Tíminn - 04.11.1973, Qupperneq 19
Sunnudagur 4. nóvember 1973.
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — aug-
Iýsingasimi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaöaprent h.f.
Kjarni
framsóknarstefnunnar
1 athyglisverðri grein, sem Hannes Jónsson
birti i Timanum 2. þ.m., dregur hann með
þessum orðum saman kjarnann i Framsóknar-
stefnunni, eins og hana má lesa úr nærri 60 ára
starfi, stefnuyfirlýsingum og langtimamark-
miðum Framsóknarflokksins:
„Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur um-
bótaflokkur félagshyggju- og samvinnumanna,
byggður upp á grundvelli meginsjónarmiða
hinna vaxandi islenzku miðstétta. Hann vill
standa vörð um sjálfstæði, frelsi og fullveldi is-
lenzka rikisins, tryggja íslendingum lýðveldis-
stjórnarform á grundvelli lýðræðis og þing-
ræðis og þar með stuðla að frelsi, jafnrétti og
öryggi borgaranna innan ramma lögbundins
skipulags. Hann vill beita sér fyrir öflugri
byggðastefnu, sem tryggi blómlega byggð i
öllu landinu, dreifingu rikisvaldsins og efna-
hagslega valdsins. Til þess að stuðla að hag-
vexti, framleiðni, framleiðsluaukningu og al-
hliða framförum lands og lýðs, vill hann koma
á samvinnuhagkerfi á íslandi. Jafnframt þvi
vill hann stuðla að stofnun velferðarþjóðfélags,
félagslegu öryggi, réttlæti og aukinni menn-
ingu i landipu. Hann telur mikilvægt að sætta
striðandi andstæður og hagsmunahópa og leita
jafnvægis i efnahags- og stjórnmálum”.
Með samvinnuhagkerfi á Hannes við blandað
hagkerfi allra rekstursformanna,þar sem m.a.
einkarekstur á fullan rétt á sér, t.d. i landbún-
aði, útvegi, iðnaði og margs konar þjónustu-
greinum.
Ennfremur sagði Hannes: „Vert er að gefa
þvi gaum, að á sama tima og Framsóknar-
flokkurinn hefur allt frá upphafi haldið sinni
upprunalegu þjóðfélagslegu stöðu og staðið á
sinni grundvallarstefnu eins og hún kemur
fram i langtimamarkmiðum hans, hafa mót-
herjarnir til hægri og vinstri farið á flótta frá
sinni upprunalegu stefnu og þjóðfélagslegu
stöðu.
Þannig boðuðu socialdemókratar t.d. lengi
framan af róttæka þjóðnýtingarpólitik, þjóð-
nýtingu framleiðslutækjanna og alhliða rikis-
og opinberan rekstur, sem hina þjóðfélagslegu
allrameina-bót. Annað var eftir þessu hjá þeim
og i samræmi við þjóðfélagslegar kokkabækur
Karls Marx. En reynslan af þjóðnýtingunni og
augljósar villikenningar Marxismans, þegar
hann var lagður undir dóm reynslunnar i fram-
kvæmd, fældi fólk frá flokkum, sem boðuðu
slikar kreddur.
Á hliðstæðan hátt hafa hægriflokkarnir og
viðhorf þeirra þróast. Hin skef jalausa einstak-
lingshyggja er ekki i samræmi við aldarand-
ann. Einstaklingshyggju- og ihaldsmenn
breyttu þvi stefnutúlkun sinni, þar sem þeir
sáu, að annað hvort urðu þeii; a.m.k. i orði
kveðnu, að færa sig nær miðjunni i stjórnmál-
um eða að daga uppi sem steinrunnin nátttröll i
stjórnmálabaráttunni. Afleiðingin hefur orðið
sú, að við höfum séð það m.a. hér á Islandi, að
bæði Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og arf-
takar Kommúnista hafa farið á flótta frá sinni
upphaflegu stöðu i islenzkum stjórnmálum, en
fært sig nær hinni félagslegu frjálslyndis- og
umbótapólitik, sem Framsóknarflokkurinn
hefur rekið allt frá upphafi.” —TK
ERLENT YFIRLIT
Sparnaðartillögur dönsku
st jórna ra ndstöðuf lokka n na
Verður annarhvor Svíi opinber starfsmaður árið 2000?
