Tíminn - 04.11.1973, Page 24

Tíminn - 04.11.1973, Page 24
24 TÍMINN Laugardagur 3. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 16 kennir mér allt sem hún álitur að ég þurfi aö kunna. — Mér finnst eiginlega ekki aö ég geti tekið mér fri i tvær vikur. Pabbi verður Hka svo einmana, verður þú það ekki pabbi?” „Vissulega verð ég einmanna, þegar þú ert í hurtu, en á hinn bóginn hefðirðu bara gott af þvi, að anda að þér fjallaloitinu i tvær vikur, og þar aö auki getur þú lært ýmislegt i selinu, eða hvaö finnst þér?” ,,Já, þú getur lært að búa til geitaost og gæta kvikfjárins,” sagði Gurli áköf, sem hálfleiddist I selinu með vinnukonunni, sem ekki var alltaf i sem be/.tu skapi. „Já, en við erum ekki með sel hér. Okkar fé er i ykkar seli á hverju sumri.” „Viljiröu verða góð húsmóöir, verður þú að kunna það sem gert er i seli, stúlka min,” sagði Svan- hildur. Lena maldaði enn i móinn, en það var ekki af þvi, að hana langaði ekki til að eyða þessum tveim vikum uppi i fjöllum ásamt beztu vinkonu sinni, heldur af þvi, að henni l'annst það skylda sin að afþakka þetta boð. Pað tók þó ekki langan tima að fá hana til að skipta um skoðun. Ilagurinn var ákveðinn. Hún átli að fara þangað með bróður Gurli, eftir um það bil mánuð. l>egar þetta var klappað og klárt stakk Gurli upp á þvi að þær fengju sér göngutúr upp með ánni og horfðu á sólarlagið. Og eftir að Martin hafði beðið þær að vera ekki lengi, lögðu þær af stað Hjartað barðist um i brjósti Svanhildar, það var svo sjaldan aðhún varein með Martin Skogli, að visu myndi henni gefast ótal tækifæri eftir mánuð, en hún var bráðlát og þráði það eitt að sam- band hennar og Martin Skogli þróaðist á þann veg sem hún ósk- aði. Eitt handtak, ein augna’ýr^-'1 var henni nóg taldi hún sjáltri sei trú um, en á hinn bóginn vildi hún gjarnan fá staðfestingu þess að hann þráði hana jafnmikið og hún hann. Það gekk eins og bezt var á kos- ið. A meðan Gurli og Lena gengu upp með ánni, þá stóö Svanhildur viö eldhúsborðið og rúllaöi út deigi i flatbrauð. Martin Skogli sat i vinnuherbergi sínu og gat ekki fest hugann við bókina, sem hann var að lesa. Hann gat ekki fest hugann við nokkurn skapaö- an hlut. Hann tróö í pipuna sina og hóstaði „Ég reyki vist alltof mikið,” hugsaði hann, „og þar aö auki hef ég sennilega fengið snert af „prestaveikinni” Ég hef ofreynt i mér röddina. Mér er illt i hálsin- um. Ég þyrfti aö fá eitthvað heitt aðdrekka. Svanhildur á sjálfsagt eitthvað, sem slær á hóstann....” Svanhildur! Hann lagði frá sér bókina. Hann sá fyrir sér þrýstinn likama Svanhildar. Fallega þrýstna og hvlta armana, fallega lagaðan hnakkann meö stórum hárhnút. Þrýstin brjóst og mjaömir... Hann hafði verið ekkjumaður I næstum fimm mánuöi. Enginn hefurgott af þvi aö vera einn. Nokkrum minútum siöar opn- aði hann dyrnar út i eldhúsiö. Svanhildur var ein þar inni. Hún haföi gefiö Hildi og Rögnu fri. Hildur átti gamlan og sjúkan föö- ur, sem bjó á smábæ rétt i nánd við prestsetrið. Kærasti Rögnu var vinnumaður á Höydalsheim. „Farið þið nú báðar tvær og njótið góða veðursins. Flatbrauö- ið baka ég sjálf.” Þegar Martin Skogli kom inn i eldhúsið,sat hún á hækjum sér og var að setja plótu inn i bakarofn- inn. Hún hrökk við, þegar hún heyrði dyrnar opnast, en hún sneri sér ekki við. Það var aðeins um einn að ræða. Þann.sem