fyrir hönd Akureyrar komu þess- ararsýningar á verkum Asgrims og gat þess m.a. að hann hefði ætið dáð listaverk hans og það væri mikill viðburður fyrir bæjarfélagið að fá slika sýningu norður. Frú Bjarnveig flutti stutt ávarp. Þakkaði hún Myndlista- félagi Akureyrar fyrir þann stór- hug að flytja hingað norður sýn- ingu þessa úr Asgrimssafni, og safninu alveg að kostnaðarlausu. Og að auðséð væri, að saman hefði farið alúð og smekkvisi við upphengingu myndanna. Forstöðukonan lýsti nokkuð myndunum og listamanninum Asgrimi Jónssyni. Hún sagði m.a. að hann hefði gert litlar kröfur til lifsþæginda fyrir sjálfan sig, og um það vitnaði hið fábrotna og fá- tæklega heimili hans. Þar væri einginn hlutur ónauðsynlegur. Það hefði verið landið og listin, sem hug hans átti allan. Og að leiðarlokum hefði hann svo lagt i hendur þjóðar sinnar mikinn hluta af lifsstarfi sinu. Jafnframt gat frú Bjarnveig þess, að hún vonaði að Akur- eyringar og aörir Norðlendingar hefðu ánægju af að skoða sýn- inguna, og að það yrði Asgrims- safni mikil ánægja, ef stuðlað væri að þvi, að skólafólki yrði gefinn kostur á að skoða hana, og kynnast með þvi list Asgrims Jónssonar, Og ekki siður þvi óeigingjarna hugarfari sem ævi- starf hans vitnar um. t sýningarnefnd Myndlista- félagsins eru Gisli Guðmann for- maður, Orn Ingi Gislason, Jóhann Ingimarsson, Lýður Sig'urðsson og Páll Halldórsson. Val myndanna úr Asgrimssafni önnuðust Hjörleifur Sigurðsson listmálari, en hann er i stjórn safnsins, og forstöðukonan frú Bjarnveig Myndlistafélag Akureyrar var stofnað á s.l. ári. Hefur félagið nýlega fengið til umráða gamalt timburhús, og i þvi mun starfa myndlistarskóli á vegum þess. I félaginu eru miklir áhuga- og bjartsýnismenn, sem mikinn áhuga hafa á myndlist. En öll menningarviðleitni kostar fé, og félagið mun vera fátækt af veraldarauði. Almennur áhugi virðist hafa aukizt með stofnun Myndlistafélagsins. Það sýna bezt umsóknir 70 nemenda, sem óksa eftir inngöngu i nýja mynd- listarskólann: Jarðýta — dráttarbíll BTD 8 jarðýta, árgerð 1961, til sölu. Einnig bill og vagn, hentugur til flutninga á minni vélum. Upplýsingar i simum 4-38-55 og 53-0-75. Útboð Tilboð óskast i smiði og uppsetningu 15 orlofshúsa fyrir Sjómannadagsráð i Reykjavik og Hafnarfirði. Húsin, sem eru úr timbri, skal reisa að Hraunkoti i Grimsnesi. útboðsgögn má fá hjá skrifstofu Hrafnistu, DAS, gegn 5000 kr. skilatryggingu frá og með mánudegin- um 5. nóvember. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Sjómannadagsráðs að Hrafn- istu þriðjudaginn 4. desember 1973 kl. 11.00 f.h. 1 stjórn Myndlistafélags Akur- eyrar, eru Óli G. Jóhannsson for- maður, Gisli Guðmann gjaldkeri, Steinunn Pálsdóttir ritari, Val- garður Stefánsson varaformaður, og Orn Ingi Gislason meðstjórn- andi. Skipulagðar hafa veriö ferðir skólafólks á Asgrimssýninguna, og virðist allt benda til þess að framlengja verði sýninguna um viku —SB • • ONFIRÐINGAR sunnanlands Kaffi- og skemmtisamkoma verður n.k. sunnudag 11. nóvember i Glæsibæ (uppi). Húsið opnað kl. 2.00. Önfirðingar 70 ára og eldri sérstaklega boðnir. Stjórnin. INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1973 2.FL SALA OG AFHENDING SPARISKÍRTEINA RÍKISSIÓÐS HEFST ÞRIÐJUDAGINN 6. NÓVEMBER Fjármálaráðherra hefur á grundvelli laga nr. 8 frá 25. apr- I11973 (lántökuheimildir vegna framkvæmdaáætlunar 1973) á- kveðið útgáfu og sölu verð- tryggðra spariskírteina að fjár- hæð allt að 175 millj. króna. Skírteinin eru verðbætt í hlut- falli við breytingarábyggingar- vísitölu og eru skatt- og fram- talsfrjáls eins og verið hefur. Skírteinin eru lengst til 14 ára, en eftir 5 ár getur eigandi feng- ið þau innleyst að fullu ásamt vöxtum og verðbótum. Méðaltalsvextir allan lánstím- ann eru 5% á ári. Eru þetta óbreytt kjör frá því sem verið hefur. Sala spariskírteinanna hefst 6. nóvember 1973 hjá Seðla- banka fslands, viðskiptabönk- um og útibúum þeirra, spari- sjóðum og nokkrum verðbréfa- sölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum, sem veita allar nánari upplýs- ingar. V-\ I, t \ Reykjavík 2. nóvember 1973 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.