KaunNf'aard iormaöur Radikula flokksins
HAGFRÆÐINGUR, sem
skrifar á vegum sænsku
verkalýðshreyfingarinnar,
Rudolf Meidner aö nafni, hef-
ur fyrir nokkru flutt á fundi
hagsýslumanna i New York
erindi, sem hefur vakiö tals-
verða athygli. Umræddur
fundur fjallaöi einkum um
vaxandi þjónustustarfsemi
rikisins. Meidner komst i er-
indi sinu að þeirri niðurstöðu,
að árið 2000 myndu 50-60%
allra vinnufærra Svia vera
opinberir starfsmenn. Niður-
stöður þessar byggði Meidner
á þvi, að tæknivæðingin hefði
það i för með sér, að vinnu-
aflsþörf landbúnaðar og
iðnaðar færi stöðugt minnk-
andi, en hins vegar ykjust
kröfur um alls konar þjónustu,
sem krafizt væri að hið opin-
bera annaðist. Afleiðingin yrði
sú, að opinberum starfsmönn-
um myndi hraðfjölga á timan-
um til aldamóta.
Að dómi margra, sem hafa
gert þennan spádóm Meidn-
ers, eða svipaða spádóma, að
umtalsefni, er þetta engan
veginn talin fjarstæð niður-
staða. Þá er ekki sizt byggt á
reynslu siðustu áratuga.
Hvers konar opinber þjónusta
hefur vaxið á sviði heilbrigðis-
mála, skólamála og trygg-
ingamála, svo aðeins séu
nefndir helztu málaflokkarnir.
Þetta hefur að sjálfsögðu leitt
til sihækkandi opinberra út-
gjalda og þá að sjálfsögðu til
tilsvarandi skattahækkana.
Svo er þvi komið i mörgum
löndum, að mönnum ógnar
orðið skattabyrðin og einkum
þegar menn reyna að gera sér
grein fyrir framvindunni, að
óbreyttri stefnu. Þvi er nú i
flestum löndum, þar sem svo-
nefnt velferðarþjóðfélag er
komið nokkuð á legg, glimt við
þá þraut að reyna að draga úr
útgjöldum, án þess þó að
skerða eðlilega þjónustustarf-
semi rikisins eða hina svo-
nefndu samneyzlu.
DANMÖRK er eitt þessara
rikja, sem er i alvarlegum
fjárhagslegum vanda vegna
þess hve mjög hin svonefnda
samneyzla hefur vaxið á sviði
trygginga, heilbrigðismála og
skólamála. Skattabyrðin þar
er þvi orðin gifurlega þung og
sést óánægjan, sem hún hefur
valdið, bezt á þvi óvænta fylgi,
sem flokkur Glistrups virðist
eiga að fagna um þessar
mundir. Danska stjórnin vinn-
ur nú að þvi að reyna að finna
leiðir til að sporna gegn þeirri
miklu þenslu útgjalda og
skriffinnsku, sem hér hefur
myndazt, án þess þó að skerða
eðlilega þjónustu eða trygg-
ingar. Einn af efnilegustu
ungum forustumönnum
sosialdemókrata, Knud
Heinesen, hefur nýlega verið
skipaður i sérstakt ráðherra-
embætti, þar sem það á að
vera verkefni hans að fást við
þennan vanda.
ÞAÐ sýnir vel, hvernig
stjórnarandstaöa i Danmörku
telur sér skylt að haga störf-
um sinum, að hún gerir ekki
aðeins sparnaðarkröfur til
rikisstjórnarinnar i framan-
greindum efnum, heldur ber
fram sjálf ákveðnar tillögur
um að draga úr rikisútgjöld-
um. Allir helztu stjórnarand-
stöðuflokkarnir hafa borið
fram slikar tillögur. Tillögur
Radikala flokksins hafa vakið
einna mest athygli, enda itar-
legastar og greinilegastar.
Tillögur sinar byggir flokkur-
inn á þeirri grundvallarstefnu,
að veitt verði jafngóð þjónusta
eða betri fyrir minni peninga.