hún var að biða eftir. Hún lokaði bakarofninum, og reis á fætur. Hún þagði og leit spyrjandi á Martin Skogli. Hann ræskti sig og hóstaði svo- litið. Að lokum sagði hann hásri röddu, hvort sem það nú stafaði af ofreynslunni eöa einhverju öðru: „Getur Svanhildur ekki gefiö mér eitthvað aö drekka?, mér er dálitið illt i hálsinum.” „Jú, auðvitað...” Svanhildur mað með ákafan hjartslátt, en hún lét á engu bera og sagði. „Heit mjólk með hunangi, það er gott fyrir hálsinn. Presturinn reykir alltof mikið.” „Er Svanhildi illa við pipuna mina , lyktin er kannski ekki alltaf sem bezt?” „Mér er ekkert illa við hana, mér finnst lyktin einmitt svo notaleg. Það er eitthvaö heimilis- legt við hana,” bætti hún við, en presturinn þarl að nota röddina svo mikið, svo hann ætti ef til vill að reykja svolitið minna.” „Svanhildur hefur eflaust rétt fyrir sér, en hvað á einmana maður eins og ég að gera...?” Hún gekk framhjá honum i átt- ina að gamla málaða skápnum, opnaði hann og tók fram krukku með hunangi. Pils hennar höfðu strokizt upp viö hann, og hann fann daufan ilminn af likama hennar.... „Nú ætla ég að hita mjólkina.” Hún gekk aflur fram hjá honum og i þelta sinn þétt upp við hann. Eldhúsið var stórt, svo að þetta var ekki nauðsynlegt, en hún gerði það samt. An þess að vilja það eða vita af hverju hann geröi það, greip hann i handlegg hennar. Svanhildur nam staðar og stóð alveg hreyfingarlaus. Hjarta hennar baröist um. Skyndilega dró hann hana upp aö sér og gróf andlitið við hals hennar. Hún lét fallast upp að honum. Þannig stóðu þau auganablik. Siðan rétti hún úr sér. „Ég ætla að sjóða mjólkina,” sagði hún hæglátlega. Hann sleppti henni. Þegar Lena kom heim klukku- tima seinna, leit hún inn i vinnu- herbergið. Hér er ég, — hún þagnaði skyndilega. Það lá eitthvað annarlegt i andrúmsloftinu, Svanhildur sat i stólnum, sem móöir hennar var vön að sitja i. Hún sat og prjónaöi. Faðir hennar sat i ruggustólnum eins og hann var vanur og las þetta var ekki óvenjuleg sjón. Þó fannst henni eins og eitthvað væri öðruvisi en vant var þegar hún opnaöi dyrn- ar. Hún gat bara ekki áttaö sig á, hvað það var, fann þetta bara augnablik, sföan hvarf þessi til- finning, og hún hélt áfram: ... og ég er þreytt. Þetta var góð gönguferö og sólalagið ákaflega fallegt, en maður veröur svo þreyttur af vorloftinu, og ég er að hugsa um aö fara að hátta.” „Gerðu það, Lena min, sagði faðir hennar og brosti við henni. Hún kyssti föður sinn á enniö: „Góða nótt, pabbi minn.” Hún sneri sér að Svanhildi. „Góða nótt, Svanhildur, þú veröur vist aö ýta rækilega viö mér i fyrramálið, svo að ég vakni.” Lena fór siöan upp til sin og sofnaöi brátt. Hún heyröi ekki, aö það brakaði i stiganum, þegar Svanhildur læddist upp, klukkutima áður en timi var komioo til að fara á fæt- ur. 3 Martin Skogli vissi vel að þvi var ofaukiö, en honum fannst i augnablikinu sem hann yrði að gera eitthvað, ekki segja meira, bara aðhafast eitthvað, þó svo að þaö væri ekki nauösynlegt. Hann athugaöi hvort feröataskan.væri vel lokuö, hún var það, hann vissi það, þvi hann hafði lokað henni upphaflega. Lena stóð feröbúin á tröppunum. Hún hafði bundiö hettuna á lambskinnssláinu sinu undir hökuna. Það var að visu bara septembermánuöur, en það haföi snjóað i fjöllinn og laufið á trjánum var tekið aö gulna, Seinni part dags vað að visu hlýtt I sólskininu, en það kólnaði meö kvöldinu. „Hér eru teppin, sagði Svan- hildur um leiö og hún birtist i úti- dyrunum.” Lena ieit á hana, andlit hennar virtist fölt og magurt undir lamb- skinnshettunni. Það brá fvrir fyrirlitningarglampa i augum hennar. „Þakka þér fyrir,” sagði hún aðeins. 