Samkvæmt tillögum Iladi-
kala flokksins er lagt til að
gera ekki færri en 25 breyting-
ar til sparnaðar á trygginga-
kerfinu og heilbrigðisþjónust-
unni. Samtals á þessi sparnað-
ur að nema strax einum og
hálfum milljarði króna, en
heildarútgjöld vegna trygg-
inganna og heilbrigðisþjónust-
unnar eru áætluð 23.4
milljarður króna á fjárlögum
þessa árs (1973-74). Miðað við
þær hækkanir, sem orðið hafa
á þessum liðum siðustu árin,
er talið, að þessi sparnaður
nemi orðið 5 milljörðum króna
eftir 7-8 ár og 10 milljörðum
króna eftir 15 ár. Hér er að
sjálfsögðu reiknað i dönskum
krónum. Að sjálfsögðu verður
þessi sparnaður til þess að
skerða hlut allmargra frá þvi,
sem nú er, en reynt er að láta
það bitna á þeim, sem eiga
auðveldast með að bera það.
Sparnaðurinn á heilbrigðis-
þjónustunni er m.a. fólginn i
þvi, aö fleiri læknisverk verði
unnin á læknastofum eða
heimangönguspitölum og
verði þannig hægt að draga
mikið úr dýrum spitalabygg-
ingum með sjúkrarúmum og
tilheyrandi starfsliði. Mikil
áherzla er lögð á, að tryggja
eldra fólki, sem komiö er á
eftirlaur^hentuga atvinnu, og
minnka tryggingalaunin til-
svarandi.
Gert er ráð fyrir að draga úr
ýmissi þjónustu, sem ekki er
talin sérstaklega fyrir þá, sem
hafa erfiðasta afkomu, en i
staðinn er ýmis þjónusta auk-
in, sem talin er mikilvægari
fyrir almenning. Lögð er
áherzla á, eins og áður segir,
að láta sparnaðinn ekki bitna
á þeim, sem búa viö erfiðust
lifskjör.
Þá leggur Radikali flokkur-
inn til að dregið verði úr út-
gjöldum til kennslumála,
einkum með breyttri námstil-
högun. I sumum tilfellum
verði skólatimi styttur, en i
öðrum, að fjölgaö verði i
skólabekkjunum. Alls er gert
ráð fyrir, að sparnaðurinn á
útgjöldunum til kennsiumála,
nemi 650 dönskum milljóna
króna.
SPARNAÐARTILLÖGUR
þær. sem Vinstri flokkurinn og
Ihaldsflokkurinn hafa flutt,
ganga enn lengra i niðurskurði
útgjalda. thaldsflokkurinn bar
fram tillögur á siðastl. vori
um fjögurra milljarða króna
niðurskurð á fjárlögum, og
Vinstri flokkurinn ber nú fram
tillögur um þriggja milljarða
króna niðurskurð. Tillögur
þessara fiokka beinast að tals-
verðu leyti að þvi að draga úr
verklegum framkvæmdum.
Þessir flokkar telja slikan
niðurskurð nauðsynlegan i
þeim tilgangi að sporna gegn
ofþenslu og verðbólgu. Vinstri
flokkurinn vill draga úr dýr-
tiðar uppbótum, en láta vissa
skattalækkun koma i staðinn.
Báðir telja nauðsynlegt að
draga úr ýmsum greiöslum
vegna trygginga.
Það er athyglisvert viðjjár-
lagatillögur dönsku stjórnar-
andstöðuflokkanna, að þær
beinast nær eingöngu aö þvi að
draga úr útgjöldum. Ástæðan
er sú, að dönskum almenningi
þykir skattabyrðin orðin svo
mikil, að lengra verði ekki
gengið i þeim efnum, heldur
þurfi frekar að gera hana létt-
bærari. Hin mikla þensla i
rikisbákninu og rikisútgjalda
ásiðariárum veldur mönnum
lika vaxandi áhyggjum, og
þeirri skoðun vex þvi fylgi, að
sporna verði gegn þviy að
þenslan verði eins mikil i
framtiðinni og hún hefur verið
siðustu árin.
En það er ekki aðeins i Dan-
mörku, heldur yfirleitt á
Norðurlöndum, sem þessari
stefnu vex fylgi. Það væri
rangt að segja, að hún beinist
gegn velferðarþjóðfélaginu
svonefnda. Það er miklu
fremur markmið hennar að
tryggja velferðarþjóðfélagið,
án þess að þensla rikisbákns-
ins verði of mikil. Rikið þarf
að nýta betur það fjármagn,
sem það hefur handa á milli.
Þ.Þ.