1544 Lárétt 1) Dý.-6) Doktorinn,-10) Bor.- 11) Blöskra,- 12) llát.- 15) Undi.- Lóðrétt 2) Tré,- 3) Roti,- 4) Vita,- 5) Veiðitæki,- 7) Gubbaö,- 8) Lærdómur,- 9) Mann.- 13) ;Leiði.- 14) Taflmaður.- Ráöning á gátu nr. 1543. Lárétt 1) Hissa,- 6) Danmörk.- 10) Dr.- 11) 11,- 12) Amerika.- 15) Hakar,- Lóörétt 2) Inn.- 3) Sjö,- 4) Oddar.- 5) Óklar,- 7) Arm.- 8) Mör,- 9) Rik,- 13) Eta.- 14) Ima.- Sunnudagur 4. nóvember 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningrorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Sinfóniuhljómsveitin i Monte Carlo leikur rúss- neska tónlist, og þýzk strengjasveit leikur vinsæl lög siðustu fimmtfu ára. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Messa i c- dúr op. 86 eftir Beethoven. Flytjendur: Jennifer Vyvyan, Moncia Sinclair, Richard Lewis, Marian Nowakowski, Beecham- kórinn og Filharmóniu- sveitin i Lundúnum, Sir Thomas Beecham stj. Guð- mundur Gilsson flytur for- málsorð. b. Sinfónia Concertante I Es-dúr eftir Mozart. Isaac Stern, Pinchas Zukerman og Enska kammerhljómsveitin leika, Daniel Barenboim stj. 11.00 Messa f Akureyrar- kirkju.Prestur: Séra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup. Organleikari. Jakob Tryggvason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Brotasilfur úr Búddatrú. Sigvaldi Hjálmarsson rit- stjóri byrjr nýjan erinda- flokk. Fyrsta erindið nefnist: Konungssonur frá Kapilvastu. 14.05 Gestkoma úr strjál- býlinu. Jónas Jónasson fagnar gestum frá Bfldudal. 15.00 Miðdegistónlcikar: Frá ungverska útvarpinu. Flytjendur: Sinfóniuhljóm- sveit ungverska útvarpsins og Miklós Perényi selló- leikari. Stjórnandi: György Lehel. a Tónlist fyrir hljómsveit eftir András Szöllösy. b.Seliókonsert eftir Witold Lutoslawsky. 15.40 Undankeppni heims- meistaramótsins i hand- knattleik. tsland-Frakk- land. Jón Asgeirsson lýsir i Laugardalshöll. 16.15 Útvarp frá trimm- dægurlagakeppni FtH og iSi á hótel Sögu. Átján manna hljómsveit leikur undir stjórn Magnúsar Ingi- marssonar. Kynnir: Jón Múli Arnason. 17.05 Veðurfregnir. Fréttir. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jóns.son. Gisli Halldórsson leikari les (4). 17.30 Sunnudagslögin. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Leikhúsið og við. Helga Hjörvar og Hilde Helgason sjá um þáttinn. 19.20 Bókin um Brynjólf biskup og Kagnheiði dóttur hans. Fluttar hljóðritanir frá miðilsfundum Guðrúnar Sigurðardóttur á Akureyri og rætt við sex Akur- eyringa, sem fylgzt hafa með fundunum og útgáfu bókarinnar. A eftir stjórnar Arni Gunnarsson frétta- maður umræðum um bókina. 20.50 Sinfóniuhljómsveit ts- lands leikur tónlist i út- varpssal. Hljómsveitar- stjóri: Páll P. Pálsson. 21.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld rekur söguna með tóndæm- um (2) 21.45 Um átrúnað. Anna Sigurðardóttir talar um fjórtán Ásynjur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 123.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagúr 5. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.